Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 25
JÓLABLAD TÍMANS 1955 25 Og hans vegna skaltu ekki vera lirædd, hundhræið fylgir honum eins og vant er og þá hefur hann það heim einhvern tíma.“ „í stuttu máli sagt,“ hélt Ólafur á svip hennar, aö henni mundi fátt um finnast framkomu hans, og hafði hún þó ekki fundiö að við hann um dagana. Það var bezt hann reyndi að bæta fyrir brot sitt. „í stttu máli sagt,“ hélt Ólafur áfram, „var ég austur í sauðahúsi að laga garðann, ef ske kynni að einhvern tíma þyrfti að hára á hann í vetur. Nú, nú, ég lá þarna á hnjánum og var að baxa með grjótið. Þá finnst mér allt í einu einhver skyggja á mig. Ég leit til dyranna, en þar var þá enginn. — Þetta er dálaglegt, tautaði ég. — Skyldi hann bera svona ört í loft, að það dimmir inni? — Ég hélt samt áfram að hlaða, ekki veitti af því, ef strax þyrfti að taka fé á hús. En það segi ég þér satt, aö mér þótti nóg um, þegar mig syfjaöi svo mikið allt í einu, að ég gat með engu móti haldið mér uppi. — Og þarna sem ég lá á hnjánum, hall- aði ég hausnum upp að stoðinni og mér fannst fara eins vel um mig og ég væri í rúmi. Ég held ég hafi blundað, að minnsta kosti fannst mér líða nokkur stund. Þú getur hugsað þér, hvað ég þurfti svefnsins með, því ég opnaði augun án þess að hreyfa mig, og það sem þá mætti augum mínum var enginn annar en blessunin hann Þorsteinn hús- bóndi minn. Þú skalt- nú ekki hugsa, að hann hafi verið hæru- skotinn og hrukkóttur eins og liann var orðinn hérna seinustu árin. Ónei, ekki aldeilis. Hárið var jafnt, svart og gljáandi eins og begar hann kom með þig hérna að Botni. Líklega þarft þú ekki lýsingu af hvernig hann var þá, blessuð hús- móðir mín. Ég ætiaði að fara að rísa upp, til að rétta ögn úr bakinu, en þá segir hann, alveg eins og forðum, í sama málrómnum meina ég: „Láttu hann Gunnólf koma sér upp* á Skarð, það er nær en hann sitji heima og græti hana móður sína.“ „Já, húsbóndi minn,“ sagði ég og stóð snarlega á fætur. En það veit hamingjan, að þegar ég leit upp, var hann horfinn. Ég var ekki lengur eins og syfjað slytti, ég var þarna glaðvakandi eins og ég átti von á mér. Og heim fór ég og gerði það sem hann bað mig um.“ Þuríðúr sagði ekkert orð. Hún hafði stundum áður heyrt Ólaf gamla tala um einhverja fyrirburði, en aldrei getaö sætt sig við það. Henni fannst það eiga rót sína að rekja til menningarleysis og hjá- trúar, og nú kom karlinn ennþá með þetta. Verst hann skyldi fara að blanda Þorsteini í það. Og hvað skyldi verða af Gunnólfi? — Hún leit út um gluggann, bylurinn var skolinn 'á og lítið sást út úr augun- um fyrir myrkri og hríð. Ef hann yrði nú úti fyrir þetta fjas í karlin- um. Þetta var líka fljótfærni af honum, að hlaupa svona af stað. Guð mátti vita, hvað úr þessu kynni að verða. Og Þuríður, sem sjaldan skipti slcapi, varð eirðarlaus. Hún festi eklci einu sinni hugann við útþrá Gunnólfs, sem þó hafði valdið henni mestrar hryggðar fyrir stuttri stundu síðan. Orð karlsins komu í huga hennar: — Og hár hans var svart og gljáandi eins og þegar hann kom með þig að Botni. Ójá, hún mundi það. Þá var nú margt skrafaö í byggðarlaginu. Þeir sem höfðu verið ósáttir urðu sáttir, það var svo margt, sem maður gat manni sagt. — En Þorsteinn, hann stóð rólegur og óhagganlegur. Það