Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32  MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
^
MINNINGAR
ENGELLUND
+ Engel Lund
söngkona
fæddist á Islandi
14.julí 1900ogólst
hér upp til ellefu
ára aldurs. Hún
lést í Landspítalan-
um 15. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Mich-
ael Lars Lund, lyf-
sali í. Reykjavík-
urapóteki, og kona
hans, Emilie Marie
Magdalene Hans-
en. Engel var ógift
og barnlaus.
Engel Lund var oft nefnd
Gagga. Hún lank stúdentsprófi
í Kaupmannahöfn árið 1919 og
lagði síðan stund á söngnám í
Kaupmannahöfn, París og
Þýskalandi. Frá árinu 1933 var
hún á nær stanslausum tón-
leikaferðalögum, en hún settist
að í London í síðari heimsstyrj-
ðldinni og starfaði lengi þar.
Hún var þekkt sem þjóðlaga-
söngkona viða um heim og
hafði það fyrir sið að ljúka
öllum tónleikum sínum á ís-
lensku þjóðlagi og oftast varð
lagið Litlu börnin leika sér
fyrir valinu. Engel
fluttist aftur til Is-
lands þegar hún
hætti að syngja op-
Cinberlega     árið
/ 1960. Hún var lengi
kennari við Tónlist-
arskólann í Reykja-
vík og kenndi nem-
endum      sínum
heima framundir
nírætt. Árið 1960
gaf hún út plötu og
bók um íslensk
þjóðlög og skýring-
ar við þau. Einnig
má nefna að Sig-
urður Nordal skrifaði um hana
þekkta grein, sem hann kallaði
Litla stúlkan í apótekinu, í
sambandi við/yrstu tónleika-
ferð hennar á íslandi, en grein-
in birtist upphaflega í Ungu
íslandi árið 1947 og síðan í
Félagsbréfum Almenna bóka-
félagsins 1961. Engel Lund var
sæmd riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu, m.a. fyrir
kennslustörf og þátt sinn í að
kynna íslensk þjóðlög á er-
lendri grund.
Útför Engel Lund fór fram í
kyrrþey.
Þegar ég hóf nám í London
veturinn 1943-44 var heimsborgin
í viðjum styrjaldar, sem setti svip
á allt líf manna. Jafnframt því sem
stríðreksturinn krafðist nægju-
semi, aðhalds og fórna, leituðu
margir styrks og uppörvunar í bók-
menntum og öðrum listum. Hvers
konar tónlístarlíf blómstraði og
tónleikar voru fjölsóttari en nokkru
sinni fyrr.
Ekki voru þó skilyrði til líf snautn-
ar jafngóð á öllum sviðum. Þannig
höfðu öll listasöfn borgarinnar verið
tæmd og hinum ómetanlegu lista-
verkum komið fyrir á öruggum
stöðum fjarri stríðsátökum. I hinu
glæsilega National Gallery, höfuð-
listasafni Bretlands, voru aðeins
örfáar myndir til sýnis, rétt til að
minna menn á dýrgripina, sem aft-
ur mundu fylla salj safnsins að
styrjöldinni lokinni. í stað sýninga
var einn helsti salur safnsins tekinn
til tónlistarhalds og þar voru haldn-
ir hádegistónleikar sex daga vik-
unnar, þar sem allir beztu listamenn
þjóðarinnar komu fram og fluttu
borgarbúum snilldarverk tónbók-
menntanna gegn ótrúlega vægu
'gjaldi. Það var einmitt á einum
þessara tónleika, sem ég sá og
heyrði Göggu Lund í fyrsta skipti
og það alveg óvænt. Ég hafði þá
aðeins heyrt nafns hennar getið,
en vissi hvorki hve mikill listamaður
hún var né um tengsl hennar við
ísland.
