Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 19 Bergsteinn Á. Bergsteins- son fv. fiskmatsstjóri F. 16. október 1907. D. 19. janúar 1976. Það er svo margt, sem hvorki verður mælt né vegið og verður því að metast. Mál og vog eru tæki, sem gefa hlutlægar niður- stöður, er ekki verður deilt um, en mat er huglægt, persónulegt og því umdeilanlegt. Það er því erfiðara að vera matsmaður en vigtarmaður, erfiðara að meta fisk en vega. Það var ævistarf Bergsteins Bergsteinssonar að meta fisk, stjórna mati á fiski og skera úr þegar ágreiningur varð um fisk- mat. I þessum efnum eru menn oft ósammála og sækja sitt mál fast. Er oft mikið í húfi og hags- munir rekast á, og þegar dómur fellur líkar oft einum vel en öðr- um miður. Matsmenn eru því ekki alltaf vinsælir, enda varla við því að búast. Þessum mannlegu viðbrögðum þeirra, sem selja og kaupa fisk, kynntist Bergsteinn mjög náið og ég tel að honum hafi tekist matið vel. Hann hafi með lagni og góðri dómgreind haldið réttri leið. Hann hafi ekki eignast neina óvini, sem orð er á gerandi og hann hafi heldur ekki eignast vel- vildarmenn vegna greiðasemi í matsgerðum. Það hefur verið mitt hlutverk i mörg ár að veita Fiskmati ríkisins ýmsa þjóhustu. Ég þekkti því Bergstein Bergseinsson fiskmats- stjóra mjög vel. Mér var það alltaf Ijóst að fyrir honum vakti fyrst og fremst að tryggja, svo vel sem unnt er, gæði þeirra fiskafurða, sem fluttar eru úr landi. Að því vann hann bæði beinlínis með því að vaka yfir framkvæmd á hvers konar mati á fiski, og óbeinlínis með því m.a. að stuðla að auknu hreinlæti í meðferð á fiski og auk- inni fræðslu fyrir það fólk, sem við fiskvinnsluna starfaði. Þetta eru þau tvö svið þar sem leiðir okkar Bergsteins lágu saman og því mun ég geta þeirra hér með nokkrum orðum. Eitt af því, sem Bergsteinn veitti fljótt athygli varðandi hreinlætismálin var nauðsyn þess að fiskverkunarhúsin hefðu nægi- legt af hreinu vatni. Því var það að á árunum 1954—55 unnum við að því saman að kanna ástandið i þessum málum hjá hraðfrystihús- unum víðsvegar um land. Upp- lýstist þá margt, sem betur mátti fara, og hafði Bergsteinn alla tíð síðan vakandi auga á vatnsmálum frystihúsanna. Gekkst hann m.a. fyrir þvi að tekin var upp fblönd- un klórs bæði í vatn og sjó, sem frystihúsin nota við vinnslu á fiski og til þrifa. A síðustu embættisárum Berg- steins hóf Fiskmatið enn eina út- tekt á vatni og öðru hreinlætis- ástandi frystihúsanna, auk þess á þvotti fisklesta í flestum höfnum landsins. Þá var einnig hafið strangt eftirlit með söltun grá- sleppuhrogna og með vinnslu á rækju til frystingar. Annað málefni, sem Bergsteinn bar alltaf mjög fyrir brjósti, var uppfræðsla þess fólks, sem annað- ist mat á fiski og verkstjórn í fiskverkunarhúsum. Kom hann með fulltingi sjávarútvegsráðu- neytisins upp námskeiðum i helztu greinum fiskverkunar. Voru haldin sérstök námskeið fyrir frystan fisk, önnur fyrir salt- fisk og fyrir skreið. Safnaði Berg- steinn saman kunnáttumönnum í þeim undirstöðugreinum, bæði bóklegum og verklegum, sem þarna þurfti að kenna. Námskeið þessi urðu fjölda mörg og gáfu góða raun. Starfsferill Bergsteins Berg- steinssonar var nátengdur upp- hafi og vexti hraðfrystiiðnaðar- ins. Hann