Tíminn - 23.12.1942, Qupperneq 11

Tíminn - 23.12.1942, Qupperneq 11
T í M I N N 11 Halldör Krisijánsson: Kristíndómur og lýðræði 1. Sú skoðun virðist vera til á þessari upp- lýstu og menntuðu öld, að kristin kirkja hafi fátt fært þjóð okkar annað en ein- hverjar trúarkreddur og dauða helgisiði í sambandi við þær. Og það er jafnvel ekki trútt um að barizt sé fyrir þeim skilningi, að af kirkjunni sé aldrei annars að vænta en einhverra trúarsetninga, sem lítið eða helzt ekkert snerti mannlegt líf. Þetta er misskilningur svo stórkostlegur, að það er fullkomin afneitun ýmsra merk- ustu sögulegra sanninda, sem okkur varða mest. Jafnframt gætir þar fullkomins skilningsleysis á því fasta og örugga sam- bandi, sem alltaf er á milli siðfræði og stjórnarfars með þjóðunum. Skipulag félagsmálanna gerir sitt til þess að kalla fram og þróa kosti eða galla borgaranna- Það er að vissu leyti satt, að þroskað þjóðskipulag ali upp þroskaða menn. En þó verður löggjöfin og skipulagið aldrei einhlítt til að gera menn ham- ingjusama. Það fæst aldrei góð steypa úr óhreinu efni. Aldrei. Gallar manna geta fundið sér einhverja framrás í hvaða skipulagi sem er. Það er því barnaskapur að trúa því í blindni, að eitthvert form, — einhver sérstök skipun félagsmála, muni útrýma öllu mannlegu böli. Þess er og skammt að minnast, að nýjar stefnur, sem túlkaðar voru af heitri trú og mikilli bjart- sýni, þóttu engir sérstakir sælubrunnar, þegar til framkvæmda kom. Þar má t. d. minna á „hina frjálsu samkeppni“, að ekki sé talað um nazisma eða fasisma. Það, sem mestu skiptir fyrir almenna lífshamingju fólksins, er þroski þess sjálfs, manndómur og mannkostir. Því meira sem ég hugsa um félagsmálin, því ljósara verð- ur mér þetta. Þetta er ekki sagt af áhuga- leysi fyrir skipulagsbótum á félagsmálum okkar eða skeytingarleysi um stjórnmál og stjórnarfar. Svo mikið eigum við undir lög- gjöf og stjórnarfari, að það er borgaraleg dyggð eða jafnvel skylda að stunda þjóð- félagsmálin eins og fræðigrein. En með fullri virðingu og fullum áhuga fyrir pólit- ískri baráttu samtíðarinnar hlýt ég þó að meta siðfræði hennar meira. Siðfræðin geymir dýpri og sterkari rök mannlegrar hamingju. Siðfræðin er réttlætishugmynd mannsins, móðir menningarviðleitni hans og lífshugsjóna hans allra. Allar skipulagsbætur, allar pólitískar hugsjónir og öll slík velferðarbarátta er sprottin upp úr djúpi siðfræðinnar. Án sið- fræði geta engar hugsjónir verið til. Án siðfræði er ekkert réttlæti. Það er siðfræði mannsins, hugmyndir hans um illt og gott, rétt og rangt, sem leggja hömlur á dýrs- eðli hans og gefa honum hugsjónir og há- leit mið. Siðfræðin gefur manninum tak- mark til að keppa að og lifa fyrir. Þannig er hún undirstaða allra sannra framfara og móðir menningarinnar. Þannig er þjóð- lífið allt undir því komið hvernig siðfræð- in er. Við eigum allt okkar undir henni. Siðfræðin er að sönnu aðeins andlegt viðhorf, en vegna þess að framkvæmdir og störf mótast af skoðunum, er það sið- fræðin, sem setur svip sinn á lífið allt. II. Allir sigrar á sviði siðmenningar eru þróun félagshneigða. Það er upphaf menn- ingarsögunnar, að maðurinn heyrði rödd guðs segja, að blóð bróður hans hrópaði til sín af jörðunni, og maðurinn svaraði gegn betri vitund: Á ég að gæta bróður míns? Þegar maðurinn fór að gera sér hugmyndir um félagslegar skyldur og álíta að hann ætti að láta annarra hag og annarra mál- efni til sín taka, lagði hann út á braut menningarinnar. Þá eignaðist ,hann hug- myndir, sem urðu honum lögmál. Hann eignaðist siðfræði. Mannkynssagan sýnir okkur hversu sið- fræðin hefir þróazt og fegrast og borið menningarlega ávexti. Fyrir því má benda á fjölmargar sannanir. Hér verður lítils- háttar minnst á eitt atriði þeirrar miklu sögu með því að rifja upp að nokkru þau áhrif, sem þjóðlíf íslendinga hefir orðið fyrir af sérstakri menningarstefnu, — kristindóminum. Hér liggur ekki fyrir að ræða upphaf kristindómsins eða sannleiksgildi þeirra trúaratriða og guðfræðilegra kennisetn- inga, sem kirkjufélögin hafa haldið að þjóð okkar. Við skulum aðeins halda okk- ur við söguleg rök og þau áhrif og mótun, sem þjóð okkar hefir orðið fyrir af krist- inni