Tíminn - 23.12.1942, Síða 27

Tíminn - 23.12.1942, Síða 27
Samvinnumenn vilja samkeppni í vevzlun Eo samkeppnin á að tryggja lágt vöruverð KKO.\ hefst handa um nýja afgreiðslutilhögnn, scm dregur úr dreifingarkostnaði Njálfsliipti Samkeppni milli verzlana er æskileg. Verzlanirnar keppa um að gera kostnað sinn sem minnstan f hlutfalli við söluna. Það á svo að koma neytendum til góða í lægra vöruverði. Þó fær slík samkeppni fyrst fullt gildi, þegar hún fer fram milli einkaverzlana annars vegar og samvinnuverzlunar neytenda hins vegar. Þá fyrst er tryggt, að sparnaðurinn renni í pyngju neytendanna. Séu einkafyrirtæki ein um verzlunina, sýnir reynslan, að þau freistast til að gera með sér verðsamtök. — KRON hefir haft forustu um viðleitni í þá átt að lækka dreif- ingarkostnaðinn, t. d. með því að koma á pöntunarfyrirkomulag- inu, bæta sölubúðirnar þannig, að vinnuafl sparist, og nota ýmis konar áhöld, sem bæði spara vinnu og draga úr vörurýrnun. Nú síðast hefir KRON opnað nýja búð í tilraunaskyni, þar sem ætlast er til, að viðskiptamenrtirnir afgreiði sig að mestu leyti sjálfir. Er þá ætlað að spara talsvert mikið launagreiðslur og lækka þannig dreifingarkostnaðinn. Slíkar búðir eru nú orðnar algengar í Bandaríkjunum, þar sem samkeppni er mjög hörð. KRON vill nú æskja samvinnu neytenda í þessu efni, þannig, að þeir taki nýjungunni vel. Neytendum er hér með gerður kostur á að efla eigin hag, með því að í sjálfskiptibúðinni eiga þeir aldrei að þurfa að bíða eftir afgreiðslu, og allur sparnaður af þessum nýtízku afgreiðsluháttum rennur til þeirra sjálfra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.