byrjaði að starfa hjá Fiskimálanefnd og var þar verk- stjóri við hraðfrystingu 1936—40. Síðar vann hann við sömu störf hjá sölusamtökunum S.H. og S.I.S. og var svo skipaður mats- stjóri við útflutning á frystum fiski árið 1945. Bergsteinn var skipaður fiskmatsstjóri 1949 og gegndi því starfi fram á mitt ár 1975. Á þessu tímabili varð mikil bylting í fiskverkun hér á landi. Hraðfrystingin varð stóriðnaður á heimsmælikvarða, saltfiskverk- unin þurfti að aðlagast breyttum kringumstæðum og skreiðarverk- un hófst. Allt þetta hafði i för með sér miklar breytingar á störf- um hins opinbera fiskmats. Ný matsatriði komutil sögunnar, nýj- ar reglur og nýir markaðir. Það varð hlutskipti Bergsteins að skipuleggja Fiskmat rikisins á þessum umbrotatímum og kom hin langa reynsla hans af fisk- verkun og fiskmati þar að góðum notum. Bergsteinn ólst upp með þeirri kynslóð semekkigatveitt æsku- fólki hvers konar menntun er hugur þess stóð til. Hann lærði því ekki að mæla og vega með vísindalegum aðferðum, en hann lærði að meta fisk á sama hátt og fiskverkendur hafa gert hér um aldir. Bergsteinn bar þó alltaf virðingu fyrir visindalegum nið- Séra Einar Guðnason er dáinn. Að morgni hins 15. janúar s.l. fengum við fyrrverandi sóknar- börn hans þá fregn, að hann hefði andast kvöldið áður. Við vissum að hann hafði um skeið verið hættulega sjúkur. En mannleg bjartsýni vonast jafnan eftir bata og trúir á hann, en svo kemur sá, sem ræður örlögum vor allra og heggur á þráðinn. í þeim fáu minningarbrotum, sem hér fara á eftir, verður ævi og störfum hins látna ekki gerð nein fullnægjandi skil. Það gera efalaust þeir, sem betur geta, en nú að leiðarlokum hlaut einhver rödd að heyrast heiman úr byggð- inni, þar sem hann lifði og vann. Fyrir rúmum þremur árum hvarf séra Einar frá Reykholti, eftir meira en fjörutiu ára starf sem þjónandi prestur þar. Þau hjón voru þá kvödd af söfnuðunum í samkvæmi, sem allur þorri sóknarbarna hans tók þátt í. Sú kveðja var innileg og hlý, yljuð af gagnkvæmri vináttu, eftir löng kynni og góð. Séra Einar Guðnason var fædd- ur 19. júlí 1903 á Óspaksstöðum i Hrútafirði. Voru foreldrar hans Guðni bóndi Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Ungur missti hann móður sína og var tekinn í fóstur af systkinum á Fjarðarhorni i Hrútafirði. Þar ólst hann upp á fyrirmyndarheimili hjá þeim ágætu systkinum, Guðmundi ögmundssyni og Kristinu systur hans. Gengu þau honum í for- eldra stað og studdu hann til náms og frama, en það endurgalt hann með tryggð og umhyggju góðs fóstursonar, þegar þau þraut krafta. Séra Einar lauk stúdentsprófi árið 1924 og guðfræðiprófi frá Háskóla tslands 1929, en milli stúdentsprófs og háskólanáms stundaði hann kennslu um eins árs skeið. — Hann var settur prestur í Reykholtsprestakalli vorið 1930 að nýlokinni vígslu. Nokkurrar gagnrýni gætti innan safnaðanna vegna þess, að kosn- ing var ekki látin fara fram þá þegar og voru ekki aliir ánægðir. Þá eins og oftar var róstusamt á sviði þjóðmálanna, en með kirkju- málin fór þá sá maður, sem var kappsfullur og þótti löngum einráður, eins og títt er um umsvifamikla hugsjónamenn. Ekki bitnaði þessi stundar- óánægja á séra Einari, nema þá að mjög litlu leyti og aðeins