Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 17
JÓLABLAD TÍMANS 1955 17\ Ingólfur Daviðsson: Við Myndir og frásögn þjóðveginn í kaþólskum löndum eru kross- mörk víða reist á vegum úti — og svo var einnig fvrrum hér á landi. Eldir enn eftir af þeirn sið. Kross- mark stendur í Nj.arðvíkurskrið- um evstra, enda liafa þær löngum verið taldar hættulegar yfirferðar. Fyrir fáurn árum var gerður bíl- fær vegu r í óshííð vestra, skammt frá Bolungarvík. Liggur vegurinn í þverb'rattri hlíð undir hömrum og skriðum. Er þar hætt við grjót- hruríi, einkum í rigningatíð, en einnig eftir sterkt sólskin — og hefur orðið slys að. Krossmark er reist þar á hættulegu kíettahorni. Á leiðinni frá ísafirði til Súða- víkur er annað nnkið vegaþrek- Bruin, sem Ileinabergsvötn liurfu undan. HJuti af Hofsbæjunum í Öræfum. virki \,Testfirðinga. Þar er vegur- inn sprengdur gegnum þverhnípta klettahlein, sem gengur alveg fram í sjó (Arnarhamar). Mun það fyrsta berggat á Islandi af manna- völdum gert. Heinabergsvötn í Suðursveit þóttu lengi leiður farartálmi. Ný- lega voru þau brúuð. Eti brúar- stöplasteypan var „naumlega þornuð“, þegar Heinabergsvötn tóku íil sinna ráða og hurfu und- an brúnni; það er, breyttu um far- veg uppi undir jökli og brutust vestur í Kolgrímu, sem við það óx mjög og ógnar nú sinni brú. Stend- ur Heinabergsvatnabrú síðan á þurru landi. Hólmsá óx líka ásmegin síðast- Iiðið sumár; hún breytti um far- veg uppi við jökul. Er nú reynt að grafa hana niður, svo að hún eyði ekki blómlegum bújörðum á Mýrúm í Hornafirði. Skriðjöklar hafa mjög bráðnað og gengið til baka síðustu áratugi. En þetta ruglar sums staðar upp- tökum ánna, st'o að þær breyta um farveg og brjótast fram á nýj- um stöðum. Svona hefur þetta ver- ið í lok ísaldar, þegar jöklar tóku að réna; þá urðu árnar snarvit- lausar. I ()ræfum bera margir bæir enn hinn forna og fagra burstastíl, sem fer dásamlega við landslagið, bet- ur en nokkur önnur húsagerð hér á landi. ÍÉ %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.