Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 10
10 JÓE.ABLAD TílWANS 1SS5 Snjóflðöið mikla brúar 1885 Ritab af Haraldi Guhmandssyni frá. Firði þann 18. febrúar 1955 f dag eru liðin 70 ár frá snjóflóð- inu 1885. í 4. hefti „Austurlands" er sagt á bls. 159, að það hafi falliö úr Bjólfstindi yfir mikinn hluta byggðarinnar á Fjarðaröldu, brot- ið niður 14 íbúðarhús og mörg hús önnur og ílutt meginið af þeim og því, sem í þeim var, út á sjó. Síð- ar í sömu grein segir: „Aðvörun hafði komið rúmum tveimur árum fyrr um það, að sá hluti Öldunnar, sem snjóflóðið fór yfir, væri hættu- legur staður. Árið 1882, 13. janúar, hafði fallið snjóflóð yfir þetta sama byggðarsvæði og fært eitt íbúðarhús á sjó út, en brotið ann- að. Fórust í því snjóflóði 2 börn.“ Því miður er hér ekki rétt frá skýrt. Sigurður Arngrímsson flutti út- varpserindi um snjóflóðið í gær- kvöldi, þann 17. febrúar. í erindi hans gætti einnig missagna. í báð- um tilfellum styðjast höfundar við skakkar frásagnir. Vil ég nú segja frá þessu snjóflóði eins og ég bezt man, þar sem ég var nýlega orðinn 9 ára, þegar ég lenti í því. í „Austurlandi" er talið, að það hafi verið snjóflóð, sem féll árið 1882, en ég heyrði talað um, að það hefði verið vatnsflóð og vil í því sambandi benda á, að snjóflóðið 1885 hefur ekki verið minna en 600 metra á breidd. Ef flóðið 1882 hefði farið yfir meiri part þeirrar breiddar, þá hefðu fleiri hús orðið fyrir því, þar sem 16 íbúðarhús lentu í snjóflóðinu 1885. Ég tel víst, að það hafi verið vatnsflóð sem féll 1882, og líkur til þess að það hafi verið eitt hús sem fórst, með tveimur nöfnum, og mun ég víkja að því seinna. Það skiptir víst litlu máli hvað byggðarhverfið var kallað, sem flóðið féll á, því á Seyðisfjarðar- þorp féll það. Fjarðarþorp mundi vera réttasta heitið, þó að það nafn hafi aldrei heyrst, en á Fjarðar- öldu féll snióflóðið ekki. Jörðin Fjörður í Seyðisfirði hef- ur víst alla tíð verið helmingajörð og voru partarnir kallaðir Fram- partur og Útpartur. Ellefu íbúðar- hús voru efst á Fjarðartúni og fyr- ir ofún það, tvö á Framparti og níu á Útparti. Voru þau 150 til 300 metra fyrir ofan Fjarðaröldu. Það, sem mun hafa valdiö því, að þarna var byggt, er útsýnið, sem er meira þarna en niðri í öldunni. Vil ég nú lýsa því hvar húsin stóðu. Túnið fyrir ofan Fjörð eru hólar. Hallar landinu bæði útaf og fram af. Fyr- ir utan og ofan Fjörð, þar á há hólnum, stóð íbúðarhús Gests Sig- urðssonar. Kona hans var Ragn- heiður Bjarnadóttir og dóttir þeirra Aðalheiður, og vinnumaður Frí- mann Bjarnason. Þetta hús lask- aðist svo, að það var ekki íbúðar- fært, en fólkið sakaði ekki. Efst á hólnum, við landamerkin, stóðu tveir bæir, Jaðar á Framparti. Þar bjó Jón Sigurðsson og kona hans Guðný Bjarnadóttir og tveir dreng- ir þeirra, Sigurður og Elís. Þar sprakk panelþil innan í stafninum. Fólkið sakaði ekki, en skúr var ut- an við húsið. Hann eyðilagðist. Há- tún var á Útparti. Þar bjó Guð- mundur Pálsson og kona hans Rebekka Einarsdóttir. Börn þeirra voru þrjú, Páll, Anna og Haraldur, sá sem þetta ritar. Þar var einnig gömul kona, Guðrun Jónsdóttir 73 ára. Hún dó í snjóflóöinu. Þannig var ástatt i Hátúnum, þegar flóðið skall yfir, að faðir minn var í f.iósi, Anna nýfarin ofan af palli, móðir mín og Páll við suðurstafn baðstof- unnar, en ég var á brók og skyrtu að reima að mér fyrstu dönsku skóna, sem ég eignaðist, sat á rúm- stokk í rúmi er við sváfum í við bræður, Guðrún sofandi á móti mér í sínu rúmi. Þá dimmir allt í einu, ég heyri að móðir mín segir: „Þetta er snjóflóð“. Ég veit ekki hvort ég hef staðiö upp, eða borizt með flóöinu fram gólfið. Það