Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 23
JÓLABLAD TíiHANS 1955 23 Guðlaug Benediktsdóttir: 0 T Þ R Á — SAGA — Þuríður í Botni sat fyrir framan eldstóna og horfði inn í logann. Hún var furðu ánægð meö tilver- una eins og hún var íiú, þó betra væri það meðan Þorsteinn hennar lifði. Þau höfðu unnað hvort öðru alla tíð, hún Þuríður og hann Þor- steinn í Botni. Þuríður mundi glöggt, þegar hún sá Þorstein fyrst, þá var hann ný- kominn úr siglingunni og hún fyrir misseri síðan flutt í kauptúnið. — Hann er feginn að koma heim, þegar hann er búinn með allan auð foreldra sinna, sagði fólkið, þegar það heyrði um komu Þorsteins. Húsmóðir Þuríðar sagði fátt. Hún þekkti móður Þorsteins og hún tók á móti honum, þegar hann barði að dyrum hjá henni. „Svona gengur það, Steini minn,“ sagði hún, ,,þú hefir þá þráð að komast aftur í hreiðrið." „Þú heldur það,“ svaraði -Þor- steinn og beiskum svip brá yfir karlmannlegt andlit hans. „Nú jæja, ertu þá ekki ánægöur karlinn?“ sagði húsmóðirin, „Ójú, það hefir oft verið gaman.“ Konan leit ekki á hann, en blóð- ið þaut fram í kinnar hennar.4 „Gaman að lifa og láta og eyða-- aleigu foreldra þinnahreytti hún út úr sér. „Segja menn það?“ sagði Þor- steinn og lét sér hvergi bregða. „Þú getur nærri hvort fólkið er ekki farið að þekkja þig,“ sagði konan um leið og hún setti fyrir hann kaffið. „Ég skil þetta ekki almennilega,“ sagði Þorsteinn góðlega. „Ég hélt þú vissir, að ég hefi verið að eyða mínum eigin auð. Ég hlýt að geta grætt aftur eins og pabbi gerði.“ „O svei,“ sagði húsmóðirin. „Hve- nær heldurðu að Gunnólfur faðir þinn hefði hagað sér eins og þú? Það var ekki honum líkt að byrja þannig lífið.“ „Máske,“ sagði hann. Þuríður leit upp frá handavinnu sinni. Hann er hógvær, þessi mað- ur, hugsaði hún, og svona framúr- skarandi myndarlegan mann hafði hún aldrei séð. Þorsteinn vék til höfðinu' horfði á Þuríöi. Allt i einú sagði; hann: .. í, .. „Ég get hrósaö þér, húsmóðjr góð.“ Húsfreyjan leit á hann með efa-- blöndnum svip eins og hún gæti átt von á öllu frá honum. „Já, mér er alvara,“ hélt hann á- fram. „Þú hefir fundiö, það sem ég hefi verið að leita aö og geymt það fyrir mig.“ . Húsfreyja leit allt í kring um sfg og virti fyrir sér hvern hlut í stof- unni. Hvað gat hann átt við, hugs- aði hún, þarna inni var ekkert nýtt' fyrir hennar augum. „Ég veit ekki hvað þú átt við,“' sagði hún og varð ögn mildari í skapi við þerman útúrdúr. „Jæja,“ sagði hann eins og ekk- ert >v«eri uimað vera. „É£ ;»é, -að éS' hefi fariö langt yfir skamrnt í minni leit, því þú hafir seitt til þín konuefnið mitt.“ Um leið leit hann á Þuríði, rólegur, fagur og ljúf- mannlegur. Og enn í dag, þegar Þuríður minntist þess arna hitnaði henni um hjartarætur eins og henni gerði þá fyrir nær fjörutíu árum síðan. — En það mundi hún líka, það vissi skaparinn, að þaö var stór mikil stund, þegar húsmóðir hennar og frændkona helti úr skálum reiði sinnar yfir Þorstein. Þó hún hefði staðið hann að störglæp þá hefði hún ekki getað verið verri. Hjarta Þuríðar barðist hraðara, þegar hún hugsaði út í þetta allt saman. Hún hafði hugsað þá, að Þorsteinn myndi hljóta að flýja eitthvað langt burtu undan slíkum ókvæðisorðum. En hann hafði þag- að, gengið til Þuríöar og sagt: ;,Eigúni .■•við-'ekki að flýja sem v'fljótast?“ t i „Jú,“ hafði hún hvíslað, svo lágt áð enginn heyrði nema hann. : „Ég kem rétt strax,“ sagði hann $á í sama lága rómnum og gekk út. / „Þú verður að ábyrgjast það, Þuríður litla. áð fara ekki út fyrir “hússins dyr, á meðan þessi slæpingi ér hér,“ sagði frænka hennar. ; „O, ekki sýnist mér hann neinn voða maður,“ hafði hún þá sagt. „Heyrirðu ekki hvað ég segi?