Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 2
Píramídar ,viðreisnarinnar‘ Fyrr á árum var oft rætt um þegnskyíduvinnu. Ýmsir töldu hana í senn afl mikilla afreka cg uppeldisrá'S. Menn vildu láta skylda ungt fólk milli fcrmingar oig tvítugs til þess aS vinna á ári hverju nokkra daga hjá ríki, bæ eða sveitarfélagi. Þegnskyldu- vinnu skyldi beint að því að vinna nyt.javerk fyrir framtáðina, græía la.nd og rækta, hjálipa olnboga- börnum, byggja framtíðarhús — reisa hugsjónum musteri. S'lík þegnskylduvinna var tíðkuð víða um lönd fyrr og síðar, á einstaka landi í þjónustu hins góða hlut- skiptis, en víðar til ills, svo sem til þess að reisa harðstjórum ha.llir cða þjóma fordild þeirra í lífi og dauða. Slíka þegnskyldu- vinnu höfum vi'ð gjainan kall'að, skylduvinnu eða jafnve'l nauð- ungarvin.nu. Þegnskylduvinmm var aldrei í lög leidd á íslandi, en mcnn lögðu hana oft á srjg af frjálsum vilja til þess að vi.nna góð verk. Skyldu- vinnia og jafnvel nauðunigarvinna var hins vegiar af hendi leyst á mörgum dimmum öldum og í mörgum mynduin. Leiiguliðar unnu af sér lands- skuldir, og við möng höfuðból ís-j lenrk voru kot í túnfæti, og skyldu kotbúar vinna stórbónda sínum dag og dag, óða jafnvel þegiar hann þurfti með, cg vildi þá oft verða frávikasamt við eigin bú- störf og eftirtekja rýnna. Ofan á þann stranga vinnudag, sem til þurfti að afla sér og sínum lífs- viðurværis, urðu menn að gefia öðrum aukavinnu. Þessar kvaðir á mönnum þóttu aldrei neinn feg- urðanauki á íslenzku lífi, og á þessari öld hé'ldu menn sig alveg leysta af slíkum lénsklafa. Menn héldu, að þeim áfanga væri end- anlega náð, svo að aldrei þyrffi úr honum að hopa framar, að dagvinnustimdir munu nægjia til þess að veita hverjum manni brýnustu lífsþarfir. Að vísu töldu men.n oftast, að þeir bæru of lítið úr býtum fyrir venjulegan vinnu- dag, og að því mætti stefna að eftirtekja hans yrði meiri en allra brýnjustu nauðsynjar. Menn töldu, að stefna mætti fram á leið og flest ár Var það 'gert. En þáttaskil urðu í þessum cfn- um árið 1959. Þá var allt í einu farfð að þrýsta mönnum aftur á bak. Þó að stundum hefði staðið í stað áður, höfðu menn þó til þessa þraukað í sömu sporum. Nú vöknuðu menn allt í einu upp við það, að hinn ákveðni vinnudagur dugði þeim ekki til þess að friam- fleyta sér og sínum. Þctta hefur mönmum orðið æ Ijósara eftir því sem lengra hefur liðið, og loks stungu staðreyndimar svo í augu, að ritstjóri annars blaðsins, sem styður þá ríkisstjórn, scm að þess- um stórmerkjum stendur, igat ekki orða bundizt og lýsti yfir í blaði sínu, að þeir, sem aðeins ynnu lögverndaðan og venjulegan vinnu dag, MUNDU VERÐA HUNGUR- MORÐA. Þess vcgna ynnu allir nú miklu meira og flestir tvö- faldan vinnudiag. í Morgunblaðinu i fyrnadag —- hinu stjórnmálagagninu — mátti lesa auglýsingu frá manni, sem óskaði eftir vinnu en tók það fram, að þiað yrði að vera á t'íma- bilinu milli kl. 7 að kvöldi og átta að morgni. Aðrar stundir átti hann ekki aflögu. Þetta var ekk- ert merkileg auglýsinig — aðeins táknræn um ástandið. Sú stjóra, sem situr á íslandi núna, hefur lagt á menn skylduvinnukvaðir, cig þær verða menn að leysa af hendi. Það er auðvitað sjálfagt, að menn vinni eftirvinnu, þegar hún fæst og menn vilja — EN AÐEINS EF MENN VILJA. En það er angi af þrælahaldi miðialda, ef menn verða NAUÐUGIR að vinna meira en fastan vinnudag til þess að geta haft í sig. Það er það, sem hcfur gerZt. íslenzk ríkis stjórn hefur tekið nokkur