Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 27
lÓLABLAÐ TÍMANS 19SS 27 r i i í I í i i i i i j i I I í í j i f f i r [ I i [ I ‘r f i r ( i / ?. X f V f I } f i I í ;,Ha,“ sagði Lina og stanzaði rokkinn. „Ertu hræddur um nokk- urn?“ „O, ekki er ég þaö, en Gunnólfur ætti að fara að koma.“ „Hann Gunnólfur. Er hann ekki heima?“ „Ónei, hann fór upp í Skarð í dag.“ „Þá skil ég hlutina," sagði Lína og bros færðist á andlitið, svo skein í tannlausan góminn. „Svona, við tölum ekki meira um það, Lína, sagði Þuriður og leit snöggt til hennar um leið og hún nældi saman prjónunum sínum. Þuríður vildi vera ein, það var þaö eina, sem gat svalað óróleika hennar. Hún fór niður. Gömlu vinnuhjúin hennar sátu ein eftir uppi á loftinu, en þau töluðu ekki orð. Þau voru niðursokkin í hugs- anir sínar og rokkurinn gekk harð- ara en venja var til hjá Línu. Þau voru bæði að hugsa um þaö sama. Það var Þorsteinn húsbóndi þeirra, sem stóð þeim ljóslifandi fyrir sál- arsj ónum. Skyldi ég verða ungur, sem áður ég var, þegar ég er farinn héðan? hugsaði Ólafur gamli. Já, skyldi það? — Hann leit á Línu og honum þótti það varla sennilegt, að hún, jafn skorpin og hrukkótt sem hún var orðin, myndi losna svo við ell- ina, að hún yröi sem ung. „Ólafur,“ sagði hún allt í einu. Hann hrökk við. Hvað var hún að gaspra. „Hvað viltu?“ hreytti hann harkalega út úr sér. „Það er naumast geð í þér, skrjóðurinn. Það var ekki mikið sem ég vildi. Ég ætlaði rétt að segja svolítið við þig.“ „Eins og hvað?“ „Nú, eins og hvað. Ég ætlaði rétt að spyrja þig, hvort þú haldir aö menn gangi aftur?“ „Það er þá ekki leiðinleg spurn- ing, sem þú leggur fyrir mann rétt undir svefninn.“ Lína hló. Skyldi hann vera orð- inn huglaus, karlinn? „Þú mátt hlæja, Lína gamla. En ég er ekki svo aumur, að ég trúi ekki á annað líf eftir þetta, og þá gæti það verið trú mín, að menn færu á kreik, ef þeim liggur á.“ Lína var oröin alvarleg. „Ég er líka hrædd um þetta,“ sagði hún. „Það er ekki mikið að hræðast, ef menn verða betri og ná sinni æsku, þá finnst mér framtíðin ögn glæsileg,“ og Ólafur gamli fór að ganga um gólf og raula sálm. Einhver ys heyrðist niðri. „Hættu þessu gauli,“ sagði Lina, „og komdu þér niður. Ég held að Gunnólfur sé kominn.“ „Guði sé lof,“ sagði Ólafur gamli og snaraðist að stiganum. „Þaö hlaut svo sem allt að hafa góðan endi,“ var það seinasta, sem Lína heyrði Ólafs segja. „Já, ef hann hefði staðið i mín- um sporum í dag, þá hefði hann verið öruggur,“ sagði hún við sjálfa sig og brosti. Þuriöi var mikið í hug, þegar hún leit son sinn koma inn úr dyr- unum, svo fannbarinn, að hann var óþekkjanlegur fyrr en sást í frítt og karlmannlegt andlitið, sem fljótt sagði til um hver hann var. Hann kom með tvo menn með sér, unglinga, sýndist henni. — Ja hérna, annað var stúlka. — Hún tók til að hneppa frá henni úlp- unni, sem hún var í yzt fata. „Ja, ekki nema það þó. Stúlka upp á Skarði í þessu veðri,“ sagði Þuríður eins og við sjálfa sig. „Já, það var rétt hundinum að þakka, að ég hitti á þau,“ sagði Gunnólfur. „En verst var þó að rata aftur heim, þá kom sér vel ljósiö í austurglugganum, einstaka sinnum sáum við glytta í það og þaö dugði líka.