Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Segjum sögur Frœðimenn í hjúkrun, m.a. clr. Patricia Benner, livetja hjúkrunarfræðinga eindregið til að segja reynslusögur úr starji. Af sögunum eigum við að lœra og verða ríkari í anda. Tímarit hjúkrunarfrœðinga œtti að vera góður vettvangurfyrir reynslusögur af þessu tagi. Hér með er óskað eftir sögum íslenskra hjúkrunarfrœðinga. Vinsamlegast skrifið sögur og sendið til blaðsins eða takið upp símtólið og hringið þœr inn í síma 687575. Vístfólk verður síðan fengið til að leggja út af hverri sögu. Nafn sögumanns þarf ekki að birtast með sögunum þó að nauðsynlegt sé að gefa það upp hjú tímuritinu. T æknilegur metnaður, hjúkrunar- metnaður þ egar ég las 3. kafla Þankastrika eftir Asu Atladóttur í síðasta tímariti vaknaði hjá mér liingun til að skrifa stutta hugleiðingu. Ása henti m.a. á hversu lærdómsríkt það er fyrir hjúkrunarfræöinga að verða sjúklingar sjállar. Það vill nú svo til að ég hef safnað mér slíkri reynslu í u.þ.b. eitt og hálft ár og er ég svo sannarlega sammála Ásuíþessu efni. Eg hef notið stuðnings, umhyggju og fölskvalausrar samhygðar fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkrahða sem eflt hafa með mér bjartsýni og baráttuvilja gegn krabbameininu í líkama niínurn. I veikindunum hef ég sveiflast núfli hjálparleysis, sorgar, baráttugleði og nýrra tilfinninga um lífið og tilveruna sem ég er enn að henda reiður á. Eftir þessa reynslu er ég sannfærð um að allt hjúkrunarstarfslið vill leggja sig fram í starfi og gera vel. Vandinn er hins vegar sá að starfsliðið lendir stundum í togstreitu þegar að ]>ví kemur að forgangsraða verkefnum. Þama togast á það sem ég kalla tæknilegan metnað annars vegar og hjúkrunamietnað hins vegar. Hinn tæknilegi metnaður birtist í því að hjúkrunarfræðingar sinna verkefnum eins oglyfjagjöf, lyfjaundirbúningi, margs konar mælingum, fundum með samstarfsfólki o.fl. af sérstakri kostgæfni og nákvæmni. Ekki er ég að draga úr mikilvægi shkra starfa en bendi þó á að frá sjónarhóli sjúklingsins taka þau oft svo mikinn tíma að hann veigrar sér við að trufla hjúkrunaríræðinginn þegar hann t.d. geysist inn með lyfin. Hjúlonmamietnaður kemur hins vegar fram í því, að samskipti og samvinna við sjúkhnginn, sem stuðla að hkamlegri og andlegri velhðan hans, hafa forgangí I íj ú k n 1 n a rs ta rfi n u. Með þessum orðum vonast ég til að opna umræðuna um togstreitu milli hjúkrunarmetnaðar annars vegar og tæknilegs metnaðar hins vegar í hjúkrunarstarfi og hvet ég lesendur til að tjá sig um efnið í lesendabréfum. Ég vil ljúka þessari hugleiðingu með því að vitna aftur til þankastrika Ásu Atladóttur sem ég gat um í upphafi. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað hún á við þegar hún talar um að yfirbragð, sem fylgir góðum aga og virðingu fyrir yfirboðurum, hafi glatast hjá hjúkrunarfræðingum gegnum tíðina. Hverjir em yfiifioðarar hjúkrunarfræðinga? Að inínu áhtí vinna hjúkrunarfræðingar sjálfstætt sem fagstétt, hvort sem þeir starfa við almenna hjúknm, stjómmi eða kemislu. Með kveðju, Landspítala, 30. október 1994. Guðríin Marteinsdóttir Minningarorð Guðrún Marteinsdóttir f. 15. janúar 1952 d. 24. nóvember 1994 Það er með sorg í hjarta að ég sest niður til að rita minningar- og kveðjuorð til Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents í hjúkrunarfræði, fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við Guðrún hittumst síðast 18. ágúst sl., en þá var henni í notalegu samsætí aflientur styrkur úr minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar, náms- og ferðasjóði hjúkrunarfræðinga, til að ljúka doktorsnámi í hjúkrunarfræði við Rhode Island University. Þessi samverustund er okkur sem þar sátu afar eftirminnileg. Þá vissi Guðrún ekki betur en að hún heíði komist yfir veikindi sín og leit hún bjartsýn til framtíðar. Hún halði áform um að ljúka doktorsnámi sínu innan tíðar. Við þetta tækifæri komu fram hennar góðu eiginleikar, glaðværð, festa, mildi, sanngimi, metnaður og síðast en ekki síst hennar fallega framkoma. Fólki leið vel eftír að hafa átt samskipti við Guðrúnu. Guðrún var eftirminnileg öllum sem hún umgekkst. Hún hafði mikinn Frh. á rwestu síðu MinningarsjóSur Guðrúnar Marteinsdóttur Stofhaður hefur verið sjóður til minningar um Guðrúnu Marteinsdóttur, dósent, sem lést 24. nóvember 1994. Sjóðurinn er í vörslu námsbrautar í hjúkrunarfræði við HI og þar fást minningarkort í síma 694960. TÍMARITIUÚKRUNARFRÆÐINGA l.Uil.71.árg.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.