Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 13
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kramkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritetjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. RRstjómarskrifstofur í Eddu- húslnu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif- stofur, simi 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Örlagaríkustu málin Um langt skeið hefur málgagn íslenzks stjómmála- flokks ekki orðið uppvíst að öðrum eins flótta og Mbl. í sambandi við landhelgismálin og Efnahagsbanda- '.agsmálið. Mbl. þóttist ætla að hefja sókn með því að bjóða Timanum upp á umræður um þessi mál, en gefst svo strax alveg upp og reynir að færa umræðurnar yfir á þann grundvöll, að kosið sé um Atlantshafsbandalagið. Öllum er þó ljóst, að þetta er fjarri öllu lagi. Þrír flokkarnir, sem bjóða fram, eru allir fylgjandi aðild að því, þ. e. Framsóknarflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Sá eini flokkur, sem hefur fylgt hlutleysisstefnu, Þjóðvarnarflokkurinn, er úr sögunni og býður ekki fram. Um stefnu Alþýðubandalagsins veit nánast sagt enginn, því að hún stjómast utan frá og miðast við hagsmuni Rússa. Því hafa forustumenn Alþýðu- bandalagsins ýmist verið með eða móti hlutleysi eftir því, hvernig blásið hefur að austan. Af þeim ástæðum, sem eru greindar hér að framan, er ekki kosið um NATO eða hlutleysisstefnuna í þessum kosningum. Þó hljóta þessar kosningar að snúast meira um utanríkismál en nokkrar kosningar hér síðan 1908. Á næsta kjörtímabili verður því ráðið til lykta, hvort ísland verður aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill, eða hvort aðeins verður gerður við það tolla- og viðskíptasamningur eins og Framsóknarflokkurinn vill. Á næsta kjörtímabili verður því og ráðið til lykta, hvort Bretar í'á framlengdar land- helgisundanþágurnar eða einhver slík hlunnindi, eins og stjómarflokkamir eru ekki síður líklegir til að veita eftir kosningar en á árinu 1961, eða hvort hvergi verður ▼fldC frá 12 mílum og réttinum til landgrunnsins, eins og Framsóknarflokkurinn vill. Það er um þessar tvær stefnur í EBE-málinu og land- helgismálinu, sem þjóðin velur i kosningunum. Það er aðeins í þessum kosningum, sem þjóðin fær það örlaga- rfta vald að geta ákveðið hvorri þessara stefna skuli fylgt. Ómögulegt er að treysta því, að annað tækifæri gefist síðar. Því þurfa kjósendur að íhuga þessi mál og láta ekkert moldviðri villa sér sýn á það, að það er um þessi örlagaríkustu mál, er kosningarnar snúast. Játning Jónasar Jónas Haralz hefur nú opinberlega staðfest, að hann hafi sagt á fundi Verzlunamáðsins að „erfitt væri að sjá, hvernig hægt væri að samræma tiltölulega hæga aukningu landbúnaðarframleiðslu og batnandi hag bændastéttarinnar sjálfrar með öðru móti en að bændum fækkaði“. Hann segist enn fremur hafa „bent á, að aldursskiptingin í bændastéttinni væri nú þannig, að talsverður fjöldi bænda myndi hætta búskap á næstu árum og myndi þetta gera það vandamál, sem hér er fyrir hendi, auðveldara úrlausnar en ella“, þ. e. að bændum myndi fækka af sjálfu sér, því að engir feng- ust til að taka við, þegar þeir eldri hættu. Þetta er alveg rétt hjá Jónasi Hin „tiltölulega hæga aukning landbúnaðarframleiðslu“ sem hljótast mun af óbreyttri stjórnarstefnu, mun dssidega fækka bænd- um á þann veg, að nýir menn munu ekki treysta sér til að fara í skörðin. þegar gömlu bændurnir falla frá. Núverandi stjórnarstefna miðar þannig markvíst að því að fækka bændum. Verkalýðurinn og stjórnmálin Allar stéttir eigra mikið undir hver fer með stjórn þjóðarskútunnar á hverjum tíma. Þó eru það fáir eða engir í þjóðféiagdnu, sem eiga meira undir því að vel sé stjórnað en verkalýðsstéttin. Hún, sem tekur laun sín ein- göngu af seldri vinnu, til aukningar og nýtingar þeirra verðmæta, sem afiað er í þjóðarbúið. Þessi stétt erfiðis manna og kvenna hefur lengst af verið hlunnfarin í kaupi og kjörum, aðbúð á vinnustöðum, tryggingum o. fl., þótt