Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 29
29 (Framh. af ols. 5) ÍT 't'' y ■ Fjárhúsín s tóðu rireift mn tV ið að fonnim : ■Jð: Lambhús, Cý . u S-U 3hús, Miðgerði ásamt fjárrétt, H ÁO gerði cg hesthúsið á fimmta st únim. Nú standa þau öll á ein- ú: rrt stað í k L'mbhús' /ellinum. R 'úsule g langhús stóðu fyrr á V' :Ö:' gum bæ'um á Árskögsströnö, 't'. ?!. Hámunöarstöðumim báðmn, H'eliu, Krossiirn, Árskógurmm, Sel- •árbakka og yíðar. Munu flest lang- húsin byggð á hákarlaúfcgerðarár- unum, en sjómennska og búskapur hafa jafnan verið stunduð jöfnum höndum á Árskógsströnd. Baðstofa, búr og eldhús voru byggð úr torfi og stóðu að baki langhúsanna (framhúsanna). Búið er nú að rifa gðmlu bæina og byggia steinhús á flestum bæjum. Urðu einkum mikil umskipti í byggingarmálunum eftir jarðskjálftana árið 1934, en pá skemmdust gömlu bæirnir. Á Litla-Árskógssandi bjuggu lengi flestir á loftinu í sjóbúðum, sem grafnar voru inn í sjávarbakkann. :Nú eru húsin þar komin upp á bakkann og fiest byggð úr steini. — Nýja húsið á Stóru-Hámundar- stöðum var byggt 1935. Það er úr timbri, járnklætt og stendur á steyptum kjallara. Notað var tals- vert af viðnum úr gamla langhús- inu. Stendur húsið á sunnanverð- um grunni gamla langhússins og nær lengra suður og fram. Komið var niður á gamlar hleðslur, e. t. v. af fornu bænahúsi. „Bænhús hefur hér að fornu verið; það er nú fall- ið“, segir í jarðabók 1712. Þegar foreldrar mínir fluttu að Stóru- Hámundarstöðum 1909, sáust enn rústir af gamalli skemmu og hesta- rétt norðan við bæinn og stór íiska- steinn stóð bar. Hestastólpi (mikill og mjög núinn rekadrumbur) með keng í stóö á vaípanum suður og frsm af bænum. Smiðjubrot sést enn á hól uppundan bænum. Kálgarðar eru taldir tveir árið 1324, og enn voru þeir tvcir 1909 (á Kvíhólnum og við bæinn). Nú eru garðarnir hafðir í nýrækt. Sprettutíminn er stuttur á Ár- skógsströnd og garðávextir aðeins ræktaðir til heimilisnota. Vallar- garður var enginn 1824, en 1909 var grasigróinn vallargarður ofan við gamla túnið og túnskákir utan hans á Smiðjuhól, Hesthúsvelli og Gerðunum. Túnið var talið 16 dag- sláttur 1824, en var um 20 dag- slátta 1909. Nokkuð af því var þýft. Nú er það slétt og allstórar grasmóaskákir gerðar að túni til viðbótar. Fást af því 16—17 kýr- fóður. Útheysskapur var oft um 300 hestar, en er nú orðinn sáralítill. Rétt við túnfótinn í Miðgerðisholt- inu fannst nýlega kolagröf, cg margar kolagrafir eru á Hámund- arstaöahálsi. Hafa holt og ásar ver- ið vaxin skógi fyrrum, alveg heim að túni. Það sætir nokkurri furðu hve bú- fjáreign virðist hafa verið lítil 1824. Fjárhús aðeins fyrir 28 full- orðnar kindur, hesthús „vel fyrir tvo hesta“ og fjögurra kúa fjós. ★ JDLABLAÐ TÍMANS 1956 * Líklega hefur ábúandi sjálfur átt eitthvað af gripahúsum og þau ekki talin fram í úttektargerðinni. Þnrna er líka snjóþungt mjög og Arna Magnússonar og Páls Vída- líns: „Stóri-Háls, en kallast nú Hálskot, fornt eyðiból í Hámundar- staðalandi utarlega og eru þar Engi og hlíðar — allt í kafi ennþá niður kingir snjó. Hvergi sér á öökkva díla, tírengir