sein- asta, sem ég vissi af mér var að ég kallaði á hjálp. Faöir minn og Anna mætast í bæjardyrum og sleppa út áður en þær brotna niður. Þá er að- koman þannig, að móðir mín er umhlaðin braki, framþekjan og stafn allt í einni kös, Páll liggjandi á eldavél, ég er inn á palli og Guð- rún í rúmi sínu. Ekki vissi ég af mér þegar mér var bjargað. Þegar Páli var bjargað, var hann mikiö brenndur undir annarri hendi. Ég heyrði talað um það, hvað Bjarna Jenssyni, lækni, hafi tekizt vel að græöa sár hans. Móöir mín var mikið rifin á höfði eftir nagla. Húsið „Efri-Jaðar“ var á Fram- parti. Hann var um það bil 60 metra frá klettarótum. Klettarnir munu vera allt að 20 metra á hæð. Geymslukofi var um 5 metrum nær klettunum. Hann stóð, en húsið fórst í flóðinu. Þetta sýnir hraðann á flóðinu. Hús þetta átti Ólafur Sig- urðsson. Hann var noröur í Loð- mundarfirði í heimsókn hjá Sigríði systur sinni, konu Einars bónda á Sævarenda. Ráðskonu hafði hann er Vilborg Nikulásdóttir hét, 67 ára. Hún fór ofan að Fremri-Grund, þar dó hún. Heiðarvegur til Fjarðar-- heiðar, lá fyrir ofan Fjarðartún og fyrir ofan Grundarbæina, Jaðar og Hátún. Fyrir ofan veginn voru fimm íbúðarhús, og Efra-Hátún við mörkin. Þar bjó Einar Guömunds- son. Kona hans var Oddný Péturs- dóttir og þrjú börn þeirra, Guð- mundur Bekk, Þóranna og Hildur. Vinnukona var þar er Kristín hét. Eftir því sem Guðmundur Bekk hefur sagt mér, þá var hann 5 ára, Er hann aið fara með spólur til föð- ur síns, sem var að vefa í vefstól undir palli, þá kemur Kristín ofan á hann í stiganum og lokið yfir uppgönguna, en þau komust út á flóðið. Þá er þakið brotið niður, og Oddný og dætur hennar undir, en bjargast þó allar lifandi. Hús Sig- mundar Matthíassonar var rétt út frá húsi Einars. Kona Sigmundar hét Ingibjörg og man ég eftir tveim- ur börnum. Það fór ofan af þessu húsi, en fólkið bjargaðist. Þar næst fyrir utan var bær Mikaels Gellis- sonar. Kona hans hét Kristíana og drengir tveir, Jón og Sigfinnur. Fullorðin dóttir þeirra hét Ingi- gerður. Þegar búið var að bjarga því sem bjargaö varð, fór faöir minn að leita að bæ Mikaels, og kom niður með baðstofuglugga. Þá leið þar öllu vel, nema eldavélin trekkti ekki. Rörið var brotið. Fólk-- ið hafði ekki hugmynd um flóðið, hélt bara að það hefði snjóað svona mikið. Hús Jóhanns Matthíassonar stóð utar og nú lengist vegur á milli húsa. Kona Jóhanns hét Jó- hanna Jóhannesdóttir. Sonur þeirra var Einar. Þar var einnig Karl Einarsson, sem gekk í barna- skólann. Það fór ofan af þessu húsi, en fólki var bjargað. Fyrir utan hús Jóhanns var hús Magnúsar Sig- urðssonar. Kona hans var Svein- björg Sveinsdóttir, 27 ára gömul, og börn tvö, Sveinbjörg 2 ára og Sveinn 1 árs. Konan og börnin fórust og lík barríanna fundust ekki fyrr en á laugardaginn fyrir hvítasunnu. Magnús var staddur á Mjóafirði, en Sveinn tengdafaðir hans, mágkona og dóttir Magnús- ar, Jóhanna, björguðust. Fyrir utan og neðan hús Magn- úsar stóðu Grundarbæir. Á Fremmri-Grund bjó Guðhý Sig- urðardóttir, ekkja, 53 ára, sonur hennar Sigurður Eiríksson, Vilborg Nikulásdóttir var gestkomandi. Þar var einnig Davið Petersen, 25 ára. Úr þessu húsi bjargaðist drengur- inn Sigurður. Hitt fólkið fórst. Á Ytri-Grund bjó Steingrímur Sig- urðsson, 38 ára, og kona hans Ingi- björg Rafnsdóttir, 42 ára. Þau fór- ust bæði. Ég vil geta þess, að Stein- grímur var að gefa hesti sínum þegar flóðir féll og fannst hann þar með aðra hendi á makka hans, en hina á stalli. Á Ytri-Grund fórst líka Sigurbjörg Þorkelsdóttir, 31 árs, og sonur hennar Einar Ólafs- son, 2 ára. Ég geng út frá að þarna hafi verið fleira fólk, þó að ég muni það