Tíminn - 24.12.1956, Side 12

Tíminn - 24.12.1956, Side 12
JDLABLAÐ TÍMANS 1 956 ■* 12 safna'ðarfulltrúa og predikara. Tippersbær varð höfuðból hreyf- ingarinnar eða hinir eiginlegu Ingi- marsstaðir og koma nokku'ð heim við lýsingu Selmu Lagerlöf, þótt Kvergi séu þeir eins mikið höfuð- bói og hún vill vera láta. Nii er sennilegt, að mörgum sé spurn, hvað það hafi veriö, sem kom söfnuðinum í Nás til þess að yfirgefa allt í heimalandi sínu og fara suður til Gyðingalands. Ör- lagaþræðirnir eru oft tvinnaðir saman á mjög einkennilegan hátt, og skal þessu nú lýst. Frá Stavangri í Noregi flutti fjölskylda ein árið 1845 til Vestur- heims með unga dóttur sína, Önnu að nafni. Hún giftist 19 ára Stafford málflutningsmanni í Cicago, ríkum manni og vel metnum. Nokkrum árum síðar ætlaði frú Stafford — sem er nefnd frú Gordon í Jerúsalem eftir Selmu Lagerlöf — að fara til Evrópu og dveljast þar ásamt fjórum dætr- um sínum. En skipið fórst og mikill mannfjöldi lét þar lífið. Frúin sá allar dætur sínar drukkna. Frá þessu er sagt í sögunni, nema hvað þar er sagt, að hún hafi veriö með tvo syni sína. Þegar frú Stafford var að velkiast í öldunum og hafði gjört upp lífsreikninginn við sjálfa sig, undraðist hún það með sjálfri sér, hve létt það væri að deyja. Þá fannst henni hún heyra rödd segja: „Já, það er létt að deyja. Það sem gengur erfiðlega er að lifa“. Henni fannst mikill sann- leikur í þessum orðum og hún hugsaði með sér: „Hvers vegna þarf það að vera erfitt? Væri ekki hægt að lifa jarðlífinu þannig, að það væri jafn auðvelt?“ Þá heyrði hún aftur að ókunna röddin sagði: „Það sem þyrfti, til þess að létt yrði að lifa á jörðunni er eining, eining, eining“. Meðan þessi orð endurómuðu 1 eyrum frú Stafford, var henni bjargað úr greipum dauðans. Frúin var í söfnuði predikarans Moody og nokkrum árum síðar, árið 1881, fór hún ásamt mörgum öðrum í þeim söfnuði til Egyptalands að skoða pýramítann mikla. í ferðalaginu staldraði hópurinn við í Jerúsalem. En þegar þetta fólk sá eymdina og fátæktina þar, fann það köllun hjá sér, sem það ekki fékk staðið á móti. Hópurinn settist að I Jerúsalem og myndaði með sér söfnuð, sem vann fyrir þá hug- sjón að sýna í verkinu kenningu Krists og valdi sér að einkunarorð- um: „Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig“. Þessi nýlenda var stofnuð af nítján mönnum. Þeir lifðu fá- brotn*4^t með sameiginlegu borð- haldi og bænastundum, vitjuðu sjúkra, söddu hungraða og veittu aðstoð munaðarlausum börnum og ólu þau upp. Innilegasta ósk þessa safnaðar var að lifa á sama hátt og hinir fyrstu söfnuðir kristinna manna höfðu gjört og hjálpa með- bræðrum sínum. Sá einingarboðskapur, sem frú Stafford hafði fengið, átti nú að verða veruleiki. Nokkrir úr söfnuð- inum fóru þrem árum síðar til Ameríku i vissum erindagjörðum og komust í kynni við Larsson, sem þá var veatra. Hann fann, að kenn- ingar þeirra voru í fullu samræmi við hans eigin og 1896 skrifaði haan söfnuð'jmm í Nás 0£ skýrðl frá því, að söfnuður sinn í Cicago mundi fara til Jerúsaiem og sameinast söfnuði þar. Hann kastar fram þeirri spurningu í bréfinu, hvort söfnuðurinn í Nás muni ekki einnig vilja flytja til hinnar heilögu borg- ar og þjóna Guði í innbyrðis kær- leika. Söfnuöinum fannst þegar í stað, að hann fyndi hjá sér köll- un til að fara og daginn eftir voru margir farnir að semja um kaup á jörðum sínum. Eftir að söfnuður Larssons í Cicagó, nær 80 manns, var kominn til Jerúsalem, fór Larsson til Nás ásamt Gyðingi ein- um, uppeldissyni frú Stafford og gekk hann undir nafninu Bróðir Jakob. Hann var hámenntaður og tungumálamaður mikill og eftir dauða frú Stafford varð hann and- legur leiðtogi þessa fólks til dauða- dags, 1932. í skáldsögunni Jerúsal- em er það hann, sem hefir fengið nafnið Elíahú. Eftir að beir komu til Dalanna vann Bróðir Jakob sér brátt hylli og trúnað trúbræðra sinna. Hann hvatti engan til að fara og vildi láta innri köllun hvers einstaklings ráða þar öllu um. Þetta voru umbrotatímar í Nás og sumir létu ættingja sína og vini telja sér hughvarf, en aðrir seldu eignir sínar og fóru. 23. júlí 1896 yfirgáfu leiðangursmenn, 35 að tölu, sveit sína. Orðin höfðu ekki verið vegin á gullvog hjá ýmsum síðustu vikurnar og margir haft í heitingum, þar sem þeim sárnaði að tapa vinum sínum og ættingjum út í óviSsuna. Larsson kvað heldur ekki hafa bætt úr með sínu tali