Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 18
„Ég er á kafi við að skipuleggja Hönnunar- daga sem verða í nóvember,“ segir Guð- björg Gissurardóttir, grafískur hönnuður. Þetta er í fyrsta skipti sem Hönnunardagar verða haldnir en markmiðið er að gera þetta að árlegum viðburði. „Við ætlum að virkja hönnuði og verslanir til að sýna hvað er í gangi og fáum líka margverðlaunaða hönnunarstofu sem heitir Ideo til að kynna aðferðarfræði sína. Svo halda bæði inn- lendir og erlendir fyrirlesarar væntanlega bæði fróðleg og skemmtileg erindi.“ Það er Hönnunarvettvangur sem stendur að Hönnunardögum en Guðbjörg hefur verið potturinn og pannan í skipulagning- unni. „Það fer heilmikill tími í þetta. Ég hef verið að meira eða minna síðan í maí og geri í rauninni þetta allt ein og frá grunni. Ég þarf bæði að stofna til sambanda sem og virkja sem flesta og það reynir æði mikið á.“ Fyrr í sumar gerði Guðbjörg þó svo vel við sig að taka tveggja vikna launalaust sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni. „Þótt ég sé kominn vel yfir þrítugt hef ég aldrei unnið það lengi á einum stað að ég hafi átt rétt á sumafríi, en mér fannst rétt að reyna slaka aðeins á.“ Frí- inu varði hún í veiði og sér ekki eftir því þótt ekki hafi bitið á. „Veðrið var frábært og einu sinni stóð ég úti í miðri á í vöðlum og á bikini einu saman. Það var dálítið sérstakt.“ Annars segist Guðbjörg ekki vera með mikið í farvatninu enda er hún á hvolfi í undirbúning og sér það í hillingum að geta slakað aðeins á að Hönnunardögum loknum. „Ég hugsa að ég skelli mér aðeins á heilsuhælið í Hveragerði,“ segir hún og hlær. Ætli það veiti nokkuð af því að taka því dálítið rólega eftir þessa törn.“ 18 1. september 2005 FIMMTUDAGUR RJÚPNAVEIÐAR SJÓNARHÓLL Á haus vi› a› skipuleggja Hönnunardaga HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR nær og fjær Af hverju flá a› skjóta rjúpuna? „Rjúpan er fallegur fugl og ómissandi í íslenskri náttúru. Hann er líka undirstaða fálka- stofnsins og nauðsynlegur fyr- ir viðgang hans.“ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Í GREIN UM RJÚPUNA Í MORGUNBLAÐINU. Sáu ekki skóginn fyrir trjánum „Þetta sýnir að Reykvíkingar hafa kunnað betur að meta hið góða starf Reykjavíkur- listans síðustu tólf árin en ýmsir þeirra sem að þeim viðræðum komu.“ PÁLL HALLDÓRSSON SAMFYLKING- ARMAÐUR UM SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS SEM SÝNIR AÐ R- LISTINN HEFÐI HALDIÐ MEIRIHLUT- ANUM HEFÐI HANN BOÐIÐ FRAM. OR‹RÉTT„ “ www.urvalutsyn.is ÍS LE NS KA A UG L† SI NG AS TO FA N/ SI A. IS U RV 2 94 14 0 8/ 20 05 Lokaútkall í næstu viku Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is 34.900 kr. í viku* Verð á mann *Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði. Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir í næstu viku Flug Til Brottför Hlið Ath. FI 940 Portúgal, Brisa Sol 5., 12. sept. 4 Lokaútkall FI 964 Krít, Helios 5. sept. 2 Lokaútkall FUA 9808 Mallorca, Club Royal Beach 7. sept. 1 Lokaútkall FUA 9806 Costa del Sol, Camino Real 8., 15. sept. 6 Lokaútkall Takm arka ð fram boð Fyrs tur k emu r - fy rstu r fæ r! Gústaf Adolf Níelsson út- varpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. „Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið,“ segir Gústaf Adolf Níelsson, út- varpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosning- anna í vor. Gústaf skil- greinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í próf- kjöri eða skipað sæti á framboðs- lista. Hann starfaði þó í ungliða- hreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur dagleg- um þáttum á Útvarpi Sögu, Blá- horninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. „Ég er enginn auðmaður og hef ekki pen- inga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkis- miðli,“ segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. „Vilhjálm- ur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því.“ Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstak- lega til sögunnar. „Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frek- ar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystu- sveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur.“ Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgar- innar ekkert sérstakan. „Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskortur- inn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar,“ segir hann. bjorn@frettabladid.is Í LOFTINU Gústaf Níelsson ætlar að reka áróður fyrir sjálfum sér í þáttum sínum á Sögu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kosningabaráttan há› á Bláhorninu Hagyrðingar landsins eru óðum að koma sér í réttar stellingar fyrir landsmót- ið á Hótel Sögu á laugar- dag. Sigurður Sigurðar- son, dýralæknir, kvæða- maður og hagyrðingur, hefur sótt tólf af sextán landsmótum og hlakkar mjög til. Hann missti af tveimur fyrstu mótun- um og var í út- löndum við rannsóknir þegar tvö síðustu voru haldin. „Ég hlakka mjög til enda er þetta óborganleg skemmtun,“ segir Sigurður. Vita- skuld fljúga vísurnar milli manna á landsmótinu og það var einmitt við slíkt tækifæri sem meðfylgj- andi vísa varð til. Karl og kona stóðu saman og eins og gengur spurði frúin um almennt heilsu- far. Karl svarði því til að læknarn- ir segðu að allt væri að bila, bæði haus og fætur. Hann væri hins vegar ekki viss um að þetta væri rétt, í það minnsta væri miðjan enn í góðu lagi. Varð henni þá umsvifa- laust að orði: Dunar fjör og dans um nætur dátt með hopp og brun og svig. Þótt hæpið sé með haus og fætur er helst að miðjan standi sig. Svaraði hann þá um hæl: Sú var tíð hún sveik mig ekki sitt af hverju hefur reynt. En alltaf stóðst hún Amors hrekki, þótt örvum væri þangað beint. - bþs HÓTEL SAGA Kveðist verður á af kappi á landsmóti hagyrðinga á laugardaginn. Landsmót hagyrðinga fer fram eftir tvo daga: Óborganleg skemmtun „Ég er ánægð með að sala á rjúp- um verði bönnuð,“ segir Steinunn Guðnadóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, spurð um skoðun sína á nýjum reglum um rjúpna- veiðar. Hún segist ekki hafa forsendur til þess að meta hvort yfirleitt hefði átt að heimila rjúpnaveiðar á nýjan leik en er almennt þeirrar skoðunar að náttúran eigi að fá að njóta vafans, þegar svo ber undir. Rjúpnaveiðar verða heimilar frá miðjum október til loka nóv- ember og eru skyttur hvattar til þess að gæta hófs í veiðum sínum. „Svo er bara að treysta því og trúa að sölubanninu verði fylgt eftir og fólk sýni heiðarleika svo ekki komi til ofveiði.“ Sjálf neytir Steinunn ekki rjúpna og stundar þaðan af síður rjúpnaveiðar. STEINUNN GUÐNADÓTTIR Hlynnt sölubanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.