um sinn. Hann vann brátt hylli fólks- ins með sinni ljúfmannlegu prúð- mennsku, og vorið 1931 var hann kosinn lögmætri kosningu og skipaður sóknarprestur í Reyk- holtsprestakalli. Arið 1933 kvæntist séra Einar urstöðum og leitaði eftir þeim þar sem þeirra var von. Grundvöllur- inn fyrir fiskmatsgerðum Berg- steins var því traustur á mæli- kvarða hans samtíðar, og enn í dag er skynmatið þarna afgerandi en mál og vog aðeins ráðgefandi. Ég er Bergsteini Bergsteinssyni þakklátur fyrir gott samstarf og góða vináttu og eftirlifandi konu hans og börnum votta ég samúð mína. Sigurður Pétursson. eftirlifandi konu sinni, önnu Bjarnadóttur Sæmundssonar, yfirkennara og fiskifræðings. Frú Anna er mjög vel menntuð kona, gáfuð og valkvendi. Með komu hennar í Reykholt óx mjög hamingja séra Einars. Þau eignuðust heimili, sem var frá- bært að gestrisni og um allan höfðingsskap. Þangað lögðu leið sína fjöldamargir bæði innlendir og erlendir, kom það jafnan i hlut séra Einars að sýna ókunnugum gestum staðinn og rekja sögu hans, en hana þekkti hann flest- um eða öllum betur. Þau hjón eignuðust fimm börn. Tvö dóu í bernsku, en þrjú lifa ein dóttir og tveir synir. Þau hafa öll lokið langskólanámi og stofnað heimili. Hafa þau erft manndóm og hæfileika foreldra sinna og öðlast traust samfélagsins. Hjónaband þeirra frú önnu og séra Einars var einlægt og ástúð- legt og var svo sem hvorugt mætti af öðru sjá, og þeim hlotnaðist sú gæfa, að fá að lifa saman langa ævi. Þegar séra Einar kom í Reyk- holt, var að hefjast bygging héraðsskólans þar og hann átti eftir að koma meira og lengur við sögu skólans en flestir eða allir aðrir. Þau hjón voru kennarar við skólann nær öll sín dvalarár í Reykholti. Eftir að þau hættu kennslu, gerðust þau próf- dómarar og voru það framyfir það er þau fluttu frá Reykholti, en siðustu árin í Reykholti var séra Einar einnig formaður \skóla- nefndar. Þau hjón settu mjög svip á skólann um sína daga, enda ágætir kennarar. Séra Einar unni skólanum í Reykholti af alhug og vildi í hvivetna heiður hans og frama og víst var önnur helftin af ævistarfi hans helguð skólanum. Sem kennari við skólann kynntist hann fjölda ungmenna og gafst Framhald á bls. 25 Séra Einar Guðnason Ásgerður Karlsdóttir Faxon—Mummg Fædd 17. desember 1922 á Seyðisfirði. Dáin 13. janúar 1976 f Waverton, Chester, Englandi. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Ingimundardóttir og Karl Finnbogason skólastjóri, Seyðisfirði. Arið 1946 yfirgaf glaðvær stúdentahópur Menntaskólann á Akureyri. Vor var í lofti, síðari heimsstyrjöldin að baki, Island orðið sjálfstætt lýðveldi og fólk horfði björtum augum til fram- tíðarinnar. Gleði okkar i þessum samrýmda hópi var þó blandin söknuði yfir þvf að nú skildu leiðir. Leið Ásu sem hér er minnzt, lá til Englands. Þangað fór hún sfðsumars 1946 og gekk að eiga unnusta sinn Ronald Foxon, er hún hafði verið heitbundin um nokkurra ára skeið, en lítið sam- band haft við síðustu ár stríðsins, þar eð hann starfaði í sjúkraliði brezka hersins í fremstu víglínu í Evrópu, en þaðan voru póstsam- göngur stopular. En þetta sumar barst Ásu bréf frá systur Ronalds þarsem hún tjáði henni, að hann væri kominn heim, sjúkur af af- leiðingum