Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ TlMANS 1955 29 Hamingjusöm fjölskylda íöstu taki í handlegg karlsins. Ólafur reyndi að hrista sig af Gunnólfi, en sat fastur eins og hann væri í skrúfstykki. Við þaö óx gremja karls og hann sagði: „Þú ættir að varast að láta ekki fara fyrir þér eins og fór fyrir föö- ur þínum. Hann var hvorki slitinn eða la-sburöa, þegar hann dó og ekki þjáði sjúkdómur hann. Það var hans eigin örvænting, sem kom lionum í gröfina. Hann vantaöi trúna á Guð sinn.“ — Ólafur reyndi ennþá að draga að sér handlegginn, en það fór sem áður, hann var fastur. „Hvað varst þú að segja, Ólafur gamii. Vitraðist faðir minn þér?“ „Viltu sleppa mér, Gunnólfur Þorsteinsson?" Gunnólfur sleppti takinu á Ólafi gamla og sá eftir hve harðhentur hann hafði verið. En Ólalfur gamli nuddaði handlegginn og labbaði vestur túnið. Það var ekki skaöinn skeður, þó hann færi, hugsaði hann. Þessi piltur átti víst ekki eft- ir að feta í fótspor föður síns eða afa. Þeir áttu þó til drenglyndi inn- an um og saman við, það máttu þeir eiga. — Og vesalings Ólafur gamli fór áð bisa við steina, sem failið höfðu úr túngarðinum. Ein- hverjir urðu aö gera það, virtist honrnn. „Ekki batnar ennþá fyrir mér, móðir mín, sagði Gunnólfur, þegar hánn kom inn. „Nú virðist mér Ól- afur gamli muni vera af göflunum að gahga og hótar hann mér að ganga : burtu. Og svo langt er hann leiddur, að hann kveðst hafa séð föður minn í vetur, þegar ég hitti Unni Hrafnsdóttur á Skarðinu og hennar fylgdarmann." Já, já, hugsaði Þuríður. Nú fer að þyngjast í því, ef Ólafur fer og Gunnóifur ætlar að fara aö brjóta heilann um þessa hjátrú karlsins, sem alla ævi hefir við hann loöað. „Veizt þú ekkert um þetta móöir mín?“ „Ekki verður því neitað,“ sagði hún. „Hitt vissi ég og, að faöir þinn var ekki hjátrúargjarn. En það sagði Ólafur gamli mér, aö það hefði verið af völdum föður þíns, sem hann hvatti þig svo mjög að fara austur í Skarð í vetur.“ Og hún sagði honum, það sem Olafur gamli sagði henni þá. „Vel er mark á því takandi," sagði Gunnólfur, þegar hann hafði heyrt sögu Ólafs. „En heldur þú þá að faðir minn muni lifa svo ná- lægt jörðunni?“ Þuríður hikaði. Hún fann ein- lægni sonar síns. Henni hlýnaði um hjartarætur. Hún vildi líka vera einlæg og leitast við að skilja lífið, játa hvað gaf því mesta gildiö. — Það gat skeð það ylti á einhverju fyrir Gunnólf. „Ég get ekki svarað spurningu þinni,“ sagði hún hægt éins og hún leitaði að orðunum. „Það má vera, að þeir sem telja trúna bjargvætt sinn, gætu svarað því. En í ein- lægni vil ég segja þér, sonur minn, aö ég held, að það í lífi föður þíns, sem rændi hann hinni sönnu ham- ingju, hafi verið það, að hann trúði ekki á neitt nema karlmennsku sína og dugnað. Hann fékk sig ekki til að trúa á góðan Guð og fram- haldslif eftir dauðann. Stundum sagði hann við mig, að hann biði þess með óþreyju að fá að leggjast fyrir, fyrir fullt og allt og verða eins og steinn, tilfinningalaus og líflaus. „Við skulum ekki hugsa um það, meðan við eigum líf og lifum sam- an,“ sagði ég þá. „Jæja,“ sagði hann. „En hvaö er eiginlega þetta líf?