Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 7

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN GYLFASON LUDWIG WITTGENSTEIN FLUTT Á FUNDI FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM HEIMSPEKI SUNNUDAGINN ÍSTA OKTÓBER 1989 I Á síðasta fundi þessa félags talaði prófessor Philippa Foot um dygðina og hamingjuna. Þá sagði hún meðal annarra orða að hún teldi Ludwig Wittgenstein vera langsamlega mesta heim- speking þessarar aldar og jafnvel þótt lengra væri haldið aftur í tímann. Þetta hefur fleirum þótt, og áhrif Wittgensleins hafa verið eftir því. Og þótt þau hafi eins og að líkum lætur verið mest á atvinnuheimspekinga, hafa þau náð langt út yfir þcirra raðir til málfræðinga og sálfræðinga, listfræðinga og guð- fræðinga, stærðfræðinga og eðlisfræðinga. Samt skrifaði Wittgenstein ekki nema tvær bækur um dagana þótt hann gerði drög að mörgum: hina fyrri 75 blaðsíður, Rökfrxðilcg riígerð um heimspeki sem var sjö ár í smíðum,1 hina síðari 232 síður sem tók hann sextán ár í strangri vinnu og kom ekki út fyrr en hann var allur. Hún heitir Rannsóknir íheimspeki.2 3 Formálinn að henni er skrifaður 1945 og honum lýkur á þessum orðum: Ég veit ekki hvort ég geri rétt í því að láta þessa bók frá mér fara. Það er ekki alveg óhugsandi að þrátt fyrir það live fátækleg hún er, þá verði það hlutskipti hennar í myrkri þessara tíma að bregða upp birtu í hugskoti einhvers sem les hana. En auðvitað eru litlar líkur á því. Mér þætti nriður ef bók mín sparaði öðrum ómakið af því að hugsa. Hitt vildi ég, ef þess væri nokkur kostur, að hún örvaði aðra til að hugsa sjálfir. Ég hefði viljað skrifa góða bók. Það hef ég ekki gert, en það er orðið um seinan að bæta þar urn.3 t Ludwig Wittgenstein: Tractatus Logico-Philosophicus, Routledge & Kegan Paul, London 1922. Ný útgáfa með nýrri enskri þýðingu kom út hjá sama forlagi 1961. 2 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations, Basil Blackwell, Oxford 1953. 3 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations, x.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.