pund úr þeim bagga, sem lénshernar cg einvaldar hafa laigt á fólk á ýms- um öldum, og lagt á herðar ís- lenzkra þegna sinna í dag. Hún hefur innleitt vinnuskyldu, þar sem flestir þegniar verða að leysa af hendi NAUÐUNGARVINNU FYRIR VIÐREISNINA. „Við. rei’snin" er píramídi hennar, sá píramídi, sem hún Iætur nú rei'sa í skylduvinnu. Sá píramídi á að verða musteri stórkapítalismans, eiinkaiauðs og fjárbralLsmianna. Þetta musteri er ríkisstjórni,n nú að striíast við að reisa með naúð- ungarvinnu landsmanna, NAUÐ- UNGARVINNU MEÐ NÝJU SKIPULAGI. FuIItrúar einkaigróð ans fylgjiast með tíma og tækni. Nú er ekki hafður sá háttur á að kotbændur láti stórblöðum í té vinnudaiga eins og áður á c'ldum, en það stefnir a'ð sama marki að lá'ta menn verða að leggýa á sig aukavinnu til þess að geta fram- fleytt sér — því marki að auðga fámenna sérgróðastétt. Þunniig kemur nauðungarvinnan aðeins fram aftur í ,nýju gervi. Það mun lá'ta nærri, ,a'ð tíu stunda vinnudaigur verkamanns á íslandi núna veiti honum sömu lífsnauðsynjar og átta stunda dagur 1958, og gcrir þó víst ekki betur. Þessar t»/ær aukastundir cru vinnuskylda „viðreisnarinn- ar“, kauplaus nauðungarvinna, sem rikisstjórnk, hefur laigt á al- menning í þágu þeirra fáu, sem græða. — Hárbarður. MINNING Steinunn Þórarinsdottir Breiðabólstað, Suðursveit ÞaS var fyrir 45 árum, að ung hjónaefni fluttu í ^mitt byggðar- lag, en byggðarlagið er kallað Breiðabólstaðarbæir, dregur nafn af höfuðbólinu Breiðabólstað, 4and námsjörð Hrollaugs Rögnvaldsson- ar jarls af Mæri. Hin býlin í byggð inni eru Gerði og Hali á sínum tíma byggð úr Breiðabólstað, og Lundur, nýbýli frá Hala, kemur í byggð 1939. Það hefði ekki verið í frásögur færandi þó hjónaefni flyttu á jörð til búsetu, en af því það *bár að á sérstakan hátt þá byrja ég þessi mihningarorð mín með því að segja frá því. Þegar ég var að alast upp og fram á mín fullorðins ár, bjuggu þrír bræður á áðurnefndum jörð- um, synir Steins Þórðarsonar á Breiðabólstað. Á Gerði bjó Þórar- inn ok kona hans, Guðleif Bene- diktsdóttir frá Hala. Á Hala Þórð- ur, kona hans, Anna, systir Guöleif ar; og á Breiðabólstað Björn, ó- kvæntur, en bústjórnina innan bæjar hafði Þórunn móðir hans seinni kona Steins.t Steinn faðir þeirra bræðra varð blindur um sextugt, en dvaldi hjá Birni og hafði lengi fram eftir árum bú- stjórn með honum. Þegar fram liðu stundir greip einhver útþrá Björn. Fékk hann þá, Þórarin bróður sinn til að fara að Breiðabólstað með fjöl- skyldu sína og taka þar við búi. Þetta gerðist vorið 1905. Gerði tók þá Ketill Jónsson, gamla föður- leifð, og hóf þar búskap. Þá var móðir hans, Oddný Sveinsdóttir, enn lifandi, var áður hjá Þórarni á Gerði. Eftir þrjú misseri kom Björn Umboðsmenn TÍMANS ÁSKRIFENDUR TÍMANS og aðrir, sem vllja gerast kaupendur blaðsins I Kópa- vogl, Hafnarflrði og Garða- hreppi, vinsamlegast snúl sér til umboðsmanna TÍMANS, sem eru á eftlrtöldum stöð- um: * KÓPAVOGI, að Hlíðarvegi 35, síml 14947. * HAFNARFIRÐI, að Arnar- hraunl 14, sími 50374. * GARÐAHREPPI, að Hof- túnl vlð Vífilsstaðaveg, sími 51247. aftur að Breiðabólstað og tók við bústjórn af Þórarni, en Þórarinn og fjölskylda hans, sem ekki var farin í aðra vist, hélt áfram að vera á Breiðabólstað. Haustið 1913 fékk Björn aðkenn ingu af slagi, varð hann aldrei samur maður eftir það. Sumarið 1917 fór lasleiki hans í vöxt, var hann ekki vinnufær það sumar. Þegar á haustið leið, þyngdi hon- um og í nóvember andaðist hann. Þegar Björn