Strandar samt ei víla yfir fönn og fennta bíla fálcur traustur sleða dró. Vorið leysir vetrarklakann ‘vindurinn hlýi fer að skaka’ ’hann sunnanhlákan sem mun taka’ ’hann og senda með lækjum út í sjó. kindinni ætláðir 5 baggar af út- heyi til vetrarföðurs. Sauðir hafa að vísu verið léttir á fóðrum og voru látnir ganga í Hámundar- staðahálsi. Sjór hefur eflaust verið stundaður, ásamt búskapnum. Á árunum 1910—1940 voru að jafnaði 80—100 ær á fóðrum, 3—4 hestar og 4—5 kýr. Fjáreign er minni eftir fjárskiptln, en kúabú stærra, þ. e. 10—12 kýr og nokkrir kálfar, 5 hross, 50 ær, 16 lömb (þ. á m. 2 forustugimbrar) og 2 hrútar. Árið 1712 er áhöfnin talin.,5 kýr, 44 ær, 20 saúðir, tvævetrir og eldri, 20 veturgamlir saúðir, 1 hestur, 2 hross og 1 unghryssa. „Fóðrast kann þá 7 kúa þungi“. Örnefni eru mörg í landi jarðar- innar, en fá þeirra merkileg, t. d. Ljúflingshóll, Hálskot, Hálskotslág, Sellág, Selhjalli, Stóri-Hjalli, Svarðarlækur, Hongrýti, Olnbogi, Lausa-Hlein, Skítabrík (hvít af fugladrit), Búðarmýri, Gráskjöidu- fen, Garnir, Lokaörn (hvorttveggja klettagil í fjalli), Garnarhaus, Höllin, Ríplar, sem eru hóia- hryggir, líkt og fellingar, Rípla- tjörn.Nóngil, Gullkelda, Gullkeldu- sund o. s. frv. Hálskotin eru tvö, hið Neðra og Efra. Á Neðra-Háls- koti sjást allstórar bæjarrústir, öskuhaugar, stórt túnstæði (Grund irnar), sem lyng nú sækir á, garða- hleðslur, áveituskurðir, kringlóttir sáðgarðar o. fl. Stekkjartóttir í Sellág spöl frá, úti við hálsinn, sem lengi mun hafa verið skógi vaxinn — og þykir enn beitarland gott. Á Efra-Hálskoti voru fyrr beitarhús frá Stóru-Hámundarstöðum. En aska með miklu af fisktaeinum er þar í jörðu undir hólnum, svo að líklega hefur einhverntíma verið búið þár. Mikið finnst líka af væn- um fiskbeinum í öskuhaugunum á Neðra-Hálskoti. Þarna fyrir neðan eru þá björg við sjóinn, fjaran mjó og engin lending. Hefur fisk- urinn sennilega verið sóttur inn í Hamarsvör á Hámundarstöðum, eða líka út í Hálshorn utan við Hámundarstaðaháls. Gömlu reið- göturnar lágu einmitt fyrrum um Neðra-Hálskot. Þá hefur flest verið flufct á hestum og sumt borið á bakinu. Varð margur hryggsár af því að bera á bakinu tað- og svarð- arpoka og annan varning. Sbr. gamlan „húsgang" kenndan vinnu- konu: „Bakið mitt er bilað mjög, ber það menjar Krossavistar. Það er nú mín þyngsta kvöl að vera sliguð eins og hryssa“. Kerrur komu seint út á Strönd- ina. Var lengstum flutt á reiðingi, og kaupstaðarvarningur á sjó. Krókar og hrip sáust á sfcöku sfcað fram yflr aldamót.------ Hálskot mun að fornu hafa heit- ið Stóri-Háls. Segir svo í jarðabók byggingarmerki af tófta- og garða- leifum, en ekki búið verið frá gam- alli tíð. Aftur má liér byggja því túnstæði er sæmilegt“. Og beit hefur verið góð í kjarr- inu á Hámundarstaðahálsi. í jarða- bókinni er þar talið „rifhris til elöi- viðarstyrks meðtaði undan sauðfé". Nú er hálsinn vaxinn f j alladrapa og lyngi, en melkollar blásnir. Um lendinguna í Hamarsvör seg- ir 1712: „Heimræði hefur hér verið sæmiiegt, en nú varla brúkandi, því sjávargangur hefúr tekið naustið, og er síðan