Gagga söng þarna hvert þjóðlag-
ið á fætur öðru og heillaði áheyr-
endur bæði með söng sínum og
skemmtilegum skýringum, sem hún
flutti á undan hverju lagi. Það var
auðséð að hún átti hug þessara
áheyrenda, enda kom hún reglulega
fram á þessum hádegistónleikum
öll stríðsárin. Ekkert íslenzkt lag
var á söngskránni að þessu sinni
og það var því ennþá skemmtilegra
og óvæntara þegar hún hóf fyrsta
aukalagið á íslenzku, „Litlu börnin
leika sér", og söng það á þann hátt
að snerti viðkvæmustu strengi í
brjósti ungs íslendings fjarri heima-
landinu í skugga styrjaldar.
Ekki hafði ég uppburði í mér til
þess að heilsa upp á Göggu eftir
þessa tónleika, þótt mig langaði
mikið til þess, og það var ekki fyrr
en rúmu ári síðar, sem ég kynntist
henni persónulega. Á þessum árum
stóð Gagga Lund á hátindi ferils
síns sem söngkona, en styrjöldin
hafði þó rofið söngferil hennar með
afdrifaríkum hætti. Áratuginn fyrir
styrjöldina hafði hún notið mikillar
t
Ástkær móðir okkar,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Öldugötu 45,
andaðist í Landspítalanum 26. júní.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 5. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á líknarstofnanir.
Gfsli Kristjánsson, Þuríður Kristjánsdóttir.
t
tengdamóðir,
Elskuleg  móðir  okkar,
amma og langamma,
DAGBJÖRT HANNESÍNA ANDRÉS-
DÓTTIR
frá Sviðnum,
sem andaðist í St. Fransiskusspítalan-
um í Stykkishólmi laugardaginn 8. júní,
verður  jarðsungín  frá  Flateyjarkirkju
fimmtudaginn
4. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á St. Fransiskus-
spftalann í Stykkishólmi.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Guðmundsson,
Halldóra Þórðardóttir,
Nikulás Jensson,
Aðalheiður Sigurðardóttir.
frægðar sem söngkona á megin-
landi Evrópu og víða um heim, en
styrjöldin lokaði þeim leiðum öllum
og í sex ár gat hún ekki sungið
utan Bretlands. Vinsældir hennar
þar voru aðeins lítil uppbót á hina
alþjóðlegu frægð og tækifæri, sem
hún hafði notið. Og sá þráður varð
aldrei aftur upp tekinn með sama
hætti og áður, enda var sú Evrópa,
sem hún hafði-þekkt, í sárum lengi
eftir að styrjöldinni lauk. í stað
þess að reyna að snúa aftur á forn-
ar slóðir í Evrópu höguðu örlögin
því svo, að leið hennar lá til Is-
lands, landsins þar sem hún hafði
slitið barnsskónum, en ekki augum
litið í tvo áratugi. Flestir íslending-
ar vissu þá lítið um þessa dönsku
konu, sem hafði fæðzt og búið
bernskuárin í Reykjavík, en síðan
orðið heimsfræg söngkqna á sínu
sérstaka sviði. Þessi íslandsferð
markaði þáttaskil í lífi Göggu Lund
og eftir þetta nálgaðist hún æ meir '
uppruna sinn á Islandi, þótt hún
byggi áfram í London næstu fimmt-
án árin.
Það réð að sjálfsögðu miklu um
fyrstu íslandsheimsókn Göggu eftir
lok stríðsins, að móðursystir hennar
var orðin forsetafrú á íslandi og
hún átti hér ættingja heim að sækja.
Var hún mikill aufúsugestur á
Bessastöðum og kunni Sveinn
Björnsson forseti ekki síst að meta
félagsskap hennar, glaðværð og
gáfur.
Eftir styrjaldarlokin dvaldi ég
áfram við nám í London allmörg
ár og átti ég þá því láni að fagna
að kynnast Göggu miklu nánar.
