Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 34

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 34
34 JDLABLAfí TIMAN5 1956 — Númer 95. Mittisvídd 110, til- kynnir Kaj. — Og að hún gæti skipt, ef þær pössuðu ekki. — Hahaha hehehe, hlær Kaj. Júlla frænka verður að nota átta- vita til að komast úr þeim. Raunir föður hans fá ekki vitund á hann. Þá er dyrabjöllunni hringt. Fjölskyldan heyrir og þekkir rödd Júllu frænku og fjölskyldu- limirnir tvístrast í ailar áttir án þess að ræða þennan fyrirburð. Aðeins frúin vogar að horfast í augu við hættuna og heldur til móts við Júlíönu. Forstjórinn á bágt þar sem hann leynist í skrifstofu sinni. Ætlar Júlla frænka virkilega að myrða hann á þessu hátíðakvöldi? Eða ætlar hún bara að tilkynna honum að hann sé gerður arflaus og auð- ur hennar renni til stofnunar fyrir vanhirta kanarifugla eða í sjóð til að efla siðferði og velsæmi með stórkaupmönnum og forstjórum? Tíminn líður. Hann heyrir radd- ir konu sinnar og frænku, þær virð- ast tala saman af mestu ró og spekt. Loks verður biðin honum óbærileg og hann læðist að dyr- unum og gægist inn í stofuna til þeirra. Nei, þarna eru engar æsing- ar. Konan hans situr á tali við Júllu frænku — og hún glottir. Svei mér þá, konan hans glottir! Þá heyrir hann skrækan kerlingar- róm Júllu: — Híhíhí, aldrei hefði mér dott- ið í hug að hann Kalli gæti verið svona sniðugur. Að vera að narrast að mér afgamalli kerlingunni. Mér fannst ég verða að koma til ykkar, ég hlýt að skemmta mér vel hjá ykkur! Aaah! Forstjórinn hnígur niður í hægindastól, þungu fargi er af honum létt. Nú er honum óhætt að fá sér vindil, jólavindil. Síðan gengur hann virðulega til móts við frænku sína og kyssir hana á gler- hart kinnbeinið í kveðjuskyni. Honum er borgið. Kvöldinu er borgið. Og — hver veit? — kannski • hefur hann loksins hlotið stóra vinninginn. Ferðamenn! / Mjólkurbar Mjólkursamsölunnar er framreiddur heitur og kaldur matur. Smurt brauð, skyr og rjómi allan daginn. Allir ferðamenn eiga leið hjá Mjólkur- barnum Laugaveg 162, er þeir koma til Reykjavíkur. Miólkursamsalan Állt á sama stað Sparið tíma, eldsneyti og peninga, notið aðeins GHAMPION KERTI. Það er sama hvaða bílategund þér eigið, það borgar sig að nota ný CHAMPION-KERTI. Öruggari ræsing, meira afl og allt að 10% eld- neytissparnaður. Það eru um 100.000.000 — hundrað milljón CHA MPION-KER TI daglega í notkun í heiminum. GILL VILHJÁLMS kerti H.F. Laugaveg 118 - Sími 81812 ' ý- - -A'l Z '■ 5!,!i!i!i(i!i!i!i!i!i!i!i!}!}!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i(i!i!i!i!i!i!i!i!i55(i!}!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!,5!i!i!i!i!}!}!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i!i^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.