Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 49 ÞEGAR hér er komið, erég orðinn dálítið þreytt-ur á gasprinu í jóla-sveinunum. Aðallegaþeim, sem eru með kaupmanninn á bakinu, í pokanum. Ég á ekki að láta það pirra mig, en einhvern veginn læðist tilfinningin samt inn í hugskotið og tekur sér þar bólfestu og vekur upp þessa gremju. Og kannski ekkert skrýt- ið. Trúlega má rekja þann sið krist- inna manna, að gefa jólagjafir, til vitringanna eða stjörnuspeking- anna eða konunganna í fyrndinni. Þannig hafa menn viljað minnast atburðanna í fjárhúsinu, og um leið endurvekja þann gleðianda, sem hefur verið þar ríkjandi jólanóttina fyrstu. Þessi siður mun þó ekki hafa tíðkast að ráði meðal almenn- ings á Íslandi fyrr en í lok 19. ald- ar. Þá voru gjafirnar öllu snaut- legri en nú þekkist, kerti og spil, húfa eða trefill. Eða hörpudiskur og gimburskel, eins og segir í ljóði Benedikts Gröndal, Magga litla og jólin hennar. En þrátt fyrir lítil efni var gleðin þó til staðar. Í dag, um hundrað ár- um síðar, er sama hugarfar að baki gjöfunum: óskin um að gleðja við- komandi. Og það er gott. En þegar auglýsingaskrumið er komið á það stig, að enginn eigi að geta haldið jól, nema keypt sé allt það nýjasta, besta og dýrasta á torginu, erum við komin á miklar villigötur. Gull, reykelsi og myrra voru reyndar það, sem öllu tók fram í slíku á 1. öld e. Kr. og þar um kring. En þá er rétt að minnast þess líka, að tilefnið var einstakt í mannkynssögunni, afmælisbarnið sjálfur lávarður heimsins. Og gef- endurnir engir fátækir púlsmenn, heldur mikil efnastétt. Við ættum frekar að taka okkur hirðana til eftirbreytni. Víst eru auðmenn til á Íslandi samtímans, og þeir margir; al- menningur er þó að stærstum parti í ætt við hina. En því miður er hægt að æsa fólk upp í nánast hvað sem er, ef rétt er að málum staðið. Eða er ekki enn í fersku minni æðið sem gekk um landið fyrir einum eða tveimur áratugum, þar sem bíl- skúrshurðaopnarar voru í kastljós- inu? Og hver er búinn að gleyma fótanuddtækjunum? Og öllu hinu, sem átti að vera ómissandi hugs- andi fólki? Já, sálfræði markaðarins er slyng. Mest fer í taugarnar á mér þeg- ar gengið er út frá því, að við- skiptavinurinn sé heimskur. Það má sjá í ýmsum bæklingum sem inn um lúguna hafa streymt að undanförnu. Þar eru vörurnar oft- ar en ekki á 990, 1.990, 2.990 o.s.frv., að ég tali nú ekki um skömmina, þegar munar einni krónu í tæsta tug, hundrað eða þúsund. Ætli sé ekki hlegið á bak við þil- ið? Sjálfur féll ég í þessa gryfju eitt sinn, var ráðlagt að verðleggja bók, sem ég ritaði og gaf út, með þessum hætti, og fylgdi því, enda kunnáttumenn þar á ferð. En ein- hvern veginn fannst mér þetta lúa- legt, var ekki sáttur, og rúnnaði þetta síðar af. Í dag geri ég mér far um að kaupa ekki af þeim versl- unum og fyrirtækjum, sem eru á þessum buxunum. Neyslusukk á ekki heima í krist- inni trú, ef allt er með felldu. En nú eru flestir að sjálfsögðu búnir að ganga frá jólagjöfum þessa árs, hafandi kannski látið undan einhverjum gylliboðanna eða öðrum þrýstingi. Þá er bara að taka því. Jólin koma aftur. Í milli- tíðinni er hollt að rifja upp tilefnið, að það var fæðing sonar Guðs á jörð, veiting yls inn í land kuldans, ljóss inn í dal skugganna. Og það sem aldrei má gleymast, er, að ríki hans er andlegt. Með það í huga sést glöggt, hvað nútíminn er í mörgu tilliti kominn langt frá upp- hafinu. Jólasveinarnir, sem að hluta til eru komnir af sánkti Niku- lási biskupi frá Mýru í Litlu-Asíu, hafa fyrir löngu svikið það