Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 45
FRÆÐSLUGREIN Skrif Islendinga um verki og verkjameðferð 1980-2003 3) Stoðkerfisverkir. 4) Viðhorf heilbrigðisstétta og almennings til verkja og verkjameðferðar. 5) Meðganga/fæðing/sængurlega og verkir. 6) Annað efni sem tengist verkjum og ekki er hægt að flokka sérstaklega. metnað sinn í að birta þær og gera þannig aðgengilegar öðrum í rafrænum gagnagrunnum. Eins mætti hver heilbrigðissétt fyrir sig leggja meiri metnað í að gera óbirt efni aðgengilegra. Góð fyrirmynd er læknastéttin en í blaði hennar, Læknablaðinu, eru reglubundið birtir útdrættir eftir íslenska fræðimenn í tengslum við ráðstefnur sem haldnar eru hér á Iandi. Ekki reyndist gerlegt að vinna nánar með þessi sex þemu að svo stöddu en vonandi verður það hægt síðar. Hverjir hafa skrifað um verki og verkja- meðferð? Þeir Islendingar, sem mest hafa skrifað um verki og verkja- meðferð, hafa ólíka heilbrigðismenntun að baki og viðfangs- efni þeirra á sviði verkja eru mismunandi. Sýnir þetta hversu fjölbreytilegt og hugleikið þetta viðfangsefni er flestum fag- stéttum innan heilbrigðisvísinda og efnið því þverfaglegt í eðli sínu. Sé Iitið á þau gögn, sem okkur bárust og hægt var að nálgast, kemur í Ijós að skrif íslendinga um verki og verkjameðferð eru á fárra höndum. Fimm aðilar hafa skrifað mest um þetta efni, þeir eru: Eiríkur Líndal sálfræðingur en hans fræðasvið er bakverkir; Guðrún Kristjánsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði en hennar fræðasvið er börn og verkir; Gísli Vigfússon svæfinga- læknir, hans fræðasvið er verkjameðferð; Hulda Olafsdóttir sjúkraþjálfari en hennar fræðasvið er verkir í stoðkerfi; og Sigríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur en hennar fræðasvið er verk- ir krabbameinssjúklinga. Með þessari skýrslu hefur ákveðin forvinna átt sér stað sem vonast er til að geti nýst sem innlegg til rafræns gagnagrunns á sviði verkja og verkjameðferðar. Gagnagrunnur sem þessi getur nýst margvíslega og gert heilbrigðisstéttum kleift að meta á| skipulagðan hátt hvar þær standa fræðilega á sviði verkja og verkjameðferðar hér á Islandi. Þannig heldur þekkingin áfram að þróast og verða öðrum til hagsbóta og hvatningar í fram- tíðinni. Skýrslan er varðveitt hjá Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur (annagy@landspitali.is), klínískum sérfræðingi á Landspítala- háskólasjúkrahúsi og höfundum (rakelbjo@landspitali.is, enni- @mmedia.is) en unnið er að því að koma henni á rafrænt form þar sem hún verður aðgengilegri öðrum. Umræður Þessi samantekt er ekki tæmandi hvað heim- ildasöfnun varðar og eflaust má bæta við hana. Höfundar hafa eigi að síður lagt mikið kapp á að finna sem mest af því efni sem íslendingar hafa skrifað á sviði verkja og verkjameðferðar á árunum 1980 til 2003 en með sérstaka áherslu á árin 1980 til 2000. Þakkir: Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma til að senda okkur efni í þessa samantekt og gerðu okkur þar með kleift að sinna þessu verki. Sérstakar þakkir fá Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, klínískur sérfræðingur á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi, og dr. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor við hjúkr- unarfræðideild HÍ, fyrir aðstoð við gerð þessarar samantektar. Niðurstöður skýrslunnar sýna að skrif íslendinga um verki og verkjameðferð hafa aukist mjög síðastliðin 23 ár. Það var ekki markmið skýrslu- nnar að Ieita skýringa á þessari aukningu en þær eru eflaust margar. Það vakti hins vegar undrun höfunda að stór hluti þess efnis, sem fannst, eða rúmur helmingur (52,4%), er óbirt efni (námsrit- gerðir), útdrættir og veggspjöld og því óaðgengi- legt flestum þeim sem láta sig þetta viðfangsefni varða. Eflaust má skýra þetta á margan hátt en víst er að úrbóta er þörf í birtingarmálum. Mikilvægt er að þeir aðilar, sem fást við rann- sóknir tengdar verkjum og verkjameðferð, leggi Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.