Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 27
Aðstaða Í viðbyggingu eru skrifstofur og aðstaða fyrir starfsfólk. Ung voru augu þín, vitja enn þeirra daga er snertir vor hugsun við hugarveröld sem hvítnar af rísandi sól syngjum þér, sólarhjörtur, sífelldan klið af vori er hnígur að veglausum vötnum vængjaður skuggi og nótt. (Hugleiðingar um 23. sálm Davíðs – loka- erindi úr ljóði sem Matthías Johannessen til- einkaði Neskirkju á 50 ára afmæli safnaðarins í október 1990.) Þ að var gott veður fyrir 50 árum þeg- ar dreif að mikinn mannfjölda vest- ur á Mela. Vígja átti hina nýju og glæsilegu Neskirkju og fór fólk að bíða strax snemma morguns. Svo mikill var áhugi fólks á að vera við fyrstu messu í hinni nýju kirkju að margir urðu frá að hverfa. Húsið var enda sérlega nýtískulegt, markaði tímamót í íslenskum kirkjubyggingum og mikið hafði verið um bygginguna rætt árin meðan hún var í smíðum. Laust fyrir klukkan 11, páskadag 1957, gengu 20 hempuklæddir prestar til kirkjunnar. Biskupinn dr. Ásmundur Guðmundsson gekk fremstur og við hlið hans gekk prestur Nes- kirkju, séra Jón Thorarensen. Á eftir þeim komu vígslubiskupar, „klæddir rykkilíni“, eins og segir í lýsingum Morgunblaðsins um þennan atburð. Á eftir fylgdu svo þeir aðrir prestar sem að hinni hátíðlegu vígsluathöfn komu. Í stólræðu sinni lagði séra Jón Thorarensen út af Markúsarguðspjalli 14. kapítula, um kon- una sem kom með alabastursbuðkinn og hellti smyrslum yfir höfuð Jesú, svo að húsið fylltist af ilm þeirra. Komst séra Jón svo að orði að „lotn- ingin fyrir helgidómi lífsins væri undirstaðan að því að geta framkvæmt þau verk sem yrðu til blessunar“. Neskirkja hefur skipað nokkurn heiðursess í hópi kirkna á höfuðborgarsvæðinu. „Neskirkja er tímamótaverk í íslenskri bygg- ingarlist í modernismanum og höfuðverk Ágústar Pálssonar arkitekts sem teiknaði kirkj- una,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, formaður Húsafriðunarnefndar. „Ágúst teiknaði og Gljúfrastein, hús skálds- ins sem Húsafriðunarnefnd hefur lagt til við ráðherra að verði friðað. Ágúst teiknaði ásamt Einari Sveinssyni Melaskóla sem er friðaður. Einar var húsameistari Reykjavíkurborgar og teiknaði m.a. Heilsuverndarstöðin sem einnig er friðuð.“ Það var í lok febrúar 1944 sem tilkynnt var að Ágúst Pálsson hefði hlotið fyrstu verðlaun í samkeppni um teikningu Neskirkju sem efnt hafði verið til ári áður. Þau skilyrði höfðu verið sett þátttakendum að kirkjan yrði stílhrein, fögur að utan og innan, rúmaði 400 manns í sætum, einnig yrði kapella sem tæki 150 manns, fyrir ýmsa safn- aðarstarfsemi, sem og lestrarstofa, kaffistofa, nauðsynleg hreinlætisherbergi og líkstofa. Alls bárust 8 teikningar. Í Morgunblaðinu 25. febrúar 1944 segir að uppdráttur sá sem 1. verðlaun hlaut, stingi í stúf við allt það sem hingað til hafi þekkst í kirkju- byggingum. Í skýrslu sem Ágúst Pálsson lét fylgja upp- drættinum segir: „Jeg hef hagað lögun kirkj- unnar fyrst og fremst með tilliti til þess að hljómflutningur og áhrif birtu fái notið sín. Alt, sem snertir guðsþjónustuna, fer fram í kórnum. Hið hækkandi loft gerir það að verkum, að það sem gerist í kórnum, ræða, tón og söngur, heyr- ist jafn vel hvar sem er í salnum. Jafnframt hefi jeg gefið veggjum salsins þá lögun að hósti og önnur slík hljóð frá kirkjugestum berist tæp- lega inn í kórinn.“ Þá gat Ágúst þess að hið sí- hækkandi loft og hið mikla ljóshaf sem leikur um kórinn gefi honum tignarlegan og áhrifarík- an svip og dragi athygli að því sem fram fer þar. Árið 1990 var gefið út afmælisrit í tilefni af 50 ára afmæli Nessóknar. Þar segir Hörður Ágústsson í grein um Neskirkju: „Sem að líkum lætur um brautryðjendaverk olli tilurð hennar miklum deilum, jafnvel lá við að bygging hennar yrði stöðvuð. Framar öðru má þakka harðfylgi Alexanders Jóhannessonar að ekki fór verr.