Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ TlMANS £955
5
þeirra á þessa leið:
„Frú Ragnheiður var ekki ein-
ungis eiginkona hans í þess orðs
bezta og innilegasta skilningi, held-
ur lika hans bezti vinur og félagi.
Þau voru svo samrýmd og sam-
taka 1 öllu, að ég efast um, að ég
hafi nokkurn tíma þekkt hjón eins
samrýmd og þau.“
Sjálfur segir Hannes Hafstein í
afmaslisvísum til konu sinnar meö-
al annars:
„Mín ástmey, mín vina, þú lukka
míns lífs,
sem lofa mér þorðir þér sjálfs
til vífs.
Ég undrast það magn, sem í æsku
þú ber,
þig elskar og dáir hver vitund
í mér.
Hver afltaug, hver neistinn i anda
mínum
fær eld sinn og næring í kærleik
þínum.“
Um þetta leyti fór Hannes Haí-
stein fyrst aö gefa sig að stjórn-
málum. Hann var fulltrúi á Þing-
vallafundinum 1888 og stóð þar á
öndverðum meið við alla aðra
fundarmenn, vegna þeirra skoðana,
sem ég áður gat um. Varði hann
þessar skoðanir sínar af kappi og
festu, þó að hann stæði einn, en
þó með fullri prúðmennsku, að því
er samtíma heimildir votta.
Vegna þessarar afstöðu sinnar
var hann í sumum blöðum landsins
kallaður „afturhaldsmaöur“. Hins
var síður getið, að á þessum sama
Þingvallafundi flutti hann, ásamt
tveim öðrum mönnum, tillögu um
jafnrétti karla og kvenna, að svo
miklu leyti, sem almenn íslenzk
löggjöf gat þá ákveðið um slíkt,
enda studdi hann eftir það jafnan
réttindi kvenna.
Út af fyrirlestri, sem Hannes
Hafstein hélt hér í Reykjavík um
þessar mundir, þar sem hann hélt
fram ýmsum róttækum skoöunum,
kallaði eitt blaðið hann sósíalista,
þ. e, jafnaöarmann, og taldi, að
slík stefna ætti ekki erindi til ís-
lands og væri næsta skaöleg. Hygg
ég þaö að vísu sönnu nær að kalla
Hannes Hafstein jafnaðarmann
heldur en afturhaldsmann. En
hvorugt var þó rétt. Hann var frjáls
lyndur umbótamaöur, eins og allt
líf hans sýndi, en gekk ekki troðn-
ar slóðir og var því lengi misskil-
ínn,
★
Auðvitað vildi Hannes Hafstein
verða þingmaður, til að geta barizt
fyrir áhugamálum sínum á Alþingi.
Bauð' hann sig því fram á þing oít-
ar en einu sinni á þessum árum, en
hann náði ékki kosningu vegna
skoðana sinna í stjórnarskrármál-
inu, því að þær voru þá kallaðar
afturhald.
Árlð 1895 varð Hannes Hafstein
sýslumaður í ísafjarðarsýslu og
haustið 1900 kusu ísfirðingar hann
á þing og sat hann í fyrsta sinn á
Alþingi sumarið' 1901.
Þegar hér var komið, hafði þjóðin
skípzt í tvo harðsnúna pólitíska
flokka, út af stjórnarskrármálinu
og afstöðunni til Dana. Annars veg-
ar voru Valtýingar, kenndir viö
foringja sinn, Valtý Guðmundsson.
Þeir vildu ganga að tilboði, sem
Valtýr hafði fengið hægri stjórn-
ina dönsku til að gera, um það, að
ísland fengi sérstakan íslenzkan
ráðherra, búsettan í Kaupmanna-
höfn, en ætti þó sæti á Alþingi. En
þá fór dómsmálaráöherrann danski
með íslandsmál og var landshöfð-
ingínn umboðsmaður hans hér
heima og átti sæti á Alþingi fyrir
hönd hans. Hins vegar voru svo
Heimastjórnarmenn. Þeir vildu ekki
ganga að tillögum Valtýs, eða „Val-
týskunni“ eins og sú stefna var
Bernharð Síefánsson.
kölluð; töldu þær einungis verða
til þess, aö draga valtíið út úr land-
inu. Þeir vildu i þess stað berjast
fyrir því, að æösta stjórn íslands
yröi í landinu sjálfu, m.ö.o., að ráö-
herrann yröi búsettur hér á landi
.— og af þessari stefnu tíró flokkur-
inn nafn sitt.