Kom ég reglulega í heimsókn til
hennar í Holland Park, þar sem hún
bjó í gömlu virðulegu húsi ásamt
enskri vinkonu sinni, sem vanri við
breska útvarpið. Sátum við oftast
saman lengi dags, ræddum um
heima og geima, þó helzt ísland og
íslenzkar bókmenntir. Þess á milli
tefldum við kotru, sem hún hafði
lært af Sveini Björnssyni, en kotru-
tafl hafði verið mjög vinsælt á
meðal íslenzkra stúdenta á skóla-
og Hafnarárum hans. Höfðu þau
Sveinn augsjáanlega setið langtím-
um saman yfir kotru, þegar hún
var á Bessastöðum, enda var hún
orðin mjög snjöll í þessari skemmti-
legu íþrótt. Fann ég vel á þessum
árum hvernig hugur hennar stefndi
sífellt fastar til Islands, þótt móðir
hennar og nánasta fjölskylda
byggju öll í Danmörku. Það var því
engin skyndiákvörðun, miklu frekar
óumftýjanleg örlög, að Gagga flutt-
ist til íslands 1960, þegar hún taldi
starfsævi sinni sem söngkonu lokið
úti í hinum stóra heimi.
Það varð íslendingum mikið lán,
að Gagga skyldi hverfa til íslands
og búa þar til æviloka. Þótt hún
væri sextug, þegar hún kom hing-
að, átti hún eftir að vinna mikið
og merkilegt starf sem kennari við
tónlistarskólann og leiðbeinandi
söngvara, leikara og annarra ungra
listamanna. En um störf hennar í
þessum efnum, sem hún hélt áfram
fram á níræðisaldur, munu aðrir
geta fjallað af betri þekkingu en
ég. En með sér til Islands flutti
Gagga ekki aðeins mikla þekkingu
og reynslu sem listakona, heldur
snertingu við hina ríku menningar-
hefð Evrópu á fyrra helmingi aldar-
innar, sem list hennar og lífsviðhorf
voru sprottin af.
Gagga var glæsileg kona á velli,
hávaxin og dökkhærð, og af henni
geisluðu leiftrandi gáfur og glettni.
Hver stund með henni var hátíð.
Hún hafði alltaf um eitthvað nýtt
að tala, enda sílesandi erlendar og
íslenzkar bókmenntir og hún fylgd-
ist með öllu sem var að gerast í
menningu og listum. Þótt hún næði
svo háum aldri dofnaði aldrei and-
legt fjör, svo að maður kom úr
hverri heimsókn til hennar ríkari
en áður.
Nú að leiðarlokum standa allir
íslendingar í þakkarskuld við
Göggu Lund fyrir að vilja koma
aftur til íslands og gefa okkur svo
ríkulega af sjálfri sér.
Jóhannes Nordal.
Gagga Lund var á nítugasta og
sjötta aldursári er hún lést. Svo
lengi sem ég man eftir mér hefur
hún Gagga verið hluti af minning-
unni. Það er skýr myndin sem ég
geymi í huga mér af þessari sterku
og einstöku konu. Þegar ég nú sest
niður streyma minningarnar fram.
Mér er sem ég heyri foreldra mína
tala um það sín á milli að von sé
á Göggu. Það var spennandi, því
koma þessarar góðu vinkonu þeirra
vakti alltaf sérstaka eftirvæntingu.
Svo kom hún, stór, svartklædd,
með hárið bundið í hnút í hnakkan-
um. Um axlirnar bar hún ævinlega
fallega stóra slæðu eða prjónað sjal
í ótrúlegum litum. Um varirnar lék
glettið bros, hún leit á mig, augun
ljómuðu og hún sagði: „Anna litla,
þig hef ég alltaf þekkt." Mér fannst
þessi kona alveg sérstaklega spenn-
andi.
Gagga bjó mörg ár í útlöndum,
lengst af í London. Með reglulegu
millibili kom hún til íslands. Þá
hélt hún tónleika og faðir minn lék
gjarnan undir. Þessir tónleikar voru
í mínum huga allt öðruvísi en allir
aðrir og komu mér alltaf á óvart.