ekkert skipa- uppsátur so þvi sé óhætt fyrir sjávargangi og fær ábúandi því skipsstöou í Hellulandi, þegar að amar, og geldur lóðarfisk þegar þar er lent“. Líklega hefur fjaran breyst eitthvað og eyðst á umliðn- um öldum. Nú er hætt að róa frá Hámundarstöðum og Hellu, útgerð- in hefur flutzt að Litla-Árskógs- sandi, Hauganesi og Rauðuvík. Dugnaðarsjómenn hafa jafnan búið á Árskógsströnd. Þar bjuggu t. d. hinir alkunnu hákarla- og fiski- skipaformenn Jóhann á Selár- taakka, Sæmundur í Stærra-Ár- skógi, Þorsteinarnir á Stóru-Há- mundarstöðum og Rauðuvík, Jó- hann í Litlu-Árskógi, Gunnlaugur á Krossum. Þorvaldur o. fl. Hellu- bændur (sbr. bækurnar „Virkir dagar“ og ,,Hákarlaveiðar“). — Nú sækja menn talsvert suður á vertið. — Hafnargerð er býrjúð á Hauganesi og lagast þá 'skil- yrði heima fyrir. Vélbátar eru allmargir. Nær allar vörur eru nú fluttar á bílum frá Dalvík og Ak- ureyri. — Sjófanginu fylgdi mikill rottugangur. Man ég, sem bg,rn, þegar Gunnlaugur kaupamaður skaut rottu með skammbyssu, út um miðbaðstofugluggann eina sum- arnótt, en rottan hafði áður hlaup- ið yfir andlitið á honum í rúminu! — Vetrarríki er mikið á Árskógs- strönd: Mér er sem eg sigli af hafi sveitin faldar hvítu trafi. — — — Þegar jarða,bókin var gerð 1712 hét ábúandi Stóru-Há- munöarsíaða Sigurður Bjarnason. Um aldamótin 1890 býr þar Jón ólafsson og þarnæst Benedikt Benediktsson. Árið 1810 tekur við jörðinni Hall- grímur Þorláksson frá Skriðu og býr þar lengi. Eftir hann kemur sonur hans Hallgrimur (og nokkur ár einnig Loftur annar sonur hans). Síðan Flailgrimur Hallgrímsson yngri (d. 1886). Af honurn tekur við Þorsteinn Þorvaldsson skipstjóri og bjó síðar með honum tengdasonur hans Baldvin Þorvaldsson. Vorið 1909 flytur Davíð Sigurðarson frá Ytri-Reistará að Störu-Hámundar- stöðum, (kaupir síðar jörðina) og býr þar til laust fyrir 1950 er Har- aldur sonur hans tekur við jörð- inni — og býr þar nú. — Helgi magri bjó á Hámundar- stöðum hinn fyrsta vetur, en hinn fyrsti eiginlegi bóndi þar var Há- mundur heljarskinn tengdasonur Helga, og fyrstu húsfreyjurnar Þórunn og Ingunn. Hámundur var „svartur mjcg“ yfirlitum, enda var hann ekki hreinn Norðurlandabúi, því að móðir hans var Ljúfvina, dóttir konungs eins austur á Bjarmalandi. En í föðurætt var Hámundur kominn af norrænum herkonungum. (Hjör, Hálfr, Hálfs- rekkar). Föðurætt Helga magra var frá Gautlandi í Svíþjóð, en móðir hans, Rafarta, var írsk. Hafa hinir fyrstu Ilámundarstaðamenn verið af all-blönduðu kyni. Hámundur f-lutti seinna inn í Eyjafjörð i ná- grenni Helga. Ekki er vitað hver við tók af Hámundi á Hámundar- stöðum. Eru nú liðnar nær 11 aldir síðan Helgi og Hámundur, Þórunn og Ingunn stigu þar á land og hafa líklega lif.að á Hámundarstöðum um eða yfir 30 kynsióðir. Blendinn mjög var Helgi í huga, hversdagslega trúði á Krist. En í þrautum Þórr bað duga; þrúðug heiðnin dýpst var rist. Hrútfirðinga Borðeyri óskar öllum jélagsmönnum sínum og öðrum viðskiptavin- um gleðilegra jóla og nýárs. Þökk fyrir gott samstarf frá liðna árinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.