Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 37
JóLABLAÐ TÍMANS 1955
37
Nótt í Hrlngaríki
(Framh. jrd hls. 11)
— Drengir, taliö varlega viö kon-
una.
— Hvernig fannst ykkur í dag?
— Hreinasta afbragð.
— Meira öl.
— Hvar er lærið?
— Herra trúr, við gleymum
1 æ r i n u .
• — Hjálpaðu henni við læriö.
— Ég þekki ekkert inná þetta.
— Hvað?
— Þetta er norskt læri.
— Varstu ekki erlendis í skóla?
— Jú, en það var i HÖfn.
— Og þaö er önnur saga.
— Já, það er önnúr saga.
— Má ég ekki kalla þig Hjálm-
ar?
— Ef þú vilt.
— Hvenær fáum við lærið,
Hjálmar?
— Nú strax. En ég ætla fyrst að
bæta meiru í eldinn og taka upp
nokkrar flöskur.
• — Allt í fínu.
Myndhöggvnrinn og demókrat-
inn stóði: frammi á gölfinu og voru
enn ao þjarka um norsku skáldin.
Þeir voru hvor upp í öðrum og töl-
uou af ínllri kurteisi. Við sátum
þrír eítir við borðið og drukkum úr
giösunurn meðan Hjálinar sótti
brennið og tók tappana úr flösk-
unum. Blaðakonan brá sér aísiðis
vegna ölsins.
— Hvernig er þetta með prins-
inn þeirra?
— Ég trúi' því ekki.
— Þessu er samt haldið á lofti.
— Það er slúðúr.
— Er það kannski vegna þess
þeir mátu kallinn svo mikils, að
þeir héldu hann væri allt í öllu;
lika i þessu með prinsinn?
—- Það er náttúrlega vitað mál,
aö margur frægur maðurinn er
sagður hafa komið þar, sem hann
hefur altírei stigið fæti.
— Blessaðir verið ekki að þvaðra
þetta.
— Og margur frægur maður hef-
ur kcmið þar, sem sízt skyldi.
— Frægir menn eru eins og
vindurinn.
— Drengir, blessaðir gætið ykk-
ar. Þeir geta skilið ykkur.
— Við þurfum að ræða þetta við
ú tvarpsmanninn.
— Hvað' er hann að basla í Osló?
— Hver veit það?
— Ákaflega fer vel um okkur
hérna.
— Þeir eru eins og við, aö vilja
halda áfram.
— Alveg eins.
— Þeir eru sarmarlega bræður
okkar.
■£- Hún mætti samt vera snot-
urri.
— Hún mætti það.
— En þetta er góð stúlka.
. — Mikil ósköp.
Við vorum vinir núna og sögðum
hérumbil allt sem við vildum.
Blaðakonan kom til okkar og
Hjálmar, þegar hann hafði náð
töppunum. Myndhöggvarinn og
demókratinn hættu að tala um
uppáhöldin sín og settust. Það hafði
dimmt meir yfir landinu. Hjálmar
sótti lærið og skar fleyg oní vöðv-
ann. Kjötið var rautt og l;vstugt í
sárið. Lærið gekk hringinn og við
Skárum okkur sneiðar með stóru
sveöjunni. Hvít fitan lá í þunnri
húð utan yfir þurrkuðu kjötinu og
það var mikil ullarlykt af Irenni.
Aftur á móti var kjötið ferskt og
stinnt og þurrt og mátulega salt til
áð hafa með ölinu. Við borðuð-
urn mikið af kjötinu þeirra og það
var gott að hafa ölið til að gera
munninn ferskan fyrir hverja nýja
sneið. Á eftir gengum við út á flöt-
ina og blaðakonan beið inni með-
an við léttum á okkur. Þau út-
skýrðu umhverfið og sumir hlust-
uðu, en landið var afar mjúkt og
hlýlegt í skuggsýninu og skýring-
arlaust með daufan þyt i laufi og
vatnsnið neðar í hlíðinni. Við horfð-
um lengi niður í rokkinn dalinn
sveipaðan myrkurbláum lit skóg-
arins.
— Það er von Norðmenn séu i
fjöllunum öllum stundum.
— Eigum við nú að tala um
skandinavisma?
— Menn verða að skrifa gæti-
lega.
— Þessi útsýn er ekki fyrir flat-
lendismann.
— Þú hefur rangt fyrir þér.
— Jæja.
— Hér þarf ekki að yrkja.
— Noregur er blátt land.
— Það er vegna skógarins.
— Ég skil ekki af hverju þeir
fóru héðan.
— Hverju skiptir það? Þeir fóru
og Við erum til.
— Basta.
— Hvernig er það á finnsku?
— Basta.
Á eftir gengum við inn og feng-
um okkur af lærinu og drukkum
ölið meðan himinninn lýstist í nýj-
um morgni yfir Hringaríki.
Reykjavík í desember 1955.
Talenturnar
(Framh. af hls. 19)
En kjarni sögunnar um pundin
er annar. Allir umsýslumennirnir
tíu hafa jafna aðstöðu í upphafi.
En árangur umsýslunnar reyndist
samt mjög misjafn. Orsökunum er
ekki beinlínis lýst í sögunni. En um
þjóninn, sem græddi fimm pund,
skín í gegn, að hirðuleysi og mak-
ræði sé aðalorsök þess, að hann
reyndist ekki jafnoki þess, er
græddi tíu pund. Húsbændahollusta
er því meginmál beggja sagnanna.
En annað meginmál þeirra beggja
er í því fólgið, að vel rækt störf og
dyggileg þjónusta sé öruggur und-
anfari meiri og glæsilegri verkefna
og afreka. En af frásögninni um
þriðja þjóninn í sögunni um pund-
in, er fól pund sitt í dulu eða
sveitadúk, er bert, að hirðuleysi
gagnvart konungsfyrirmælum er
talið alvarleg yfirsjón og glöp, enda
var umboðsféð tekið frá mannin-
um og honum vikið frá störfum í
þágu konungs og ríkisins.
Að lokum ber á það að minna,
að undiraldan í báðum þessum sög-
um er sú, að því meir, sem menn
stuðla að vexti og viðgangi rétt-
lætis og göfgi innan vébanda guðs-
ríkis, því hæfari og áhrifaríkari
verði sálir þeirra til þátttöku og
starfa á vegum Guðs. Þetta meg-
inmál er alveg augljóst af frásögn-
inni um þjónana tvo, sem græddu
tíu pund og fimm pund. Sá þeirra,
sem auðsýnt hafði meiri árvekni og
trúmennsku fær til umráða höfuð-
stól svikula þjónsins, auk allra
þeirra fríðinda, sem fylgdu borg-
unum tíu, því „aö sérhverjum, sem
hefir, mun verða gefið.“ Ævistarf
allra manna er þjónusta, en hún
er háð velþóknan og vanþóknan
hins eilífa guðdóms, sem gefur
mönnum kraft af hæöum og heilag-
an anda sinn samkvæmt fúsleika
sérhvers manns, til þess aö vera
samverkamaður guðdómsins, og
samkvæmt þeirri ástundan og at-
orku, sem auösýnd er á þeim veg-
um.