Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 1

Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 1
50. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. MARS 2002 AÐ minnsta kosti 40 manns féllu í óeirðum á Vestur-Indlandi í gær en þá gengu hópar hindúa ber- serksgang í kjölfar morðanna á 58 trúbræðrum þeirra á miðvikudag. Lögregla og her Indlands er í við- bragðsstöðu en óttast er að alls- herjar trúarbragðastríð sé í upp- siglingu í kjölfar atburðanna á miðvikudag, þar sem múslímar réðust á lest í bænum Godhra í Gujarat-ríki og kveiktu í henni með fyrrgreindum afleiðingum. Yfirvöld fyrirskipuðu í gær að útgöngubann skyldi gilda í Ah- medabad, höfuðborg Gujarat, eftir að hópur ungmenna gekk ber- serksgang, olli skemmdum á moskum í borginni og kveikti í verslunum og veitingastöðum í eigu múslíma. Þar voru um 20 manns og hugsanlega miklu fleiri brenndir inni. Narendra Modi, ríkisstjóri í Gujarat, sagði að a.m.k. 40 hefðu fallið og 18 særst í átökum sem urðu milli óeirðaseggja og lögregl- unnar á nokkrum stöðum í Guj- arat. Sagðist hann hafa farið fram á að aukið herlið yrði sent á stað- inn svo hafa mætti hemil á óeirða- seggjum. Enn mikil spenna í Ahmedabad Lögregla beitti táragasi til að reyna að hafa hemil á fólki í Ah- medabad og skaut jafnframt byssukúlum upp í loftið. Féllu sex þegar lögreglumenn neyddust til að skjóta á mannþröngina, að því er lögreglustjórinn P.C. Pande greindi frá. „Þetta var slæmur dagur. Mér líður eins illa og eins hjálparvana og daginn sem jarð- skjálftinn reið yfir,“ sagði Pande og vísaði þar til jarðskjálftans í Gujarat í janúar 2001 sem varð tuttugu þúsund manns að bana. Sagði Pande að mikil spenna væri enn í Ahmedabad og kvaðst hann óttast að til frekari átaka kæmi í dag, föstudag. Útgöngubann er nú við lýði í 26 borgum í Gujarat og næstum 700 manns hafa verið handtekin en yfirvöld leggja áherslu á að lægja öldurnar og koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hindúar á Vestur-Indlandi hefna morða á 58 trúbræðrum sínum Vaxandi ótti við alls- herjar trúarbragðastríð AP Eldur var borinn að mörgum bifreiðum er hindúar hefndu 58 trúbræðra sinna, sem múslímar drápu á miðviku- dag. Óstaðfestar fréttir hermdu, að 60 múslímar og jafnvel fleiri hefðu týnt lífi í ofbeldishrinunni í gær. Ahmedabad. AFP. JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, setti í gær í Brussel ráðstefnu um umbætur á Evrópu- sambandinu. Stefnt er að því að gera það opnara og virkara. Á ráð- stefnan að koma saman 20 sinnum næsta árið og vonast er til, að hún leggi grunn að stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið. Á myndinni er Aznar (t.h.) með Pat Cox, forseta Evrópuþingsins. Reuters Opnara og virkara EINN maður lést og um þrjátíu meiddust nokkuð þegar lest var ek- ið á sendibíl, sem ekið hafði verið í gegnum vegg og fallið um sex metra niður á lestarteinana. Slysið átti sér stað í bænum Nocton í Lincolnskíri en talið er, að hinn látni sé ökumaður bifreiðar- innar. Þeir, sem meiddust, voru allir farþegar með lestinni en aðallega var um að ræða skrámur og hnjask en engin alvarleg meiðsli. Einn lést í lestarslysi London. AFP. KANADÍSKAR orrustuþotur fylgdu í gær farþegaþotu frá Air India til lendingar í New York en talið var, að grun- samlegur farþegi væri um borð. Vélin, Boeing 747, lagði upp frá London með 378 far- þega og 19 manna áhöfn. Þar vöknuðu grunsemdir um, að einn farþeganna væri á lista yfir grunaða hryðjuverka- menn, en vélin var farin í loft- ið áður en það var kannað nánar. Talsmaður flugfélags- ins í New York sagði, að fylgst væri með manninum um borð en ekki virtist neitt grunsamlegt við hegðun hans. Fulltrúar FBI, bandarísku al- ríkislögreglunnar, ætluðu að taka á móti manninum við komuna. Grun- samlegur farþegi New York. AP. TÓLF Palestínumenn og einn Ísraeli féllu og um 135 Palest- ínumenn særðust, þar af 10 al- varlega, er ísraelskir hermenn gerðu stórárás á þrennar flótta- mannabúðir á Vesturbakkanum í gær. Fyrir aðeins fáum dögum kynntu Sádi-Arabar nýjar tillög- ur um frið í Miðausturlöndum en árás Ísraela í gær þykir ekki boða neitt gott fyrir framhaldið. Sex palestínskir lögreglumenn og einn palestínskur borgari féllu í skotbardögum er brutust út þegar Ísraelar gerðu áhlaup á Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum, að sögn palest- ínskra heimildarmanna. Ísra- elskur hermaður og þrír Palest- ínumenn féllu í átökum í Balata-búðunum skammt frá borginni Nablus og ísraelskar fallbyssuþyrlur réðust með skot- hríð á Aida-flóttamannabúðirnar að sögn ísraelska hersins og pal- estínskra sjúkrahússtarfsmanna. Marwan Barghuti, yfirmaður Fatah-samtaka Palestínumanna á Vesturbakkanum, hótaði því að samtökin myndu hefna „fjölda- morða“ Ísraela í Jenin og Balata. „Við viljum vara Ísraela við því, að ef þeir kalla ekki lið sitt til baka á næstu klukkustundum munu Palestínumenn hefna sín á Ísraelum hvarvetna á herteknu svæðunum,“ sagði Barghuti. Javier Solana, yfirmaður utan- ríkismála hjá Evrópusamband- inu, sagði í Kaíró í gær að hann myndi halda til Washington á mánudaginn til viðræðna um Miðausturlönd og friðartillögur Sádi-Araba. Í grófum dráttum hljóða þær upp á að arabaríkin taki upp eðlileg samskipti við Ísrael gegn því að Ísraelar verði á brott frá öllu arabísku landi sem þeir hafa hertekið síðan 1967. Ísraelar hafa látið í ljós nokk- urn áhuga á að ræða tillöguna frekar og palestínskir leiðtogar hafa fagnað henni. Þau samtök múslíma sem neita að viðurkenna ríki gyðinga hafa aftur á móti hafnað tillögunni. Utanríkisráð- herrar Persaflóaríkjanna og Evr- ópusambandsins áttu með sér samráðsfund í Granada á Spáni í gær og segja í sameiginlegri yf- irlýsingu, að vilji Ísraelar sýna friðarvilja í verki verði þeir að draga her sinn til baka, hætta af- tökum án dóms og laga, hætta ólöglegri landtöku og hætta að takmarka ferðafrelsi Palestínu- manna og leiðtoga þeirra, Yass- ers Arafats. Hóta hefndum fyrir „fjöldamorð“ Ísraela Jerúsalem, Gazaborg. AFP. Stórárásir á þrennar flótta- mannabúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.