“ Og svo greip útþráin hann og eirðarleysiö og honum fannst hann hafa tapað hálfu lífi sínu, af því honum hafði ekki gefizt tækifæri til að feröast nóg um heiminn, til að finna og sjá með eigin augum, það sem hann vantaði, sem ég hygg þó, að hann hefði getað fundið í sínum eigin barmi, ef hann hefði átt traust á mátt Guðs og mildi.“ „Því hefur þú ekki sagt mér þet-ta fyrr, móðir mín?“ sagði Gunnólfur. Hún hugsaði sig um, en sagði síðan: „Ég lofaði föður þínum þvi, að ég skyldi ekki reyna að vekja hjá þér neina trú, svo framarlega sem það vaknaði ekki hjá sjálfum þér þörf fyrir slíkt á fermingar- aldri. Ég verð líka að játa, að ég hefi sjálf sennilega aldrei lagt nægilega áherzlu á trúarlífið, þó ég geti ekki sagt að ég sé trúlaus.“ „Þú gazt staðið við það loforð, móðir mín, því enga bók mat ég minna en lærdómskverið mitt.“ Þau þögðu bæði og virtiust falla í djúpa og erfiða þanka. Loks rauf Gunnólfur þögnina: „Móðir mín. Ég hefi erft útþrá og eirðarleysi frá föður mínum. En í stað þess að fara lengra til, ætla ég að reyna að leita nær mér en hann myndi hafa gert.“ — Og þessi stóri maður ,sem hingað til hafði aðeins trúað á karlmennsku sína, greip saman höndum og sagði: „Þú Guð, sem Unnur Hrafns- dóttir trúir á, sendu mér frið og hjálp.“ Að lítilli stundu liðinni var Gunnólfur farinn út til verka sinna. Þuríður sat ein eftir. Hún reyndi að biðja, en henni vafðist tunga um tönn. Tárin stóðu í augum hennar og hún barðist við djúpa geðshræringu. — Þá heyrði hún að Lína gamla var komin á stjá og staulaðist við stafinn sinn að upp- göngunni. Að stundarkorni liðiru var hún komin niður í eldhúsið. „Blessunin hann húsbóndi minn sálugi er víst að benda mér á það, að ég sé feig,“ sagði Lina gamla. „Um hábjartan vordaginn blunda ég yfir prjónunum minum, og þeg- ar ég vakna, stendur hann á gólf- inu og horfir á mig, en bros leikur um þreytt andlit hans, svo Ijómar af, þó hann væri ekki í blóma lífs- ins eins og í vetur, daginn góða.“ „Nei, ég held þú sért ekki feig, Lína mín,“ sagði Þuríður með hægð og alvöru. Hann á annað erindi hann Þorsteinn minn. Hann vill víst vekja okkur til nýrrar óg betri trúar á Guð almáttugan. Nú veit hann hvað það gildir.“ Lina horfði steinhissa á húsmóð- ur sína. Slíkt hafði hún aldrei, fyrr né síðar heyrt af hennar vörum. En loks sagði hún: „Þetta hefir Ólafur gamli alltaf verið að segja, að ykkur vantaði trúna og þar með stærsta ham- ingjuaukann. Hann er ekki svo vit- laus hann Ólafur gamli,“ tautaði Lína um leið og hún haltraði út á hlaðið. Það var aftur kominn vetur og bóndinn i Botni sat inni i eldhúsi hjá Þuríði móður sinni og telgdi haldir. í margar vikur hafði hon- um ekki dottið í hug að yfirgefa feðraleyfð sína og hrökklast ham- ingjusnauður um heiminn. Nú vissi hann að heilbrigður maður þarfn- ast meira en starfsins hann þarf lika að hafa trúna sem virkan þátt í lifi sínu, ef hann á að finna ör- yggi og frið. X sumar hafði hann leitað inn á leiðir trúar og bænar og smátt og smátt hafði öryggi hans vaxið og hann hafði náð jafnvægi. Gunnólfur leit upp rólegur, djörf- um augum. Móðir hans var að starfa í eldhúsinu. Það greip hann undrun yfir, að