Tíminn - 24.12.1955, Side 11

Tíminn - 24.12.1955, Side 11
JÓLABLAÐ TÍMANS 1955 11 INDRDÐI G. ÞORSTEINSSON: — S A G A — Um kvöldið ókum við frá Sund- eyju til Kænufoss. Þetta hafði ver- ið góður dagur, bjartur og lygn og endaði vel í veitingahúsinu á eynni, meðan við sátum yfir viskýinu og horfðum á slétt og tært og blátt vatnið íyrir utan, og grænan skóg- inn í kringum vatnið. Við komum nokkuð seint til Hænufoss og stönzuðum hjá bif- reiðarstöðinni. Þrír okkar fóru með myndhöggyaranum að líta á kven- manninn hans á steypta svæðinu hjá rauóa tígulsteinshúsinu. Kon- an var úr eir og kaldleg, en línu- nijúk í kvöldbirtunni. Þetta var op- inber staður, og hann hafði högg- ið konuna eftir ósk bæjarstjórnar- innar, e;i ég vissi ekki hvernig staðurinn var opinber, af því það hafði verið mikið viský á Sundeyju. Þegar vió komum frá konunni varð töluvert þras á stæðinu hjá bif- reiðarstöðinni og Norðmennirnir voru að taka hvorn annan afsíðis. Við fundum ekki lengur til viskýs- ins, en kvöldið var mjög yndislegt, og allt í lagi að bíða þess að Norð- mennirnir hefðu talað saman, áð- ur en við færum til Osló. Suma okkar langaði í meira og það var jafnvel búizt við það yrði látin flaska með okkur til að hafa á leið- inni. Blaðakonan var hjá okkur og talaði við okkur meðan við bið- um, en hún sagði ekkert eftirminni- legt. Þegar Norðmennirnir hættu að ráðslaga, komu þeir til okkar. — Viljið þiö ekki halda áfram. — Er það ekki strákar. — Liggur nokkrum á að komast til Osló. — Ég verð að fara. — Hvers vegna. — Ég þarf til Hafnar í fyrramálið. — Heyrið þið. Hann þarf að fara. — Hvers vegna? — Hann þarf til Hafnar í býtið í fyrramálíð. — Menn hafa nú brallað annað eins. — Nei, í alvöru. Ég þarf að sofa. — Hver þarf ekki að sofa — ann- að slagið? — En ég legg ekki á mig aö fara timbraður til Hafnar. — Konan hans er í Höfn; verið ekki að þrefa þetta. — Heyrið þið bræður; konan hans er í Höfn. Þetta er ekkert persónulegt. Hann vill bara líta snyrtilega út, þegar hann kemur til konunnar. — Fyrst svo er, þá útvegum við bifreið. — Verið þið bless. — Blessaður og þakkir fyrir dag- inn. — Þakka sama. Þetta hefur ver- ið skemmtilegt. — Bless drengir. Ég sé ykkur heima. — Blessaður og góða ferð. Hann gekk upp að afgreiðslunni og setti t inn í eina bifreiðina og var horíhin í skyndi. Við vorum fjórir ehir hjá blaðakonunni, mynd höggvaianum og ölgerðareigandan- um og settumst inn í bifreiðarnar, sem höfðu beðið eftir okkur og ók- um ti3 annars staðar í bænum og sót'tum 3ærið. Á eftir var ekiö til öigerðarhússins og myndhöggvar- inh og eigandinn náðu í ölið. Bif- réiðunum var snúið við- og ekið aft- ur í gegnum bæinn og upp fyrir hann eftir malarvegi, sem lá beint á fjallið. Við vorum í Mercedes Benz bifreiðum og þær fóru hratt í brattanum. Það var farið að skyggja dáiítið, en þeir sögðu dimmdi ekki meir. Þeir höfðu öiið aftani hjá okkur, en lærið var í hinni bifreiöinni hjá blaðakonunni og mér sýndist ekki verða komizt öiiu lengra upp i fjaHið, þegar þeir beygðu inn á fcliðarstig. Skógv.rinn var beinvaxinn og íallegur og skuggasæil og kyrr og yndislegur. og ég var að vona þeir kæmust fljótt til fjaiiakofans, tll þes; ég gæti fengið öiið hans vinar míns, sem var bróðir minn og bruggaöi þetta sérstaklega handa félögum sínum. eins og mér og hinum. Ég var að hugsa. um þetta og lærið í hinni bifreiðinni, þegar við lentum í skaflinum. Þetta var nokkvð seint á sumri til að búast við sköflum cg við fórum út og töluðum dálitið af norsku milli þess við ýttum bifreiö- inni. Þegar hún var komin niður fyrir, gengum við frá henni og bif- reiðastjórarnir urðu að sjá uní hún kæmist upp aftur. Við tókum ölið og lærið og þeir sögðu það væri stutt til kofans. Það var nokkuð lengra en viö héldum, en afr.r þægi- legt að ganga með krónufríðan skóginn á allar hliðar og fjarandi viský í blóðinu, sem þú hugsaðir ekki um, því skógurinn var mjög áfengur í skuggsýninu. Við beygöum út af stígnum og gengum eftir fölri grundinni heim að kofanum. Hann stóð framan í fj allsbrúninni og þeir báru ölið og lærið inn í hann. Það logaði á arn- inum af því einhver hafði farið á undan til að kveikja upp í honum. Kertaljósin vörpuðu dimmrauðri birtu á timburveggina, sem höfðu ferska skógarlykt blandaðri þefj- an af skíðaáburði og leðri. Blaða- konan hjálpaði vini mínum við glösin og síðan fengum við okkur af dökku ölinu. Við skáluðum fyrir kónginum og forsetanum og Hænu- fossi og