ekki. Nú hef ég lýst þessum 11 húsum, sem stóðu á Fjarðartúni og fyrir ofan það. Átta hús brotnuðu meira og minna. Flóðið fór yfir tvö og eitt skekktist svo, að það var ekki íbúðarfært. Ekkert af þessum húsum eða því, sem í þeim var, lenti út á sjó. Þá kem ég að þeim 5 íbúðarhús- um, sem stóðu fyrir utan túngarð- inn í Firði. Ég vil taka það fram, að þar var ég ekki kunnugur nema í einu húsi, en man vel hvar húsin stóðu og um húsráöendur að mestu leyti. Hótelið var stórt timburhús. Það stóð rétt innan við malar- kambinn. Það fórst í flóðinu. Sá, sem átti þetta hús, hét Thostrup, danskur maður. Ekki veit ég hvað margt fólk bjó þar. Henrietta Tho- strup, 17 ára, fannst í flæðarmál- inu með lífsmarki, en dó í hönd- um þeirra sem fundu hana. Hún var með eldavélarhring um háls og hníf í hendi. Bjarni Bjarnason, vinnumaður, 30 ára, og Guðríður Eiríksdóttir, 34 ára, munu hafa verið á Hótelinu. Þá stóðu tvö hús meðfram túngarðinum í Firði. Neðra húsið var timhurhús. Þar bjó Valöimar Þorláksson Blöndal, 30 ára, kona hans Guðrún Bjarna- dóttir, 40 ára. Þetta hús fórst alveg og fólk. Húsiö, sem ofar stóð, hét Garðhús. Þar voru tveir búendur, Einar Pálsson, sem var seinna ferjumaður á Fjarðará og Oddur Jónsson. Hann fór til Ameríku. Ekki veit ég hvað margt fólk var í þessu húsi eða hefur farizt þar, en húsið brotnaði allt. Húsið Leira stóð úti á malarkambinum, út af þessum húsum. Þar bjó Þorsteinn, Rannveig Sigurðardóttir hét kona hans. Þetta hús brotnaði. Mér er ókunnugt um hvort fleira fólk hef- ur búið þar. Næsta hús var Álfhóll. Það stóö hæst af þessum húsum. Þar bjó Sigurður Þórarinsson, 62 ára. Kona hans var Ingibjörg Geir- mundsdóttir, 49 ára, og tveir dreng- ir þeirra, Steinn, 11 ára, og Guðjón 8 ára. Þetta fólk fórst. Tvær dætur þeirra, fullorðnar, slösuðust báðar og biðu þess aldrei bætur. Þá hef ég lýst hvar þessi 16 hús stóðu, sem lentu í flóðinu. Ekkert af þeim stóðu á Fjarðaröldu. Flóð- ið féll ekki á Fjörð og mun það hafa bjargað Firði, að flóðið hefur klofnað á hólnum. Nú vík ég að vatnsflóðinu 1882. Einu sinni, þegar ég kom suður í lyfjabúðina, spyr lyfsalinn mig hvort ég geti sagt sér hvar Ving- ólfur hafi staðið. Ég gat ekki sagt honum annað, en að það muni hafa verið húsið, sem lent hafi í vatns- flóðinu. Ég spurði Sigbjörn Sigurðs- son frá Álfhól um Vingólf, og gaf hann mér þessar upplýsingar: Hús- ið Baldurshagi stóð utarlega á túni, sem nú ej: kallað Hermannstún. Það var stór skúr utan við Baldurs- haga. Hingað flytzt svo venslafólk Jónasar Stephensen og Margrétar konu hans, og byggir það ofan á skúrinn og nefnir Vingólf. Ef þetta er rétt hjá Sigbirni, hefur vatns- flóðið tekið hús sem bórið hefur tvö nöfn, Baldurshaga og Vingólf. Þegar ég lít yfir listann, yfir það fólk, sem fórst í snjóflóðinu, sé ég fjögur nöfn á fólki, sem ég veit ekki hvar hefur átt heima.. Nöfn þeirra eru þessi: Geirmundur Guð- mundsson, 30 ára, Markús Ás- mundsson, lyfsali, 29 ára, Hólm- fríður Þórðardóttir, 34 ára og Ragnheiður Jónsdóttir, 24 ára. Hvað nú er lifandi af því fólki, sem lenti í snjóflóðinu, veit ég ekki. Sigurður Arngrímsson tiltók þau Önnu Jörgensen, Rósalindu Jörg- ensen, Einar Long og Karl Einars- son. Þar má bæta við eftirtöldu fólki: Elís Jónsson, kaupm., Reykjavík. Hildur Einarsdóttir, Reykjavík. Þórarina Einarsdóttir, Seyðisfirði. Guðmundur Bekk Einarsson, Seyðisfirði. Haraldur Guðmundss., Seyðisf. Auk þessa fólks fluttust til Ameríku bæði eldri og yngri, sem lentu í snjóflóðinu. Cjlekiíecf jól. jaráœit mjtt dt'! Með þökk fyrir viðskiptin á liðna ázinu. RAKARASTOFA Valda & Bigga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.