Eftir kosningarnar árið 1900 voru
þessir flokkar hér um bil jafnir, en
einn þingmaður Heimastjórnar-
manna komst ekki til þings sökum
veikinda og náöu þvi Valtýingar að-
eins meirihluta á binginu 1901.
Hannes Hafstein var kosinn sem
Heimastjórnarmaður og þegar á
fyrsta þingi sínu var hann aðal-
málsvari flokksi.ns og raunar for-
ingi hans upp írá þvi.
Alþingi samþykkti stjórnarskrár-
frumvarp þeirra Valtýinga, eftir
harðar deilur og með litlum meiri-
hluta.
En á meðan á. þeim tíeilum stóð,
höfðu þau stórtsðindi gerzt í Dan-
mörku, að hægri stjórnin hrökkl-
aðist loks úr völdum, en vinstri
menn tóku við. Var álitið, að þeir
mundu taka betur kröfum íslend-
inga til sjálfsforræðis, heldur en
fyrirrennarar þeirra, sem og varð.
Heimastjórnarmenn tóku því það
ráð, að senda Hannes Hafstein til
Kaupmannahafnar haustið' 1901,
til að reyna að fá stjórnina til að
fallast á, að æðsta stjórn íslands
flyttist inn í lantíið. Uröu erindis-
lok hans góö, að því er kalla má,
þó nokkur böggull fylgdi skamm-
rifi frá Dana hálíu, sem síðar verö-
ur aö vikiö. Ðanir féllust á aö veita
íslandi heimastjórn og var stiórn-
arskrárbreyting um það staöfest af
konungi 3. okt. 1903. Ráðherra ís-
lands skyldi nú vera búsettur á ís-
landi og bera íuíia ábyrgö fyrir Al-
þingi, stjóriiarráð stofnaö þar og
stjórriin yfirieitt vera.innlend. Með
þettá voru flestir ísiending'ar, á-
nægöir í bili.
★
Hannes Haístein hafði fallið viö
kosningar i Ísaíiaröarsýslu voriö
190.2 og sat því ekki á þingi þaö ár.
En vorið 1903 kusu Eyfirðingar
hann á þing, eins og ég gat um i
upphafi og jafnan síðan. Við þess-
ar kosningar, 1903, unnu Heima-
stjórnarmenn giæsilegan sigur og
þótti því sjálfsagt, samkvæmt þing-
ræðisreglunni, aö maður úr þeirra
flokki yröi ráöherra.
Hannes Hafstein, sem var hinn
raunverulegi foríngi Heimastjórn-
arflokksins, var kailaður á kon-
ungsfund seint á árinu 1903 og
formlega skipaöur ráðherra ís-
lands, fyrstur íslendinga, 31. janú-
ar 1904, en daginn eftir 1. febrúar
settist svo stjórnarráöið á laggirn-
ar. Heimastjórn var fengin: einum
allra þýöingarmesta áfanga 1 sjálf-
stæöisbaráttu þjóöarinnar var náö
og síðan hefur hún verið raunveru-
lega frjáls, þó svo væri ekki að
formi til að öllu ieyti.
í aldamótaljóðum sínum segir
Hannes Hafstein:
„Starfið er margt, en eitt er bræöra
bandið,
boöorð'ið, hvar sem þér í fylking
standiö,
hvernig sem stríðið þá og þá er
blandið,
þaö er: Aö elska, byggja og treysta
á iandiö.“
Þessar ijóðlinur, og öll ætt.iarö-
arkvæöi hans yfirleitt má óhætt
skoða sem stefnuskrá hans, þegar
hann settist að völdurn sem ráð-
herra. Hann vildi vinna og vann af
feikna dugnaði og kappi að fram-
förum í landinu og aukinni menn-
ingu. En fyrst í stað mun hann hafa
litið svo á, að frekari erj ur við Dani
mættu biða, þar til okkur yxi betur
fiskur um hrygg.