“ „Nei,“ hafði hún svarað. „Veiztu hyað. ég geri, Þuríður litla,“ sagði húsmóðirin. „Ég sendi 'þig beina leið heim til þín aftur.“ ; Aldrei hafði Þuríður lifað annan | eins dag. Tveim dögum seinna var jhún komin inn að Botni og hún : hafði aldrei farið þaðan nætur- 1 langt síðan. Nú sat hún hér í úti-. í eldhúsinu og horfði í kulnaðar : glæðurnar. ’ Kýrslátrið var soðið og þá gat < hún farið inn í litla, snotra bæinn : sinn, þar sem gamla Lína sat og ; spann. Þeir voru úti við Ólafur gamli og Gunnólfur sonur hennar. Gunnólfur var eina barnið henn- ! ar Þuríðar og hans Þorsteins, og núna upp á siðkastið hafði hún tek- ,ið eftir því, að hann var óvenju þegandalegúr. Bara að það væri ekki að ásækj á liann sama útþrá- ’in sem hafði gripið hann föður hans, þegar hann lenti i því að sigla? — Æ nei, það rnátt-i ekki ’ákoma fyrir, hún gat ekki séð af 'honum. En hann var alltaf að verða likari og likari hónum föður sínum ;og myndi sjálfsagt fara sinna feröa, /ef honum dytti það i hug, það vissi íhún mæta vel. Hún þekkti skap- ;; gerðina. ,<,Ég"-var bara farin.að undrast nm þig,“ sagði Lína gamla, þegar Þuríður kom inn. „Ég kom eins fljótt og ég gat,“ anzaði Þuríður. „Jæja, en lengi varstu, víst er um það. Ég ætlaði einmitt að stinga því að þér í dag, sem hann Ólafur gamli sagði mér um daginn.“ „N6, hvað var það, Lhaa mín.“ „Þeir eru báðír úti, er það ekki, hann Ólafur gamli og hann Gunn- ólfur?“ Þuríður játáði því. „Jæja, sestu þá héma hjá mér. Karlinn sagði mér það, að hann væri hræddur um, að við misstum Gunnólf frá búinu í vor.“ Þuríður fann til eins og hún hefði verið stungin. „Því dettur honum það í hug?“ sagði hún. „Hann hefir víst heyrt það á Gunnólfi.“ „Ætli það, Lína mín. Ég held þetta sé bara það sem hann óttast sjálfur.“ „Nei, þetta er enginn heilaspuni úr Ólafi gamla. Gunnólfur sagðist ætla að farga svo stórgripunum, að hann yrði viss um að við þrjú gæt- um heyjaö handa skepnunum næsta sumar. Og það var engin þörf á þvi, að' fara að drepa hana Skjöldu. Ónei, það þurfti ekki að drepa hana af heyjum í vetur, það segir víst Ólafur alveg satt.“ Einhver kom inn svo tal þeirra féll niður. „Mamma“, sagði karlmannleg en þýð rödd. Þuriður tók undir og hvarf ofan. „Mamma, ég er hálf hræddur við sjálfan mig.“ „Hvað ertu að segja, elsku dreng- urinn minn?“ „Það sem þú heyrðir mamma.“ Hjarta Þuriðar barðist ákaft og henni fannst sér kólna. Hvað átti hún að gera? Ætlaði hamingjan að snúa við henni bakinu, núna þegar hún var að missa móðinn? „Einu sinni mun líkt hafa gripið föður þinn,“ sagði hún og vissi ekki sjálf hvernig í ósköpunum henni tíatt í hug að segja þetta. Rödd hennar skalf, eins og hún hefði kölduflog. Hún sá son sinn rétta sér báðar hendurnar um leið og hann sagði: „Þakka þér innilega fyrir, að þú skildir mig. Myndi nokkur móðir hafa gert það nema þú?“ „Það skulum við ekki efast um, drengur minn. Skyldi hún amma þín ekki hafa þurft að standa i svipuðum sporum." Gunnólfur þagði. Hinn titrandi málrómur móður hans læsi sig í gegn um merg og bein og náði al- veg inn að hjarta hans. Hann varð óþægilega snortinn. „Fyrirgefðu mér mamma mín, við skulum seinna ræða betur um þetta seiðmagn, sem hefur gripið mig. Núna er ég svo rótlaus ,að ég geri ekki annað en særa þig. með játn- ingum mínum.