og fullyrt er, að hann hafi sagt, að rigna skyldi eldi og brenni- steini yfir Daliná, þegar söfnuður hans væri farinn, líkt og yfir Sódóma og Gómorra forðum. Hvað sem um það er, þá er það staðreynd, segir Anders Olsson, að um leið og pílagrímarnir voru komnir út fyrir landamerkj alínu sveitarinnar dundi yfir þvílíkt ofsaveður með hagli og eldingum, að slíkt hafði ekki átt sér stað í manna minni. Sumir segja að nokkrar skemmdir hafi orðið af haglinu. Rödd samvizkunnar vakn- aði þá hjá mörgum, sem héldu, að kominn væri efsti dagur, því ótt- inn við endalok veraldar lá í loft- inu þetta ár. Predikarinn Fransson hafði t. d. boðað, að dómurinn mundi fara fram um páska 1896. Yfir pílagrímana kom aðeins lítil regnskúr. Hinn 14. ágúst náði söfn- uðurinn heilu og höldnu til ame- rísku nýlendunnar í Jerúsalem og tók frú Stafford á móti þeim eins og bezta móðir, þegar þeir komu þangað með allar byrðir sínar og bakpoka. En umhverfið var nýtt fyrir sveitafólkið og málið því framandi. Margs var líka að sakna, skóganna, árinnar, vatnsins. Vatnsskorturinn var oft tilfinn- anlegur og hefur Selma Lagerlöf lýst því átakanlega í kaflanum: Paradísarbrunnurinn. Mér finnst eft irtektarverð orð, sem Bróðir Jakob skrifaði 40 árum síðar í grein um för sína til Dalanna. Hann segir svo: Það, sem mest hreif mig á ferð minni og dvöl í Dölunum, va.r hin mikla auölegð af vatni. Alls staðar var gnægð vatns, jafnvel brunnar við hvern bæ og lindir í skógunum, brunnar með góðu, tæru vatni og lindirnar glitrandi. En fólkið sá ekki þessa auðlegð af grænum trjám og tæru vatni, sem alls staðar var i kring um það og gleymdi að þakka fyrir það. — Það er svo erfitt að vera þakklátur hér í heimi, þannig skrifar Elíahú. Það voru margar raunir, sem ný- lendufólkið varð að ganga í gegn um, t. d. fjárskort á löngu tíma- bili, þvl það voru lög safnaðarins í fyrstu, að enginn mætti taka borgun fyrir vinnu sína, jafnvel þótt unnið væri fyrir ríkt fólk. Enginn mátti heldur gifta sig innan safnaðarins í öndverðu, en af þeim ástæðum spruttu upp ýms- ar ósannar kviksögur í nágrenninu og misskilningur. Þessu er einnig lýst í skáldsögunni. Og það er beizkur sannleikur, að þessi fámenni hópur, sem fórnaði svo miklu fyrir þá stóru hugsjón að sameina hin stríðandi þjóða- brot og sundurleitu trúmálaflokka, sá um langa hríð hina fáfróðu og sundurþykku Jerúsalembúa sam- einast í því einu að beina úlfúð sinni og undirhyggju gegn þess- um nýlendumönnum, sem ekkert þráðu heitara en guðsríki á jörðu. — Ekki er ósennilegt, að söfnuður- inn hafi hugsað, líkt og Páll postuli á tímabili, að endir alls hins tím- anlega væri svo nálægur, að ekki tæki því að gjöra ráðstafanir gagn- vart framtíðinni. En þessar skoð- anir þeirra áttu fyrir sér að breyt- ast. Einn af þeim, sem fluttu úr Dölunum 1896, Jakob Larsson, frændi Anders Olssonar, skrifar þannig 1936: „Brátt skildist okkur, að heiðarlegt starf er jafnvel í Guðs augum launa vert. Og þegar okkur frá þessu nýja sjónarmiði lærðist að skilja ætlun Guðs með hjónabandinu, þá var hinu langa banni við hjónabandi innan safn- aðarins létt af“. Af þeim ástæðum óx ný kynslóð upp meðal þess safn- aðar, sem farinn var að þynnast. Árið 1896, þegar Dalafólkið flutti til Jerúsalem, dvaldist Selma Lag- erlöf í Þýzkalandi og Belgíu. Um haustið var hún í Landskrónu í Svíþjóð og vann að því að skrifa skáldsögu sína Kraftaverk anti- krists. Efni sögunnar er sótt til Sikileyjar. Svo fátöluð höfðu sænsku blöðin verið um suðurför Dalafólksins, að engar fregnir um hana bárust Selmu Lagerlöf. í jólahefti, sem sænski söfnuðurinn í Palestínu gaf út 1936 er stutt grein eftir Selmu Lagerlöf, sem hún nefnir: Hvernig ég fann efni í skáldsögu. Þar segir hún-: „Allan veturinn hélt ég áfram að skrifa Kraftaverk antikrists, en mér reyndist þetta erfitt verk og miðaði hægt áfram. í verulega góðri skáld- sögu eiga atburðirnir að koma af sjálfu sér. Persónur sögunnar eiga að lifa sínu sérstaka lífi, tala sitt sérstaka mál, en þess konar líf áttu þeir ekki blessaðir Sikileyingarnir mínir, sem ég reyndi að leiða fram Framh. á hls. 37. Vatnsból í Gyðingalandi. Brunnur í Nazaret, hi^ ^ ^ ^ m6Kr Krists> hefir fortakslaust sótt vatn. i. Þar hafa og allir pfU, erímar allra alda sv?1-* þo- -T sínum. Jóhann Briem, máiari hefir tekið myndirnar frá Gyðinealandi. ^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.