Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 * _____ Agúst Péturs- son — Kveðjuorð í dag felldu blómin mín blöðin sín og húmið kom óvænt inn til mín. Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (T. Guðmundsson) Fimmtudaginn 7. ágúst sl. var til grafar borinn Ágúst Pétursson húsgagnasmiður, en hann lést mánudaginn 28. júlí sl. Hér verður ekki rakin ættarskrá Ágústs, aðeins örstutt kveðjuorð. Hann fæddist 29. júní 1921 og var því nýorðinn 65 ára er hann lést. Það mun hafa verið árið 1941, sem fundum okkar bar fyrst sam- an. Báðir við nám í Iðnskólanum í Vestmannaeyjum, og vildi svo til að við urðum sessunautar öll skóla- árin. Það fór því ekki hjá því að við kynntumst allnáið, sem varð til þess að vinátta myndaðist, sem hélst æ síðan. Það voru því dapurleg tíðindi, sem okkur hjónum bái-ust mánu- daginn 28. júlí sl. um að Ágúst væri látinn. En þannig er lífið. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Ágúst var um margt sérstæður persónuleiki. Hann var fremur lág- ur vexti, fríður sýnum og snaggara- legur í fasi. Glaðvær í vinahópi og kunni vel þá list að lífga allt um- hverfi sitt upp með kímni og glettni. En í daglegum önnum var hann heilsteyptur og trúr, enda voru hon- um fengin mannaforráð, sem honum fórust vel úr hendi. Ágúst var með afbrigðum listrænn f sér. Hann nam handiðn, sem krefst nákvæmni og hugvits, húsgagna- smíði, og var honum í mun að fylgjast með framforum í þeirri iðn, enda dvaldi hann um tíma í Noregi við það starf, í þeim tilgangi að auka við þekkingu sína á því sviði. Ágúst var trúr sinni lífsköllun. Hans ævistarf var húsgagnasmíðin, allt frá því að hann hóf nám og þar til hann lést. Og þá var hann ekki að flökta á milli vinnustaða. Harin hóf sitt starf að námi loknu í Gamla-kompaníinu við Snorrabraut og hans síðustu handtök voru í Gamla-kompaníinu við Bíldshöfða. Örfá ár vann hann á Trésmíðaverk- stæði Þórarins Olafssonar í Keflavík. Þannig var festan og trú- mennskan í fyrirrúmi í öllu lífi hans. En það voru ekki aðeins listræn handverk, sem Ágúst bjó yfir. Hann var fæddur tónlistarmaður, gáfu- maður með afbrigðum á því sviði. Hann spilaði á mörg hljóðfæri, þó harmónikkan hafi heillað hann mest. Og í tónlistinni naut hann sín svo sannarlega. Hann samdi mörg lög, sem náðu miklum vinsældum og eru enn í miklum metum og mikið sungin, eins og lagið „Æsku- minning“ ber gleggst vitni um. Og í gegnum þessa list og listrænu hæfileika, ásamt prúðmannlegrí, en þó glaðlegri framkomu eignaðist hann fjölmennan og tryggan vina- t Eiginmaður minn, JÓN MARGEIR SIGURÐSSON frá Sauftárkróki, Þórufelli 10, Reykjavfk, andaðist að morgni 7. ágúst á öldrunardeild Landspítalans, Hát- úni 10b, Reykjavik. Jarðarförin auglýst síðar. Elenora Þórðardóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, afi og langafi, BRAGI BJÖRNSSON skipstjóri, Suðurgötu 7, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Rósa Magnúsdóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS GUÐMUNDSSONAR frá Þinganesi, Bogaslóð 4, Höfn í Hornafirði. Katrín Ásgeirsdóttir, Sigurður Lárusson, Guðmundur Ásgeirsson, Ingibjörg Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum auösýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, ÓLAFS SIGURÐSSONAR, Hábæ — Þykkvabæ. Guðrún Eliasdóttir, Sigurður Ólafsson, Herdfs Hallgrímsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Guðrún Asta Sigurðardóttir, Már Ásþórsson. hóp. Það er trú mín að með slíkum einstaklingum sé land vort vel byggt. Megi birtan og gleðin fylgja hon- um á æðra tilverustig. Við hjónin sendum konu hans, Guðrúnu D. Kristjánsdóttur, og börnunum þremur og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Ingimundarson í dag verður kvaddur vinur minn Ágúst Pétursson. Atvikin höguðu því svo að ég kynntist honum þegar sem smá strákur. Á tíu ára af- mælinu höfðu foreldrar mínir gefíð mér litla harmoniku og nú vantaði kennara. I næstu götu vissum við að bjó maður sem kunnur var sem lagahöfundur auk þess sem hann stundaði hljóðfæraleik, já ég gæti trúað að á þeim árum, svona í kring- um 1957, hafi varla liðið sá dagur að ekki heyrðist eitthvert laga hans í útvarpi. Ágúst tók elskulega á móti mér og fyrstu tíma mína á harmoniku fékk ég í stofunni hjá þeim Ágústi og Guðrúnu á Álftröð 3 í Kópavogi. Leiðir okkar lágu síðan aftur saman þegar félag harmonikuunn- enda var stofnað hér í Reykjavík, þá var Ágúst á meðal þeirra sem gengu fyrstir til liðs við það og þá með þeim hætti sem honum einum var lagið. Á einum af fyrstu skemmtifundum félagsins stóð þessi elskulegi maður allt í einu upp, tók fram hljóðfærið sitt og sagðist ætla að ganga í þetta félag og vildi af því tilefni frumflytja lag sem hann ætlaði að tileinka því, síðan hljómaði Harmonikumarsinn í fyrsta sinn um salinn. Þannig var alltaf einhver sérstakur stíll yfir öllu sem hann tók sér fyrir hendur bæði í smáu og stóru