Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 9
JÓIA3LAS TlMANS £955 9 L U HSUH: . . . Hver og einn skrifar ein- faldlega eins og tilfinningar hans bjóða: slík skrif eru eins og sólar- ljós, sem hrislast frá uppsprettum óendanlegrar birtu, ekki sem Ijós frá neista, er hrýtur af járni eða steini. Þetta eitt er sönn iist. Og slíkur höfundur einn er sannur listamaður .... En ég . . . . hvar stend ég fótum?“ Er þarna var komið hugsuninni, vatt hann sér fram úr rúminu. ÞaS hafði runnið upp fyrir honum, að hann yrði að vinna sér inn fé með ritstörfum, til að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni, og hann hafði þegar ákveðið að senda handrit sín til út- gefenda Mánaðarlegu Hamingjunn- ar, þar sem umbunin virtist rífleg samanborið við annað. En sagan varð að sviðsetjast, því annars myndi hún að líkindum ekki verða birt. Nú, ef hún þurfti að sviðsetj- ast, þá var að gefa henni sviðsetn- ingu. Hver voru þau megin vanda- mál, sem herjuðu hugi yngri kyn- slóðarinnar? .... Án efa voru þau ekki fá; ef til vill mjög mörg; í sambandi viö ást, giftingu, fjöl- skyldu .... Já, það voru náttúrlega margir, sem veltu þessum spurning- um fyrir sér, og voru jafnvel að rœða þær á þessari stundu. Ef svo er, þá skrifaðu um fjölskylduna. En hvernig? . . . . Að öllu slepptu 3n“ði hún líklega ekki birt. Því að spá slikri óheppni, samt .... í fjórum eða fimm skrefum var " hann kominn að borðinu og settist niður; tók fram pappír með græn- um strikum og skrifaði viðstöðu- laust, en þó uppljómunarlítið, eft- irfarandi titil: Hamingjusöm fjöl- skylda. Penni hans stöðvaðist skyndilega. Hann lyfti höfði sínu og leit upp í loftið, meðan hann velti fyrir sér vaentanlegu umhverfi hamingju- sömu fjölskyldunnar sinnar. „Peking," hugsaði hann. „Það er ekki hægt. Hún er of dauð, jafn-,^ vel andrúmsloftið er dautt. Þótt hár múr væri byggður um fjöl- skylduna, myndi ekki fært að halda henni aðskilinni frá and- rúmsloftinu. Nei, það myndi aldrei blessast. Kiangsu og Shekiang geta farið í hár saman hvenær sem er, og Fukien er enn ómögulegri stað- ur. Szechuan? Kwangtung? Þær eru 1 miðjum bardögum.*) Hvað um Shantung eða Honan? .... Nei, öðru þeirra yrði máske rænt, og*bf það kæmi fyrir, yrði hamingju-' sarna fjölskyldan eins óhamingju-* söm og frekast verður. Húsaleigan hjá erlendum í Shanghai og Tient- sin er of há . . . . Að miða við ein-! hverja utanlands mundi virðast forkastahlegt. Ég veit ekki, hverju ' Yunnan og Kweichow líkjast, en vegasambandið er of slæmt . . . .“} Hann leitaði í hug sér, en mundi engan frambærilegan stað og á- ! kvað að byggja á A til bráðabirgöa.’i En samt sem áöur hugleiddi hann: „Um þessar mundir eru margir á móti notkun vest'ræna stafrófsins við nafngiftir á fólki og stöðum, og segja að það dragi úr áhuga les- andans. Og til öryggis verður lík- \ lega betra fyrir mig að nota ekki ! stafinn, þegar ég sendi handritið. : En fyrst svo er, hvað myndi þá’g vera góður staður? Það er einnigj. verið að berjast í Hunan; húsaleig-j *) A þessum tíma var borgarastýrjökl milli^ svokallaðra stríðsherra víðsvegar um Kína. Lu Hsun, höfunður þessarar sögru, er talinn faðir nútima skáldskapar í Kína. Hann fæddist 1881 í Skaoh- sing í Chekiang-héraði og dó 1936 i Shanghai. Lu Hsnn stundaði nám í Japan og kom þaðan sem fullmót- aður rithöfundur. Hann mun vera fyrsti kínvcrski rithöfundurinn, sem að marki tekur. upp vestræna frásagnarlist. Hann var harður bar- áítumaffur gegn lénsskipulaginu og sögnr hans voru vopn hans í þeirti baráttu. Sú saga, er hér birt- ist i þýðinga laáriía G. Þorsteins- sonar, er lýsing harss á því, hvern- ig rannveruleikinn stangast á víð Ií£ ós khyggjsjmanna. an í Dairen hefir hækkað að nýju. Ég hefi heyrt það væru stigamenn í Chahar. Kiríu og Heilungkiang, svo að ekki koma þeir staðir að notum . . . .