Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 9
RITRÝND GREIN Viöhorf og notkun hjúkrunarfr. á Trendelenburg-legustellingunni og geti jafnvel verið skaðleg fyrir sjúklinginn. Sökum þessa var ákveðið að hefjast handa við þessa rannsókn til að athuga hvort og að hve rniklu marki hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss noti legustelling- una og hvaða þekking liggi að baki notkun- inni. Við framkvæmd rannsóknarinnar studdust rannsakendur einkum við grein eftir C. Lynne Ostrow frá árinu 1997 en í henni voru könnuð viðhorf bandarískra gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til Trendelenburg-legustellingarinnar. Trendelenburg-legustellingin heitir eftir dr. Friedrich Trendelenburg sem fyrstur lýsti sérstæðri legu sjúklinga á skurðarborði við kviðarholsskurðaðgerðir á 18. öld og auðveldaði þessi legustelling skurðlæknum yfirsýn við aðgerðir í grindarholi (Fink, 1999; Martin, 1995; Zotti, 1994). Utbreiðsla Trendelenburg-legustellingar- innar hófst í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem mælt var með að beita henni við lágum blóðþrýstingi vegna mikils vökva- og blóðtaps (Bivins, Knopp og dos Santo, 1985; Fink, 1999; Martin, 1995; Reuter og fleiri, 2003). Fljótlega upp úr 1950 var hins vegar farið að birta greinar og rannsóknir sem drógu í efa meðferðargildi Iegustellingarinnar (Martin, 1995; Terai og fleiri, 1995). Þegar sjúk- lingur er settur í Trendelenburg-legustellinguna er höfuð hans lækkað um 10°-20°. Talið er að við þetta flæði blóð frá fótum og grindarholi niður á við, nær hjarta og lungum, og hækki þannig blóðþrýsting og auki útfall hjartans (Bivins og flei- ri, 1985; Reich og fleiri, 1989; Zotti, 1994). Annað afbrigði Trendelenburg-legustellingarinnar er ein- nig notað, þá er fótum sjúldings lyft meðan hann Iiggur láréttur í rúminu (e. passive leg raising) (Boulain og fleiri, 2002; Reich og fleiri, 1989). Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Trendelenburg-legustellingarinnar á útfall hjartans hjá alvarlega veikum sjúklingum. Þó Trendelenburg-legustellingin sé mjög útbreidd og mikið notuð er tilfærsla á blóðrúmmáli umdeild (Giuliano og fleiri, 2003; Terai og fleiri, 1995). Rannsókn var gerð á tilfærslu blóðs til efri hluta líkamans með því að geislavirkri samsætu (ísótóp) var sprautað í þátttakendur og ferð hennar skönnuð. Þegar þátttakendur voru lagðir í Trendelenburg-legustellinguna jókst blóðflæði aðeins urn 1,8% til efri hluta líkamans. Rannsakendur sáu litla tilfærslu blóðs til efri hluta líkamans og efuðust því um áhrif Trendelenburg-legu- ■ stellingarinnar til að hækka blóðþrýsting eða auka útfall hjarta (Bivins og fleiri, 1985). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á hjarta og æðakerfi, þar með taldar breytingar á blóðþrýstingi, voru mæld í rann- sóknum Jennings og félaga (1985) og Terai og félaga (1995). Rannsóknirnar voru gerðar á heilbrigðum einstaklingum.' iTöldu rannsakendur breytingarnar á hjarta og æðakerfi við legubreytinguna ekki marktækar (Jennings og fleiri, 1985; Terai og fleiri, 1995). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar og afbrigði legunnar, þar sem fótum sjúklings er lyft, voru borin sarnan hjá hjartasjúklingum sem var haldið sofandi. Ekki urðu marktækar breytingar á starfsemi hjartans né blóðflæði til hjartans, væg aukning greindist á fylliþrýstingi hægri slegils og telja rannsakendur að fara verði varlega við notkun þessara legustellinga hjá sjúklingum með skerta starfsemi hægri slegils (Bertolissi og fleiri, 2003; Reich og fleiri, 1989). Sing og félagar (1994) gerðu rannsókn á Trendelenburg-legu- stellingunni hjá „hýpóvolemiskum" sjúklingum með aðstoð Iungnaslagæðaleggja. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á súrefnisflutning hjá „hýpóvolemiskum“ sjúklingum. Helstu niðurstöður sýna að meðalslagæðaþrýstingur hækkaði umtalsvert sem og fleyg- þrýstingur í lungunum. Auk þess jókst viðnámið í æðakerfinu mikið. Aftur á móti varð engin breyting á útfalli hjartans, súrefn- isnotkun eða súrefnisflutningi í líkamanum (Sing og fleiri, 1994). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á útfall hjarta, blóðþrýsting og súrefnisflæði var rannsakað hjá 23 hjartaskurðsjúklingum með lungnaslagæðalegg (Ostrow, Hupp og Topjian, 1994). 5 sjúklinganna, sem þátt tóku í rannsókn- inni, þoldu ekki Trendelenburg-legustellinguna vegna ógleði eða sársauka í bringuskurði. Hjá þeim 18 sjúklingum, sem þoldu rannsóknina, greindust minniháttar breytingar á útfalli hjarta, blóðþrýstingi og súrefnisflæði. Rannsakendur töldu þessar niðurstöður ekki styðja notagildi Trendelenburg-legustell- ingarinnar til að auka útfall hjarta (Ostrow og fleiri, 1994). Áhrifa Trendelenburg-legustellingarinnar gætir víðar en í hjarta og æðakerfinu. Áhrif á öndun eru óæskileg, þangeta lungna minnkar og aukin hætta er á ásvelgingu. Einnig getur hún haft slæm áhrif á heilastarfsemi þar sem innankúpuþrýstingur getur aukist (Bivins og fleiri, 1985; Gentili og fleiri, 1988; Martin, 1995; Zotti, 1994). Aðferð Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni voru hjúkrunarfræðingar sem starfa á eftirfarandi sex gjörgæslu-, svæfingar- og bráðadeildum Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.