Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975
31
GJÆ.NLAND


ísinn nálægt landi
LANDHELGISGÆZLUFLUGVÉLIN SÝR fór f fskönnunarflug f
gær. Kom f l.jós, að ísinn er nú óvenjulega nálægt landi miðað við
árstfma. Er jakahrafl aðeins 7—8 sjómflur frá Straumnesi. Annars
var fsinn eins og hér segir:
Frá Kóparnesgrunni liggur mjó ísspöng uppundir Gölt og þaðan
norður með landi, skammt inn fyrir Deildarhorn. Isspangir eru í
mynni önundarfjarðar og Súgandafjarðar. íshrafl er á fjörum frá
Gelti og inn fyrir Deildarhorn. tsspöngin er víðast 3 til 5 sjómílur á
breidd og víða greiðfært í gegnum hana. Jakahrafl er í 7 til 8
sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.
Isjaðar 1—3/10 að þéttleika er 40 sml. NV frá Bjargtöngum, 30
sml. 300 gráður frá Blakk, 27 sml. NV frá Barða, 15 sml. NV frá
Kögri og 29 sml. N af Horni. Stakir jakar voru vfða innan við
ísbrúnina.
Tveir   af   starfsmönnum   Islenskra   matvæla   H/F,   Sigurður
Gunnarsson og Birgir Erlendsson með laxinn á milli sfn.
42punda lax
veiddist við
Eldey í vor
42 PUNDA LAX, hængur
veiddist f þorskanet út af Eld-
eyjarboða 16. maf sl. og er hér
um að ræða næst stærsta lax,
sem veiðst hefur á Islandi, eða
við landið. Það voru skipverjar
á bátnum Goða Ke. 132, sem
fengu laxinn og sagði Haf-
steinn Ingólfsson stýrimaður á
bátnum, að mikill kraftur hefði
verið f laxinum, er upp að báts-
hliðinni kom, hefði hann rifið
sig úr netinu og skipverjar rétt
náð honum með goggi áður en
hann hvarf aftur f djúpið. Lax-
inn var 42 pund, veginn á bað-
vigt, 116 cm á lengd og 63 cm f
þvermál. Þess skal getið að lax-
inn var veginn 20 klst, eftir að
hann kom úr sjó og baðvigt er
ekki mjög nákvæmur mæli-
kvarði, hins vegar benda lengd
og ummál laxins til þess að hér
sé rétt farið með þyngd.
Stærsti lax, sem veiðst hefur
hér við land, er Grímseyjarlax-
inn, sem veiddist 1957 og vó
49Í4 pund blóðgaður, var 132
cm á lengd og 72 cm í þvermál.
Þá veiddi Kristinn Sveinsson
38H punda lax f Iðu 1946, sem
var 115 cm og 70 í cm í þvermál.
Víglundur Guðmundsson fékk
37H punda lax í Brúará 1952 f
september, sem var 125 cm á
lengd og 65 cm f þvermál og var
því búinn að vera um 3 mánuði
f ánni, en laxar leggja mikið af
er þeir ganga í árnar, því að þá
hætta þeir að nærast. Vitað er
um tvo 36 punda laxa úr Hvftá í
Borgarfirði og tvo rúmlega 36
punda, sem veiðst hafa í Laxá í
Aðaldal. Fékk Fortescu annan
1912 og Jakob Hafstein hinn 10.
júlí 1942 í Höfðahyl. Hvftár-
laxarnir veiddust í net og á
stóng, netalaxinn vitjaði
Sigurður bóndi Fjelsted í
Ferjukoti um 1920, en hinn lax-
inn veiddi Jón Blöndal á stöng
við Svarthöfða.
Skv. upplýsingum Þórs
Guðjónssonar veiðimálastjóra,
sem gaf okkur þessar upp-
lýsingar um stórlaxana, hefur
Eldeyjarlaxinn verið búinn að
vera 3 ár f sjó er hann veiddist
og að öllum líkindum á leið upp
f einhverja á, hugsanlega Hvítá.
Hreisturssýnishorn sýna, að
hann hafði aldrei f ferskvatn
komið eftir að hann fyrst gekk
til sjávar eftir 3 ár frá klaki í
fæðingará sinni. Hafði hann
tekið út mestan vöxtinn á 2. ári
í sjó. Er við skoðuðum laxinn f
gær voru eigendur hans að
koma með hann til reykingar i
reykhúsið hjá Islenzkum mat-
vælum H/F í Hafnarfirði og
hann búinn að vera í frysti í 7
mánuði og hafði rýrnað mjög
við það.
5 aðilar fengu heiðursmerki
Rauða
krossins
FIMM aBilar fengu I gær afhent
heiðursmerki RauSa kross fslands og
fór athöfnin fram í húsakynnum
samtakanna viS Nóatún.
Heiðursmerkin hlutu eftirtaldir:
Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, fyrir áralangt starf a8
málefnum vangefinna, Árni Björnsson
endurskoðandi, sem verið hefur endur-
skoðandi Rauða kross íslands í yfir 20
ár og hefur um árabil setið i stjórn
samtakanna; Guðrún Brandsdóttir
hjúkrunarkona,   sem   starfað   hefur  á
læknavarðstofu og siðar slysadeild I
Reykjavlk frá 1943; Jóhannes Óli
Sæmundsson, sem um árabil hefur
verið forystumaður í málefnum vangef-
inna á Akureyri; loks er það Árni Gunn-
arsson fyrrverandi formaður Blaða-
mannafélags íslands, en merkið fær
hann og stétt hans fyrir forgöngu og
vinnu við söfnun fyrir hjartabllum
Á myndinni eru frá vinstri, Bragi Guð-
mundsson, formaður BÍ, sem tók við
merki Árna Gunnarssonar, Guðrún
Brandsdóttir, Árni Björnsson. og
Hjálmar Vilhjálmsson. Jóhannes Óli
gat ekki verið viðstaddur. (Ljósm. Sv.
Þorm.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32