Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
Rúm 60% á móti hundahaldi í skoðanakönnun:
Nýjar reglur um bann við
hundahaldi fyrir áramót
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
SAMKVÆMT          niðurstöðum
skoðanakönnunar borgarinnar
um hundahald hamar meirihluti
borgarbúa þvi í núverandi
mynd. Kjörsókn í könnunini var
dræm, aðeins 12,8% gTeiddu at-
kvæði eða 8.770 af 68.525 sem
voru á kjörskrá.
Atkvæði féllu þannig að já sögðu
3.459 eða 39,4%. Nei sögðu 5.279
eða 60,2%. Auðir seðlar voru 14
og ógildir 23. Málið mun verða
tekið til umræðu á borgarráðsfundi
í dag.
Davíð Oddsson borgarstjóri seg-
ir að málið verði kynnt og rætt í
borgarráði og borgarstjórn. Hann
segir að þrátt fyrir litla þátttöku
í kosningunni verði að taka tillit
til niðurstöðu hennar og þar með
banna hundahald í borginni. Þeir
sem eiga hunda fyrir og hafa skráð
þá með iögformlegum hætti munu
samt áfram fá að halda þeim á
heimilum sínum svo lengi sem dýr-
in eru á lífi.
Davíð segir að það taki nokkurn
tíma að breyta reglugerðinni um
Svar frá Banda-
ríkjamömmm í dag?
ENGIN viðbrögð hafa enn borist
við mótmælum sem Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, hefur komið á framfæri
við bandarísk stjórnvöld vegna
meintra afskipta Bandaríkja-
manna á sölu íslensks hvalkjöts
til Japans. Talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins
vildi ekkert um málið segja ann-
að en að ráðuneytinu hefðu bor-
ist mótmælin og viðbragða við
þeim væri hugsanlega að vænta
í dag.
Utanrikisráðherra kom mót-
mælunum á framfæri við.
Ridgeway aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og Nicholas
Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á
Wörner í
heimsókn
Aðalframkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins, Manfred
Wörner, kemur ásamt fylgdarliði
í tveggja daga opinbera heim-
sókn til Islands á morgun í boði
utanríkisráðherra.
Auk þess að eiga viðræður við
utanríkisráðherra mun aðalfram-
kvæmdastjórinn ganga á fund for-
seta íslands og hitta að máli forsæt-
isráðherra. Einnig heimsækir Man -
! ied Wörnc • Keflavíkurflugvöll.
íslandi. Síðdegis í gær höfðu engin
svör borist Jóni Baldvini og upplýs-
ingafulltrúi bandaríska sendiráðs-
ins sagðist ekki vita hvort eða
hvenær sendiherrann myndi ganga
á fund utanríkisráðherra.
hundahald í borginni. Tvær um-
ræður þurfi í borgarstjórn og síðan
þurfi staðfestingu dómsmálaráðu-
neytisins. Hann á þó von á að tak-
ist að afgreiða það fyrir áramótin.
Guðrún Guðjohnsen formaður
Hundaræktarfélagsins segir að
hún geti ekki túlkað niðurstöður
kosningarinnar á neikvæðan hátt.
Úrslitin hafi ekki komið henni á
óvart þar sem vitað var að hópur
hundaeigenda er lítill og jafnframt
er til staðar lítill hópur harðra
andstæðinga hundahalds. Þessir
tveir hópar hafi svo fjöimennt í
kosningarnar. „Hin litla kosninga-
þátttaka sýnir að stórum meiri-
hluta borgarbúa finnst hundahald
ekki athugavert," segir Guðrún.
Hvað framhaldið varðar segir
Guðrún að gera verði betur í að
herða reglur um hundahald en
ekki megi til þess koma að það
verði bannað. Þá kæmi upp sami
vítahringur og var fyrir 4 árum.
Félagið hafí til staðar fjölda af til-
lögum um hvernig bæta megi
ástandið og þá sérstaklega eftirlit
með hundahaldi.
Morgunblaðið/Bjarni
Starfsmaður ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg vinnur við prentun
fjárlagafrumvarpsins í gær.
Fjárlagairumvarp-
ið lagt fram í dag
Fjárlagafrumvarpið verður
lagt fram á Alþingi í dag. Þá
verður væntanlega einnig lagt
fram frumvarp til lánsfjárlaga,
en frá því frumvarpi verður
endanlega gengið á fundi ríkis-
stjórnarinnar í dag.