mottó, sem honum var kærast, flestir a.m.k., og eru orðnir svo margir, hávaðasamir og glysgjarnir, að Jesúbarnið líður fyrir það, verður undir í þeim mammons darraðar- dansi. Og slíkt auðvitað gengur ekki. Það er dálítið merkilegt, að ég segi ekki táknrænt, að 25. desem- ber skuli fyrsti jólasveinninn hverfa úr byggð og svo hinir næstu daga á eftir. Það er engu líkara en að þeir átti sig loks á hinu sanna, að þeim sé hér ofaukið. Að þeir skynji, að einkasonur Guðs eigi að vera og sé í brennidepli á þeirri há- tíð sem framundan er, en þeir ekki; að hann sé ofjarl þeirra, kóróna jólanna og höfuðdjásn, einn stjarna þessara heilögu daga. Og þeir víkja, einn af öðrum, Grýlu- synir, og hverfa í myrkrið. Það sem ég hef verið að reyna að segja er þetta: Jólin eru hátíð trú- ar, (skynsamlegra) gjafa og mikils kærleika, hátíð fæðingar og nýs lífs, hátíð vonarinnar og gleðinnar yfir ljósi sem kviknaði, hátíð kon- ungs, sem lagður var í jötu lágt. Megi andi þeirra ná að fylla sér- hvert hjarta, og umvefja það og blessa héðan í frá og að eilífu. Gleðileg jól! Morgunblaðið/Golli Lávarður heims Þetta er að bresta á, ljóssins hátíð er innan seilingar, einungis nokkrir klukkutímar í aðfangadag. Sigurður Ægisson fagnar því, að kaupmenn geri senn andartakshlé á annars látlausum auglýsingum. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Húfur - um jólin Brekka húfur frá 1.290 kr. Brekka vettlingar frá 1.490 kr. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Á JÓLADAG verður hægt að kaupa hádegismat hjá Félagsþjónustunni á Lindargötu 59 í Reykjavík, en þar er til húsa félagsmiðstöð, þjónustuíbúð- ir og síðast en ekki síst öflugt fram- leiðslueldhús. Þar er seldur heitur matur í hádeginu alla daga ársins, frá kl. 11.30 til 12.30. Allir eru vel- komnir og kostar málsverðurinn 400 til 600 krónur. Á matseðlinum á jóladag verður hangikjöt með laufabrauði og til- heyrandi, eftirréttur og smákökur og konfekt með kaffinu, segir í fréttatilkynningu. Hangikjöt á jóladag DREGIÐ hefur verið úr hópi þátt- takenda sem tóku þátt í gönguverk- efni Ungmennafélags Íslands ,,Fjöl- skyldan á fjallið“. Í byrjun sumars var póstkössum með gestabókum komið fyrir á átjan fjöllum um land allt og fjöl- skyldufólk hvatt til að fara í fjall- göngu og skrá nöfn í bækurnar. Landsmenn tóku vel þessari áskor- un og rúmlega fjögur þúsund göngumenn skráðu nöfn sín í gesta- bækurnar. Langflestir göngugarpanna gengu á Eldfell í Vestmannaeyjum og Eyjuna í Ásbyrgi en Búrfell í Grímsnesi, Súlur í Eyjafirði og Hekla voru einnig vinsæl. Formað- ur umhverfissviðs UMFÍ, Ásdís Helga stjórnaði drættinum og naut við það dyggrar aðstoðar Helgu Guðjónsdóttur, varaformanns UMFÍ og Önnu Möller stjórnar- manns UMFÍ. Hinir heppnu göngugarpar sem dregnir voru úr pottinum eru Börk- ur Birgisson, Bigir Haraldsson - Vík í Mýrdal, Ingólfur Pétursson Hvítafelli, Una Þórey Sigurð- ardóttir Akureyri, Kristján Ingi Einarsson Reykjavík, Hjördís Bára Steingrímsdóttir, Kristín G. Jó- hannsdóttir - Ólafsvík, Þórey Linda Haraldsdóttir Ingþór Bjarnason og Guðbjörn Olsen Jónsson. Vinnings- hafar hljóta 10.000 króna vöruút- tekt í versluninni Everest í Reykja- vík. Vinningshafar fá gjafabréfið af- hent í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík eða hafi samband við Þjónustumiðstöð UMFÍ. Fjöl- skyldan á fjallið er verkefni sem Ungmennafélag Íslands mun halda áfram með á næsta ári ásamt verk- efninu Göngum um Ísland. Flestir gengu á Eddufell og Eyjuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.