Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 43 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson.) Elsku Feri, fallegi vinur minn, þegar ég hugsa til þín birtir yfir mér og ég minnist þess hve stór og hlýr faðmur þinn var. Ég gæfi mikið fyrir að fá eitt faðmlag enn. Það tekur mig sárt, Feri minn, að þurfa að kveðja þig og fá ekki að líta aftur í fallegu augun þín í þessari jarðvist. Okkar leið lá fyrst saman ’97 á Akureyri, og fljótlega eftir að við hittumst urðum við mjög góðir vinir. Við gátum talað saman um allt og engin umræða féll í slæman jarðveg, mér fannst sálir okkar vera skyldar, oft var líka þá stutt í grínið. Þú reyndir einhverntímann að undirbúa mig undir það að þú myndir kveðja þetta líf. Ég sagði við þig að ég myndi fara í fýlu og ekki mæta í jarð- arförina þína. Ég trúði því líka ekki að þú myndir yfirgefa okkur. Ekkert gat undirbúið mig undir þann missi KRISTÓFER MATTHEW CHALLENDER ✝ Kristófer Matth-ew Challender fæddist í Keflavík 26. nóvember 1976. Hann lést 9. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 20. desember. sem ég upplifi nú. Ég óska einskis frekar en að fá að fylgja þér síð- asta spölinn. Við sátum saman og síðast í sumar á björt- um og sólríkum degi. Þar gáfum við hvort öðru loforð um að hitt- ast fljótlega aftur. Við ræddum um þá gleði sem við fengum að njóta að verða foreldr- ar og sátum glöð hvort með sitt barnið í fang- inu. Elsku Sigga og Embla litla, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, ég bið Guð um að bera ykkur í gegnum þunga göngu sorgarinnar, og elsku Erla, Guð veri með þér og fjölskyldu þinni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Feri, ég kveð þig nú, ég veit að þú elskaðir mig sem vin og þú verður alltaf minn elskaði vinur. Þín vinkona, Emma Agneta Björgvinsdóttir. Hinn 23. desember er nákvæmlega eitt ár liðið frá einum minn- isstæðasta en jafn- framt sorglegasta degi í lífi mínu, en það er sá dagur sem Gilla amma mín dó. Það fyrsta sem mér dettur í hug eftir eitt ár án hennar er gíf- urlegur söknuður og svo óteljandi minningar sem berjast um í huga mínum þegar ég hugsa um hana ömmu, hver öðrum ánægjulegri, því það er hægt að segja með sanni að Gilla amma hafi verið engum lík. Allt mitt líf hafði hún verið inni á Urðarteigi, frá því að ég var lítill polli að fara með Benna afa eða mömmu og bjóða henni í bíltúr, þar til ég hafði aldur til þess að geta boðið henni sjálfur og alltaf sagði amma mér söguna frá því þegar fyrsti bíllinn kom á Norðfjörð. Gilla amma var höfðingi Gilluætt- arinnar svokölluðu og á hverju ári kom saman hópur síðustu helgina í júlí og gerði sér glaðan dag. Það var sama hvar við hittumst og sama hvað var verið að gera, alltaf var amma miðdepillinn, eldhress að vanda. Síðasta árið sem ég um- gekkst Gillu ömmu er mér einna minnisstæðast. Að koma heim eftir mánaðardvöl á sjó, færa henni fisk, fá okkur kaffi og kleinur saman var svo þægilegt. Ég gat spjallað við Gillu ömmu um alla hluti, hún gat GÍSLÍNA INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Gíslína IngibjörgSigurjónsdóttir fæddist á Norðfirði 5. júlí 1913. Hún lést þar 23. desember 2001 og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 5. janúar. sagt mér sögur frá líf- inu í gamla daga og svo líka sett sig í spor unga fólksins og skilið líf þess og raunir. Gilla amma vissi svör við öllu. Eftir að hafa farið til hennar með hugann fullan af flækjum og spurningum fór ég út eftir klukkutíma heim- sókn og lífið virtist ekki geta verið ein- faldara. Svo þegar ég var að kveðja hana og þakka fyrir kaffið sá ég að alltaf smáglott myndast í and- liti hennar, því það sem virtist vera algjörlega ómögulegt fyrir 20 ára gamlan mann að svara var hið allra léttasta verk fyrir hana, enda lifað tímana tvenna. Ég hef oftar en einu sinni og oft- ar en tvisvar séð fólk sem ég um- gengst reka upp stór augu þegar ég segi því að Gilla amma hafi verið eins og mín besta vinkona þegar ég hef verið að miðla því af visku henn- ar. Og þótti mér það ólýsanlega skemmtilegt að eiga langömmu, sem komin var á níræðisaldur, sem gat sett sig í spor mín eins og ekk- ert væri. Gilla amma kunni að lifa lífinu og njóta þess til fullnustu. Til marks um það fór hún í rúm 20 ár til Kanaríeyja og dvaldi þar yfir dimmustu vetrarmánuðina, en henni var illa við snjó og vond vetr- arveður. Tók hún bara potta sína og pönnur og lét sér líða vel með tærn- ar upp í loft í sól og hita meðan allt var á kafi í snjó heima á Norðfirði, kom svo heim þegar sumarlitirnir voru byrjaðir að myndast og þurfti þá að fara að sinna vorverkum hjá henni, mála pallinn og taka fram sólbekkina hennar. Nú þegar jólin nálgast finn ég hvað það vantar mikið að hafa ömmu ekki hjá sér, því þrátt fyrir að líka ekki við veturinn var hún mikið jólabarn í sér. Á árum áður var alltaf haldin jólaseríuskreyt- ingakeppni innan Gilluættarinnar og auðvitað kom í hlut höfðingja og höfuðs hennar að dæma um hver ætti sigur skilið. Endaði þessi keppni svo með því að eitt árið var Gillu ömmu boðið í bíltúr og á með- an tóku nokkrir synir, tengdasynir og barnabörn sig til og skreyttu húsið hennar hátt og lágt og ætlaði Gilla amma vart að þekkja sitt eigið hús þegar hún kom aftur. Hélt hún titlinum fyrir best skreytta húsið eftir það. Svona eru hjarta mitt og hugur full af ljúfum, fallegum og yndislegum minningum um merk- ustu manneskju sem ég hef kynnst og þekkt. Elsku amma mín, hvíldu í friði meðal englanna. Þú átt aðeins besta stað skilið og minning þín mun varðveitast alla ævi í sálu minni. Þitt barnabarnabarn Helgi Freyr. AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning- argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum. Frágangur afmælis- og minningargreina Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR BIRGIR VIGFÚSSON kennari, Bogahlíð 14, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstu- daginn 20. desember. Harpa Rut Harðardóttir, Sigurður H. Einarsson, Ása Sigurlaug Harðardóttir, Pétur Thomsen, Þórhildur Vigfúsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Agnes Vigfúsdóttir, Baldur Jón Vigfússon, og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.