hún skyldi aldrei hafa talað um trúmálin við hann, meðan hann var að vaxa. Hún hafði leynt hann því allra nauðsynleg- asta. Upphátt sagði hann: „Ég var lánsmaður, móðir mín, að fara ekki að leita að því lengra (Framhald af 9. síðu) „Allt i lagi, láttu hann þá fá tvö hundruð og fimmtíu“. „Hann hefur vegið það mjög illa. Hann heldur því fram, að þetta séu tuttugu og fjögur og hálft kattí, en kannski ég telji það tuttugu og þrjú og hálft“. „Þá það. Teldu það tuttugu og þrjú og hálft kattí. „Þá eru fimm sinnum fimm tutt- ugu og fimm, þrisvar fimm fimmt- án ... .“ „Oh, fimm sinnum fimm eru tuttugu og fimm, þrisvar fimm eru fimmtán ....“ Hann komst heldur ekki lengra, en eftir að hafa hikað andartak, tók hann í skyndingu penna sinn og fór að reikna á strik- aða pappirinn, þar sem hann hafði skrifað: „Hamingjusöm fjölskylda“. Eftir að hafa reiknað um stund, leit hann upp og sagði: „Fimm hundruð og áttatíu". „Ef svo cr, þá hef ég ekki nóg. Mig vantar áttatíu eða níutíu upp á ......“ Hann dró borðskúffuna út, tók þaðan alla peningana, ekki minna en tvö eða þrjú hundruð, lét þá í útrétta hönd hennar og horfði á hana ganga út, sneri sér svo aftur að borðinu. Höfuð hans virtist vera að springa, eins og það væri yfirfullt af hrísknippum. Fimm sinnum fimm eru tuttugu og fimm, dreyfðar arabiskar tölur voru enn lifandi fyrir hugskotssjónum hans. Hann dró andann að sér lengi og varp honum mæðulega, eins og hann vildi með því kasta eldiviðn- um Úr höfðinu, fimm sinnum fimm, sem voru tuttugu og fimm og ara- bísku tölunum. Og raunar var eins og honum létti í hjartanu, er hann hafði andað frá sér, og hann hvarf á ný til óljósra hugsana. „Hvaða réttur? Það skiptir þó ekki máli meðan hann er ekki venjulegur. Steikt flesk eða rækj- ur og sjósniglar eru í raun og sann- leika of venjulegir. Ég verð að láta þau borða „drekann og tígurinn“. En hvað er það? Sumt fólk heldur því fram, að það sé búið til úr snák- um og köttum, og það er kantonísk- ur yfirstéttarréttur, étinn eingöngu í stórveizium. En ég hef séð nafniö á matseðli í Kiangsu veitingahúsi; samt sem áöur er talið að Kiagnsu- fólk boröi ekki snáka og ketti, svo þetta hlýtur, eins og einhver sagði, að vera búið til úr froskum og álum. Nú, og úr hvaða landshluta eiga hjónin aö vera? Það skiptir engu. Þegar allt kemur til alls, getur fólk frá öllurn landshlutum, etið rétt úr snákum og köttum (eða froski óg ál), án þess að vinna Hamingju- sömu fjölskyldunni tjón. Allavega verður þessi fyrsti réttur dreki og tígur; á því getur ekki leikið nokk- ur vaíi. „Svo þegar þessi skál með dreka og tígri er sett á mitt borðið, taka þau matprjónana samtímis, benda á réttinn, brosa sætlega hvort við öðru, og segja á crlendri tungu: „Chérie, s’il vous plait“ „Voulez-vous commencer, chéri“ „Mais non, aprés vous“. til, sem er í mínu eigin brjósti og ótrúlega hefir nú útsýni mitt auk- izt frá því í fyrra, er ég talaði viö Unni Hrafnsdóttur.“ Það var viðkvæmni og gleði í til- liti móður hans, er hún svaraði: „Nú getur þú senn, sonur minn, gengið á hennar fund i annað sinn. Mér segir svo hugur, að þá munir þú ekki fara erindisleysu.