Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 13
★ JDLABLAÐ TÍMAN5 19 56 *
13
Bók, sem olli tímamótum í lífi mínu
Allar bæjiurnar í bókasafni afa
míns voru bundnar í svart skinn
og efni, sem minnti á svartan
marmara. Kin mörgu bindi, mis-
munandi að stærö og lögun, voru
hvorki lokkandi né girnileg í mín-
um augum, og var ég þó þegar, tíu
vetra gömul, hinn mesti bókaorm-
ur. En á heimili afa míns voru
ýmsir felustaðir, sem virtust bein-
línis til þess kjörnir aö liggja þar í
leyni með skemmtilega bók, ótrufl-
aður af fullorðna fólkinu, hvort
heldur á heitum sumaardögum eða
fögrum sumarkvöldum, þegar loft-
ið angaði af nýslegnu heyi og nota-
legan kúaþefinn lagði að vitum
manns og engispretturnar suðuðu í
grasinu. Ákjósanlegust var gamla
hlaðan og lystihúsið í garðinum og
grasflötin, þar sem kvenfólkið á
heimilinu var vant að bleikja lín
fyrr á dögum, áður en óðalssetrið
.Vollan var gert að vinnuheimili
! fyrir umrenninga og lauslátar
| stúlkur frá Þrándheimi undir
forstöðu afa míns, sem var maður
guðrækinn. — Þótt ekki væri á-
í rennilegt ákvað ég þó að leita
fanga í safninu hans. Þar urðu
fyrst fyrir mér nokkur bintíi með
| predikunum, hver árgangurinn eít-
f ír annan af Trúboðstíðindunum og
nokkur smásagnasöfn með greini-
legum umvöndunar- og predikun-
j. artón.
— Mér þætti gaman að vita,
hvort þessi hérna er frekar við þitt
hæfi, Sigríður, — sagði herra Mörk,
skrifari afa míns og dró litla bók
fram úr skjalahrúgu á borðinu.
Hún var í svartri kápu eins og allar
hinar og engu girnilegri, virtist
mér. Ég mun víst hafa orðið hálf-
kindarleg á svipinn, er ég leit á
titilblaðið og sá, að þar stóð Njáls
saga, því að herra Mörk hló að mér
og sagði: — Þér er bezt að lesa bók-
ina þá arna, telpa mín, og svo skul-
um við sjá, hvort þú berð nokkurt
skyn á það, sem í henni er. —
Slíka áskorun gat ég auðvitað
ekki staðizt, þótt Njála virtist óneit-
anlega nokkuð hörð undir tönn i
fyrstu. En sú tilfinning hvarf fyrr
en varði. Ég hafði falið mig með
bókina í skógarkjarri handan við
húsflötina, og von bráðar var ég
svo niðursokkin í frásögnina um
gamla ísland, að ég gleymdi því,
að einmitt í dag átti að hirða heyið
og amma min ætlaði inn í ’oæinn
til að verzla og fara í heimsóknir.
Ég átti mér þá eina ösk að mega
vera þama i friði og óáreitt með
þessa bók, sem hafði lokið upp
fyrir mér nýjum heimi og undur-
samlegum. — Ég var komin þar í
frásögninni, sem Njálssynir gera
óvinum sínum fyrirsát við Markar-
íljót. Skarphéðinn rennir sér fót-
skriðu eftir ísnum. Skildi er kastað
að honum, svo að honum skuli
verða fótaskortur. Hann stekkur
yfir og lýstur öxinni í höfuð fjand-
manni sinum, þeim er næstur
Btendur og rennur áfram sem fugl
fiygi.
Ég hafði sleppt írá mér bókinni
Grein eftir Sigrid Undset
■ as
■ s
Grein þessa skrifaði Sigr-
j ia Undset í Anyeriku, þar
fj sem kún dvaldist á síríds-
U árunum og er hún eln í
jj flokki margra greina 07
m fyrirlestra, cr hún samdi á m
jj þessum árum i þeim til-
jj gangi að kynna norskar
jj og norrænar bókmenntir gj
meðal Bandarikjamanna. í
jj œvisögu Sigrid Undset ger- §
jg ir A. H. Winsnes þessa ~
§§ grein að sérstöku umræðu-
1 efni. Telur hann, eins og
ft? hún hefur einnig sjálf gert,
p að kynni Sigr. Undset af
íslenzkum fornhókmenni-
■ um hafi haft grundvallar-
þýðingu fyrir hana sem
■ skáld. Er þvi ekki ófróðlegt
:■■ fyrir islenzka lesendur að
|j kynnast viðhorfi hennar til
j fornsagnanna.
og grúfði andlitið ofan í grasið.
Atburöirnir stóðu mér fyrir hug-
skotssjónum, skýrir, Ijós’ifandi. —
Það olli kvöl. — Ég sá Skarphéðin,
jarpan á hár, fölleitan og fagur-
eygan, en munnijótan nokkuð.
Óhlífinn var hann, til alls vís. íull-
hugi og þó zr sem hiá honum kenni
djúprar beiskju gagnvart örlögun-
um.
