Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 22
 ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER Menn eiga ef til vill aldrei eftir aö vita allan sannleikann um þing- húsbrunann. Nær því allir, sem um hann vissu, eru nú látnir, flest ir þeirra drepnir af Hitler mánuð ina eftir brunann. Það var ekki einu sinni hægt að upplýsa málið fullkomlega við Nurnberg-réttar- höldin, enda þótt nægilegar sann anir séu fyrir hendi til þess að fullyrða, með nokkurri vissu, að það voru nazistar, sem skipulögðu brunann og komu honum af stað til þess að þeim mætti takast að ná sínum eigin þólitisku takmörk- um. Neðanjarðargangur lá frá Þing forsetahöll Görings yfir að þing- húsinu og átti að vera fyrir mið- stöðvarkerfið. Að kvöldi hins 27. febrúar fór Karl Ernst, fyrrum hóteldrengur, sem orðinn var SA- foringi í Berlín, með litla sveit stormsveitarmanna eftir þessum gangi til þinghússins. Þar vættu þeir allt með olíu og sjálfkveikj- andi efnum, og síðan flýttu þeir sér til baka til hallarinnar, sömu leið og þeir komu. Á sama tíma hafði treggáfaður hollenzkur kommúnistí, sem þjáðist af í- kveikjuæði, Marinus van der Lubbe, komizt inn í þessa stóru og niðdimmu byggingu, þar sem hann þekkti ekki tU, og kveikt nokkra smáelda hér og þar. Þessi heimski brennuvargur barst naz- istum upp í hendurnar, eins og væri hann þeim af himnum send- ur. S.A. höfðu tekið hann hönd- um nokkrum dögum fyrr, eftir að heyrzt hafði til hans á bar, þar sem hann hrósaði sér af því að hafa gert tUraun til þess að kveikja í nokkrum opinberum byggingum og hafði nú í hyggju að reyna næst við þinghúsið sjálft. Sú tilviljun, að nazistar höfðu fundið vitskertan kommúnista- brennuvarg, sem hafði einmitt í hyggju að gera það, sem þeir sjálf ir höfðu ætlað sér að gera, virð- ist ótrúieg, en ýmislegt styður þessa tilgátu samt. Hugmyndin um brunann átti án efa rætur sínar að rekja'til þeirra Göbbels og' Gör- ings. Hans Gisevius, starfsmaður í prússneska innanríkisráðuneytinu á þessum tíma, bar það í Niirn- berg, að „það hafi verið Göbbels sem fyrstur lét sér detta í hug, að kveikja í þinghúsinu", og Gestapo-foringinn Rudolf Diels, þætti við í framburði sínum, að „Göring hafi vitað nákvæmlega, hvernig kveikja átti í“, og hefði skipað honum „að útbúa fyrir brun ann, lista yfir fólk, sem handtaka skyldi eftir að hann hafði átt sér stað“. Franz Halder, hershöfðingi, yfirmaður þýzka herforingjaráðs- ins fyrst í síðari heimsstyrjöldinni, sagði frá því í Niirnberg, hvemig Göring hefði við eitt tækifæri gort að yfir afreki sínu. — Við miðdegisverð, sem hald- inn var í tilefni af afmælisdegi foringjans 1942, barst samtalið að þinghúsbyggingunni og hinu list- ræna gfldi hennar. Eg heyrði með mínum eigin eyrum, þegar Gör- ing rauf samræðurnar ogjirópaði: „Sá eini, sem veit eitthvað í raun og veru um þinghúsið, ér ég, því ég kveikti í því“! Um leið sló hann sér á læri með flötum lófanum. Það virðist augljóst, að van der Lubbe iét nazistana leika á sig. Hann var hvattur tfl þess að kveikja í þinghúsbyggingunni, en stormsveitarmennirnir áttu hins vegar að sjá um aðalverkið, auð-. vitað án þess að hann vissi nokk uð um. Það kom reyndar fram við réttarhöldin, sem fram fóru á eftir í Leipzig, að hollgnzki hálfvitinn hafði ekki það til að bera, sem þurfti tfl þess að geta kveikt í svo mikilli byggingu á svo skömmum tíma. Tveimur og hálfri mínútu eftir að hann hafði komizt inn, var hinn mikli