“ Enn hugsaði hann um góðan stað, en árangurslaust; hann á- kvað ao lokum að haida sig við A til bráðabirgða, sem nafn á dvalar- stað hamingjusömu fjölskyldunn- ar. „Þegar allt kemur til alls, þá verður þessi hamingjusama fjöi- skylda að vera í A. Það getur eng- inn vafi leikið á þvi. Vitanlega samanstendur fjölskyldan af eig- inmanni og eiginkonu — húsbónda og ástkonu — sem giftust af ást Hjónabandssamningur þeirra er gerður í fjörutíu greinum og mjög nákvæmur, svo að þau búa við sér- legt jafnrétti og aigjört frjálsræði. Og það sem meira er; þau eru bæði langskólagengin og tilheyra hinni menntuðu öndvegisstétt. Lang- skólamenn heimkomnir frá Japan eru ekki lengur í tízku, svo þau eru heimkomin frá Vesturlöndum. Hús- bóndinn á heimilinu gengur alltaf í erlendum klæðum; flibbi hans er alltaf snjóhvitur. Hár konu hans er alltaí undið upp, eins og spörva- hreiður, og það skin stöðugt á perluhvítar tennur hennar, en hún gengur í kínverskum fötum. „Þetta er ekki nóg, þetta er ekki nóg. Tuttugu og fimm kattí.“ Við það að heyra mannsröddina fyrir utan gluggann, sneri hann höfðinu þangað. Sólin skein í gegn um giuggatjöldin og blindaði augu hans. Hann lieyrði skruðninga, eins og litlum viðarknippum væri varpað til jarðar. „Þetta skiptir engu máii,“ hugsaði hann og leit frá glugganum. „Tuttugu og fimm katti af hverju? .... Þau eru hin menntaða öndvegisstétt og elska listir. En af þvi þau hafa bæði alizt upp í göðum efnum, feilur þeim ekki við rússnéskar skáldsögur. Fiestar rússneskar sögur lýsa lægri stéttunum, svo þær eru utangarna hjá slíkri fjölskyldu. Tuttugu og fimm kattí. Skiptu þér ekki af þessu. Ef svo er, hvernig bækur lesa þau? .... Skáldskap Byrons? Keats? Það er ekki hægt, hvorugur þeirra er öruggur .... Ah, nú hef ég það: Þau lesa bæði Fyrirmynd- ar eiginmaður eftir Oscar Wilde. Þótt ég hafi ekki lesið bókina sjálf- ur, er ég viss um, að hjönunum lík- ar hún, jafnvel háskólaprófessorar lofa hana mikið. Þú lest hana, ég les hana — þau eiga sitt hvort ein- takið, samanlagt tvö eintök í fjöl- skyldunni . . . .“ Hann varð var við tómleika- kennd í maganum og lagði penn- ann frá sér og hvílöi höfuðið í höndum sér, eins og hnött rísandi á tveimur öxlum. „. . . . Þau eru bæði að borða há- degisverð,“ hugsaði hann. „Borðið er þakið snjóhvítum borðdúk og matsveinninn ber inn réttina — kínverska fæðu. Tuttugu og fimm LU IISUN kattí. Af hverju? Skiptu þér ekki af því. Af hveriu á það að vera kín- verskur matur? Vesturlandabúar segja, að kínversk matseld sé þró- uðust, aðgengilegust og þrifaleg- ust; svo þau bcrða kinverskan mat. Fyrsti rétturinn er borinn inn, en úr hverju er fyrsti rétturinn . ...? „Eldiviður ....“ Hann leit snöggt við og sá að ást- kona hans eigin fjölskyldu stóo' honum á vinstri hönd; dapurleg augu hennar voru fest á andliti lians. „Hvað?“, sagði hann frekar ó- þoiinmóðlega, af því honum fannst hún væri að trufla hann £ starfi. „Eldiviðurinn er uppurinn, svo ég hef keypt meira í dag. Síðasfc kostuöu tíu kattí tvö hundruð og fjörutíu aura, en i dag vill hann fá tvö hundruð og sextíu. Kannski ég eigi að láta hann hafa tvö hundruö og fimmtíu?“ Framh. á hls. 29.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.