Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 33
JÓLABLAD TÍMANS 1955 33 -Sn cfólj'iA.r <2)aí'/VÍ iion: Foreldraminnin •> María Jónsdóttir. MAMMA. I. f dalnmn undir fögru fjöllum fæddist móðir mín. Á Hólkot inni í Eyjafirð'i aftanroðinn skin. En þar var stundum þröngt í búi á vorin. Mamma brauzt til mennta og fór að Ytri-Ey til Elínar Briem og gerðist þar vetur tvo námsmey. Þess veganestis naut hún jaínan síðan. Davíd SigurÖarson. Undir hlíðum hárra fjalla hló við skólinn Möðruvalla. Hjaltalín þar húsum réði, hraustar fylgdir Steíán léði. Davið ungan tíreymdi um skólann, draumurinn rættist — þangað fór hann. Skólavistin varð að happi, var og námið sótt af kappi. Seinna myndarbúi bjó hann, blettinn flestum röskar sló hann. Vinnuhraður, gestaglaður, gildur á velli, bóndamaður. Hún fæddist upp í fátækt og var að vexti smá, en viljaþrekið óbilandi settu marki að ná. Oft hugur ræður meir en hálfum sigri. II. II. Einkunnarorö. Götuna efstu geng eg senn — götuna feðra minna — Hinu megin hlakka ég til að vinna. Hannes Hafstein (Framh. af bls. 5) betri tima um stund. Hefi ég beztu heimildir fyrir því, aö það, hvern- ig Danir tóku erindi Hannesar þá, hafi verið stærstu pólitisku von- brigði hans og sýnu meiri en kosn- ingarúrslitin 1908. ★ Þetta var i síðasta skipti, sem ég sá Hannes Hafstein. Hann var þá enn sama glæsimcnnið og áður, enda ekki nema 51 árs gamall. Hann hafði til þessa verið mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. En nú dró fljótt ský fyrir sólu. Frú Ragnheið- ur kona hans andaðist sumarið 1913 og náði hann sér aldrei eftir það reiöarslag, og næstu nýársnótt andvarpar hann: ,,Unn mér, drottinn líknar lagsins, lausn mér veit í þinni náð.“ Hinn áður lífsglaði maður er þá farinn að þrá dauðann. Hannes Hafstein sat síðast á Al- þingi sumarið 1917. Þá um haustið veiktist hann og var veikur og ó- starfhæfur maður þau rúmlega 5 ár, sem hann átti eftir að lifa. Hann andaðist 13. desember 1922. Hannes Hafstein var ráðherra íslands tvö timabil, og hann átti kost á að veröa ráðherra í 3. sinn. Það var árið 1915. Hann var þá kallaður á konungsfund og beðinn að taka að sér ráöherraembætti. Því neitaði hann og benti í þess stað á andstæðinga sína. Flokks- bróðir hans einn lét í ljósi undrun sína yfir þessu. Þá svaraði Hannes: „Þegar ég er kominn út fyrir iands- steinana er ég aldrei flokksmaður lengur; þá er ég aðeins íslending- ur.“ * Og Hannes Hafstein var góður íslendingur, sem unni landi sínu af alhug og vann því mikið gagn. Ýmiss konar aökast, sem hann varð fyrir, er nú þegar gleymt. En mörg verk hans ágæt í þágu lands og þjóðar munu ætíð lifa í sögu ís- lands, sem afreksverk. Skírnarfonturinn Hugurinn leitar heim til þín, helzt ef á bátinn gefur. Þú ert háttuð mamma mín í moldu rótt þú sefur. Man ég þína mjúku hönd, mildi og hollráð gefin. Frá þér út í fjarlæg lönd fékk ég móðurbréfin. Æskustöðvum fór ég frá fræði ný að kanna. Yfir höfin breið og blá berast hugir manna. Maður, þú ert aldrei einn, átt þér félagsbróður; ef þér fylgir hlýr og hreinn hugur góðrar móður. Lagður í kistu líkaminn, lokiö' éli nauða. En áfram lifir andinn þinn út yfir gröf og dauða. FAÐIR MINN. I. Einkunnarorð: „Lætur brenna lampann sinn, leiftrar í huga glöðum. Heitir Davíð hreppstjórinn Hámundar- á stöðum“. (Jón sailor kvað). Smali í æsku, frár á fæti, fús að reyna hvað hann gæti. Áhlaupamaöur verk aö vinna, var og löngum nógu að sinna. Horfinn er mér sjónum horskur íaoir, sofnaði gamall saddur lífdaga. Hafði starfað af allri orku, allt frá æsku til ellistunda. Bar hann á morgni urigrar aldar, vorhug í brjósti vaknandi þjóðar. Leiðtogi gerðist sinnar sveitar, traust og hald í tugi ára. Undi heima við bjarglegt bú, —£ gerði víðreist í veröid bóka. — Stefán og Óiaxur huga hans ' beindu á blómabrautir. Þrifabóndi þekkir sitt fé; þingmaður kjósendur kæra. En Davíð gekk sjáandi um grasa- heim og nefndi hvert blóm með nafixi. Gekk um hlíðar í gróðurleit fagnandi á fögru kvöldi. Sjaldgæf urt, eða sjálegt blóm höríum var yndisefni. Ungur hlúði að hrislum í reit — nú kvaka þar íuglar á kvisti — í elli blindur.um bjarkarlauf þreifaði hlýjum höndum. (Frarnh. af bls. 3) kurteislegum leiðum að sjálfsögðu, enda ekki ólíklegt, þar til annað reynist, að Danir myndu fáanleg- ir að skila því, er þeim væri ljóst