Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli
Gömul veðurfræði
1
Ég hef skrifað upp nokkur atriði um gömul
veðurmerki, sem tekið var mikið mark á aust-
an fjalls á fyrri árum, til sjós og sveita og
skulu hér tilfærð örfá, og einnig gerð lítils hátt-
ar grein fyrir sumum þeirra. Að ég hef haft
gaman af, — og stundum gagn — að veita
veðurmerkjum og ýmsum „merkisdögum" eftir-
tekt, stafar frá því, að þegar ég var ungling-
ur, heyrði ég oft af tali ýmissa manna við föð-
ur minn, að eftirtekt á veðurmerkjum hefði
fyrr á árum verið talin til góðra kosta dugandi
manna, og enda skylda allra, sem einhverja
forustu höfðu til sjós eða lands.
Faðir minn sagði eitt sinn nágranna sínum
frá því, að hann hefði verið fyrsta kastið hugs-
unarlítill um þessi efni, en hefði farið að veita
þeim eftirtekt þegar hann var háseti hjá Ólafi
Steingrímssyni á Hliði á Álptanesi, en það var
hann víst samtals í 30 vor- og vetrarvertíðir.
Hann sagði, að eitt vorið reru þeir, sem oftar,
að kvöldi vestur í vestri Sviðbrún, og voru á
sjó um nóttina í logni og heiðskíru veðri. Um
morguninn, snemma, lögðu þeir síðasta kastið,
og að því loknu lagði Ólafur sig upp í loft í
skutinn, og hafði sjóhattinn yfir andlitinu,
kvaðst kannski sofna, en bað hásetana að passa
„bólið", ef hann sofnaði. Eftir órlitla stund
reis Ólafur upp aftur og skipaði að róa strax
að endabólinu. Hásetarnir hlýddu auðvitað, en
skildu ekkert í þessu óðagoti, að draga lóðina
strax nýlagða, því þeir sáu ekkert annað en
logn og blíðu. Þegar lóðin hafði verið dregin,
var kominn vindur það mikill, að sett voru upp
segl, og von bráðar.svo, að ekki gerði betur
en að báturinn (er var víst 6 manna far) þyldi
þau öll, og síðast þoldi hann ekki nema lítið
af þeim. Vindurinn var af landsuðri og því
urðu þeir að „krusa" alla leið, en náðu heilu
og höldu lendingu seint um daginn, en flestir
bátar aðrir, ef ekki allir, urðu að hleypa, sum-
ir upp á Mýrar, og á1 ýmsa aðra staði við fló-
ann.
Faðir minn sagði, að Ólafur hefði sagt, að
hann hefði séð undan hattbarðinu skýhnoðra
yfir Reykjanesfjallgarðinum, sem fljótlega
hefðu horfið og aðrir komið í staðinn, og hefði
hann þá séð, að ekki væri til lengri „setunnar
boðið", því rok væri í nánd, þó logn væri hjá
þeim vestur á Sviði, og sagði faðir minn, að
þetta hefði ekki verið einstakt dæmi um eftir-
tekt Ólafs og glöggleika á veðurfari, og það
hefði orðið næg ástæða fyrir sig til að veita
eftirtekt fremur en áður ýmsum veðurmerkj-
um, enda var hann talinn veðurglöggur.
Þessi frásögn föður míns varð meðal ann-
ars til þess, að glæða eftirtekt mína á ýmsum
veðurmerkjum, og kom mér það síðar að góðu
gagni.
Veðurmerki þau, er var veitt eftirtekt við
róðra í Þorlákshöfn, voru helzt þessi: Ef roði
var mikill á fyrstu dagsbrún, mátti búast við
hvassviðri og oftast vondum sjó. Ef austur-
f jöllin, Eyjaf jalla- og Tindaf jallajöklarnir voru
huldir móðu eða mistri, og sérstaklega ef mist-
ur var komið inn á Þríhyrning, eða inn fyrir
hann, mátti búast við austan eða suð-austan
stormi bráðlega, og við því- mátti einnig búast,
ef austan stormur var mikill með landinu,
(venjulega var vesturfall) og einnig ef sjórinn
var svo tær í logni að langt sæist niður. Ef
móða eða mistur var milli fjalla, sem kallað
vár, eða milli Heklu og Búrfells á Gnúpverja-
hreppsafrétti, mátti búast við norðaustan
stormi, og rok var nærri komið, ef mistur var
komið inn á Vörðufell á Skeiðum, en norðaust-
an, austan og suðaustan áttir voru einkum
aðgæzluverðar í Þorlákshöfn. Öldufall sjáv-
arins sagði oftast til um það í tíma, hvort lend-
ingarnar voru færar eða ekki, og enda einnig
um veðurfar það, sem í vændum var.
Hinn merki formaður og mikli sjósóknari,
Jón á Hlíðarenda, mun hafa verið mjög veður-
glöggur, enda varð hann aldrei fyrir neinu slysi,
þó fljóthuga og kappsfullur væri, stundum svo,
að því er hann sagði sjálfur, að kappið bar
athugun á veðurútliti ofurliða.
Eina vertíðina, sem ég var formaður í Þor-
lákshöfn, voru löng frátök framan af vertíð
VI KlN G U R
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48