Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 1
ora pa alUr óinnar tuet JÓLAHUGLEIÐING eítir séra Helga Konráðsson, próíast, Sauðárkróki Hó'par manna eru á ferð eftir þjóðvegunum. All- ir eru ci leiðinni heim, því að boðskapur er fluttur, að allir verði að vera heima á jólunum. Enginn getur átt fæðingarhátíðina annars staðar en heima, þcvr sem nafn hvers og eins er skrásett til að vera geymt þar síðan sem einn liðurinn i ættcir- skránni. t Sterk er sú þrá, sem laðar menn heim um jólin, þá sem fjarri dvelja, námsfólk og starfsmenn og heimiiisfeður, sem sækja atvinnu sina að heim- an. Og þeir, sem komcist ekki heim, eru. gripnir einstæðingskennd, sem er öðruvísi á jólunum en nokkurn annan tíma. Fæðingarhátíðin er liátíð heimilanna. Auðvitað fögnum við jólunum á misjafnan hátt, eftir því hvar við erum stödd á vegferð æviáranna. Bernskujól og æskunnar hátíð bera annan svip en jóladagar hins fulltíða manns. Eins víst er líka hitt, að hver og einn á sína jólamynd með þeim blæ, sem hann gæti ekki fullkomlega lýst fynr neinum öðrum. Það er helgimynd. Höfuðdrættir hennar eru þó eins i hjörtum allra kristinna manna. Umgjörð þezrrar helgimyndar eru hin dýrmætu vébönd heimilisins. Þar safnast ástvinir saman, foreldrar og börn, þeir sem nánustum böndum eru tengdir. Allt er umvafið ilmi og birtu. En yfir hvelfist stjörnubjartur himinn og undir þeirn Ijómandi hvelfingu situr móðir með barn í faðmi inni i lágum hellisskúta, en himneskur söng- ur berst að eyrum: „Yður er í dag frelsari fæcld- ur“ Þessa bernskumynd jólanna geymum við alla ævi. Þegar jólin koma, göngum við sjálf inn i þessa helgimynd, verðum hluti hennar, f innum strauma fegurðar og unaðar leika um hjartað. Þannig byggjum við okkur kapeUu, lielgidóm utan um dýrð jólanna, sameiginlegir vinir, en friður Guðs hvilir yfir öllu. En jólin koma og fara, eins og aUt annað. Eftir örstutta stund eru þessir unaðslegu dagar að baki, orðnir minning, sem geymist i hjartanu, þar sem fótspor liðna timans eru varðveitt. Siðan komum við aftur inn i stofuna, þar sem jólahátiðin var. Jólaskrautið er horfið og kerta- Ijósin löngu kulnuð, vinirnir farnir, og við sjáum þá ef til vill aldrei framar þessa lifs. Þá finnum við bezt, hve dýrmætt er að eiga minningarnar umþá, live Ijúft er aðvarðveita spor þeirra i hjarta sinu. Sá verður aldrei fátækur aftur, sem mikils hef ur notið. Hátíðin, sem kom, varpar Ijóma yf ir hversdagsleikann. Hún tók sér biistað hjá okkur, svo cið við missum hana aldrei aftur. Fagnaðar- boðskapur jólanna er voldugur gleðigjafi, si- streymandi lind í önn hversdagsleikans. Hann fylgir okkur alla ævi, er við höfum eitt sinn numið hann, Yfir hellisskútann lága, þar sem Jesús fæddist, hefur verið byggð fögur kirkja, Fæðingarkirkj- an i Betlehem. Vísast er, að sá, sem kæmi þangað inn og hefði aldrei heyrt frásögnina um fæðingu Jesú, yrði ekki stórum hrifinn af þeim einfalda stað. En hinn, sem nam i bernsku hina helgu sögu um móðurina, sem ól þar frumgetinn son sinn og lagði hann í jötu, hann finnur þar óumræðilegan unað gagntaka sig. Berir veggirnir eru þaktir dýrðlegum myndum minninganna. Árlega streyma þangcið þúsundir pilagríma, krjúpa þar í bæn og heyra enn i gegnum aldirnar lofsöng hinna fyrstu jóla. Þeir, sem byggðu Fæðingarkirkjuna í Betle- liem, liafa viljað varðveitci með þvi staðinn, þar sem Jesiis fæddist. Það var ekki hægt að gera á neinn fegurri hátt en byggja utan um hann helgi- dóm. Á jólahátíðinni eru slíkar fæðingarkirkjur byggðar um víða veröld. Þær eru byggðar í hjört- um barnanna. AUtaf síðar á ævinni verða þær hugljúfasti staðurinn til að ganga inn í á helgum stundum. Þar eru geymdar minningarnar um beztu vini okkar, sem fluttu okkur boðskapinn mikla um fæðingu frelsarans, gáfu okkur það bezta, sem þeir áttu. Fyrir boðskap þeirra vitum við þcið, sem mestu máli skiptir, að „Þessi Ijós, sem gleðja ykkar geð, Guð hefur kveikt, svo dýrð lians gætuð séð. Jólagleðin Ijúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans.“ Einn fegursti helgidómurinn, sem kristnir menn leitcist. við að byggja, eru jólin. Við fyllum heimilin af jóladýrð með Ijósum, grænum grein- um og gjöfum, en þó finnum við, ao hátíðin sjcdf er ekki komin, fyrr en lofsöngurinn hefur verið sunginn og fagnaðarboðskapurinn fluttur, þann- ig ctð lijartað taki undir og hrífist með. Við verð- um að finna, að „Guð er sjálfur gestur hér.“ Þá hljóðnar ckki lofgerðin, þegar jóladagarnir eru liðnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.