Eitt fyrsta og jafnframt mesta
stórvirki Hannesar Hafsteins sem
ráðherra, var að koma á símasam-
bandi við umheiminn og um landiö
endilangt frá Seyðisfiröi til Reykja-
víkur. Hann samdi um þær fram-
kvæmdir við danskt félag og taldi
sig hafa fulla heimild til þess frá
Alþingi. Sú heimild var að vísu
umceild, en eitt er víst: að síminn
var ein hln mesta framför og lyfti-
stöng framkvæmda, viðskipta- og
menningartengsla: Fyrsta verulega
skrefið til að gera íslendinga að
nútíma. menningarþjóð.
Menn skyldu nú halda, að öll
þjóðin hafi fagnað því að fá sím-
ann.og þess hefi ég orðið greinilega
var, að flestir vilja hafa síma nú.
En svo virðist ekki hafa verið í þá
daga. Stungið var upp á loftskeyt-
um í staö síma, en reynslan hefur
marg sannað, að þau gátu ekki,
nema að litlu leyti komið í hans
stað, og sízt þá. Andstæðingar
Hannesar Hafsteins risu upp á móti
símamálinu af fádæma offorsi.
Menn voru sendir út um landið til
að safna mótmælaundirskriftum
móti simanum og fólki sagt, að
hann mundi setja iandið á hausinn
og gera okkur fjárhagslega háða
Dönum. Mótmæiafundi var hóað
saman hér í Reykjavik og hann
kallaður „bændafundur“, þó að
Reykvikingar væru þar auðvitaö í
margföldum meirihjuta. Þar var
hrópaö „niður með ráðherrann" og
annað eftir þvi. Man ég tæplega
eftir öðrum eins æsingum, eins og
út af símamálinu.
En hvað sem á gekk, hikaði
Hannes Hafstein hvergi; hann kom
síma-málinu í gegn um þingið 1905;
áfi^eftir var síminn lagöur og lík-
aöi -þá held ég flestum vel og öll-
um siðar.
Á -vhinuni fyrri stjórnartíma
Hannasar Hafsteins var lagaskól-
inn stöf'naður 190S, stofnun háskól-
áns undirbúin, fræðslulögin sett
1907, kennaraskólinn stofnaður
1908, nýju fjármagni veitt til at-
vínnuveganna og skógrækt hafin.
Margt fleira mætti telja. -— Þá var
glæsilegt framfaratímabil.
★
Eins og fyrr segir voru flestir
íslendingar í fyrstu ánægöir með
stjórnarbótina frá 1903. Svo var þó
ekki um aila. Síðasti danski íslands-
ráðherrann, Albertí, sem síðar
reyndist glæpamaður, liafði komiö
því ákvæði inn í stjórnarskrána,
aö mál íslands skyldu borin upp
fyrir konungi í ríkisráði Dana.
Nokkrir menn risu þegar gegn þessu
ákvæði og vildu ekki láta ganga að
þeim skilmálum. Þeir voru flestir
utan þings og gátu því ekki rönd
við reist í bili. Þessir menn stofn-
uðu nýjan stjórnmálaflokk, Land-
varnarflokkinn. Fór hann fljótlega
að bera fram nýjar kröfur á hend-
ur Dönum; krafðist hann að ísland
yrði frjálst sambantísland Dan-
merkur og sumir landvarnarmanna
fóru að tala um fullan skilnað við
Danmörku og stofnun lýðveldis.
Landvarnarflokknum jókst fljótt
fylgi, en þó einkum stefnu hans,
því hún náði fljótt langt inn í raöir
beggýa hinna flokkanna. Að lokum
tók Valtýingaflokkurinn gamli,
sem ný kallaði .sig Þjóöræðisflokk,
algerlega upp stefnu Landvarnar-
manna, að því er virtist og runnu
þessir tveir flokkar saman í einn
flokk: Sjálfstæðisflokkinn fyrri.