aðalsalur alelda. Hann hafði aðeins skyrtuna sína til þess að kveikja í með. Samkvæmt fram- burði sérfræðinga við réttarhöldin, höfðu aðaleldarnir verið kveiktir með miklu magni af olíu og alls konar efnum öðrum. Greinflegt var, að einn maður gat ekki hafa komið öllu þessu inn í bygginguna, og það hefði heldur ekki verið hægt fyrir hann að kveikja svo marga elda samtímis á svo mörgum ólíkum stöðum á svo skömmum )ima. Van der Lubbe var handtekinn á staðnum, og Göring, eins og han skýrði réttinum frá á eftir, vildi helzt hengja hann á stund- inni. Næsta dag gaf Ernst Torgler, þingforingi kommúnista, sig fram við lögregluna, eftir að hann hafði heyrt, að Göring hafði bendlað hann við málið, og nokkrum dög- um síðar handtók lögreglan einnig Georgi Dimitroff, búlgarskan kommúnistaleiðtoga, sem síðar varð forsætisráðherra Búlgaríu og tvo aðra búlgarska kommúnista, Popov og Tanev. Réttarhöldin sem frarn fóru yfir þeim við hæstarétt inn í Leipzig, urðu nazistum frem ur til ógagns, þó sérstaklega Gör- ing, sem Dimitroff tókst auðveld- lega að æsa svo upp með fjölda flókinna spurninga og gagnspurn- inga, að hann gerði sig að fífli, en Dimitroff varði sig sjálfur. í eitt skipti hrópaði Göring, að því er segir í skýrslu réttarins: — Út með þig,. þorparinn þinn! Dómarinn (við lögreglufor- ingja): Farið út með hann. Dimitroff (sem verið var að leiða burtu): Eruð þér hræddir við spurningar mínar, Herr Minist erprasident? , Göring: Bíddu bara, þorparinn þinn, þangað tfl við höfum náð þér út úr þessum réttarsal! Torgler og Búlgararnir þrír voru sýknaðir, enda þótt þýzki konim- únistaforinginn væri þegar í stað settur í „gæzluvarðhald", og þar var hann, þangað til hann lézt í síðari heimsstyrjöldinni. Van der Lubbe var fundinn sekur og líf- látinn. Réttarhöldin vörpuðu sterkum grun á Göring og nazistana, þrátt fyrir undirgefni réttarins við naz- istayfirvöldin, en þessi grunur kom of seint, til þess að hann hefði nokkra hagnýta þýðingu, því Hitler hafði ekki látið neinn tíma fara forgörðum, áður en hann not 38 færði sér þinghúsbrunann tfl hins ýtrasta. Daginn eftir brunann, 28. febrú- ar, fékk hann forsetann til þess að undirrita ákvæði „til varnar þjóðinni og ríkinu“, þar sem af- numin voru sjö hlutar stjórnar- skrárinnar, sem tryggðu persónu legt og borgaralegt frelsi. Þessu var lýst, sem „vörn gegn ofbeldis- aðgerðum kommúnista, sem ógn- uðu ríkinu". í ákvæðunum sagði . . að leyfilegt væri að leggja frekari hömlur, en lög hefðu hingað tfl sagt um, á persónufrelsi, skoðana- frelsi, frelsi blaðanna, og sömu- leiðis mætti skerða rétt manna til þess að koma saman og mynda fé lög. Þá var leyfilegt að hafa af- skipti af bréfa, skeyta og símsam bandi manna í millum og gefa mátti út heimildir til húsrann- sóknar og skipanir um eignarnám og skerðingu eignarréttar. Auk alls þessa var ríkisstjórn- inni heimilað að taka algjörlega í sínar hendur stjórn smáríkjanna, þegar nauðsyn krefði, og kveða upp dauðadóma fyrir allmarga glæpi, þar á meðal, ,fyrir alvar- lég-t ónæði“ af völdum vopnaðra manna. Þannig var Hitler fær um, ekki einungis löglega, að stinga upp í andstæðinga sína og handtaka þá á augabragði, ef hann óskaði þess, heldur hafði honum einnig tekizt að gera milljónir miðstéttafólks og bændafólks svo utan við sig af skelfingu, með því að gera hina uppblásnu kqmmúnistahættu ,.op- inbera" að það trúði því, að greiddi það ekki Þjóðernissósíalista atkvæði sitt í