fann hvað að fór, vildi hanri" ráðstafa síriu lieimili á þann hátt að foreldrum hans ?yirði tfýggð framtíð meðan þeim entist aldur, en aldur þeirra var þá orðinn hár. Um þessar mundir varð það hljóðbært, að Steinunn dóttir Þór arins, bróður Bjöms og Þórhallur Bjarnason á Kálfafelli í Suður- sveit, væru heitbundin. Gaf Björn þá út gjafabréf þar sem hann gaf þessum hjónaefnum allar eigur sín ar, fastar o.g lausar, þar á meðal jörðina Breiðabólstað, gegn því að þau flyttu þangað og sæju fyrir for eidrum hans meðan þau lifðu. — Þetta voru hjónaefnin, sem fluttu að Breiðabólstað fyrir 45 árum, til búsetu þar. Nokkuð umtal vakti þessi ráð- stöfun Björns, að fá unglingum rúmt tvítugum, allar eigur- sínar í hendur á þessu gamla og gróna heimili. Þar sem aldrei hafði vant að neitt, mælt á þeirra tíma vísu. Líklega mundi þetta fara svo að öllu yrði sóað og gömlu hjónin lenda á sveitina. En dagdómar fólksins reynást ekki alltaf réttir, og svo varð hér. Búskapurinn á Breiðabólstað var rekinn í nokkuð sama formi og áður, nema það sem meira þurfti til heimilis að leggja vegna stækk andi fjölskyldu ungu hjónanna. Þeim gömlu hjónum, Steini og Þórunni, reyndust þau sem úm foreldra þeirra væri að ræða. — Steinn var spurull, vildi vita um allt sem var að gerast. Með alúð en engum styttingi, svöruðu ungu hjónin honum. Þetta var gamla manninum ómetanlegt í blindni sinni, og eftir hinn mikla sonar- missi. Einatt sagði Steinn við Þór- hall, þegar hann kom inn frá vinnu sinni. — Seztu hérna á rúmstokk- inn hjá mér, Þórhallur, og segðu mér hvað mikið var hirt í dag, eða ef réttað var, — heimtirðu vel?. Vantar þig margt? Seturðu mörg lömb á, karlinn? Varaðu þig á heyinu. Hvenær á fyrsta kýrin að bera hjá þér? Úr öllu þessu og öðru leysti Þórhallur með svo mikilli alúð að gamli maðurinn varð eitt bros. Mörg ár lifðu þau Steinn og Þórunn eftir að Stein- unn og Þórhallur tóku við búi á Breiðabólstað. Þau létust í hárri elli, einkum Steinn, sem var nær tíræður þegar hann lézt. Fyrir fáum dögum var hús- freyjan á Breiðabólstað, Steinunn Þórarinsdóttur flutt til grafar að Kálfafellsstað, eftir 45 ára ástríka sambúð við mann sinn, Þórhall Bjarnason. Hún lézt 3. apríl s. 1., á Sólvangi í Hafnarfirði, eftir að hafa dvalizt þar og á sjúkrahúsi í Reykjavík rúmt ár. Frá Breiða- bólstað var útför hennar gerð, þar kvaddi hún vini og vandafólk hinztu kveðju á svölum apríldegi. Steinunn var fædd á Gerði (áður nefnt) 29. júlí 1895. Foreldrar hennar voru Guðleif Benediktsdótt ir og Þórarinn Steinsson, bæði af góðum ættum komin. Á Gerði ólst Steinunn upp fyrstu æskuárin. — Fluttist að Breiðabólstað með for- eldrum sínum 1905. Þar dvaldist ihún fram á fermingaraldur að hún fluttist að Sléttaleiti í Suður sveit til Þórunnar systur sinnar og manns hennar Þorsteins Jóns- sonar, sem þar voru að byrja bú- skap. Eftir nokkur ár fór hún það- an til Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Þórðar Jónssonar á Kálfafelli. Þar á næsta bæ kynntist hún manns- efni sínu. Árið 1918 fluttu þau að Breiðabólstað sem áður getur og giftust það sumar. Þau Steinunn og Þórhallur eign uðust átta börn, þar af eru tvær dætur þeirra látnar, Steinunn lézt rúmlega þrítug, og Sveinbjörg lézt í æsku. Dæturnar sem eftir lifa eru: Rósa, ógift, hefur nú bústjórn innan bæjar hjá föður sínum; Rannveig húsfreyja á Kálfafelli, Suðursveit, gift Steinþóri Bene- diktssyni; Jóhanna, húsfreyja í Reykjavík, gift Gunnari Jóhanns- syni verkamanni. Synir þeirra