“ Alexander Jóhannesson, fyrrum rektor Há- skóla Íslands, var formaður byggingarnefndar Neskirkju og um tíma formaður sóknarnefndar. Eftir að teikningar Ágústs voru samþykktar óttaðist söfnuðurinn að kirkjan yrði of stór fyrir fjárhagslega getu hans og var Ágúst beðinn að minnka hana og breyta frá upprunalegri gerð. Sú breyting var síðan samþykkt í bygging- arnefnd árið 1952. Hófust svo bygging- arframkvæmdir og var þeim að fullu lokið 1957 og var kirkjan vígð á páskum það sama ár. Kvenfélag Neskirkju gekkst svo fyrir því að listakonan Gerður Helgadóttir gerði steindan glugga í fordyri kirkjunnar og var hann full- gerður og komið fyrir 1967. „Í höndum Gerðar varð glugginn eins konar gátt út í hina stóru veröld fyrir utan. Í stað þess að sjá út á Melana og ys og þys hins daglega lífs, er sjónum manna beint að æðri víddum“ segir í samantekt Þóru Kristjánsdóttur listfræðings um glugga Gerðar 1990. Síðan þetta var hefur risið viðbygging við Neskirkju – kærkomin viðbót fyrir safnaðar- starfið. Í viðbyggingunni er m.a. kaffistofa, skrifstofur og aðstaða til samkomuhalds. Arki- tekt viðbyggingar er Rikard Briem og Þórarinn Magnússon var yfirverkstjóri en aðal- hvatamaður að byggingu hins nýja safn- aðarheimilis var þáverandi formaður sókn- arnefndar Guðmundur Magnússon, fyrrum rektor Háskóla Íslands. Að hans frumkvæði var og settur upp 8 metra hár steindur gluggi, einnig eftir Gerði Helgadóttur. Prestar Neskirkju eru nú tveir, séra Örn Bárður Jónsson sóknarprestur og doktor Sig- urður Árni Þórðarson. Organisti kirkjunnar er Steingrímur Þórhallsson og stýrir hann jafn- framt Kór Neskirkju og barnakórnum. Formað- ur sóknarnefndar er Ingibjörg Guðmundsdóttir en varaformaður er Hanna Johannessen. Úrsúla Árnadóttir guðfræðingur er framkvæmdastjóri. Þess má að geta að af sjö fastráðnum starfs- mönnum Neskirkju eru 4 guðfræðingar, 2 konur og 2 karlar. Auk þess starfar nokkur fjöldi laus- ráðins fólks við kirkjuna. Fyrrum prestar Nes- kirkju voru auk séra Jón Thorarensens, séra Frank M. Halldórsson, séra Guðmundur Óskar Ólafsson, séra Jóhann Hlíðar og séra Halldór Reynisson. Í afleysingum voru þar prestar þau séra Kjartan Jónsson kristniboði og séra Þór- hildur Ólafs. Auk hinna hefðbundnu kirkjulegu athafna er í Neskirkju öflugt starf, m.a. með öldruðum og börnum og þar koma saman mæður með börn á mömmumorgnum. Háskólakórinn hefur aðstöðu í Neskirkju og syngur stundum við athafnir þar. Ljósið, samtök krabbameinssjúkra, hefur og að- stöðu í Neskirkju og mjög stór AA-hópur. Að sönnu er Neskirkja fögur, vinsæl og virt kirkja, „skemmtilegt tilbrigði í útlit bæjarins,“ eins og sagði í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins eftir vígslu hennar 1957. Tímamótakirkja á tímamótum! Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Neskirkja Nýtískulegt útlit kirkjunnar vakti í upphafi mikla athygli og umtal. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Í fordyri Kristsmynd eftir Ágúst Sigur- mundsson í Neskirkju. Hátíðamessa verður í Nes- kirkju á pálmasunnudag í til- efni af 50 ára afmæli hennar. Guðrún Guðlaugsdóttir kynnti sér lauslega bygging- arsögu Neskirkju og starf- semi hennar. Kaffistofa Í viðbyggingu er góð aðstaða fyrir fundi og samkomur í kaffistofu. Fagur Steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 27 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.