Gerðust nú kröíurnar um aukið
sjálístæði háværar og var þjóðin í
raun og veru einhuga um að krefj-
ast aukins frelsis, þó menn greindi
á um leiðir.
í sambandi við för alþingismanna
til Danmerkur 1906 og konungs-
komuna árið eftir, náðist svo sam-
komulag um að skipa nefnd Dana
og íslendinga til að semja um sam-
band landanna. Hannes Hafstein
var í þessari nefnd, ásamt 6 öðrum
alþingismönnum. Árangurinn af
staríi hennar var hiö svokallaða
sambandslaga uppkast, sem 6 hinna
íslenzku nefndarmanna, svo og
Danir, gengu að, en Skúli Thorodd-
sen klauf nefndina og bar fram
tillögur, sem gengu mjög ’í sömu
átt og sambandslögin frá 1918 urðu,
en Danir töidu slíkar tillögur þá
alveg fráleitar.
Samkvæmt „uppkastinu“ átti ís-
land að vera frjálst sambandsland
Danmerkur og með því gengu Dan-
ir að vísu iengra til móts við' okk-
ur, en þeir höfðu nokkurn tíma áð-
ur gert. Þess vegna þótti hinum 6
íslenzku nefndarmönnum rétt að
sarnþykkja það og á það féllst
nokkur hiuti þjóðarinnar. Hinir
urðu þó mikið fleiri, og þeirra á
meðál margir Heimastjórnarmenn,
sem vildu láta halda tillögum Skúla
Thoroddsen til streitu. Stóðu um
þetta hatramar deilur og í kosning-
unum 1908 biðu fylgismenn „upp-
kastsins“ mikinn ósigur, sem leiddi
til þess, að Hannes Hafstein varð
að segja af sér ráðherradómi á
næsta þingi um veturinn og upp-
kastið var úr sögunni.
íslendingar munu nú almennt
telja það happ að svo fór. Sann-
gjarnt er þó að minnast þess, að’
enginn gat þá séð fyrir þá atburði,
sem leiddu til fullveldisviðurkenn-
ingarinnar 1918 og lýðveldisstofn-
únarinnar 1944. Líklegt má og telja,
að við hefðum stofnað lýðveldið,
jafnvel þó „uppkastiö“ hefði verið
samþykkt og sennilega 4 árum fyrr,
því 9. apríl 1940 hefði komiö jafnt
fyrir því og við þá tekiö til okkar
ráða af nauðsyn. En þetta verður að
vísu hvorki sannaö né afsannað'.
Hitt er aftur víst, að þrátt fyrir allt,
var uppkastið viss áfangi á leiðinni
til fulls sjálfstæðis, því með þvi
viðurkenndu Danir okkur þó sern.
samningsaðila um samband land~
anna, en það höfðu þeir ekki gert
fyrr.
Heimastjórnarmenn unnu mik--
inn kosningasigur haustið 1911 og
Hannes Hafstein varð aftur ráð-
herra 1912—14. Þá var honum fal-
ið, af yfirgnæfandi meirihluta Al-
þingis, einnig mörgum andstæð-
ingum uppkastsins, að reyna aftur
samninga við Dani um sambands-
málið á þeim grundvelli, aö ísland.
yrði viðurkennt frjálst og sjálfstætt
ríki í sambandi við Danmörku um
sama konung og nokkur mál önn-
ur og átti ísland að hafa fulle.
hlutdeild i stjórn og meðferö þeirra
mála. Þeir samningar fóru alger-
lega út um þúfur. Danir geröu ar
vísu eins konar tilboð um nýja
samninga og var það kallað „grút-
urinn“. En hvorki Hannes sjálfur
né aörir vildu mæla með því. Ég
heyrði hann sjálfur lýsa þessu yfir
á fundi í Eyjafirði vorið 1913. Sagði
hann, að við yröum nú að bíða
Framh. á bls. 33
œasasmæssgiŒfflS'smi