Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 31 LANDHELGISGÆZLUFLUGVÉLIN SVR fór f fskönnunarflug f gær. Kom f Ijós, að fsinn er nú óvenjulega nálægt landi miðað við árstfma. Er jakahrafl aðeins 7—8 sjómflur frá Straumnesi. Annars var fsinn eins og hér segir: Frá Kóparnesgrunni liggur mjó ísspöng uppundir Gölt og þaðan norður með landi, skammt inn fyrir Deildarhorn. Isspangir eru í mynni önundarfjarðar og Súgandafjarðar. íshrafl er á fjörum frá Gelti og inn fyrir Deildarhorn. tsspöngin er víðast 3 til 5 sjómílur á breidd og víða greiðfært í gegnum hana. Jakahrafl er í 7 til 8 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. ísjaðar 1—3/10 að þéttleika er 40 sml. NV frá Bjargtöngum, 30 sml. 300 gráður frá Blakk, 27 sml. NV frá Barða, 15 sml. NV frá Kögri og 29 sml. N af Horni. Stakir jakar voru vfða innan við ísbrúnina. Tveir af starfsmönnum Islenskra matvæla H/F, Sigurður Gunnarsson og Birgir Erlendsson með laxinn á milli sfn. 42punda lax veiddist cið Eldey 42 PUNDA LAX, hængur veiddist f þorskanet út af Eld- eyjarboða 16. maf sl. og er hér um að ræða næst stærsta lax, sem veiðst hefur á Islandi, eða við landið. Það voru skipverjar á bátnum Goða Ke. 132, sem fengu laxinn og sagði Haf- steinn Ingólfsson stýrimaður á bátnum, að mikill kraftur hefði verið f laxinum, er upp að báts- hliðinni kom, hefði hann rifið sig úr netinu og skipverjar rétt náð honum með goggi áður en hann hvarf aftur f djúpið. Lax- inn var 42 pund, veginn á bað- vigt, 116 cm á lengd og 63 cm f þvermál. Þess skal getið að lax- inn var veginn 20 klst, eftir að hann kom úr sjó og baðvigt er ekki mjög nákvæmur mæli- kvarði, hins vegar benda lengd og ummál laxins til þess að hér sé rétt farið með þyngd. Stærsti lax, sem veiðst hefur hér við land, er Grímseyjarlax- inn, sem veiddist 1957 og vó 49H pund blóðgaður, var 132 cm á lengd og 72 cm í þvermál. Þá veiddi Kristinn Sveinsson 38V4 punda lax í Iðu 1946, sem var 115 cm og 70 I cm I þvermál. Víglundur Guðmundsson fékk 3VA punda lax í Brúará 1952 f september, sem var 125 cm á lengd og 65 cm í þvermál og var því búinn að vera um 3 mánuði ívor i ánni, en laxar leggja mikið af er þeir ganga f árnar, þvf að þá hætta þeir að nærast. Vitað er um tvo 36 punda laxa úr Hvftá í Borgarfirði og tvo rúmlega 36 punda, sem veiðst hafa í Laxá í Aðaldal. Fékk Fortescu annan 1912 og Jakob Hafstein hinn 10. júlí 1942 í Höfðahyl. Hvítár- laxarnir veiddust í net og á stöng, netalaxinn vitjaði Sigurður bóndi Fjelsted í Ferjukoti um 1920, en hinn lax- inn veiddi Jón Blöndal á stöng við Svarthöfða. Skv. upplýsingum Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra, sem gaf okkur þessar upp- lýsingar um stórlaxana, hefur Eldeyjarlaxinn verið búinn að vera 3 ár í sjó er hann veiddist og að öllum lfkindum á leið upp í einhverja á, hugsanlega Hvftá. Hreisturssýnishorn sýna, að hann hafði aldrei í ferskvatn komið eftir að hann fyrst gekk til sjávar eftir 3 ár frá klaki í fæðingará sinni. Hafði hann tekið út mestan vöxtinn á 2. ári f sjó. Er við skoðuðum laxinn í gær voru eigendur hans að koma með hann til reykingar I reykhúsið hjá Islenzkum mat- vælum H/F í Hafnarfirði og hann búinn að vera í frysti í 7 mánuði og hafði rýrnað mjög við það. 5 aðilar fengu heiðursmerki Rauða krossins FIMM aSilar fengu f gær afhent heiöursmerki Rauða kross islands og fór athöfnin fram I húsakynnum samtakanna við Nóatún. Heiðursmerkin hlutu eftirtaldir: Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, fyrir áralangt starf að málefnum vangefinna. Árni Björnsson endurskoðandi, sem verið hefur endur- skoðandi Rauða kross íslands I yfir 20 ár og hefur um árabil setið i stjórn samtakanna; Guðrún Brandsdóttir hjúkrunarkona, sem starfað hefur á læknavarðstofu og slðar slysadeild I Reykjavlk frá 1943, Jóhannes Óli Sæmundsson, sem um árabil hefur verið forystumaður í málefnum vangef- inna á Akureyri; loks er það Árni Gunn- arsson fyrrverandi formaður Blaða- mannafélags íslands, en merkið fær hann og stétt hans fyrir forgöngu og vinnu við söfnun fyrir hjartabílum Á myndinni eru frá vinstri, Bragi Guð- mundsson, formaður B(, sem tók við merki Árna Gunnarssonar, Guðrún Brandsdóttir, Árni Björnsson, og Hjálmar Vilhjálmsson. Jóhannes Óli gat ekki verið viðstaddur. (Ljósm. Sv Þorm. JAKKAPEYSUR í glæsilegu úrvali Bergstaðastræti 4 ^ sími 14350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.