Hvernig gat tíu vetra stúlkubarn
skilið þá snilldarmynd, sem hinn
forni sagnaritari dregur hér upp
af mannlegri sál, fullri mótsagna,
merktri af ógæfu? En hjarta litlu
stú'kunnar skalf, þar sem hún lá í
angandi skógarrjóðrinu. Var það
óljós grunur um þær tilíinningar,
sem koma þroskuðum konum til að
bindast misheppnuðum gáfumönn-
um og taugabiluðum?
Ég hafði jafnan verið mjög
hænd að föður mínum, sem var
fornleifafræðingur. Fyrir því var
heimur hinna fornu sagna mér
ekki með öliu framandi. Ég var
kunnug sögu lands míns, enda vön
að hiröa og annast um forn-
menjasafn föður míns. Allt frá
fyrstu bernskuárum hafoi ég farið
höndum um ýmsa hluti og tæki,
er tilheyrt höfðu fornum víking-
um. Nú var mér sem ég sæi þessar
keðjur og brjóstsylgjur glitrandi á
barmi hinnar fögru, grimmlyndu
Hallgerðar, sæi húsfreyju Njáls,
trygga, en stórlynda bera þær. Og
ryðfallin sverðin urðu hvöss og
blikantíi á ný, roðin blóði, hjölt-
in enn hlý eftir hönd Skarphéöins.
Þegar sumarleyfið var á enda og
við komum aftur heim frá Þránd-
heimi, lét faðir minn mig stund-
um lesa hátt fyrir sig úr hinum
fornu sögum. Þetta var síðasti vet-
urinn, sem hann liíði, og nú gat
hann ekki lengur haft fótavist.
i ' i'• : ■'
Sigricl Undsct.
Jafnvel daginn fyrir andlát sitt
las ég fyrir hann — það var
Hávarðs saga ísfirðings. Ef til vill
var það einmitt þess vegna, að mér
varð það fyrst löngu síðar ljóst, að
Hávarðs saga er ekki í hópi hinna
beztu íslendingasagna.
En þótt ég væri að vísu þegar á
unga aldri að vissu leyti undir það
búin að geta lesið hinar fornu
sagnir og notið þeirra, er ég sann-
færð um, að einnig hér í Ameríku
munu margir geta lesið þessar frá-
sagnir frá hinni íslenzku miðöld
sér til ánægju, jafnvel í ríkara
mæli nú en nokkru sinni fyrr. Sú
hugmynd, sem kann að fæla marg-
an lesanda frá þeim, að þær fjalli
aðeins um þjóðsagnir og þjóðtrú,
þurran fróðleik, sem fræðimenn
einir fái notið, sú hugmynd á ekki
við rök að styðjast. Hinn róman-
tíski skilningur á fornum bók-
menntum og þjóðvísum var sá, að
í þeim speglaðist þjóðarsálin, eins
og það var kallað. Þörfin til að
skapa, sem talin er meginhvöt
skáldanna, átti samkvæmt þessu
endur fyrir löngu að hafa gegnsýrt
heilar þjóðir og þjóðflokka, áður
en hún tók að greinast og varð
sérgáfa vissra einstaklinga.
Þýzkir fræðimenn, sem að vísu
hafa unnið merkileg afrek á sviði
norrænna málvísinda, tóku sér-
stöku ástfóstri við þá kenningu, að
í íslenzkum fornbókmenntum bift-
ist'sál hins norræna kynstofns, sem
þeir eru svo lítillátir að telja Þjóð-
verja einnig tilheyra, þótt það sé
raunar ekki rétt. Hinir germönsku
ættflokkar, sem komu alla leið
austan úr Mið-Asíu, voru ekki sama
fólkið og byggði Norðurlönd. Sumir
þessara ættflokka settust að í Mið-
Evrópu og blönduðust keltneskum
og slavneskum þjóðflokkur. Aðrir
tóku sér bólfestu í strandhéruðun-
um við Eystrasalt og norðanvert
Atlantshafs. Þeir urðu sú grein
norrænna manna, sem kunnir eru
fyrir sæfarir og vikingu.
í einum skilningi verður að telja
hinar foi'nu sögur sannnorrænar:
þ. e. ef vér teljum, að þær hafi
hvergi getað skapazt nema í þjóð-
félagi frjálsra manna, manna, sem
báru órofa tryggð til óðala sinna
þótt rýrir landkostir knýju þá jafn-
framt til að leggja í víking og kaup-
ferðir víðsvegar um Evrópu; það
urðu raunar síöar pilaríms- og
lærdómsferðir. En þessar sögur eru
í rauninni hvorki germanskar, nor-
rænar eða norskar. Hinar fornu
bókmenntir íslendinga eru fyrst og
fremst íslenzkar, sögurnar eru verk
einstakra höfunda. Sumir þeirra
voru ekki aðeins hámenntaðir
menn, heldur jafnframt miklir
listamenn, svo sem hinn frægasti
meðal þeirra Snorri Sturluson. Aðr-
ir bjuggu yfir snilligáfu frásagnar-
innar. Þeir gátu gætt verk sín
hrikalegri tign harmleiksins, beiskri
kaldhæðni, eða þau taka hug vorn
fanginn vegna stórfenglegra og
heillandi persónulýsinga. Enn aðrir
voru hins vegar aðeins miðlungs-