Stefnt var að því að leggja fjár-
lagafrumvarpið fram í gær, en
það tókst ekki. Prentun frum-
varpsins lauk ekki fyrr en í nótt.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Varaflugvöllur á vegum NATO
yrði ekki hernaðarmannvirki
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, segir að þótt
varaflugvöllur fyrír stórar fiug-
vélar yrði kostaður af Mann-
virkjasjóði Atlantshafsbanda-
lagsins að einhverju leyti yrði
ekki um hernaðarmannvirki að
ræða. Jón Baldvin segir að enn
eigi eftir að ræða það tíl hlítar
hvort NATO taki þátt í gerð
flugvallar in s, þrátt fyrir að sam-
gönguráðherra hafi dregið full-
trúa sina út úr nefhd sem ræða
átti gerð varaflugvallar við
Bandaríkjamenn. Þá segir ráð-
herra að áfram verði unnið við
þær framkvæmdir í þágu land-
varna, sem þegar hefur verið
samið um, þrátt fyrir ákvæði í
stjórnarsáttmála   um   að   ekki
verði ráðist í nýjar meiríháttar
framkvæmdir á vegum varnar-
liðsins og að samskipti við það
verði endurskipulögð.
„Það er staðreynd að því er varð-
ar millilandavélar íslensku flugfé-
laganna að þær hafa engan vara-
flugvöll hér á landi. Þær verða því
að flytja eldsneyti sem nægir þeim
til að komast til Skotlands, sem
er næsta land með nægilega stóran
varaflugvöll fyrir þær. Þetta er
auðvitað óviðunandi flugöryggi,"
sagði utanríkisráðherra í svari við
fyrirspurn á fundi Samtaka um
vestræna samvinnu og Varðbergs
á laugardag.
Jón Baldvin sagðist fyrst og
fremst leggja áherslu á það að það
væri áhugi af hálfu Atlantshafs-
bandalagsins á að slíkur varaflug-
völlur yrði gerður. „Það er áhugi
og fordæmi fyrir því að Mann-
virkjasjóður NATO taki þátt í
kostnaðinum við slíkan völl. Marg-
ir hafa lýst sig andvíga því og tal-
ið að þetta ætti að verða algerlega
íslenskt mannvirki, kostað af
íslensku fé. Við erum hér að tala
um flugvöll, sem gæti kostað 9-10
milljarða íslenskra króna," sagði
ráðherra. „Ég vil láta það koma
fram að jafnvel þótt um væri að
ræða flugvöll, sem væri að hluta
til kostaður af Mannvirkjasjóði
NATO, þyrfti hann ekki að full-
nægja öðrum skilyrðum en þeim
að brautarlengd væri 3 kílómetrar,
að stæði væru fyrir ákveðna stærð
Átök um ritstjórastóla á Þjóðvilja
Fundi í útgáfufélagi frestað að beiðni formanns Alþýðubandalagsins
STJÓRNARFUNDI í Útgáfufélagi Þjóðviljans var frestað í gær,
að ósk Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubandalagsins
en á útgáfufélagsfundinum átti m.a. að taka ákvörðun um hvort
ráðningarsamningur við Mörð Árnason, einn þríggja ritstjóra
blaðsins, yrði endurnýjaður. Óttar Proppé hafði áður sagt upp
störfum sem ritstjóri Þjóðviljans en hann hefur gegnt því starfi
frá 1. desember sl. eins og Mörður. Rætt hefur veríð um að Silja
Aðalsteinsdóttir hókmenntafræðingur verði ráðin ritstjóri biaðs-
ins í stað Óttars.
Óttar Proppé og Mörður Árna-
son voru ráðnir ritstjórar Þjóðvilj-
ans, í desember sl. til eins árs.
Mörður var stuðningsmaður Olafs
Ragnars Grímssonar við form-
annskjör í flokknum skömmu áður
og var ráðinn ritstjóri m.a. með
það í huga. Óttar Proppé var frek-
ar talinn fulltrúi þeirrar fylkingar
innan flokksins sem fylgdi Sva-
vari Gestssyni fráfarandi form-
anni að málum og studdi Sigríði
Stefánsdóttur við formannskjörið.
Fyrir hefur legið í nokkrar vik-
ur að Óttar vildi ekki endurnýja
sinn  ráðningarsamning.   Mörður
hefur hins vegar óskað eftir end-
urráðningu, og í bréfi, sem Mörð-
ur sendi stjórn útgáfufélagins fyr-
ir skömmu, sagði hann að ef svar
við ósk um endurráðningu hefði
ekki borist fyrir 1. nóvember liti
hann svo á að ráðningarsamning-
ur sinn endurnýjaðist sjálfkrafa.
