Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 20
20 ÍÓLABLAÐ TÍMANS 1955 Að aflekinni fermingarathöfninni í Stefánskirkjunni er fermingarbörnunum ekið í biómskreyttum vögnum um götur borgarinnar. Hér er einn slíkur á ferð. Júnímorgunn: í nótt hefir verið þoka, en að áliðinni óttu birtir upp, og nú er hún eins og ský á trjátopp- unum. Allt lýtur ennþá lögmálum næturinnar; það er dögg á steini og áfall. Þessi grái höfuðbúnaður blómanna og græna smáragresis- ins, sem vex við þjóðveginn. En um leið og sójin send(ir sína fiyrstu geisla yfir austurfjöllin vaknar skógurinn, fuglarnir byrja að syngja, og það er sem strengur sé snertur í sál okkar. Hún skynjar hijóma, hrynjanda lags, sem gert hefir nafn þessa skógar víðfrægt og ódauðlegt; Sögur úr Vínarskógi. í hugheimi sjáum við tónskáld- ið, snillinginn mikla, þar sem hann gengur við hlið ástmeyjar sinnar og blóm og grös vallarins hneigja sig ljúflega í morgunblænum, og votta þessum ungu elskendum að- dáun sína og hollustu. Tréin skýla fyrir forvitnum augum og fuglar skógarins kveða þeim ástaróð, sem hittir mann í hjartastað. En ljós- álfar skógarins líða burt á fyrstu geislum sólarinnar, draumsýnin hverfur og verúleikinn tekur við. Tónlistin er hið svæfandi gang- hljóð bílsins, en við erum í Vínar- skógi; þokuhjúpurinn ennþá á trjátoppunum og döggin á blómun- um, og eftir því, sem bíllinn skilar okkur hærra og sólarinnar nýtur betur, þornar úm. Við ökum fram á hæðarbrúnina og borgin blasir við. Borgin, sem var þekkt fyrir glaum og gleði og fagrar listir. Hér voru konu.r glæstastar og karlar kurteisastir óg hér voru haldnar veizlur, sem um getur á spjöldum mannkynssögunnar. Hér stóð veldi Habsborgara og um skeiö réð Vín- arborg örlögum þjóða öðrum stöð- um fremur. Og engum gleymast Straussvalsarnir, sem gætt hafa þessa borg og umhverfi hennar rómantísku seiðmagni í hugum okkar. í dag fer fram ferming í Stefáns- kirkjunni og þaö er mikil þröng við aðalinnganginn, því að hingaö kemur fólk úr borginni og nærliggj- andi héruðum með börn sín til að láta ferma þau. Að athöfninni lok- inni aka börnin og aöstandendur þeirra frá kirkjunni á blómskreytt- um lystivögnum og það er mjög há- tíðlegt, þegar þessi fylking kemur eftir götunni, líkgst því, að þar sé heill blómagarður á ferð. Fleiri vagnar biðu undir kirkjuveggnum, því aö það er veriö að ferma allan daginn. Á torginu fyrir framan kirkjuna stóð gömul kona með margar uppblásnar gúmmíblöðrur, sem hún vill selja, en kaupendur eru fáir og það er stormur, svo að hún má hafa sig alla við að gæta þeirra. Nýlega er viðgerð á þaki Stef- ánskirkjunnar lokið, en það hrundi í sprengjuárás í stríðinu. Fleiri við- gerðir hafa og farið þar fram, en hún er eins og flestar stórar kirkj- ur þess tímabils, glæsileg að utan og tignarleg, en að innan kuldaleg og dimm og allt að því draugaleg. Þessar gi'áu, köldu steinsúlur og hvelfingar vekja allt annað en lotningu og tilbeiðslu í hjarta út- lendingsins, sem alinn er upp við litla, ljósmálaða kirkju í litlu sjáv- arþorpi við yzta haf. — 1 Vínarborg gefur að Jíta margar fagrar kirkjubyggirtgar og er Karlskirkjan t ein þeirra. Sveinn Sæmundsson: vipmyn Bak við Stefánskirkj una er hverfí^mi listamanna og fólks sem hvergi á ^ höfði sínu að að halla, en lifir frá degi til dags á því, sem góðhjat- aðir samborgarar og ferðamenn láta af hendi rakna. Hér - r fátækt- in meiri og neyðin sáruri