stríðsins, og að fjöl- skyldan óskaði eindregið eftir að hún kæmi sem fyrst og vonaði að koma hennar myndi stuðla mjög að þvi að Ronald næði heilsu á ný. Það var ekki fýsilegt að flytjast til Englands eins og þá stóð á, landið flakandi i sárum eftir strið ið og ógnvekjandi erfiðleikar á öllum sviðum, en Ása hlýddi kallinu, sigraði hverja raun, gerðist góður og traustur borgari hins nýja föðurlands, byggði upp sjálfstæðan atvinnurekstur ásamt manni sinum og eignaðist fjögur mannvænleg börn, Eve Vilhelminu, Yvonne Flóru, Carl og Ronald. Nokkrum vikum fyir andlát Asu gerðist sá hörmulegi at- burður að yngri dóttir hennar, Yvonne Flóra lézt í bílslysi á leið til vinnu sinnar. Asa var glæsileg og gáfuð. Auk þeirra kosta, er hún hlaut í vöggu- gjöf, duldist engum að hún hafði fengið frábært uppeldi. Hún hafði strax á unga aldri óvenju þroskaðan, kraftmikinn og töfrandi persónuleika. Hún stráði sólskini í kringum sig. Hún hafði enga útundan, var hlýleg og vin- gjarnleg við alla, sem hún um- gekkst, ætlð minnug hinnar gullvægu reglu, að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Hún var hinn sanni félagi i starfi og leik, gleði og sorg. Síðast hitti ég Ásu fyrir fjórum árum, er hún kom til að gleðjast með okkur á 25 ára stúdentsaf- mælinu. Hún var þá svo ungleg og hraust, að erfitt er að átta sigá að hún hafi kvatt þennan heim fyrir 1 fulltogallt. Ég votta börnum Asu, eigin- manni, systkinum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill og sorgin sár, en það er þó huggun harmi gegn, að minningarnar um Ásu eru bjartar og fagrar. Ég kveð Asu, slík sál sem hennar hlýtur að lifa áfram. Sigrfður Jónsdóttir Minning: Kristján Hákon Þórðarson múrari Kallið er komið komin er nú stundin Vinaskilnaður, viðkvcm stund vinir kveðja vininn sinn látna er sefur hér inn sfðasta blund. Mig langar að minnast með nokkrum fátæklegum orðum vinar mlns, sem nú er látinn. Hann var fæddur að Fit á (kjördóttur), 25 ára, Laufeyju Auði, 19 ára, Ingibjörgu Guðrúnu 15, ára, og eru þær 2 dæturnar enn I heimahúsum. Þórdls er gift og er I Þýzkalandi með manni sínum, sem er þar við nám. Einnig ólu þau upp dóttur Þórdisar Hildi Björk sem nú er 8 ára og var hún mikið uppáhald hjá afa slnum sem reyndist henni einnig sem faðir. Það var alltaf gott að koma á hemili þeirra Kæju og Kristjáns, þau voru með afbrigðum gestris- in, og var þar oft margt um manninn. Alltaf var kaffi á könnunni á hvaða tfmum sem komið var. Barðaströnd þann 1. des. 1922, dáinn 14. des. 1975. Hann fluttist frá Patreksfirði til Keflavíkur árið 1949 og vann þar við múrverk til dauðadags. Hann var kvæntur Karitas Finn- bogadóttur frá Látrum I Aðalvík. Þau áttu 3 dætur, Þórdfsi Jónu Kristján var hæglátur maður, en átti það til að gleðjast I vina- hópi. Það var döpur heimkoma hjá þeim hjónum Þórdlsi og Gunnari er þau komu heim, til að halda jólin með sfnum, þau komu með litla drenginn sem afi hafði ekki séð. Það var mikil tilhlökkun á heimilinu. En enginn ræður sinum næturstað. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímamótum. Blessuð sé minning hans Áróra Hjálmarsdóttir AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |n«r0uttiti«bib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.