Tíminn - 23.12.1942, Side 15

Tíminn - 23.12.1942, Side 15
T f M I N N 15 og aflað sér lærdóms. En aðeins fá ár æfi sinnar mun hann hafa haft fasta stöðu; hann undi sjaldan lengi við sömu atvinnu, var stundum verkamaður, stundum sjó- maður, verzlunarmaður eða skrifstofu- maður. Hann var alltaf fátækur, sóttist ekki eftir lífsþægindum né fjárhagslegu öryggi. Hann lokaði sig inni, las og orti og ferðaðist á víxl, eins og ekkert væri um að vera í þessum önnum kafna heimi. „Hvernig stóð á þessu?“ spyrja menn. Svarið sýnist mér liggja í augum uppi. Magnús hélt áfram að vera dreymni dreng- urinn æfina út, og svo lengi sem heilsan leyfði, hélt hann áfram að fara einförum. En í stað þess að leita einverunnar úti um haga og lautir í landareign sinnar jarðar, reikaði hann um landið allt, þvert og endi- langt. Það er einkennilega táknrænt, að Magnús skyldi að síðustu eiga heima í all- mörg ár á gistihúsi. Hann var ferðamað- ur, sem virtist helzt vilja tjalda til einnar nætur.---------- „Þótt ferðin standi öld og ár, hún er ei nógu löng, og hrifning yfir heimsins dýrð þitt hjarta fyllir söng, ef áttu að vinum fold og flóð, að frændum . strá og blað, og óðalsrétt á allri jörð, og engan sama stað.“' í þessu erindi lýsir Magnús því, sem honum þótti eftirsóknarvert. Sjálfur lét hann ekki undir höfuð leggjast að dást að og rannsaka heimsins dýrð. Hann fór ekki eins og blindur maður um landið. Hann hafði kynnzt rúnum jarðfræðinnar. Hann safnaði merkilegum hlutum úr ríki nátt- úrunnar. En þekking Magnúsar á náttúr- unni var ekki þur lærdómur, heldur opn- aði hann sál sína upp á gátt fyrir trúræn- um áhrifum náttúrunnar. Ljóð hans um heiðarnar eru trúar- og helgiljóð: „í heiðalandsins helgiró mig hrifning grípur sterk. Hér brýtur ekkert boðorð guðs, hér bletta ei mannaverk. Ég naut hins langa, Ijósa dags sem ljóðs við dýran hátt, sem helgiljóðs um heiðin fjöll og hljóðrar auðnar mátt. Mín vitund öll og eðlisgerð féll inn í þennan brag.“ En eitt er eftirtektarvert um Magnús Stefánsson: Hann, sem virtist oft vera fullur óróasemi og eirðarleysi, átti hið full- komna vald yfir tilfinningum sínum, að aldrei sást hið ytra, hvort hann skipti skapi. — Hann, sem helzt virtist vilja flýja mennina, og setti stundum all-harkalegar girðingar milli sín og þeirra, hann var svo hógvær og auðmjúkur í anda, svo laus við það að vilja upphefja sjálfan sig, að það var miklu fremur hinum fáu trúnaðar- vinum en honum sjálfum að þakka, að þjóðin fékk að kynnast' ljóðum hans. Og hann fann til með mönnunum, ekki síst þeim, sem voru förumenn í einhverjum skilningi. Það er engin tilviljun, að Magn- ús skyldi ná til hjartans í ljóðum sínum til Vesturfaranna og afkomenda þeirra, í sjómannasöngnum og kvæðinu um Stjána bláa. Hann er í vissum skilningi sjálfur með í öllum ferðum. Magnús gerir ráð fyrir því, að sérhver liðin stund verði auðlegð, lögð í sjóð. í sum- um kvæðum hans kennir þunglyndis og svartsýni, sem gæti komið oss til að álíta, að hann hefði ekki náð gildum sjóði upp af götu sinni. En þó segir hann í síðasta kvæðinu, — því, sem ég las yður — : „Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag.“ Þrátt fyrir allt, er það bjartsýnin, sem sigraði. Sennilega var það fleira en eitt, sem varð til þess. Kýmnigáfa hans átti sinn þátt í því. Hann skildi hvers virði það var að vera fær um „að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar.“ En öðru fremur á bjartsýni hans þó rót sína að rekja til þess, sem hann orðar þannig: „Hvarf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín fylgdi mér alla æfi.“ Það er eins og móður-mildin verði guðs- hugmynd hans. Það er erfitt að geta sér ákveðið til um trúarskoðanir Magnúsar af ljóðum hans. En mér skilst, að hugur hans finni frið við dauðans dyr við þá fullvissu, að það verði sams konar mildi og mildi móður hans, sem vaki yfir hinnztu stund hans. Eða eigum vér ef til vill að skilja þetta svo, að hann vonist eftir hinni sönnu móður að sænginni sinni síðasta kvöldið og hið fyrsta. Hvernig svo sem skáldið kann að hafa hugsað þessar ljóðlínur, þá er ekkert sennilegra en það, að einmitt hún hafi fengið að taka á móti drengnum sínum — og að hin æðsta mildi hafi þann- ig bænheyrt hinn deyjandi förumann. Ég skal að vísu sem minnst fullyrða um það, hvort Magnús Stefánsson hefir gert ráð fyrir því sjálfur, að för hans héldi á- fram eftir dauðan. Hann talar um liðinn dag og langan svefn, en það eru gamlar samlíkingar, sem vér öll notum meira eða minna í breyttri merkingu. En mér þykir það undarlegt, ef maðurinn, sem horfði á eftir gamla sjó|arpinum siglandi beiti- vind inn í bláma himinsins, hefir kunnað því illa að fá sjálfur að halda för sinni áfram. Einu sinni orti hann um kvöld: „Um þreytta limu leggur sælukend, ég lít með tári yfir farna vegi. og hlægir það, er aftur upp ég stend, hvað yfirstíga megi á næsta degi.“ Til hvers er að leyfa honum að standa upp aftur til þess að halda áfram för sinni um jörðina, ef honum skyldi síðan neitað um að vakna til nýs dags að þessu lífi loknu — til nýs lífs með nýjum tækifær- um og nýjum verkefnum. Það verður sjálfsagt margt að yfirstíga fyrir Magnús, eins og aðra, unz komið er alla leið að hástóli hinnar æðstu mildi, en vér kvíðum engu, því að mildinnar drott- inn minnist allra sinna barna. Hann var eitt sinn sjálfur förumaður á jörðinni og skilur hugrenningar kvölds og morguns. Honum er óhætt að fela farmóða önd framliðins manns til varðveizlu. En eftir á strönd þessa lífs standið þér, vinahópur, stystur og vandamenn, nær og fjær. Þér biðjið hann aö vera blessaðan og sælan þar sem hann nú heldur göngu sinni á- fram, — biðjið hina æðstu og eilífu mildi að greiða götuna hans, létta af honum byrðum hans, fylgja honum á nýrri æfi og hvíla huga hans. GLEÐILEG JÓL! Kaffibœtis- verhsmiðjan Freyja GLEÐILEG JÓL! Sjóhlœðagerð Íslands — GLEÐILEG JÓL! Raharastofa Siyurðar Ólafssonar, Eimshipafél.húsinu GLEÐILEG IÓL! FREYJA h.f. sielyœtis- ot§ efnagerð GLEÐILEG JÓL! Guðm. Þorsteinsson, gullsmiður GLEÐILEG JÓL! Ðósaverhsmiðjan h.f. i -----—--------- GLEÐILEG JÓL! 4 HAMAR h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.