“ LÍFTRYGGIÐ ! Á meðan Þuríður hjálpaði stúlk- unni úr, hlustaði hún eins og í draumi á það sem sonur hennar sagði. — Innst í hugskoti sínu heyrði hún orð Línu gömlu, þegar hún sagði: — Þú skalt ekki halda það, Þuríöur mín, að ég sé að gera gys að dauðanum. Þarna stóð hann Þorsteinn ungur og fagur, og ég óskaði þess, að ég væri ekki gömul og skorpin og kvalin af gigt. Þarna hafði hún sjálf veruleik- ann fyrir augunum. Það var engin draugahjátrú nærri þeirri sýn. Það var hinn æskudjarfi sonur hennar, sem stóð þarna stæltur og öruggur. Svona var hann eðlilegur, þegar út- þráin kvaldi ekki hjarta hans. En yrði hún nokkurn tíma örugg meö hann? — Nei, öðru nær. Þegar minnst varði myndi hann hverfa henni og hún standa ein eftir eins og forðum átti sér stað fyrir for- eldrum Þorsteins. Það var farið að vora. Allan vet- urinn hafði Þuriður i Botni verið hálf kvíðin, að nú kæmi kannske að því í dag, að Gunnlfur færi að tala um burtfr sína, en að því kom ekki, hann hafði aldrei á slíkt minnst, nema í þetta eina skipti. En rétt í þann mund, sem mold jarðar var farin að anga og veggir húsanna fru að grænka, kom hann inn til Þuríðar mður sinnar og segir: „Til hugar hefir mér komið móð- ir mín, að leita mér kvonfangs.“ Þetta kom henni á óvænt og hún fa nn ekki til neinnar gleöi yfir þessari ákvörðun hans. Hún lét þó ekki á neinu bera, en sagði: „Hver er stúlkan, sem þú hefir augastað á?“ „Það er Unnur Hrafnsdóttir, sú hin sama er ég fylgdi heim úr byln- um af Skarðinu snemma í vetur,“ sagði Gunnólfur. „Já, ráð þú því, sonur minn,“ sagði Þuríöur og svo varð samtal þeirra ekki lengra. Þann sama dag reið Gunnólfur að heiman og út í kauptúnið. Þar átti Unnur Hrafnsdóttir heima um stundarsakir og kenndi ungum stúlkum ýmsar hannyrðir og saumaskap. Gunnólfur gekk á fund hennar og tjáði henni erindi sitt. Hann flutti mál sitt djarfmannlega og ör- uggur. Unnur lét sér fátt um finnast og þagði við. „Ég hefi enga stúlku getað hugs- að mér fyrir eiginkonu, nema þig.“ mælti þá Gunnólfur. „Og mér fannst allt það eyrðarleysi, sem bú- ið var að þjá mig undanfarið, hverfa, þegar ég leit í andlit þitt, loks þegar við komumst heim úr bylnum." „Ég hefi ekkert á móti þér,“ sagði hún þá, „en þó finn ég það vel, að ég get ekki breytt lífi þínu. Til þess að þú og ég getum orðið samferða, verður þú að finna þann frið, sem ég finn í trúnni á Guö og ódauö- leikann. Ég ætla ekki að gera þig að prédikara eða helgum manni, en aðeins hlýt ég að setja það skil- yrði, að við getum átt samleið í andlegum málum.“ Gunnólfur varð hissa. Hann virt- ist hugsa mál sitt og sagði svo: „Ég held Unnur Hrafnsdóttir, að það skipti engu máli hvaöa leið við förum í þeim efnum. Svo langt sem ég veit til um feöur mína, þá hefir þeim lítt fallið að leggja huga sinn niður við slíkt.“ „Þú hefir heyrt svar mitt,“ sagði Unnur, „og Guð minn veit, að ég vil hvorki gefa þér né öðrum nein- ar tálvonir.“ „Á ég þá að taka svar þitt sem neitun við bónorði mínu?