kosningunum, sem fara áttu fram innan einnar viku, myndu bolsévíkkar ná völdum. — 47 við, — og það veitir mér leyfi tfl að ferðast um allt landið að eigin geðþótta. Lögreglumennimir — sem voru sex í hóp — athuguðu skjölin. Petrov lækkaði ljósin. Hann bað I hljóði, að Blanche bærði ekki á sér og að lögreglan myndi ekki skipa honum að stíga út úr bíln- um meðan þeir rannsökuðu hann. Og hann bað einnig að flugwélinni seinkaði um örfáar mínútur. Hann hlustaði eftir vélarhljóði, ef flug- vélin kæmi núna . . . þá varð hann að vera snar í snúningum. En skollans óheppni — einmitt þegar þau Blanche voru að sleppa úr allri hættu — Hvert er förinni heitið, félagi? spurði Kínverjinn, sem var sýni- lega foringi þessarar deildar. — Tfl Kowloon í erindagjörð- úm, sem aðeins koma mér og Mwa Chou við. Leynflegar erinda- gjörðir, bætti hann yfirlætisfullur við. — Mwa Chou er mjög véikur, það er vafasamt að hann lifi það af. — Og það er einmflt ástæðan tfl þess, að hann er ekki með mér, anzaði Petrov hinn rólegasti. — Áætlunin var sú, að við færum til Kowloon saman, en nú bað hann mig að fara einan og ljúka tþessu .... —Hvers vegna sendi hann engan með yður, félági? spurði Kínverj- inn tortrygginn. — Vegna þess að honum fannst ekki rétt að 'gera það. Mwa hefur smitazt af faraldri og allir, sem vinna hjá honum eru hugsanlegir smitberar. Eg talaði við hann gegn um glerrúðu, bætti Petrov við. — Og þar sem mér var fulkomlega Ijóst, í hverju verkefni okkar var fólgið, bað hann mig að fara ein an. Eg var bólusettur þegar ég fór úr aðalstöðvunum. Hershöfð- inginn er kannski mjög sjúkur, fé- lagar, en ég lief það frá áreiðan legum heimildum, að hann muni ná sér og þá held ég ekki að hann muni auðsýna þeim nema misk- unn, sem töfðu mína för........... Þefta verk er mjög þýðingarmik- ið og gleymið ekki að ég er rúss- neskur ríkisborgari og er hér til að starfa með hershöfðingjanum og öðrum háttsettum embættis- mönnum í leyniþjónustunni. Bersýnil'egt var, að þetta hafði áhrf iá Kínverjann og hann hik- aði eilítið og sagði síðan.: — Gott og vel, félagi. Þér meg- ið hal’da áfram förinni. En það er bezt, að tveir manna minna fylgist með yður. Fjandinn sjálfur, hugsaði Petr- ov, þá verð óg að ryðja þeim úr vegi, þegar hinir eru farnir. En fyrsl varð hann að reyna annað bragð. — Fábjáni, hrópaði hann ösku- reiður. — Ef þér hafið vonir um forfrömun, er tími til kominn að þér reynið að nota heilabúið. Hald ið þér ekki, að Mwa Chou hefði sent menn með mér, ef hann' hefði talið það nauðsynlegt? Eg hef sagt yður, að ég fer tfl Kowloon í leyni- legum erindagjörðum og þær verða að mimnsta kosti ekki leyni- legar lengi, ef ég kem þangað í fylgd með lögreglumönum á mófor hjól'um. En gerið eims og yður lízt bezt, ég segi yður aðeins, að ekki mun óg ábyrgjast afleiðingarnar. Kínverjinm hikaði ekki lengur. — Akið áfram, félagi, sagði hann. —' Skjöl yðar eru í lagi. Svo gaf hann fyrirskipun til manna sinna, þeir séttust aftur á hjólin og óku af stað sömu leið og þeir höfðu komið. Petrov sat stundarkorn, svo ók 'hann hægt áfr-am. Honum brá við, þegar hann upgötvaði að hann var sveittur um hendurnar. Hamingj- 'v' Á H/ ETTUSTUND Mary Richmond an góða, hugsaði hann, voru taug- arnar skyndilega famar að gera vart við sig? Það var sannarlega timi til kominm að hann tæki sér leyfi frá störfum. Hann stöðvaði bifreiðina og hlustaði. Jú, hann heyrði dauft flugvélarhljóð sem nálgaðist. Hann slökkti