Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 6
ALYKTANIR Landbúnaðarnefnd Þrettánda flokksþlng Framsóknarmanna áréttar yflr- lýslngar fyrri flokksþinga um, að landbúnaðurinn verði ávallt elnn meglnatvinnuvegur þjóðarinnar, eins og hann hefur verið frá upphafi byggðar á íslandi. Til þess að svo geti verið, verður að skapa honum þá aðstöðu að hann verði ávallt samkeppnisfær við aðra atvinnuvegi um vinnu- afl og líískjör. Þýðing islenzks landbúnaðar fyrir þjóðina liggur aðal- lega í því að framleiða holl og góð matvæli, hráefni fyrir lðnað úr íslenzkum landbúnaðarvörum, skapa gjaldeyri með útflutningl landbúnaðarafurða, og síðast en ekki sízt að viðhalda og auka þá þjóðlegu menningu, sem verið hef- ur aðalsmerki íslendinga frá fyrstu tið. Flokksþinglð leggur áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. VERÐLAGSMÁL LANDBÚNAÐARINS. Síðastliðin 15 ár hefur verðlagning búvöru farið fram samkvæmt lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Þau hafa fært bændastéttinnl öryggl um skipulagningu og sölu landbúnaðarframleiðslunnar og nokkra hlutdeild i bættri afkomu þjóðarheildarinnar. Hins vegar hefur komið í ljós, að þau tryggja ekkl hag bændastéttarinnar, svo sem vonir stóðu til i upphafl. Þá vill flokksþingið vekja athygli á þeirri staðreynd, að hag bændastéttarinnar hefur stórhrakað síðustu fjögur ár, m.a. vegna dýrtíðarflóðsins og ýmissa annarra stjórnarráð- stafana. Tvennar gengisbreytingar, vaxtahækkanir, takmörkun útlána o. fl. kemur harðast við þá bændur, sem eru að hefja búskap, eiga mikið ógert á jörðum sinum eða hafa orðið að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir á þessu tíma- blli. Þingið telur nauðsynlegt, að FramleiðsluráðSlögunum verði breytt, svo að þau tryggi fullkomlega hlut bænda og að móta beri stefnuna í þvl máli 1 samvinnu við Stéttar- samband bænda. Gera þarf sérstakar ráðstafanir til að efla reikningshald bænda, svo að full vitneskja fáist um afkomu búskaparins, og hver sé hinn raunverulegl fram- leiðslukostnaður landbúnaðarafurða. í því sambandi verði Búreikningastofa ríkisins efld með nægu fjármagni undir forystu Búnaðarfélags íslands, til að vinna fljótt úr þeim upplýslngum, sem búreikningar veita. 2. FJÁRMAGNSÞÖRF LANDBÚNAÐARINS. Landbúnaðurinn er þess eðlis, að hann sem atvinnuveg- ur þarfnast mlkils fjármagns tll langs tíma með vægum vöxtum. Til þess að eðlileg uppbygging geti átt sér stað, þarf því að sjá honum m. a. fyrir fjármagnl til eftirtalinna verkefna: a. Það þarf að stórauka ræktun frá þvl sem nú er og velta riflegri ræktunarframlög og lán — sérstaklega til þeirra, sem skemmra eru á lelð komnir i ræktunarmálum. b. Lán til vélakaupa, súgþurrkunar og bygginga í sveitum þarf að auka stórlega, enn íremur að auka styrk og lán til vélakaupa ræktunarsambandanna. e. Stofna þarf sérstakan veðlánasjóð. Sá sjóður velti frum- býllngum og bændum, sem lítil bú hafa, rifleg, hagstæð lán til kaupa á jörð, bústofni og vélum. Mikil nauðsyn væri að slík lán yrðu veitt afborgana- og vaxtalaus fyrstu árin. Þetta er sérstaklega mikil nauðsyn nú, vegna þess hversu stofnkostnaðurinn er orðinn hár, og elns vegna þess, hversu mikill hluti þess fólks, sem í sveit- um býr, er I háum aldursflokki. d. Lán út á landbúnaðarafurðir þurfa að hækka svo mikið, að bændur getl fengið andvirði afurða sinna greitt að fullu skömmu eftir innleggsdag. e. Flokksþinglð mótmælir hinum rangláta söluskatti, sem bændum er gert að greiða til stofnlánadeildar land- búnaðarins. Það vill benda á, að bændur hafa engln umráð yfir þessu fé og fá ekki neitt af þvi endur- greitt í verði afurðanna. Gjaldið verkar því sem beinn launaskattur á bændur og upphæð þess fer eftir fram- lelðslumagni hvers og eins, án tillits til þess hvort nokk- ur nettó-arður er af framleiðslunni eða ekki. Gjald þetta greiða leiguliðar sem aðrir framleiðendur, þó að marglr þeirra geti ekki fengið stofnlán. Flokksþingið leggur áherzlu á, að gjaldið verði afnum- ið sem fyrst, en Alþingi og ríkisstjórn tryggi nægjanlegt fjármagn til stofnlána af sparifé'þjóðarinnar og eftir öðrum leiðum. Jafnframt þessu leggur flokksþingið áherzlu á, að bændasamtökin fál stjóm stofnlánasjóðanna að tveim þriðju hlutum í slnar hendur. 