Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 6

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 6
FORSENDUR FRJÁLSHYGGJUBYLTINGARINNAR HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hannes H. Gissurarson varð helsti frumkvöðullfrjálshyggjunnar á Islandi kornungur. Hér lýsir hann óvœgnum átökum um hana fyrstu árin. Mynd: Geir Olafsson. ísland skiptir ham Síðustu fimmtán árin hefur ísland skipt um ham. Fyrir 1991 var verðbólga miklu meiri en í grannríkjunum og atvinnulíf óstöðugt, þandist út og dróst saman á vúd. I sjávarútvegi var feikilegum fjármunum sóað í of mikla sókn í fiskstofna. Þá var oftast halli á fjárlögum. Hið opinbcra safnaði skuldum, og hér var rekinn pilsfaldakapftalismi, svo að illa rekin fyrirtatki gátu jafnan treyst á aðstoð ríkisins. Háir skattar á fyrirtæki komu í veg fyrir eðlilegan vöxt þeirra. Ríkið rak fjölda fyrirtækja, ferðaskrifstofu, pientsmiðju, síldarvinnslu, banka og ýmsar aðrar lánastofnanir og síma. Vextir skömmtuðu ekki fjármagn, heldur misvitrir bankastjórar, sem iðulega voru undir áhrifum stjómmálamanna, en þeir vildu auðvitað frekar fjárfesta í atkvæðum en arðsemi. Landsframleiðsla á mann var að vfsu veruleg á fslandi, en þegar horft er um öxl, sést, að ósjaldan var skýringin á því ýmist stríðsgróði eða rányrkja. íslendingar höfðu fram til 1940 verið hálfdrættingar á við Dani, en komust þá upp fyrir þá vegna stríðsgróðans. f kalda stríðinu munaði mjög um framkvæmdir vamarliðsins. Fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í fjómm áföngum veiddu útlendingar helming heildaraflans á íslandsmiðum, en eftir hana féll hann óskiptur í hlut Islendinga. Sfldarstofninn hvarf um miðjan sjöunda áratug, og þorskstofninn var kominn að hmni í lok hins áttunda. Velmegun Islendinga var því sýnd veiði, en ekki geftn. Þeir höfðu haldið misjafnlega á málum sínum. Það var ekki út í bláinn, að hagfræöingar spáðu því um 1990, að íslendingar yrðu í aldarlok í röð fátækustu þjóða í Norðurálfunni. Nú er öldin önnur. Verðbólga hefur ffá 1991 verið svipuð og í grannríkjunum. Halli á fjárlögum snerist í afgang, sem notaður var til að greiða upp skuldir ríkisins, sem nú má heita skuldlaust, ef tekinn er með í reikninginn gjaldeyrisforði Seðlabankans. í skjóli kvótakerfisins spratt upp fjöldi öflugra útgerðarfyrirtækja, sem njóta þess, að takmarkaður aðgangur er að takmörkuðum auðlindum, eins og hagfræðin kveður nauðsynlegt. íslenskur sjávarútvegur er miklu betur rekinn en gerist víðast annars staðar. Atvinnurekendur treysta ekki lengur á aðstoð ríkisins, heldur vita, að þeir standa og falla með eigin gerðum. Ríkið hefur selt fjölda fyrirtækja fyrir um 150 milljarða íslenskra króna að minnsta kosti að núvirði, þar á meðal viðskiptabankana tvo og Símann. Vextir ráðast nú á frjálsum markaði, svo að bankar hafa breyst úr skömmtunarskrifstofum f þjónustufyrirtæki, sem keppa um viðskiptavini. Lífeyrissjóðir íslendinga eiga vel fyrir skuldbindingum ólíkt sambærilegum stofnunum erlendis, og þar hefur myndast mikill spamaður, sem skilað hefur sér í fjármagni á markaði. Leystur hefur verið úr læðingi ótrúlegur kraftur, eins og sést á fslensku útrásinni. Nú veifa íslenskir víkingarekki sverði, heldur verði. Hin góðu lífskjör íslendinga hvíla ekki lengur á rányrkju eða stríðsgróða, heldur á bættri afkomu og bjartsýni um ffamtíðina. Þótt einstaklingar og fyrirtæki skuldi að vísu talsvert, er þjóðin ung og hraust. Mengun og ofnýting ógna ekki auölindum íslendinga. Umfram allt hefur hugarfar breyst: Gróði er ekki lengur skammaryrði, heldur keppikefli. Nú lítur æskan upp til athafnamanna, eins og rithöfunda og skálda áður. Þessi lýsing á hamskiptum Islands er ekki skáldleg sýn, heldur studd traustum gögnum. Fraser-stofnunin í Vancouver í Bresku Kólumbíu hefur tekið saman vísitölu atvinnufrelsis í heiminum að frumkvæði hins heimskunna hagfræðings Miltons Friedmans. Samkvæmt þeirri vísitölu var Island með einkunnina 4,1 af 10 mögulegum árið 1975, en 7,9 árið 2004. Vísitalan er mæld í 124 ríkjum, og var ísland 53. ríkið í röðinni árið 1975, en hið níunda árið 2004, og má ætla, að landið haft þokast citthvað áfram upp eftir sölu Sfmans árið 2005. Samkvæmt annarri vfsitölu atvinnufrelsis, sem Heritage Foundation í Washington-borg tekur saman, er Island enn ofar á lista, í fimmta sæti. Hvað olli þessum snöggu umskiptum? Auðvitaðerein skýringin fólgin í aðstæðum. Vemleikinn knúði menn til vitundar um það, að víðtækara atvinnufrelsi væri nauðsynlegt. 6 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.