er allt í lagi, þegar málstaðurinn er góður og rnenn halda öruggir sína leið. Og ekki vissi hún um neitt það, sem hann stóð ekki við. Myndi ekki sonur þeirra fá festu föður sins með tímanum eins og hann fékk útlit hans og útþrá? „Hvaða fádæmis myrkur er að verða, Guð hjálpi mér,“ stundi Þur- íður. — Og hvað gekk nú á. Hún heyrði að Lína gamla var komin á stjá uppi, hún var þó ekki vön því að hreyfa sig af rúminu, nema hún þyrfti með og í albjörtu. En þetta var hún, Þuríður heyrði hvernig hún haltraði og studdi sig við staf- inn, enda var Ólafur ennþá frammi í bæ, hann var ekki kominn inn frá fjósaverkunum. Nú heyrði hún hvernig Lína þrammaði og stakk stafnum niður, hún hlaut að vera að kcmast að uppgöngunni. Þuríður flýtti sér fram í ganginn og upp í stigann: „Hvað er að þér, Lína?“ kallaði hún. „Þú ert ekki mikið að lá'ra sjá þig,“ sagði sú gamla næstum í á- vítunarróm. „Hvað er þetta Lína mín, þú ert ekki vön að hafa mig svo fasta hjá þér. Ég er alltaf meira og minna í þessum húsverkum eins og þú veizt.“ „Já, já, ég veit það. En hana nú, lofaðu mér að komast niður til þín.“ „Núna í myrkrinu, Lina min. Þú ert ekki vön þessu. Ég kem upp til þín og tala við þig,“ og Þuríður ýtti Línu á undan sér að rúminu henn- ar. „Þetta ætlar aldrei að ganga,“ nöldraði kerlingin. „Þessi fótur minn er mér mikil kvöl. Einhvern tíma hefði ég ekki verið margar mínútur að vinda mér að því, sem húsbónd'inn segir mér að gera.“ „Svona, svona, Lina mín. Láttu fara vel um þig á rúminu þínu.“ „Heldur þú aö mér sé ekki nær að framkvæma það, sem húsbónd- inn biður mig um. Ég skal segja þér það, Þuríður húsmóðir mín, að ég sat hérna við rokkinn minn, þó ég sæi varla til að spinna. Þá varð ég þess vör, að einhver kemur austan úr herberginujxaxxs Ólafs gamla, og í stað þess að fara ofan eins og hann mundi hafa gert, karlinn, þá gengur þessi maður til mín. — „Nú, nú ert það þú, Gunnólfur,“ segi ég. — Hann anzaði mér ekki, en geng- ur inn í herbergið ykkar. Hvað skyldi hann nú vera að hugsa um, datt mér í hug. Á með- an ég var að tauta þetta við sjálfa mig, sækir mig svo mikill svefn, að ég dró auniu löppina upp í rúmiö og hallaði mér út af. — Rétt þegar svefninn er að síga í brjó tið á mér, heyri ég aftur gengið urn og stað- næmst við rokkinn min. Ég vaknaði alveg og leit upp, en bá var fyrir mínum augum alls ekki dimmt í baðstofunni, — og þarna, alveg fyrir framan mig, stendur hann húsbóndi minn sálugi. Þú skalt eklci halda það, Þuríður min, að ég sé að gera gys að dauð- anum, en þarna stóð hann Þor- steinn, ungur og fagur, og ég ósk- aði þess ,að ég væri ekki orðin göm- ul og ikorpin og kvalin af gigt. Þá segir hann: „Biddu ha.na Þuriöi að kveikja ljós i piltahúsinu.“ „Já,“ sagði ég, skreiddist á fætur og þreifaði eftir prikinu minu, því nú var komið svarta myrkur, og var að skrölta ofan, þegar þú komst.