öll ljós á bílnum og gekk úf og tók sér stöðu milli trjánna. Svo grgip hann vasaljósið og hóf að gefa merki. Loksins blikuðu tvö ljós þarna uppi og hann gaf merkjasvar sitf. Hávaðimn jókst og faann sá vélina sveima þarna eins og risafugl í náttmyrkrinu. Hún I lækkaði flugið, og hvarf bak við j trén nokkurn spöl í burtu. Tvær— | þrjár mínútur liðu, svo varp Petr- ov fegimsamlega öndinni. Hanni flýtti sér aftur að bílnnm og lyfti | stúlkunni upp. Hann þakkaði guðij fyrir að hún var enn meðvitundar-, laus og að hún hafði ekki vitað i neflt af þ'essari glæfraför. Hanntók í og með sér lflinn böggul úr: igeymsluplássinu. Svo henti hann j bíllyklunum frá sér. Bíllinm gat verið þarna kyrr, á morgun myndi j einhver finna hann og skýra tög- reglunmi frá. Þeir myndu vera nokkurn tíma að átta sig á hlutun um og áður en þeir hefðu gert það . . . Hann gekk í áttina tfl lendingar- ■stað vélarinnar. — Carmiehal? hrópaði hann lágt og svo kom flug maðurinn í ljós. — Guði sé lof, að þú ert kominn. Hjálpaðu mér með stúlkuna. Og nú verðum við að hraða okkur, lögreglan stöðvaði mig á leiðinni hingað og hver veit nema þeir komi aftur . . . — O.K., sagði Carmichal stutt- aralega. — Ég skal taka stúlkuna. Þér þurfið engu að kvíða héðan af. 32. KAFLI. — Yður líður nú miklu betur, sagði Ferskjublóm. — Áður en varir verður dvölin í Kina aðeins eins og illur draumur og þér get- ið farið að gera áætlanir um nýtt líf. Hún sat hjá Blanche á verönd- inni fyrir utan herbergi Blanche á gistihúsinu í Hong Kong. Blanche var grönn og föl, en hafði að öðru leyti náð sér eftir allar þrenging- ar og þrautír síðustu vikna í fang- elsinu í Kanton. Þegar hún hafði komið til meðvitundar hér í gisti- herberginu, hafði liðið nokkur tími áður en henni skfldist að hér var hún örugg og hafði ekki smitazt af veikinni. Kínverski læknirinn hafði getið henni sprautu, svo að hún missti meðvitund, meðan hún var borin út úr fangelsinu og ejtið til flugvélarinnar. Hún hafði óljósa epdurminningu um að Petrov hefði setið við hlið hennar í vélinni. — Hann hafði gefið henni eitthvað að drekka, svo að hún sofnað'i aftur og siðan mundi hún ekkert fyrr en hún vaknaði hér. Hún hafði sofið samfleytt í tvo sólarhringa og læknir og hjúkrun- arkona höfðu verið hjá henni allan tímann. Hún hafði ekki trúað að hér væri hún örugg, fyrr en Ferskjublóm — mjög föl og grann lefl — kom til hennar og hún hafði sagt við Blanche, að Petrov hefði smyglað henni út úr fangelsinu og sent hana hingað og amah og gamli fiskimaðurinn væru hér líka. Og Dorothy og börnin voru hefl á húfi. Dorothy hafði komið inn tfl Blanche og grátið beisklega yf- ir dauða Johns. — Maður skyldi ætla að hann hefði getað bjarga honum líka, sagði hún æðislega. — Hann lagði þessi ósköp á sig tfl að bjarga öil- um hinum. — Áttu við . . . — Já, ég meina Ferskjublóm og þjónum hennar, mér og krökkun- um og þér. Aðeins John varð að sjá um sig sjálfur og hann dó . . . og ég veit, hvers vegna. Það var vegna þess, að HANN var afbrýði- samur út í John . . óstjórnlega afbrýðisamur , . vegna ÞÍN . . . — Ég skil hvorki upp né niður, sagði Blanche og strauk sér þreytu lega um ennið. — Um hvern ertu að tala? — Manmnn sem þú þekkfl sem Petrov ofursta. Hann er ensktir i aðra ættina og notar nafn móður sinnar. Hann heflir í raun og veru Nicolas Trockmorton. Hann hefur 22 T f M I N N , sunnudaginn 12. maí 1963 —.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.