“ ENDiR Síðan rétta þau matprjónana fram samtímis og fá sér samtímis bita af snák — nei, nei, snákskjöt hljómar í rauninni of andkanna- lega, þrátt fyrir allt myndi vera betra að segja bita af ál. Þetta þýð- ir þá að drekinn og tígurinn eru gerðir úr froski og ál. Þau taka samtímis tvo bita af ál, nákvæm- lega sömu stærðar. Fimm sinnum fimm eru tuttugu og fimm, þrisvar fimm .... Láttu það eiga sig. Og samtímis setja þau þá upp í sig ....“ Gegn vilja sinum vildi hann snúa sér við, af þvi að honum var meðvitaður ýmiss gauragangur á bak við hann, og töluverðar komur og farir. En hann hélt áfram að hugsa; slitrótt og meir af vilja en mætti. „Þetta vlrðist nokkuð væmið; engin fjölskylda myndi hegða sér þannig. Hvaö gerir mig svona þoku- legan í hugsun? Ég er hræddur um að aldrei verði ritað að fullu um þetta góða efni .... Eða kannski sé engin þörf á að nota heimkomið lærdómsfólk; fólk, sem hefur feng- ið framhaldsmenntun í Kína, ætti eins að koma að notum. Báðir aðilar hafa háskólapróf, menntuð önd- vegisstétt .... Maðurinn er rit- höfundur; konan er einnig rithöf- undur eða hefur bókmenntaáhuga. Eða máski konan sé skáldkona; maðurinn er elskuður Ijóða, virðir veika kynið. Eða máski ....“ Að lokum hafði hann ekki stjórn á sér og sneri sér við. Við hliðina á bókaskápnum, aft- an við hann, voru komin kálhöfuð, þrjú neðst, tvö fyrir ofan og eitt efst og horfðu við honum eins og stórt A. „Oh“ byrjaði hann og andvarp- aði, fann að vangar hans brunnu meðan hríslingur fór eftir endi- langri hrygglengjunni. „Ah“. Hann dró andan djúpt til aö losna við hríslinginn, hélt síðan áfram að hugsa: Hús hamingjusömu fjöl- skyldunnar verður að hafa nóg herbergi. Þar er geymsla, sem höfð er undir kálhöfuð. Vinnustofa meistarans er sér með veggjum þökktum bókum; þar finnast vit- anlega engin kálhöfuð. Hillurnar eru með kínverskum bókum og er- lendum bókum og vitanlega er Fyr- irmyndar eiginmaðurinn þar — tvö eintök til samans. Svefnherbergið er sér; koparrúm, eöa eitthvað ein- faldara eins og álmviðarrúm smíð- að af föngunum í fangelsi Númer Eitt myndi koma í sama stað. Það er.mjög hreint undir rúminu ....“ Hann leit undir rúmið sitt; eldi- viðurinn var búinn og þaö var að- eins stúfur af stráreipi eftir, enn þó upphringaö eins og snákur. „Tuttugu og þrjú og hálft katti ....“. Honum fannst að eldiviður- inn færi um það bil aö streyma endalaust undir rúmið hans, og hann verkjaöi í höfuðið á ný, svo að hann stóð upp í skyndi og gekk til dyranna til aö loka þeim. En hann hafði varla tekið á dyrunum, þegar honum fannst þetta vera of strengilegt og sleppti, svo rykmett- að dyratjaldið féll. Samtímis hugs- aði hann: þessi aöferð kemur í veg fyrir strengileik innilokunar; eins óþægindin af að hafa dyrnar opnar. Þetta fellur alveg heim við Meðal- kenninguna. „ .... Svo vinnustofa meistarans er stöðugt lokuð“. Hann sneri við, settist og hugsaði. Hver sem á eitt- hvert erindi verður fyrst að kveðja dyra, og fá leyfi hans til að koma inn; Það er í rauninni hið einasta sem þarf að gera. Segjum svo að meistarinn sitji í vinnustofunni og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.