3. EIGN OG ÁBÚÐ JARÐA Flokksþingið telur nauðsynlegt að vlnna að þvi að sem 13. FLOKKS- flestar jarðir komist 1 sjálfsábúð eða erfðaábúð. Þá telur flokksþingið að brýn nauðsyn sé að komið verði á skipu- lagningu I sölu jarða. í þessu sambandi skal bent á 2. tölulið c hér að framan og nauðsynina á að auðvelda ungu fólki að hefja búskap í sveit. Þá sé með nýrri löggjöf stefnt að því að eigendur reki bú sjálfir á Jörðum sinum. Ríkið kaupi þær jarðir, sem ekki seljast til búskapar á frjálsum markaði, og selji þær bændum eða leigi á erfðafestu, þegar eftirspum skapast. 4. ÁBU RÐARII'RAMT ifeíJDSLA. Flokksþingið telur rétt að áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi verðl gerð að ríkisfyrirtæki, þar sem henni hafa nú verið fengin einkasöluréttindl i hendur. 5. FÉLAGSMÁLA- OG FRÆÐSLUSTARFSEMI. Flokksþingið telur að efla beri til stórra muna Búnaðar- félag íslands og búnaðarsamböndin fjárhagslega, svo að þau geti auklð og bætt lelðbeiningastarfsemi sina. Sérstaka áherzlu ber að leggja á fjárframlög til eflingar ungmenna- starfsemi i sveitum svo kom^ð verði á íræðsluerindum, starfsíþróttum og námskeiðmn, er miði að því að glæða ályif?* *W>ys fólks fjrrir landbúnaðinurn og auka þekkingu fytjr é íje^tóastörfum. Einnig ber að styðja fræðslustarfsemi ivenfélaga. - Auka ber fjárframlög til bændaskólanna og Garðyrkju- skólans, svo að þeir verði eftirsóknarverðir fyrir ungt fólk, og endurskoðuð verði námsskrá þeirra og námstími með tillitl til breyttra aðstæðna. Jafnframt leggur flokksþingið áherzlu á að sett verði löggjöf um háskólamenntun í bú- visindum hér á landi. Enn fremur telur flokksþlngið nauð- synlegt að auka fjárframlög til rannsókna og tilrauna í þágu landbúnaðarins og að sem nánust tengsl verði milli tilrauna og lelðbeiningastarfseminnar. Meðal annars telur þlngið nauðsjmlegt, að rannsakaðar verði til hlítar ástæð- ur fyrir kalskemmdum í túnum og að reynt verði að finna ráð til úrbóta. 6. HLUNNINDI. Tilraunir slðustu ára með flskrækt í ám og vötnum lofa góðu um framtíðarmöguleika í þeim efnum. Ber því að veita rifleg framlög og lán til þessarar starfsemi. Sérstak- lega skal bent á þörfina fyrlr auknar leiðbeiningar meðal bænda um silungsrækt í vötnum og að veita sem fyrst fjármagn til þess. Æðardúnninn er ein verðmætasta búvara. Vitað er að æðarvarp má auka allverulega víða meðfram ströndum landsins. Einnig þar skortir leiðbeiningar, sem nauðsyn- legt er að komið verði á fót hlð fyrsta. 7. FÓÐURÖFLUN. Flokksþingið telur, að fóðurskortur standi landbúnaðin- um fyrlr þrifum og stafl það m. a. af því að framræsla og ræktun hefur dregizt saman síðustu ár vegná stórhækk- aðs ræktunarkostnaðar, en hins vegar hafa ríkisframlög samkvæmt jarðræktarlögum staðið í stað, þar sem ríkis- stjórnin hefur afnumið að þau hækkuðu í samræmi við verðlagshækkun og heíur ekki fengizt til að breyta jarð- ræktarlögum tll samræmis við breytt verðlag. Flokksþinglð leggur rika áherzlu á, að sett verði ný jarð- ræktarlög, sem tryggi stóraukið ríkisframlag til ræktunar, > nauðsynlegustu bygglngarframkvæmda og súgþurrkunar, og framlögln verði greidd eftirleiðis með vísitöluálagi. Stefna ber að því að öflun allra heyja geti farið fram á ræktuðu landi og véltækum engjum. Súgþurrkun og vot- heysgerð verði aukin og að útbreidd verði sem bezt þekking á öllu þvi, sem getur gert fóðuröflun öruggari og hagkvæm- ari. Telur þingið að rétt sé að setja helldarlöggjöf um stuðn- ing við innlenda kornrækt og skapa henni jafnrétti við lnnflutt komíóður varðandi niðurgreiðslur. Þá verði komið upp útsæðlsræktun fyrir innlenda stofna grasfræs og hent- ugra korntegunda. ’ Með því að sannað er að hagkvæmt er að beita á ræktað land, telur flokksþlngið rétt að stefnt sé að því að auka grænfóður og beitiræktun. Auka þarf gróðurathuganir á af- réttum og skipuleggja aðstoð við drelfingu áburðar á af- réttar- og heimalönd. Girðingalög verði endurskoðuð og þeim breytt í samræml við breytta þjóðfélagshætti. 8. LANDGRÆÐSLA, YLRÆKT OG SKÓGRÆKT. Flokksþingið leggur áherzlu á að stóraukin verði land- græðsla á vegum sandgræðslu íslands og til þess verði varið hluta af sölugróða áfengisverzlunar ríkisins. Að því verði stefn; að stöðva uppblástur og að meira verði grætt árlega en upp blæs. TÍMINN, siumudaghm 12. maí 1963 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.