en í flj ótu bragði verður séð, því stolt þessa fólks leyfir ekki, að beðið sé um hjálp fyrr en öll önnur sund eru lokuð. Eftir götunni kemur maður og gefur sig á tal við útlendinginn. Hann er prófessor í norrænum fræðum og stundar kennslustörf. Föt hans eru slitin og snjáð og ekki þarf mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug, að hann hafi ekki úr of miklu að spila fjárhags- lega. Við göngum saman um lista- mannahverfið og hann þekkir hér marga og veit skil á flestu, sem fyr- ir augu ber og það er fátækt og skortur hvarvetna. Hér búa einnig margir menntamenn, sem, eins og fylgdarmaður minn,stunda kennslu, en kaupið er lágt, og er erfitt að láta það hrökkva fyrir nauðþurft- um. Við heimsækjum kennara við gagnfræðaskóla, sem býr ásamt fjórum börnum sínum í einu her- bergi, og það gustar inn, því að rúðan er brotin og efnahagurinn hefur ekki leyft að kaupa nýja. Þetta er í stóru steinhúsi, því að þessi hús, sem nú eru aðsetur fá- tækasta fólksins í þessari borg, voru á sínum tíma byggð af mikl- um stórhug og ríkidæmi, og þegar gengið er um hina miklu forsali húsanna, getur hvarvetna að lita veggskreytingar, lágmyndir höggn- ar í marmara, hvert listaverkið öðru fegurra, en flest hafa þau orðið fyrir skemmdum í átökunum, sem hér áttu sér stað í stríðslok. En þrátt fyrir sína sáru fátækt hafa íbúar þessara húsa reynt að gera við flest listaverkin með gipsi eða öðru tiltækilegu efni. Við komum í litla veitingustofu, sem er aðal- samkomustaður hverfisins. Hér sitja skáld og aðrir listamenn yfir tveim glösum af vatni, sem þjónn- inn færir þeim orðalaust um leið og þeir koma inn. Hann veit, að þessir gömlu og snauðu menn hafa ekki efni á að kaupa veitingar, en þetta var þeirra staður áður og hér sátu þeir og rökræddu áhugamál sín; vörðu sín sjónarmið og sínar stefnur í list. Þaö var á tímum vel- gengni og hagsældar, þegar lífið var fagurt og rómantísrkt og fullt af fögrum framtíðardraumum um að skapa ódauðleg listaverk, sem bæru nafn þeirra og hróður til fjarlægra landa. — Nú sitja þeir hér, snauðir og beygðir menn. Prófessorinn minn lýsir loka- átökunum um borgina, þegar SS- sveitir Hitlers vörðust hér, en sækj- endurnir voru Sovéthermenn, flestir komnir austan yfir Úral- fjöll. Bardagarnir voru geysiharð- ir og þess sér víða merki á húsun- um. Einkanlega er það kringum dyr og glugga, sem vélbyssukúlur hafa molað úr veggjunum. Margir féllu og út við Dóná stendur minnis- merkið um rússnesku hermennina, sem létu lífið í þessum hildarleik. Þetta er gríðarlega hár varði með áletrunum á þýzku og rússnesku, þar sem rússneska hernum og land- gönguliðinu er þökkuö frelsun borgarinnar, Uppi á varöanum er Sovétstjarnan, upplýst á kvöldin og sést langt að. Á fótstallinum voru Minnismerki valzakóngsins, Jóhanns S1 borgarinnar, umgirt b blómvendir, einstaka alveg nýr, aðrir nokkurra daga gamlir og enn aðrir, sem lítið var oröið eftir af. Dóná, sem í kvæði skáldsins er svo blá og skínandi, rennur hér hjá, hæglát og tignarleg eins og hin mikla elfa tímans og eilífðarinnar, sem enginn mannlegur máttur fær stöðvað. Eitt af því, sem hver og einn hlaut aö taka eftir, voru bílar her- lögreglunnar, sem skipaðir voru einum manni frá hverju hinna fjögurra hernámsríkja. Einuni Ameríkana, Rússa, Breta og Frakka. Út við Ðóná stendii rússnesku hcrmeni bardöguin um boi beimssty

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.