og var með öllu sínu starfi fyrirmynd fyrir okk- ur sem yngri erum. Eg mun sakna mjög þessa góða vinar sem kvaddi þennan heim alltof fljótt, en verkin hans munu standa og lifa um langa framtíð. Ég votta öllum ástvinum hans samúð mína. Sigurður Alfonsson Sigríður Þ. Harðar- dóttir — Kveðjuorð Fædd 10. apríl 1971 Dáin 27. júlí 1986 Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) I þeirri sömu trú og þetta erindi endurspeglar vil ég kveðja vinkonu mína, Sigríði Þóru Harðardóttur, sem lést hinn 27. júní sl., aðeins 15 ára gömul. Vissulega sótti spumingin á mig sem aðra: Hví. . . svo skjótt? Hvers vegna þarf sú jurt að hníga, það blóm að falla, sem er að springa út? En þá rún ráðum við ekki fremur en endra- nær. Það er ekki í mannlegu valdi. Við getum aðeins snúið okkur til hans og treyst honum sem gefur líf í dauða, sigur í ósigri, honum sem á mátt ofar öllum mannlegum van- mætti og breytir böli í blessun. Og þrátt fyrir allt var auðvelt fyrir augu trúarinnar að sjá líknarhönd hans nærri sjúkrabeði Sigríðar Þóru þegar ljóst var að hinn óvægni sjúk- dómur hafði tekið sig upp og aðeins eitt var framundan. Svo mikið var henni gefið og svo miklu gat hún miðlað. Með óvanalegum innri styrk og sérstakri hetjulund bjó hún sig og aðra undir brottför sína. Vilja- festa hennar og hreinskilni lýstu leiðina og einstök aðbúð og um- hyggja og næmur skilningur for- eldra hennar og fjölskyldu gerði henni mögulegt að halda reisn sinni og sjálfsvirðingu, efldu vonina og færði birtu og gleði himnanna nær. Fyrir liðlega einu ári stóð Sigríð- ur Þóra fyrir altari Akureyrarkirkju í glöðum hópi fermingarsystkina þar sem þeim vilja var lýst að hafa t Einlægar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför MÁLFRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Akranesi, og virðingu sýnda minningu hennar. Ragnar Leósson, Bjarnfríður Leósdóttir, Hallbera Leósdóttir, Jón L. Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. Ester Guðmundsdóttir, Ríkharður Jónsson, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Nönnugötu 1b. Lárus Petersen og aðrir vandamenn. Jesú Krist að leiðtóga lífs síns. Og þá hljómaði kveðjan: „Vertu trú allt til dauða og Guð mun gefa þér lífsins kórónu.“ Þessi orð hafa nú öðlast sína fullu og djúpu merkingu í mínum huga og orðið að fagurri og lærdómsríkri sögu. Og þá sögu finn ég þörf á að þakka, þakka það allt sem góður Guð gaf með þessu barni sínu og lifa mun með okkur ! minningunni, okkur öllum sem kynntumst Sigríði Þóru. Gjöf hans var stór þar sem fór óvenjulega vel gerð stúlka, jafnt að andlegu sem líkamlegu atgervi. Og þó er hún e.t.v. stærst fyrir það að þar ber engan skugga á heiðskíra og fagra mynd. Hún var lífsins barn og birta og gleði fylgdi henni hvar sem hún fór. Hún var næm fýrir umhverfí sínu, músíkölsk og hafði yndi af góðri tónlist. Hún naut þess að umgangast börn og var félagslynd að eðlisfari. Af dugnaði og myndar- skap gekk hún að hveiju verki, hvort sem var í nám, leik eða starfi. En þess vegna átti hún líka vinsæld- um að fagna bæði í fjölskyldu- og vinahópi sem meðal kennara og skólasystkina. Fermingarárið sitt var hún virkur félagi í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju og skilur þar eftir minningar sem ég veit að fé- lagar hennar geyma í þakklátum hugum, en glaðlyndi og hugkvæmni samfara einurð og ákveðni lofuðu góðu um foringjaefni sem svo mikil- vægt er í hveiju unglingastarfi. Mest var þó gjöfin þeim sem næst stóðu og helgust er þökkin með foreldrum hennar, Svanfríði Larsen og Herði Þorleifssyni, og systkinum hennar, Hólmfríði, Högna og Áka. Mikið hefur verið á þau lagt á undangengnum mánuð- um og meira en nokkur getur ætlað öðrum að bera. En þeim var líka gefinn styrkur sem þakka má. Og ég veit að fögur minning lifir með þeim og mun blessa fiir þeirra héð- an í frá, + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður og afa okkar, SIGURÐAR S. KRISTJÁNSSONAR verkstjóra frá Ísafirði, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks á Sólvangi. Guörún Magnúsdóttir, Ásgeir Sigurðsson og börn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 1 minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. (því) vilji mæddi'tn myrkvast lund á minninganna g.eðifund skal leitað og í Ijósi því öll leiðin rakin upp á ný. Og - þar er allt svo heilt og hreint og hvergi þörf sé nokkru leynt... (Sig. J.) En spyija má líka um þá minning: Skín ei Ijúfust ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð þvi, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Fyrir það allt sem ég fékk að nema og njóta í samskiptum við Sigríði Þóru vil ég þakka heilshugar og tjái ástvinum hennar virðingu og þökk mína og fjölskyldu minnar. Ég bið góðan Guð að blessa þau og styrkja og alla vinina og félag- ana nær og fjær. Þórhallur Höskuldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.