Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 19
Jóí-ABLAÐ TÍMANS 1955 2,9 Þið hafið áreiðanlega heyrt söguna af prinsessunni og fionungssynin- um, sem kom og frelsaði hana úr liöndum Ijótu kerlingarinnar i kastal- anum. Og parna sjáið pið konungssoninn á hestinum sínum fyrir utan kastalann, en i þessum gömlu byggingum voru mjög margir gangar og ranghalar. Þið sjáið einnig prinsessuna, hvar hún situr og grœtur. Nií er bara eftir að vita hvort konungssonurinn getur ratað inn lil hennar. Mér finnst að pið ættuð að reyna að hjálpa honum og visa honum veg- inn, svo prinsessan purfi eklii að gráta lengur. Eins■ og þið sjáið á myndinni, þá er karlinn að flýta sér þessi lifandi osköp, og auðvitað er lmnn að hlaupa til þess að verða ekki of seinn i jólamatinn. Þið sjáið jafnframt að hann er allur teiknaður i tölustöf- xim, og hvað haldið pið að hann hlauj)i með margra kílómetra hraða? Manni sýnist, fljótt á lilið, að hann ætli alls ekki að verða of seinn, en annarS cettuð þið að hyggja sjálf að þessu með þvi 'að leggja tölurnar saman; þá vitið þið hve hraðinn er mikill. 2,. tk eoi. é^irílur ~s4[bertóóon: í 25. kapitula Mattheusarguð- spjalls (25, 14—30) er saga um mann, er fer til útlanda. Sagan ber méð sér, að söguhetjan hafi verið kaupsýslumaður. .Við brottför sína fær hann einum húskarla sinna i hendur fimm talentur. Öð'rum af- hendir hánn tvær talentur og hin- inh þriðja eina talentu. í Lúkasar- guðspjalli (19, 11—27) er keimlík saga. í fljótu bragði virðast þessar tvær sögur svo svipaðar, að telja mætti þær vera runnar frá sömú heimild. í sögunni um talenturnar kem- ur skýrt í Ijós, að söguhetjan, eða kaupmaðurinn, veit góð skil á hæfni og trúmennsku húskarla sinna. Út frá þeim forsendum fær hann þeim mismunandi fjárfúlgu í hendur til þess að auka og ávaxta. Engin fyr- irmæli fylgja afhendingu fjárins, því að auðskilið er, að fjármagnið á að ávaxta gaumgæfilega og dyggi- lega. Dyggasti og ötulasti húskarl- inn tvöfaldar fjárupphæð sína. Sá, er næstur honum gekk að hygg- indum og trúmennsku, tvöfaldar einnig fjárfúlgu sína, þótt minni væri. En þriðji húskarlinn, sem fyrir minnstu var trúað, er ekki snjallari en það, að hann eygir engin önnur úrræði en fela féð í jörðu, svo að það færi ekki for- görðum. Að löngum tíma liðnum kemur kaupmaðurinn heim úr utanför sinni og kveður húskarla sína á fund sinn. Tveir hinir fyrstu skila fénu af höndum sér og hinum ríkulegu vöxtum og hljóta báðir sömu þakkir og hrós. Þá skilur þriðji húskarlinn að lokum, að moldarvarðveizluaðferðin hafi ver- iö misráðin. Hann vendir því sínu kvæði í kross, kveðst hafa valið þessa leið af sönnum ótta við hús- bónda sinn og trúmennsku gagn- vart honurn, því aö þann veg hefði verið öruggt, að ekkert færi för- görðum. En kaupmaðurinn bendir honum á, að hægurinn hefði verið hjá honum að selja féð á leigu og fá þannig af því vexti. Þessi ódyggi og lati þjónn er því sviptur þessari talentu, sem honum hafði verið trúað fyrir og hún er fengin þeim i hendur, sem aukið hafði talent- urnar, svo að þær urðu tíu. Og í heimkomufagnaði húsbóndans er hinn lati þjónn utan gátta. Hann er veginn og léttvægur fundinn. Sagan um pundin í 19. kapítula Lúkasarguðspjalls (19, 11—27) er í veiga miklum atriðum mjög á ann- an veg. Sagan sú er ekki um kaup- mann, sem mjög sé í muna að græöa fé, heldur um konungborinn mann, er ferðast í fjarlægt land til þess að taka við konungdómi og koma síöan aftur. Skýringar