Úlfar Þormóðsson formaður
Útgáfufélags Þjóðviljans, sagði
við Morgunblaðið, að engar tillög-
ur hefðu verið komnar fram í út-
gáfustjórninni varðandi ritstjóra-
mál Þjóðviljans. Hins vegar hefði
Merði Árnasyni verið gerð grein
fyrir því hver staða málsins virtist
vera. Úlfar vildi ekki tjá sig frek-
ar um þetta, en samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins hefur
hann talað fyrir því að ráðningar-
samningur Marðar yrði ekki end-
urnýjaður og haft stuðning innan
útgáfufélagsstjórnarinnar, þótt
hann hafí ekki verið einróma.
Stjórn útgáfufélagsins ætlaði
að fjalla um málið á fundi í gær
en Olafur Ragnar Grímsson ósk-
aði eftir fundi með stjórn útgáfu-
félagsins í gærdag. Á fundinum
var meðal annars kynnt samþykkt
starfsmanna Þjóðviljans þar sem
lýst var yfir stuðningi við Mörð
Arnason og óskað eftir því að
hann yrði endurráðinn sem rit-
stjóri. Að fundinum loknum sendi
Mörður stjórn félagsins annað
bréf, að tilmælum Ólafs Ragnars,
þar sem hann sagðist geta sætt
sig við að svar við ósk um ráðn-
ingu bærist ekki fyrr en í næstu
viku og var stjórnarfundi í útgáfu-
félaginu frestað til 10. nóvember.
Ulfar Þormóðsson sagði við
Morgunblaðið að formaður flokks-
ins ætti næsta leik f stöðunni en
vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Aðspurður um þann leik, sagði
ólafur Ragnar Grímsson við
Morgunblaðið að hann hefði ekki
haft mikinn ti'ma til að huga að
því vegna anna, en sagði að
ákvörðun yrði tekin á næstu dög-
um.
Úlfar sagði aðspurður að marg-
ir blaðstjórnarmenn hefðu nefnt
Silju Aðalsteinsdóttur sem hugs-
anlegan ritstjóra Þjóðviljans.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er talið líklegt að ef
Mörður verður ekki endurráðinn
og Silja Aðalsteinsdóttir verður
ritstjóri við hlið Árna Bergmanns
sem fyrir er, verði þriðji ritstjórinn
ráðinn strax eftir áramót til að
móta pólitísk skrif blaðsins.
af þotum, að öryggisbúnaður væri
í lagi og loks að eldsneytisgeymar
væru fyrir hendi með nægilegu
magni og öryggi. Undir öllum
kringumstæðum þyrfti þessi vara-
flugvöllur að uppfylla þessi skil-
yrði. Að Öðru leyti er munurinn
enginn nema á styrjaldartímum ef
til kæmi. Völlurinn yrði ekki hern-
aðarmannvirki nema hvað hann
yrði notaður í þágu varna landsins
ef til átaka kæmi. Þarna yrði ekk-
ert varalið, engir hermenn og völl-
urinn yrði mannaður og rekinn af
íslendingum," sagði utanríkisráð-
herra.
Ekki áhyggjur af því að
varnarsamstarfið skaðist
Utanríkisráðherra segist ekki
hafa áhyggjur af því að varnarsam-
starf fslands og Bandaríkjanna
skaðist þótt skorist hafí í odda með
þjóðunum vegna tilraunar Banda-
ríkjamanna að beita íslendinga við-
skiptaþvingunum í gegnum Japani.
„Við munum ekki una því að
vera hafðir að ginningarfíflum í
viðræðum milli réttkjörinna stjórn-
valda landa. Allra síst áttum við
von á þessari tvöfeldni frá vinum
okkar. Það fer ekkert á milli mála
að við lítum á Bandaríkin sem vina-
þjóð og höfum ekki ástæðu til ann-
ars. Samstarfið við Bandaríkin hef-
ur alla tíð verið mjög gott," sagði
utanríkisráðherra.
Hann rifjaði upp að það hefðu
verið Bandaríkin sem urðu fyrst til
þess að veita viðurkenningu hinu
unga íslenska lýðveldi og í kjölfarið
á þeirri viðurkenningu hefðu önnur
ríki gert slíkt hið sama. „Þetta mál
hefur valdið okkur vonbrigðum en
ég leyfi mér að vona að þetta sem
gerst hefur hafi stafað af misskiln-
ingi og að fyrir það verði bætt hið
fyrsta," sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson.
Sjá ennfremur á miðopnu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56