Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 54
Konráð Valur, eða Konni eins og hann er alltaf kallaður, hefur stundað líkamsrækt frá því hann var barn. Hann byrjaði í fótbolta til að „fitta“ inn sem nýi strákurinn í hverfinu, en fann sig í lyftingum og hefur starfað við þjálfun afreksfólks í fitness hálfa ævina. Veikindi ollu því að hann varð sjálfur að hverfa frá keppnum, en í staðinn leggur hann allan sinn metnað í að þjálfa keppnisfólk til verðlaunasæta í stærstu fitnesskeppnum heims. Ég var á kafi í fótbolta og frjálsum þegar ég var barn og unglingur,“ segir Konni. „Ég byrjaði tíu ára í fótbolta hjá Fjölni sem var glænýtt félag og ég fór bara til að kynnast krökkum, enda nýr í hverfinu og þekkti engan. Hann segir fótboltann frábæra leið til að kynnast öðrum krökkum og með því að vera í hópíþrótt þá megi koma í veg fyrir að lenda í einelti. Konni var sprettharður og fór einnig að æfa frjálsar íþróttir þar sem hann setti meðal annars Íslandsmet í 4 x 100 metrum. Einnig var hann valinn í landslið undir 16 ára, bæði í fótbolta og frjálsum. Heillast af lyftingum „Með fótboltanum vorum við að stunda styrktarþjálfun og braut- ryðjandinn í henni var Lárus sem var knattspyrnuþjálfari hjá Fjölni og á þeim tíma var besti unglinga- þjálfari landsins. Slík þjálfun þótti tabú á þeim tíma og margir voru á móti henni, en hann trúði á þetta. Styrktarþjálfunin fór fram í World Class sem þá var í Mylluhúsinu í Skeifunni.“ Konni fékk bakteríuna og heillaðist af lyftingunum, fótbolt- inn fór að lúta í æ meira haldi fyrir lyftingunum og á endanum fór svo að Konni hætti alfarið í boltanum. „Það fór alltaf í taugarnar á mér að vera í liðsþrótt og vera að stóla á aðra, það sem mér fannst heillandi við lyftingarnar var að ég þurfti bara að stóla á mig sjálfan.“ Á þessum tíma byrjaði Konni að lyfta í Orku- lind, stöð sem var í Brautarholti og eigandinn, Stefán Hallgrímsson, gaf honum einfaldlega lykla að stöðinni. „Hann var gömul kempa í tugþraut- um og tók mig upp á sína arma. Ég gat komið og farið eins og ég vildi og þegar félagarnir voru niðri í mið- bæ að djamma, þá fór ég að lyfta. Einn að taka á því undir miðnætti með músíkina í botni.“ Ætlaði að sigra Magga Bess Árið 1996 keppti Konni í fyrsta sinn í vaxtarrækt, 16 ára, og vann sinn flokk, var reyndar eini keppandinn. Hann ætlaði bara að keppa einu sinni og hafa gaman af, en góðlátleg athugasemd frá þáverandi meistara, Magnúsi Bess, vakti í honum keppnis- skapið. „Þarna var ég 16 ára og 65 kíló og á meðal verðlauna var meðal annars Mega Mass prótein- blanda, svona 10 kílóa poki. Þegar tilkynnt er um verð- launin segir Maggi, sem vann over all-titilinn á þessu móti og búinn að taka meistaratitilinn í vaxtarrækt 20 ár í röð, „Já, þú þarft aldeilis á þessu að halda.“ Þetta var auðvitað bara vel meint, en fór samt rosalega í mig og ég setti mér markmið að vinna hann, sem því miður tókst ekki þar sem hann keppti ekki síðasta árið sem ég var í hans þyngdarflokki.“ Arfgengur sjúkdómur kom í veg fyrir frekari keppni Árið 2004 greindist Konni með arfgengan nýrnasjúkdóm og 2005 fékk hann nýrnagjöf frá systur sinni. Hann ákvað því að það væri ekki leggjandi á líkamann að standa í þessu. Og það lá beinast við að byrja að þjálfa í staðinn fyrir að keppa sjálfur. „Ég var 19 ára, á íþróttabraut í Fjölbraut í Breiðholti, æfði tvisvar á dag og hugsaði ekki um neitt annað,“ segir Konni. Hann tók einkaþjálfararéttindi hjá ISSA og byrjaði strax að þjálfa keppnisfólk í fitness og vaxtarrækt. „Ég er svo „mótiver- aður“ sjálfur og finnst Konráð Valur Gíslason (38) helgar lífið fitnessþjálfun: KONUNGUR FITNESS Á ÍSLANDI SKROKKURINN LÁNAÐUR: Pétur Jóhann fékk skrokkinn hans Konna að láni í aug- lýsingum sem birtust fyrir nokkrum árum. FJÖLSKYLDAN: Konni og eiginkonan Sif og einkasonurinn. FYRSTA MÓTIÐ: 16 ára að keppa í fyrsta sinn 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.