hafa verið uppi á baugi um það, að sag- an væri tvíþætt. AÖ öðrum þræði væri sagt frá tilraunum ríkiserf- ingja um að öðlast réttmætan kon- ungdóm, er þegnar ríkisins stóöu í gegn, að hann hreppti. Eftir þeim sama þræði væri og sagt frá hefnd- um söguhetjunnar, að konungdómi fengnum. Talið er sennilegt, að átt sé viö Arkelás, son Heródesar mikla, en hann fór á fund Ágústar keis- ara í Róm til þess að fá í hendur konungsnafn og konungsvald. Að hinum þræðinum telja sumir skýr- endur, að sagan um pundin sé full- komin hliðstæða sögunnar' um tal- enturnair. En hvað sem um þessar skýringar má segja ber aö hafa í huga, að söguhetjan er konungs- efni. Og út frá þvi sjónarmiöí virð- ist sagan ekki vera tvíþætt. Heild- arsvipur hennar er all skýr: Kon- ungsefni stefnir tíu vildarmönnum. sínum á sinn fund, áður en hann leggur af stað og fær þeim fé i hendur. Kaupmaðurinn, sem átti talenturnar, fær húskörlum sínum í hendur of fjár, því að fyrir hon- um vakir að græða fé, og þess vegna hefir hann nákvæmlega gert sér grein fyrir hæfni þeirra, áður en hann fær þeim peningana til umráða. En konungsefni er ekki. kaupahéðinn, enda eru hinir tíu vildarmenn hans engir fé- sýslumenn. En eigi fyrir konungs- efni að liggja að öðlast konung- dóm, var því, að konungdómi fengnum, mikil nauðsyn á að eiga sér menn við hlið, er vissu góð skil á fjármálastjórn í þágu ríkisins. Utanfarartímabilið notar þvi kon- ungsefni til þess að kynna sér hæfni. og trúmennsku nokkurra fylgjenda sinna, svo að hann eigi sér vísa að- stoð þeirra, þegar hann kemur úr för sinni og tekur við völdum. í þessu skyni velur hann tíu menn. Og hann fær þeim öllum jafn mik- ið fé i hendur, svo aö allir hafa jafna aðstöðu til þess að sýna dugnað sinn og forsjálni i verki. En þar sem tilgangur hans var ekki sá að græða fé fær hann þeim til umráða smáupphæðir, eitt pund, hverjum þeirra, enda má marka og meta trúmennsku og snilli af litlu. Við heimkomu söguhetjunnar er aðeins getiö þriggja þessara manna. Hinir sjö hafa sennilega einnig ver- ið þá kvaddir á konungsfund. En þessif þrír menn eru valdir, sem. dæmi, um afköst tí-menninganna allra, því að sagan heföi orðið of langdregin, ef um alla hefði veriö fjallað. Hinn fyrsti þre-menning- anna tjáir höfðingja sínum, að hann hafi bætt tíu pundum við höfuðstólinn. Geðjast höfðingjan- um þetta glæsilega afrek svo vel, að þjónninn er hlaðinn hrósi og' lofi og settur yfir tíu borgir. Hinn annar í röðinni hefir ekki náð jafn glæsilegum árangri. Hann hefir aukið höfuöstólinn um fimm pund, Samkvæmt því fær hann fimm borgir til umráða, en engar aðrar þakkir né lofsyrði. Er af þessu bert, að konungur hyggur, að þessi vildar maður sinn hefði getað aí- rekað meiru, en hafi skort trú- mennsku og atorku. Er þetta mjög á annan veg en um húskarlana tvo í sögunni um talenturnar. Dugnað- ur og snilli þeirra var mjög mis- jöfn, en samkvæmt getu höfðu þeir unniö húsbónda sínum allt, sem. þeim var unnt, og fá því báðir þakkir og Iaun samkvæmt því, Þriðja umsýslumannsins í báðuro. sögunum biða svipuö örlög. Af sögunni um talenturnar er ljóst, að launin eru miöuð við ár> angurinn einan. Viðurkennt er, að þolgæði og snilli manna sé misjöfr. og sé því ekki rétt aö fela neinum erfiöari viðfangsefni né stærri störf en hann sé fær um. En æfinlega, þegar sama þolgæöi og trúmennska hefir verið auðsýnd, ber að launa alveg j afnt. (Framh. á hls. 37)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.