Þau vinirnir léku skemmtilega sam-
an. Ævinlega söng Gagga sérkenni-
leg, framandi lög. Með sinni sér-
stöku rödd og af næmleika söng
hún ljóð á framandi tungum. Að
minnsta kosti fannst mér sem barni
mikið til þessara söngva koma. Ég
man að hún söng á hebresku, á
yiddisch, á frönsku og Guð má vita
hvað tungumálin hétu sem ljóðin
voru samin á. í barnsminni hljóma
þau allavega framandi og dularfull.
Það var alltaf gaman þegar Gagga
söng.
Aðrar stundir man ég eftir henni
heima hjá foreldrum mínum. Þar
sat hún í sófánum, ævinlega prjón-
andi úr garni í fegurstu litum sem
hugsast gátu. Af og til leit hún til
mín glettnu augunum sínum og
sagði bara: „Elsku Anna mín."
Svo flutti hún heim, þessi stóra
elskulega kona og eftir það varð
hún ekki eins dularfull í augum
mínum heldur skipaði strax fastan
punkt í tilverunni. Nálægð hennar
Göggu var svo alger, að það var
ekki annað hægt én að vera örugg-
ur í samvistum við hana.
Eftir að hún flutti til íslands
kenndi hún söng. Vina- og kunn-
ingjahópurinn hennar var breiður.
Þar var ungt fólk, gamalt fólk og
allir aldurshópar þar á milli. Þannig
var hún Gagga. Hún laðaði að sér
mann og annan með sinni sterku
nærveru, næmi, blíðu og glettni.
Hún lá ekki á skoðunum sínum.
Ef henni mislíkaði við einhvern eða
eitthvað, setti hún upp alveg sér-
stakan svip, skaut upp öxlunum,
gretti sig og sagði „oooh!" á alveg
sérstakan hátt sem enginn lék eft-
ir. Allir sem þekktu hana vissu við
hvað hún átti.
Gagga var mikill vinur foreldra
minna. Eftir að hún settist að á
íslandi kom hún oft á Víðimelinn,
meðal annars alltaf á aðfangadags-
kvöld. Sat hún ávallt hjá þeim þar
til messa hófst á miðnætti. Eftir
að faðir minn dó og móðir mín var
orðin ein eyddu þær aðfangadags-
kvöldi saman. Það var nauðsynlegur
liður á þessu helga kvöldi að hitta
þær. Mér þótti gaman að sjá hvern-
ig þær umgengust hvor aðra því
þær voru ólíkar manneskjur.
Mamma gat verið fljótfær og sagt
eitthvað óhugsað. Þá leit Gagga á
hana með sinni einstöku glettni og
væntumþykjan skein úr augliti
hennar og hún sagði: „Nú varstu
óheppileg, Sigrún mín." Mamma
hafði gaman af þessu og sagði mér
gjarnan frá svona uppákomum, ef
ég hafði ekki orðið vitni að þeim.
Það ríkti friður milli þessara
kvenna, sem stafaði af vináttu og
tryggð, sem átti sér djúpar rætur.
Eins og ég hef sagt hér að fram-
an, er Gagga alltaf stór í minning-
unni. Þá á ég ekki eingöngu við að
hún hafi verið stórbrotin mann-
eskja, heldur fannst mér hún alltaf
óvenjulega hávaxin, jafnvel eftir að
ég óx henni yfir höfuð. Þannig var
hún og í sérstöku rúmi í hjarta
mínu mun minning hennar ævin-
lega búa. Ég þakka Guði fyrir að
hafa gefið mér vináttu og samfylgd
þessarar góðu konu og bið hann
að blessa minningu hennar nú og
um alla eilífð.
Anna Sigríður Pálsdóttir.
Hún var háöldruð, en minnið var
undarlega ferskt og forvitnin óbug-
andi. Hún tók hverri sögu fagnandi
og mundi hana síðan, sjálf sagði
hún prýðilega frá Elias Canetti eða
Freud eða Sigurði Nordal og öðrum
sem hún mætti á leið sinni um heim-
inn. Hún lét ekki undan þeirri freist-
ingu ellinnar að gjöra sér alla menn
góða eða alla illa, hún setti hvern
mann á sinn stað, hiklaust. Hann
var merkilegur maður, sagði hún
með þungri áherslu og hlýju í aug-
um. Eða: Þetta var leiðindaskepna
- rýkur upp eins og reykur og kem-
ur niður eins og pönnukaka.