siðfræði. £5ú athugun getur'verið og hlýtur að vera óháð öllum skoðunum um myndun og aldur Nýja-Testamentisins og sagnfræðilegt gildi guðspjallanna. Kristin siðfræði hefir haft sömu þýðingu fyrir okkur með lífsmótun feðra okkar og mæðra, hvað sem við efum og hverju sem við trúum í sambandi við uppruna henn- ar. Gildi andlegra hreyfinga fer ekki eftir því, hvaðan þær eru og hvaða leiðir þær berast, heldur einungis hinu, hver áhrif þær hafa sjálfar. III. Engum getur blandazt hugur um, að hugsunarháttur okkar, sem nú lifum, er allt annar en feðra okkar i heiðnum sið. Hitt má vera, að einhverjir efist um, að við stöndum þeim að nokkru verulegu framar. Það hygg ég þó, að auðvelt sé að sanna með því að kynna sér nokkuð þjóðlíf okkar þá og nú. Skal það þó vera fjarri mér að gera lítið úr siðfræði og menningu feðra okkar. Vissulega stóðu þeir að ýmsu leyti framarlega. Og fóstbræðralag þeirra er blátt áfram dásamlegt. Það var félags- skapur þeirra, sem skildu og fundu, að þeir höfðu svo margt við að berjast, að bezt fór á því að fylgjast vel að. Þessi félagsskapur þeirra var svo laus við undirhyggju og refjar, — svo einlægur og heill, að það get- ur verið til fyrirmyndar á öllum öldum. Hin forna menning lagði ríka stund á það, að ala manninn þannig upp, að hann yrði samkeppnisfær í lífsbaráttunni. Til þess þurfti hann að vera hraustur og hug- aður. Þess var einnig krafizt, að hann væri tryggur þeim mönnum, sem hann batt fé- lagsskap við. Menn vissu þá, að það var gagnkvæm nauðsyn félaganna, að þeir mættu treysta hverir öðrum, alltaf og skil- yrðislaust. Því heimtaði siðfræði þeirra tíma hollustu og tryggð og drengilega orð- heldni. Það urðu höfuðdyggðir ásamt hreysti og harðfengi. Félagshyggja fornaldarinnar náði því miður skammt. Menn fundu sig ekki bundna neinum félagsböndum við aðra menn út í frá. Gagnvart útlendum mönn- um og fjarlægum voru skyldurnar fá- breyttar. Þeir áttu sér engan rétt. Því fóru menn víkingaferðir til fjarlægra landa. Þar rændu þeir því, sem fémætt fannst og brenndu byggðina. Fólkið var rekið saman. Það, sem álitlegt þótti til lífs, var hertekið og sett í ánauð. Hitt, sem enginn slægur var í, var gjarnan drepið. Hernaður þessara víkinga var mjög á- þekkur ráni Tyrkja í Vestmannaeyjum 1627. Aðferðir beggja voru með þeim hætti, að okkur finnst hryllilegt að hugsa til þess. En svo geta menn orðið vanabundnir í hugsun sinni, að íslenzka þjóðin dáðist að hernaði feðra sinna öldum saman eftir að Tyrkir léku hana sjálfa svo grátt. Siðfræðin forna leyfði mönnum hvers konar frekju og ósvífni við aðra, ef þeir að- eins gengu framan að þeim og fóru ekki með launung. Þjófnaður og morð mæltist illa fyrir, en rán og vígaferli urpu frægð- arljóma á menn. Þá voru tímar hins ó- bundna hnefaréttar, þar sem sterkasti og ófyrirleitnasti hnefinn var ágætastur. Það má segja, að ofbeldið hafi verið talið til dyggða. Þó að það kæmi fyrir menn að brjóta í bág við voldugar siðferðiskröfur samtíðarinnar, gátu þeir haldið virðingu sinni og verið höfðingjar fólksins eftir sem áður. Níðingsverk fældu ekki allt fylgi frá þeim. Metnaður almennings var ekki sá, að ódrengurinn væri yfirgefinn og yrði fylgis- laus einstæðingur vegna ávirðinga sinna. Nú skal ég taka það fram, til að fyrir- byggja hugsanlegan misskilning, að á síð- ustu tímum, áður en kristnin barst til Norðurlanda, eru ýmsar undantekningar til frá hinni almennu reglu. Þá er hinn forni siður yfirleitt hættur að fullnægja mönnum. Ómur af siðfræði kristninnar hefir líka borizt norður eftir. Þegar kristn- in kemur fyrst, er hún boðuð nokkuð öðru vísi en nú á dögum. Það er líka augljóst, að nýi siðurinn, sem vinnur sér fylgi, hlýt- ur að eiga eitthvað skylt ,við hinn gamla, því að maðurinn þreifar sig áfram, en stekkur ekki yfir neitt ómælisdjúp. Það var því beinlínis vegna þess, að kristnin var boðuð þannig, að hún var að ýmsu lik hin- um forna sið, að menn gátu tekið við henni og tileinkað sér hana. En hér átti ekki að rekja kirkjusögu íslendinga, held- ur aðeins benda á einstaka drætti kristinn- ar siðfræði og sýna hvernig þeir móta þjðlíf okkar og þjóðfélagsskipun í dag. Framh. á 19. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.