Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 15 Hafnarfjörður Til sölu m.a.: Kaldakinn 2ja herb. ibúö á aöalhæö í tví- býlishúsi meö bílskúr. Laus strax. Móabarö 5—6 herb. einb.hús að hluta á 2 hæöum 170 fm alls. Mikið útsýni. Álfaskeið 5—6 herb. 130 fm endaíb. á 1. haBÖ í fjölbýlishúsi. Bílsk.réttur. Álftanes 5 herb., mjög vandaö nýtt timb- urhús 220 fm á einni hæö. Bílskúr. Mávahlíö — Rvk. 4ra—5 herb. 120 fm risíbúö. Álfaskeið 4ra—5 herb. íb. á 2. hæö í fjöl- býlishúsi. Nýjar innr. og teppi. Bílskúrsréttur. Selvogsgata 4ra—5 herb. efri hæð í tvíbýl- ishúsi meö bílskúr. Öldutún 4ra herb. íbúö á jaröhæö í þrí- býlishúsi. Laus strax. Hraunhvammur 3ja—4ra herb. efri haBÖ 96 fm. Laus strax. Hólabraut 3ja—4ra herb. íbúö á neöri hæö. Allt sér. Bílskúr. Grænakinn 3ja herb. risíb. 90 fm. Sérinng. Miðvangur 3ja herb. endaíbúö á 5. hæö í háhýsi. Selvogsgata 2ja herb. íb. á efri hæð í stein- húsi. Laus strax. Verö 1,3 millj. Söluturn í Hafnarfirði til sölu. Fjöldi annarra eigna á söluskrá. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 - $: 50764 VALfiEfR KRISTINSSON, HDL. Kveiuialist Fer inn á lang flest heimili landsins! Myndlist Valtýr Pétursson Á Kjarvalsstöðum eru nú tvær sýningar og önnur þeirra er ein- göngu kvennaverk en aðeins einn karlmaður á hinni. Það eru níu sýnendur í vestursalnum, og vinna þær í mismunandi efni. Þær mála, vinna skúlptúr og teikna. Enda þótt þessar lista- konur vinni í svo ólík efni, eru þær nokkuð á sömu bylgjulengd, hvað stíl og viðhorf snertir í list- inni. Þær hafa allar gengið í læri hjá nútímakennurum og hyllast þvi meira og minna að þeim til- raunum, sem efst hafa verið á baugi undanfarið. Nútímamál- verkið á sterk ítök í þessum hópi, og er það mjög svo skiljanlegt. Það er hressilegur blær yfir þessari sýningu 1 heild, og víða eru nokkuð snörp átök. Aðallega verður maður þessa var í lita- meðferð og ég held, að ekki sé ofsagt, að listakonurnar leggi mesta áherslu á litameðferð og minna á teikningu. Það má því draga þá ályktun af þessum verkum, að málverkið sjálft sé i brennidepli hjá þessum hópi, ef svo mætti að orði kveða. Tvær af þessum konum hafa nýlega haldið einkasýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu við Lækjargötu, og ein hélt sýn- ingu í Nýlistasafninu ekki fyrir löngu. Þarna er því ekki nýgræð- ingur á ferð í myndlist. Allur er þessi hópur vel skólaður bæði hér heima og erlendis, og þvi ætti að vera kominn nokkuð fastur svipur á hverja listakonu fyrir sig. Erla Þórarinsdóttir sýnir að- allega kritarmyndir og eru þær til orðnar vitt og breitt. Sumar frá París, aðrar frá New York og fleiri stöðum. Hún hefur þrótt- mikla litameðferð, en teikning hennar er langt frá þvi að vera markviss. Ragna St. Ingadóttir vinnur með akryl á pappír og er nokkuð snöggsoðin f litameðferð sinni, en það er djarflega unnið og nokkur spenna í myndum hennar. Jóhanna Kristín Yngva- dóttir, sem hélt glæsilega sýn- ingu í Listmunahúsinu í vetur er leið, á þarna nokkur verk, sem því miður voru nokkuð þung i litnum fyrir minn smekk, en samt hafa þau vissa dulúðuga tilfinningu, sem er áhrifamikil og sannfærandi, en ekki sérlega upplífgandi. Ég verð að játa, að þessi verk ollu mér nokkrum vonbrigðum. Steinunn Þórar- insdóttir teiknar i steypuvír og sýnir enn einu sinni, að hún veit, hvað hún er að gera. Björg örvar sýnir mikla litagleði, sem geislar af lífskrafti, og hún notar ágæt vinnubrögð við myndgerð sína. Hún kom mér sannarlega á óvart með þessum verkum. Sóley Eiríksdóttir vinnur í steinleir og portrett eru hennar viðfangs- efni. Ásta Ríkharðsdóttir málar með olíulitum á striga, nokkuð hranaleg i litum en hressileg og byggir verk sín á lógískan hátt. Harpa Björnsdóttir vakti at- hygli mína fyrir verk, sem unnin eru með blandaðri tækni og hafa til að bera mannlegar tilfinn- ingar, sem speglast einna sterkast i mjúkum og ffnlegum litum. Að endingu er það Guðný Björk Richard, sem sýnir myndröð, gerða með olíulitum á pappír. Það er hressilegur blær yfir þessari sýningu, og þarna er margt að sjá. Það mætti eflaust finna ýmislegt athugavert við sum þessara verka, en látum það lönd og leið hér. Það eru listræn átök í sumum þessara verka, önnur eru síðri, eins og svo oft vill verða, þegar fólk tekur sig saman og sýnir i stórum hópum. Það mætti vera meiri lífsreynsla í þessu samsafni, en hér eru ung- ar konur á ferð og hver veit nema tið og timi eigi eftir að verða þeim sú uppákoma, sem dugar til að gera meiri og betri verk. Ég er ekki í neinum vafa um, að þarna eru hæfileikar á ferð, en það er gamla sagan, hlutirnir verða að þróast og taka á sig það snið, sem þroski á lista- brautinni einn getur mótað. Valtýr Pétursson Dönsk héraðsblöð hugleiða samstarf um útgáfu sunnu- dagsblaðs TUTTUGU og tvö dönsk héraðsblöð munu taka um það lokaákvörðun { næsta mánuði, hvort þau ráðast í sameiginlega útgáfu sunnudagsblaðs, sem þá gæti orðið stærsta blað lands- ins með um 400.000 eintaka upplag, að sögn danska blaðsins Politiken. Aðeins tvær af útgáfum fyrr- nefndra blaða hafa sunnudagsblað fyrir, en áskrifendur allra blað- anna 22 eru samtals um 400.000 talsins. Sunnudagsblað þetta gæti, ef af verður, verið komið á götuna þegar í haust. Um það verður tekin ákvörðun á fundi útgáfustjórnanna í septembermánuði, eins og fyrr var sagt. jHflr&mnfrlnfrffr Áskriftarsiininn er 83033 Til sölu Glæsilegt verslunar- iönaöar- og skrifstofu- húsnæöi aö Tryggvabraut 22, Akureyri. Gólfflötur Lofthæó Bakhús 315 fm 4,00 m 1. hæö 417 fm. 3,20 m 2. hæö 360 fm. 2,80 m 3. hæð 360 fm. 2,80 m Valdemar Baldvinsson hf., Akureyri. Upplýsingar: Hólmgeir Valdimarsson 96-21344 Baldur Guövinsson 96-21344 Baldvin Valdimarsson 91-78633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.