eru þrír: Bjami, Steinn og Þórir, en um tvítugt bilaði heilsa hans. Allir eru þeir ókvæntir. Lengst af í sumar dvaldi Bjarni syðra móður sinnl til ánægju í veikindum henn ar, og heimsótti hana daglega á sjúkrahús það, sem hún dvaldi á. Það var með • Steinunni eins og fleiri íslenzkar hsúfreyjur, að hún helgaði heimilinu fyrst og fremst krafta sína. Þar er verkefnið oft- ast nóg, en aðstaða misjöfn að leysa þau af hendi. Það vill því verða lítill tími til andlegra starfa. En húsfreyjurnar hugsa og álykta þó um það standi sjaldnast mik- ill styr, það sýna kvenfélögin bezt. Steinunn var mesta dugnaðar kona að hvaða verki sem hún gekk, frjáls í hugsun og vildi öll- um vel. Hún var laus við allt um- tal um fólk og sízt af öllu gerði hún sér dátt að þvi er miður mátti hjá náunganum. Breiðabólstaðar- heimilinu var viðbrugðið fyrir drenglyndi og hjálpsemi, þar hafa hjónin Steinunn og Þórhallur mark að stefnuna og ekki spilltu börnin Deila á Reykjanesi f fumi því, sem einkennlr áróður íhalds og kommúnlsta gegn Framsóknarflokknum eru fáránlegar þversagnir og mót- sagnir, einkum um það, með hverjum Framsóknarflokkurinn vilji og ætli að vinna eftir kosn ingar. Meginlínan hefur verið sú, að kommúnistar sögðu, að Framsóknarflokkurinn vildi í stjóm með ílialdfnu, en Sjálf- stæðísmenn, að hann þjónaði kommúnistum og vUdi í stjóm með þeim. Svo rann út í fyrir íhaldsfor kólfunum, og þeir segja nú ým- ist að Framsókn ætli í stjóm með íhaldi eða kommum, og nú virðist verkaskipting helzt vera sú, að Bjami segir, að Framsókn ætli með íhaldinu í stjórn en Ólafur að hún vilji í stjórn með kommum. Snýst vindmyllan þannig daglega. Þessi öldulireyfing færist svo út í kjördæmln, og er sá buslu gangur einna hjákátlegastur I Reykjaneskjördæmi um þessar mundir gegn Jóni Skaftasynl. Kommar þar hafa lengl sagt hann íhaldsslnna og kallað hann jafnvel hernámssinna. En svo hrópar íhaldsblaðið Land- nám, að Jón sé laumukomm- únistl og ætli séir að verða dómsmálaráðherra í stjórn með kommum. Þarna sló heldur í baksegl, en nú hefur Keilir, blað komma á Reykjancsl, fund ið þá skýringu, aS Jón muni hafa pantað þessl skrif í Land nám, og hann sé óskabam íhaldsins o.s.frv. Er þannig mikil deila uppi milli íhalds og komma um það, 'hvort Jón sé heldur laumu- kommúnisti eða óskabam íhaldsins. Verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur næst í deilunni. þar um, eftir að þau komu tH ráða með foreldrunum. Slíka sam- ferðamanna er alltaf gott að minn ast. Steinunn var ein af þeim ellefu sem fyrst stofnuðu U.M.F. Vílir, og ritaði- greinar í blað þess. Einn ig var hún ein af fyrstu stofnend- um kvenfélagsins Ósk. Félagshyggj an var Steinunni áreiðanlega í blóð vorin, en heimilisannríki varð þess valdandi að hún gat ekki fylgt þar eins fast á eftir eins og hugur stóð til. Við Steinunn höfðum verið I ná búð frá barnæsku, fyrst sem börn og lékum okkur saman í stærri barnahóp, þá var oft kátt I rökkr- inu á kvöldin. Siðar höguðu at- vikin því, að við urðum húsráðend ur hvort á sínu heimili I sama tún inu, hátt I hálfa öld. Það er ánægju legt nú að leiðarlokum að geta kvatt þessa leiksystur og sambýlis konu með virðingu og þökk, fyrir langt samstarf sem hvívetna ein- kennist af manndómi og drenglund hjá hinni látnu frænku minni. Steinþór Þórðarson. TRliLOFUNAR HRÍNGIR ^AMTMANNSSTIG 2 HALLDÓR KRISTINSSON qullsmiður Slmi 16979 katffi. TIMINN, sunnudaginn 12. maí 19G3 _ 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.