“ Þuríður heyrði ekki seinustu orð- in, því hún var þegar farin af stað til að kveikja ljósið í piltahúsinu. —Hún þurfti ekki alveg svona langan pistil áður en hún kom þessu út úr sér, kerlingin, hugsaði Þuríður. Þetta var eini glugginn í húsinu, sem sést gat Ijós úr, þegar komið var austan að frá Skarðinu. Hún hafði ekki athugað það, að sjaldan er svo dimmt, að ekki rofi aðeins til við og við, og þá er gott fyrir þá, sem eru kannske hálf villtir, að sjá ljós, sem vísar þeim leið. Að þessu verki loknu settist Þur- íður á rúm Ólafs gamla. Hún fékk sig ekki til að fara niður aftur. Máske gæti þetta Ijós vísað Gunn- ólfi hennar heim. Hún vildi heldur sjá hann fara frá sér hraustan og glaðan út í heiminn en að vita hann gefast upp í myrkri og hríð rétt hjá túngarðinum þeirra. — Liklega yrði hann að fara, hugsaði Þuríður, en fékk um leið sting í hjartað. Hún varð að vera fær um að bera það, ef það mætti henni á annað borð .Hún mundi, að eftir að hún var gift Þorsteini, svo vel sem fór á með þeim, þá setti samt að honum slík þunglyxrdisköst, að ekki mátti á milli sjá, hvort hún, eigin- konan hans, eða útþráin, myndi hafa betur. — Það var eitthvað, sem dró hann og seiddi, sagði hann sjálfixr. — Og getur það verið, að ég hafi átt aö vei’ða á öðrum stað í manixfélaginu en ég er, hafði hann oft sagt við hana. Þá vissi Þuríður alltaf hvað var í aðsigi fyrir honum, og á slíkum augnablikum sagði hún, í fullu trausti og fullri alvöru, við hann: — Far þú vinur minn og leitaðu fyrir þér, ég skal annast heimilið okkar á meðan. Þá þagði hann alltaí en strauk henni aðeins um vangann. Svo kom hugarstríð hans. Mai’ga nóttina hlustaði hún á, hvernig hann bylti sér í rúminu, án þess að geta sofið. Allt til hins síðasta fylgdi þessi óróleiki honum. Og nú í dag fullyrtu þau bæði, Óiafur gamli og Lína, að Þorsteinn hefði birzt þeim. Og Þuríður hristi höfuðið. Þau voru bæði nokkuð gjörix á að vera með eiixhverja of- trú á smá hindurvitnum, sérstak- lega var karlinn slæmur með það. Haxxn var alltaf með einhverjar grillur, sálmasöng og fyrirbænir, sem Þorsteini famxst og hemxi jafn- vel lika, að ekki gæti fylgt heil- brigðu fólki. Þuríður hélt að Lína væri mun betur gefixx og léti því sálmasöixglið sér eklci eiixs oft um muixn fara. Þegar Þorsteimx lét Ólaf ganxla skilja það á sér, hvað hoixum famxst þetta vera gamaldags og óviðeig- axxdi íxú á tinxum, þá hafði karliixn alltaf brugðist reiður við og eixxu sixxxxi sagði hanxx: „Veiztu hvað það er, Þoi’steixxn, sem hefur haldið bölvuix yfir ætt- iixni þixxixi?" — En þá var eins og Óiafi ganxla fyndist hann hafa sagt of mikið, þvi hann þagixaði snögg- lega. — Annars umxi hann Þorsteixxi eins og .hann virtist alla tíð hafa unnað Gunnólfi gamla föður hans. En nú þóttust þau bæði hafa orð- ið Þorsteins vör í dag. Undarleg voru atvikin. Aldrei' myndi Þor- steinn hafa fyrirgefið þeim slíka staðhæfingu, ef þau lxefðu sagt annað eins um Gunnólf föður hans. „Á hvergi að kveikja ljós, nema í piltahúsinu i kvöld?“ kallaði Lína. Þuríður hrökk við. Hún haföi al- veg steingleymt sér. Slíkt varð henni oft á, þegar hún hugsaði um Þori tein. En nú var hann horfinn hinni dökku, dinxmu mold og eins mundi fara fyrir henni áður en langt unx liði. Jæja, ekki dugði henni að sökkva sér niður í neina þanka út af því. — Nú heyrði hún hvemig Lína þreifaði fyrir sér og staulaðist við stafinn. „Ég skal kveikja,“ flýtti hún sér að segja. Kerling var stutt í spuna og hlammaði sér aftur á rúmið sitt. Hún skildi ekkert í húsmóður sinni. „Hann er dinxmur,“ sagði Ólafur gamli um leið og lxaixn kom upp. „Mig fer nú að lengja eftir Gunn- ólfi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.