Hún mundi margt en hvað vildi
hún helst muna? Ég hefi ekkert
gaman af að rifja upp söngferil
minn, sagði hún, konseiiana og allt
það. En mér finnst gaman að hugsa
um pabba og mömmu, þau voru
mjög sérstök. Og frænkur mínar,
þær voru merkilegar. Ef ég gæti
lýst fólki, sem er það erfiðasta sem
til er, þá mundi ég skrifa bók sem
héti „Mine tanter".
Hún Ias bæði gamlar bækur og
nýjar og stóð aldrei á sama um þær
- síst þoldi hún tilgerð, væmni og
grimmd. Hún nefndi Dickens og
Goethe oftar en aðra höfunda. Það
er svo gott, sagði hún, að lesa
bækur sem maður las fyrir sextíu
árum og sjá í þeim allt annað en
þá. En henni datt ekki í hug að
vasast í öllu. Það er undarlegt, sagði
hún, að vita af öllum þessum heim-
um í kringum sig sem maður þekk-
ir ekki neitt og eins og koma manni
ekkert við. Ellin gefur manni frelsi.
Maður losar sig við allan óþarfa.
Lærir að Iáta hlutina ekki stjórna
sér.
Hún ætlaði að verða hundrað
ára. Fyrir nokkrum vikum sagði
hún: Mig dreymir hana mömmu svo
oft núna. Hún er í draumunum um
fertugt en ég er "hundrað bg fimm
ára. Það er svo gaman - en eitt
er þó slæmt: mömmu leiðist svo að
vera með mér svona afgamalli!
Þetta er skrýtið - eins og okkur
kom alltaf vel saman.
Hún var merkileg kona og full
af undarlega sterku lífi og sá er
glaðari í minningum sínum sem
fékk að sjá og heyra að hún var til.
Árni Bergmann.
í stofunni hjá mér hangir vegg-
spjald. Á því er mynd af hávaxinni
konu. Hún er í óbrotnum, svörtum
kjól og hárið sléttgreitt aftur með
vöngum. Hún stígur fram úr
skugga og hefur enga andlits-
drætti. Stendur í kyrrð og án and-
lits með hvítar hendur krosslagðar.
Þetta er þjóðlagasöngkonan Eng-
el Lund, kölluð Gagga. Með þessu
veggspjaldi auglýsti hún tónleika
sína víðsvegar í Evrópu og Amer-
íku. Myndin er eftir vin hennar,
danska leikskáldið Kjeld Abell.
Göggu þótt vænt um hana. Það er
eins og þessi einfalda, áleitna konu-
mynd sé sprottin upp úr sama nafn-
lausa og andlitslausa mannkyns-
djúpi og þjóðlögin sem hún söng.
Myndin felur í sér kjarnann í við-
horfi hennar til sönglistar: Það
skiptir engu hver ég er. Það sem
ég syng skiptir öllu. Gagga var trú
þessu viðhorfi söngferil sinn á enda.
I því fólst ófrávíkjanleg krafa um
að öll blæbrigði raddarinnar, sér-
hver áherslubreyting væri til þess
eins að skila lagi og ljóði í ótrufl-
aðri, samofinni heild.
Árið 1960 söng hún 35 íslensk
þjóðlög inn á plötu. Flest þessara
laga höfðu aldrei verið sungin af
öðrum. Hún var sextug þegar upp-
takan fór fram og röddin byrjuð
að gefa sig. En hver sem eyru hef-
ur og hlustar á söng hennar verður
aðnjótandi þeirrar sjaldgæfu
reynslu að túlkun söngvarans er svo
nákomin því sem hann syngur að
hún er eiginlega ekki túlkun heldur
miðlun. Söngvarinn skyggir aldrei
á, tranar sér aldrei fram. Hann leyf-
ir lagi og ljóði að verða til, leggur
fram tækni og kunnáttu og sál sína
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52