bræðraþjóðunum, og þeg- ar þú horfðir út um gluggann og yfir sveitina fyrir neðan og yfir skóginn og snævi þakin fjöllin hin- um megin, vildir þú að blóðið sprytti út um þig allan. Við héldum áfram að drekka öl- ið, er var sætulítið og lúmskt og gladdi okkur fljótt, þótt við yrðum dálítið syfjaðir jafnframt. Það voru ljós í pappírsverksmiðjunni í Hænufossi, en landið dimmt þar fyrir utan og lýstist ekki fyrr en of- ar dró hinum megin. Það var snjór á olympíufjallinu þeirra og upp af því reis hvítblár næturhiminninn. — Hvað voru þeir eiginlega að fara? — Hverjir? — Fíóki vinur minn og hann Ingólfur. — Ég hélt þú ættir við Hauk og Árna. —■ Það var skiljanlegt. — Háraidur var ekki fýsilegur kóngur. — Það er fegurra heima á ís- lantíi. — Vertu ekki með þetta föður- landsþras. — Ekki held. ég. Og þeir vissu það ekki fyrir. — Þeír skildu ekki náttúrufeg- urð. — Kjaftháttur. — Náttúrulýsingar urðu ekki til fyrr en á átjándu öld. — En lioilenzku meistararnir? — Landslag í málverkum var al- gjört aukaatriði. Þeir máluðu hús eða mann og það var tjörn á bak við og kannski skógur út í horn- inu, en ég segi það satt; þeir not- uðu það til aö íyila á léreftið. — Hvað veizt þú um málverk? — Sjáðu da Vinci og sjáöu Ti- tian. — F.éttu mér ölflöskuna. — ' að er hroðalegur skandinav- i?m; að' vera hrifinn af svona lands- lagi. — Flatlendismenn, eins og þú, eiga ekki áð hafa málfrelsi hér í Noregi. — Kvaða skáld hafið þið átt, sem ekki rann sundur í skandinavisma? — Hamsun. — En Gróöur iarðar? — Skítt veri með Gróður jaröar. Það er ekki allur Hamsun. — En Ibsen? — Alveg aftaka vont skáld. Hann er hallesbýinn í skáldskap ykkar. Hann er eins hroðalega sígildur og Sliakespeare, nema hvað hann er ekki brezkur. Og það er engin af- sökun. — Hefurðu heyrt um Olav Duun? — Hvað er þaö? — Talaðu ekki við hann. Hann er fáfróður beinasni og flatlendis- maður. Hann skilur ekki skáld- skap. — Ég hef lesið Oiav Duun. Hann er mjög gott skáld. — Hann er mitt uppáhald. — Guð minn góður! — Þegi þú nú. — Hvar er ölið? — Hérna. — Þeir eru snillingar þessir tveir. Talið við þá. Þeir voru snill- ingar út um allt ísland í vetur og þeir eru sannir Skandinavar. — Vinur. — Þú ert Ameríkudindill. — Hvað er hann? — Eins og ég sagði; flatlendis- maður og Ameríkudindill. — Vinur. Eruð þið ekki að týna ykkur í Ameríkanana? — Það er tómur áróður. — Hvort er þetta crew cut eða short cut? — Ég er að missa hárið. — Hann sagði í Osló þetta væri Bismark. — Það gæti allt eins verið Paasi- kivi. — Klippir hann sig svona? — Hefurðu ekki séð myndir af honum, vinkona? — Ég hef ekki tekið eftir því. Hann er víst góður forseti. — Hann er góður handa Finn- um. Þeir eru vinir, þessi þarna og Paasikivi. — Hver? — Þessi með háa ennið og skálksaugun. — Hann? — Einmitt. Þeir eru vinir. — Hérna er öl. — Eru myndhöggvarinn og demókratinn enn að tala um Duun. — Demókratinn þykist vita meira um norskan skáldskap heldur en hánn vinur okkar. Rf K I Indriði G. Þorsteinsson. — Láttu hann ekki drepa mynd- höggvarann. — Ljóðaðu á þá snillingur, svo hann drepi ekki myndhöggv- arann. — Ég kveð ekki upp það, sem hann hefur kveðið niður. — Þetta er stéttvísi. Þið ættuð að læra svona stéttvísi í flokknum, til að hann væri verkamannaflokk- ur í raun og sannleika; ekki kom- inn handan yfir eitthvað, eins og öll pólitík á íslandi. — Við getum talað um alit, nema ekki pólitík. — Samþykkt. — Samþykkt. . — Talið þið norsku? — Já, elska, og þú mátt ekki tala um pólitík. — Mér hefur ekki dottið það í hug. — Gott. — Láttu ekki helvízkan demó- kratann þrasa endalaust. — Nú er það Kielland. — Þá líður mér betur. — Hér í Noregi morar allt í demókrötum. — Og hallesbýum. — Og hér skrifa þeir um hel- víti og himnariki í forustugreinum blaðanna. — Þetta er stórkostlegt land. — Ætli þeir hafi ekki nóg að borða. — Talið þið norsku? — Er það satt, að Hamsun hafi pissað yfir veizluborð í Osló? — Það hef ég ekki heyrt. — Hann var snillingur, hvar svo sem hann pissaði. — Rétt. — Talaðu meiri norsku, af því ég kann hana ekki. — Hvað eru margir ibúar í Hænufossi? — Fjögur þúsund. — Ef þú getur ekki talað öðru- vísi norsku, gef ég þér á kjaftinn. — Talaðu hana sjálfur. — Getur þú ekki sagt eitthvað af viti? — Talið þið norsku? — Jah, meine liebe. — Þetta er það eina, sem hann kann í þýzku. — Er það? — Ég sver. — Hann lærði það í Herberts- strasse. FrámhL á'blsr37.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.