orðið samhengi hlutanna. Annars er það í sannleika sagt undarlegur smekkur hjá þessari „Heilagsanda- kirkju", að lymskast til að „kaupa“ verk, með slíkri áletrun, — sem ein- hver þeirra hlýtur þó að hafa skil- ið, — og láta sig síðan hafa það að skreyta heilagt altari með því, þótt þeir hljóti að vita eða fara nærri um, að það sé annarra eign. Þó að kirkjan hafi „eignazt“ það í „góðri trú“, sem kallað er, — sem hlýtur þó að vera vafamál, sbr. á- letrunina, — þá verður sá eignar- réttur að víkja, sem og eignarrétt- ur fyrri „eigenda", ef á það hefði reynt, hversu langt sem um er lið- ið, ef rétturinn er upphaflega rak- inn til lögleysu eöa misferlis. Eng- in hefð kemur til greina í slíku til- felli. Eignarrétturinn er íslend- inga, samkvæmt beinni áletrun og ótvíræðum vilja gefandans. Annað mál er svo hitt, hvort til þyki vinn- andi eða við eigandi, aö fara í hart út af þessu, en útlátalaust sýnist þó að þreifa fyrir sér um það við hent- ugleika. Annars er það náttúrlega ekkei’t stórmál, sem hreyft hefir verið í grein þessari hér að framan, enda líklegt, að ýmsum þyki bezt fara á, að kyrrt liggi úr þessu. Má það vel vera, enda jxótt aldrei skaði að sannleikurinn komi fram, hér sem endranær. — En hvað um það mættu afdrif hinnar dýrmætu gjafar Thorvaldsens verða til þess, að menn leiddu hugann að því, hvemig því er yfirleitt varið með íslenzka dýrgripi og þjóöminjar, sem með ýmsum hætti hafa lent á glapstigum á liðnum öldum, og hvað hafi veriö gert, og þurfi að gera, til þess að finna þá og end- urheimta. Hér var eitt dæmi um dýrgripi, senx fara átti til íslands. En hvað svo um alla þá gripi og þjóðlegar minjar, sem fluttar hafa verið frá íslandi um aldaraðir. Það væri áreiðanlega ömurleg saga og ógæfuleg, ef rannsökuð væri og rakin af þeim, sem kunnáttu hafa. S. Ól. Við Kyrrahaf (Framh. af bls. 13) isínu tiixdrar í Kaliforníusólinni. Stórskip sigla í gegnum „Gullna Hliðið“. San-Francisco hefir oft verið kölluð „Hliðið til Austur- laixda“, því að þaðan fer nxikill fjöldi flugvéla og skipa til fjöl- margra Austurlanda. Mikil fjöll eru í nánd og eru sum þeirra snæ- krýnd. Þar blasir við bæði sumar og vetur. Hér renna saman ís og eldur og mynda auðugasta land veraldar. Kínverjar i Kaliforníu. Hluti af San-Fi*ancisco er ein- göngu byggður Kinverjum og lifa þeir þar í einskonar sjálfstæðu ríki, sem kallað er á ensku Chinatown. Þar hafa þeir sín eigin dagblöð á kínvei'sku og yfirleitt allt, sem eina kínvei'ska borg getur prýtt. Kínverjinix þarna er rólegur og fáskiptinn, en ákaflega vinsamleg- ur ef til hans er leitað. Ég sá þarna kinvei’ska óperu, sem sýnd var þarna fyrir fullu húsi og var meg- inið af fólkinu Kínverjar. Þetta var sorgarleikur og allar söguhetjurnar biðu bana í leiknum. Fólkið grét í salnum og þarf þó eithvað til að hagga rósemi Kínverjans. Þeir halda hinum gömlu venjunx sínum á hverju se mgengur og hraði Ame- ríkunxannsins hefir enn ekki hald- ið inni'eið sína í þessa Shanghai Ameriku. Kynslóðir koma og fara — þjóðflokkarnir streyma inn i hin gífurlegu landssvæði Vestur- heinxs. Fiestir þeirra samlagast fólkinu, sem fyrir er. En þáð eiga eftir að koma og fara margar kyn- slóðir áður en Kínvei'jinn vestur í San-Francisco hættir að borða hrísgrjónin sín með pi’jónum og fer að borða hamborgara og kal- kúixasteik. Öldungurinn í skóginum. Skammt fyrir sunnan San-Fran- cisco er einn fegursti þjóðgarður Bandai'íkjanna, sem frægur er fyr- ir risafururnar miklu, en það eru elztu lífverur á jörðunni, að talið er. Akvegurinn liggur í gegnum eitt þeirra og geta stórir bílar mætzt þar auðveldlega. Elzta tréð er rúm- lega 3000 áragamalt og hefir því lifað sitt af hverju. Við fæðingu Krists hafði tréð lifað í ellefu aldir og á dögum Abrahams og Mósesar var þetta myndar tx'é. Og enn lifir þessi öldungur og á sjálfsagt eftir að lifa margar aldir í viðbót. Árið 2000 verður það ef til vill nokkrum millimetrum gildara og eitthvað hærra og svo sem 1000 árunx seinna lifir það vonandi enn góðu lífi og horfir á kynslóðir koma og fara. Þá verður atónxöldin úrelt og mennirn- ir skreppa í sumarfrí til Marz og Júpíters og hver veit nema Ferða- skrifstofan, eða kannske verður það Orlof. sem skipuleggur ferðir til tunglsins um verzlunarmannahelg- ina. h n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.