“ sagði hann. • „Já,“ anzaði hún. „Svo lengi sem þú finnur ekki, að trúin er þér ör- yggi, þýðir þér ekki að leita þess- ara mála við mig.“ „Ég mun athuga það sem þú hef- ir sagt,“ sagði Gunnólfur og roðn- aði við, því honum fannst karl- mennsku sinni misboðið. Þuríður forðaðist að spyrja son sinn um málalokin á erindi hans. Hún þóttist sjá á svip hans, aö þetta mundi tæplega vera útkljáö ennþá. Um kvöldið, þegar þau voru orð- in ein inni í svefnherbergi sínu, sagði Gunnólfur: „Ég vildi, móðir mín, að þú hefð- ir aftrað mér frá að fara þess arna á leit við Unni Hrafnsdóttur. Ég býst við að þú hafir þegar séð út skapgerð hennar, sem ég gerði ekki.“ „Tók hún máli þínu fjarri?“ sagði Þuríður. „Ekki get ég sagt, að hún hafi alveg synjað mér,“ sagði hann. „En hún taldi okkur ekki eiga samleið í trúarlegum efnum og á meðan svo væri myndi okkur aldrei vel farn- ast.“ — Hann sagði henni hvert orð, sem þeim hafði farið á milli. „Já, þessu átti ég von á,“ sagði móðir hans. „Ég sá að henni brá mjög um kvöldið, sem þiö komuð heim úr bylnum, þegar Ólafur gamli sagði: „Mikil er handleiðsla Guðs á ykk- ur í dag, sem oftar, að þið skylduð ná húsaskjóli í svo mikilli snjó- komu.“ Þá sagöir þú brosandi: „Hvernig getur þú talað maöur. Ekkert mun hafa leitt okkur hing- að heim, nema okkar eigið þrek og heppni.“ Ég sá hvað stúlkunni brá og virt- ist henni þykja mjög miður um orð þin, og nú hefir hún sjálf sannaö, að sú ágizkun mín var rétt. Um kvöldið, þegar hún var háttuð og hélt að ég væri sofnuð, heyrði ég hana flytja mjög andrika þakkar- gjörð til Guðs fyrir björgunina. Hún lofaði þig þó ekki fyrir karl- mennsku og góða frammistöðu, nei, það gerði Unnur Hrafnsdóttir ekki.“ Viku seinna talaði Gunnólfur um það við Ólaf gámla, að hann myndi nú þegar fara í langt ferðalag. „Já, já,“ sagði Ólafur gamli. „Ég býst við ég komi með þér, með hana móður þína og hana Linu gömlu.“ Gunnólfur leit hvasst á karlinn. „Heldur þú Ólalfur, að mér sé ekki alvara?“ sagði hann. „Hver efast um það,“ hreytti Ól- afur gamli út úr sér. „Nógu ertu einfaldur til að láta þér detta vit- leysurnar í hug. Ég er ekki maöur til að standa fyrir stóru búi og vera aðal fyrirvinnan, hvað sem þér dettur í hug að leggja á hana móð- ur þína. Og þá sjá allir hana Línu gömlu, sem ekki getur stigið nema í aðra löppina.“ „Þá er ekki annað en fá ein- hvern þér til hjálpar," sagði Gunn- ólfur. „Ég fer,“ hreytti Ólafur gamli út úr sér. „Ég sé að þú ætlar ekki að verða maður til að reka ólán ykkar feðganna af höndum þér. Slæmur var Gunnólfur afi þinn, verri var þó faðir þinn og verstur ert þú. Aldrei gleymi ég því, þegar þú lítils- virtir handleiðslu Guðs á þér, og það í viðurvist Unnar Hrafnsdótt- ur, sem strax við fyrstu sýn bar með sér gáfur sínar og mannkosti og allir hrósa, sem hana umgang- ast. Og þó var það faðir þinn, sem fyrir Guðs náð vitraðist mér og benti mér á að senda þig út í snjó- komuna til þess að bjarga manns- lífum.“ „Hvað ert þú að segja, Ólafur gamli?“ sagði Gunnólfur og tók

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.