Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 45
FRÆÐSLUGREIN Skrif Islendinga um verki og verkjameðferð 1980-2003 3) Stoðkerfisverkir. 4) Viðhorf heilbrigðisstétta og almennings til verkja og verkjameðferðar. 5) Meðganga/fæðing/sængurlega og verkir. 6) Annað efni sem tengist verkjum og ekki er hægt að flokka sérstaklega. metnað sinn í að birta þær og gera þannig aðgengilegar öðrum í rafrænum gagnagrunnum. Eins mætti hver heilbrigðissétt fyrir sig leggja meiri metnað í að gera óbirt efni aðgengilegra. Góð fyrirmynd er læknastéttin en í blaði hennar, Læknablaðinu, eru reglubundið birtir útdrættir eftir íslenska fræðimenn í tengslum við ráðstefnur sem haldnar eru hér á Iandi. Ekki reyndist gerlegt að vinna nánar með þessi sex þemu að svo stöddu en vonandi verður það hægt síðar. Hverjir hafa skrifað um verki og verkja- meðferð? Þeir Islendingar, sem mest hafa skrifað um verki og verkja- meðferð, hafa ólíka heilbrigðismenntun að baki og viðfangs- efni þeirra á sviði verkja eru mismunandi. Sýnir þetta hversu fjölbreytilegt og hugleikið þetta viðfangsefni er flestum fag- stéttum innan heilbrigðisvísinda og efnið því þverfaglegt í eðli sínu. Sé Iitið á þau gögn, sem okkur bárust og hægt var að nálgast, kemur í Ijós að skrif íslendinga um verki og verkjameðferð eru á fárra höndum. Fimm aðilar hafa skrifað mest um þetta efni, þeir eru: Eiríkur Líndal sálfræðingur en hans fræðasvið er bakverkir; Guðrún Kristjánsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði en hennar fræðasvið er börn og verkir; Gísli Vigfússon svæfinga- læknir, hans fræðasvið er verkjameðferð; Hulda Olafsdóttir sjúkraþjálfari en hennar fræðasvið er verkir í stoðkerfi; og Sigríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur en hennar fræðasvið er verk- ir krabbameinssjúklinga. Með þessari skýrslu hefur ákveðin forvinna átt sér stað sem vonast er til að geti nýst sem innlegg til rafræns gagnagrunns á sviði verkja og verkjameðferðar. Gagnagrunnur sem þessi getur nýst margvíslega og gert heilbrigðisstéttum kleift að meta á| skipulagðan hátt hvar þær standa fræðilega á sviði verkja og verkjameðferðar hér á Islandi. Þannig heldur þekkingin áfram að þróast og verða öðrum til hagsbóta og hvatningar í fram- tíðinni. Skýrslan er varðveitt hjá Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur (annagy@landspitali.is), klínískum sérfræðingi á Landspítala- háskólasjúkrahúsi og höfundum (rakelbjo@landspitali.is, enni- @mmedia.is) en unnið er að því að koma henni á rafrænt form þar sem hún verður aðgengilegri öðrum. Umræður Þessi samantekt er ekki tæmandi hvað heim- ildasöfnun varðar og eflaust má bæta við hana. Höfundar hafa eigi að síður lagt mikið kapp á að finna sem mest af því efni sem íslendingar hafa skrifað á sviði verkja og verkjameðferðar á árunum 1980 til 2003 en með sérstaka áherslu á árin 1980 til 2000. Þakkir: Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma til að senda okkur efni í þessa samantekt og gerðu okkur þar með kleift að sinna þessu verki. Sérstakar þakkir fá Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, klínískur sérfræðingur á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi, og dr. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor við hjúkr- unarfræðideild HÍ, fyrir aðstoð við gerð þessarar samantektar. Niðurstöður skýrslunnar sýna að skrif íslendinga um verki og verkjameðferð hafa aukist mjög síðastliðin 23 ár. Það var ekki markmið skýrslu- nnar að Ieita skýringa á þessari aukningu en þær eru eflaust margar. Það vakti hins vegar undrun höfunda að stór hluti þess efnis, sem fannst, eða rúmur helmingur (52,4%), er óbirt efni (námsrit- gerðir), útdrættir og veggspjöld og því óaðgengi- legt flestum þeim sem láta sig þetta viðfangsefni varða. Eflaust má skýra þetta á margan hátt en víst er að úrbóta er þörf í birtingarmálum. Mikilvægt er að þeir aðilar, sem fást við rann- sóknir tengdar verkjum og verkjameðferð, leggi Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.