“ Gunnólfur sneri sér undan hugs- andi. Liklega hafði hann fengið þennan óróa að erfðum frá föður sínum. Ólafur gamli hafði sagt honurn frá því, þegar faðir hans sigldi og eyddi öllum auð foreldra sinna, en þá hafði hann líka komið heim aftur og bætt fyrir brot sitt. En myndi hann nokkurn tíma bæta móður sinni það upp, ef han» fse.ri nfcís. eitfctevað út í •feeimia*. Þa-ð mátti Guð einn vita, hvort honum auðnaðist það. Gunnólfur tyllti sér á stól. Hann var svo viöutan, að hann sá ekki einu sinni Þuríði móður sína. Hann sá ekki neitt nærri sér. Hugur hans var úti á stóru skipi, sem skreið áfram á sólroðnum bárunum. Hann dró djúpt að sér andann, til þess að finna hvernig sjávar- og vorloft- ið blandaðist saman. Það hafði allt önnur áhrif á hann en fjallaloftið heima í Botni. Öldugjálfrið boðaði honum eitthvað nýtt og lokkandi, hann fann leyndardómsfull loforð hins ókunna, — seiðandi, pínandi þrá, sem aldrei lét hann í friði. Hugur Gunnólfs var alveg upptek- inn af þessu f jarlæga, óþekkta dul- magni. Móðir hans snerist í kring um hann í eldhúsinu, lagaði kaffið crg tók til bollana, en það fór allt framhjá Gunnólfi. Þau fóru líka framhjá honum tárin, sem stóðu x augum móður hans. Þuríður í Botni hafði ekki grátið síðan daginn sem hún kom heim frá jarðarför Þorsteins bónda síns. Henni fannst þá, að ofurharmur- inn myndi sprengja brjóst sitt. Þá kom hjálpin, hún gat grátið. Tárin runnu af hvörmum hennar og þá vissi hún, að hún myndi ná styrk- leika sínum aftur og hún myndi hjálpa Gunnólfi litla að halda vrð búinu, á meðan hann þyrfti henn- ar með. Þuríður hrökk við og brá svuntu- horninu upp að augunum. Hún hafði ekki heyrt í Ólafi gamla fyrr en hann opnaði ytri hurðina. „O, ekki er hann fallegur úti,“ sagði Ólafur um leið og hann kom inn í eldhúsið. „Ég sé ekki eftir þó ég gengi í gær, það er betra að vera fyrr en seinna með slíka hluti. Hann er alveg að skella á með blindbyl.“ „Ha,“ sagið Gunnólfur og leit upp eins og í draumi. „Jæja karlinn, þú situr þarna. Ég var rétt að segja, að hann væri orð- inn skolli dimmur á Skarðinu núna, og það get ég líka sagt þér lags- maður, að ef ég hefði verið yngri en ég er, þá hefði ég ekki látið fólk verða úti hérna svo að segja rétt við túngarðinn.“ „Verða úti,“ sagði Gunnólfur og færði sig þangað sem kaffibollinn hans stóð. „Hvað ertu eiginlega að segja?“ „O, þér lætur víst annað betur en að leggja trúnað á þau hindur- vitni, sem ég get í fullu trausti tekið mark á,“ s agði Ólafur all- hryssingslega og fór að sötra kaffið sitt. „Ertu hræddur um að einhverjir séu á ferð yfir Skarðið núna, Ólaf- ur minn?“ sagði Þuríður. „Ég er ekkert hræddur um það, ég veit það eru menn þar á ferð,“ svar- aði karlinn hálf styggur. „Af hverju ertu svona viss um það?“ sagði Gunnólfur, sem þegar hafð'i gleymt stóru, vaggandi skipi á björtum úthafsöldum. Það snussaði í Ólafi gamla. „Þú veizt líklega að ég er enginn gaspr- ari og færi ekki að fullyrða þetta, nema af því ég veit það,“ sagði hann, „En það verður hver að deyja Drottni sínum fyrir mér, þó hérna við túngaröinn sé, að' kalla má. Allir sjá mig, boginn og slit- inn, enda hugsa ég mér ekki svo hátt hér eftir.“ Gunnólfi varð skapfátt. Hann þreif húfu sína og vettlingá og hvarf út úr dyrunum. „Heldurðu það geti nú ekki hlot- izt illt af þessum stuttu svörum þínum, Ólafur minn,“ sagði hús- rnóðir hans. „Ekki veit ég nú þaö,“ sagði karl- inn. „Þú veizt þaö sjálf, að Gunn- ólfur hefði sízt tekið mig trúan- legri, þé és' hefði sápt honum ipiéira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.