viðurkennt skuli, að margt hefur breytzt til batn- aðar á undanförnum árum, einkum fram til ársins 1959. Eftir það virðist manni að komið hafi stöðnun og jafn- vel afturför. Kaupi hefur ver ið haldið niðri af „viðreisnar- stjóminni“ og þær litlu kaup- hækkanir, sem fengizt hafa síðan 1958, hafa fengizt ein- göngu fyrir velvilja samvinnu samtakanna í landinu. Þann- ig var það þeim að þakka, óumdeilanlega, að vinnudeil- urnar ieystust 1961 og svo aftur nú um síðustu áramót, enda þótt það væri aðeins bráðabirgðasamkomulag til þess að halda atvinnuvegun- um gangandi. Þó er nú svo komið, sem ég tel hreina aft- urför, að' ‘átta stunda vinnu- dagur, sem á að gefa meðal- fjöiskyldu mannsæmanði lífs afkomu, er nú algjörlega úr sögunni sem slíkur, og verka- fólk þarf að vinna 14 til 16 tíma í sóiarhring til að geta skrimt svo mannsæmandi sé. Hér hefur því það skeð á tímum „viðreisnarstjórnar- innar“, að inn í þjóðlíf okkar Islendinga hefur komiff angi af hinni svoköiluðu „vinnu- þræikun“, þ. e. menn þurfa að vinna næstum helmingi iengur en áður, til þess að hafa sæmilega afkomu, og þar með eru frístundir fjöld- ans, tómstundir, úr sögunni. Ungt fólk, sem var að mynda heimili og byggja yfir sig, gat fyrir 1959 unnið að uppbyggingu heimila sinna í frístundum sínum. En nú er þetta þannig breytt, að slíkt er varla mögulegt, þar sem fyrirvinnan þarf að vinna allt upp í 14 tíma fyrir dag- legum þörfum. Hver væri afkoma verka- og láglaunafólks í dag, ef náttúran hefði ekki verið jafn gjöful á gæði lands og lagar, sem hún hefur veriff á dögum þeirrar stjómar, sem nú situr við stjómvöl þjóðarskútunnar? Þó verður það að segjast, að allt er ekki stjóminni að kenna, hvemig komiff er mál um láglaunafólksins í land- inu. Að sumu leyti má kenna það forvígismönnum verka- lýðsins sjálfs. Vinstri stjórnin t þetta eina skipti, sem vinnustéttirnar í landinu hafa eignazt sína eigin ríkis- stjóm, þ. e. „vihstri stjóm- ina“, þurftu ólánsmenn inn- an verkalýðssamtakanna, og þá sér í lagi kommúnistadeild in innan Alþýðubandalags- ins, að neita vinstri stjóm- inni um frestun á vísitölu- hækkun í desember 1958, sem verða myndi til þess að allt kaupgjald ryki upp úr öllu valdi ef af yrði og raskaði þar með jafnvægi því, sepi náðist í kaupgjaldi og verðlagi með efnahagsráðstöfununum um vorið 1958. Foringjar alþýðusamtak- anna báru ekki gæfu til að skilja nauðsyn þessa, og því áttu þeir sinn stóra þátt í því, hvemig fór með „vinstri stjórnina", enda áhuginn orð inn takmarkaður hjá komm- um og krötum til þess að halda stjóminni saman. Það, sem kom svo í kjölfar þessa, er ölium í fersku minni. Með myndun kratastjómarinnar um áramótin 1958 og ’59 og ráðstöfunum þeim, sem hún gerði um mánaðamótin jan. — febr. 1959, tók hún kaup- hækkunina af, sem orðið hafði með vísitöluhækkun- inni, og gott betur. Þessi þró- un I kaupgjaldsmálunum hélt svo áfram og náði há- marki með efnahagsráðstöf- unum „viðreisnarstjórnarinn ar“ 1960. Samvinnumenn reyndu að hjálpa Þegar svo var komið, að ailt vöruverð og þjónusta hafði hækkað upp úr öllu valdi, en kaupið lækkað, sá verkalýðurinn hvað hann hafði misst með falli vinstri stjórnarinnar, og að hér yrði að sporna við fótum. Þó hef- ur Ianglundargeð verkalýffs- ins aldrei verið meira gagn- vart nokkurri ríkisstjórn, en „viðreisnarstjórninni.“ Laun- þegar biðu á annaff ár með aðgerðir, og þegar þær loks- ins hófust, var ríkisstjórnin ekki viðmælandi. Hefði sam- vinnusamtakanna og Fram- sóknarmanna, sem þeim stjórna, ekki notið við, hefðu orðið langvarandi vinnustöðv anir, síldarflotinn ekki kom- izt á veiðar og atvinnuleysi og ördeyða hahliff innreið sína með þjóðinni, í ofanálag á alla kjaraskerðinguna, jafn vel þótt um kaupdeilurnar hefði verið samiff síffar á ár- inu. Allir hljóta aff sjá hvað ■ þá hefði beðið íslenzka þjóð- arbúsins. Það var því tvi- mælalaust Framsóknarmönn- um að þakka, hvernig úr rættist á örlaga- og hættu- stund. Fyrir þessi verk Framsókn- armanna voru þeir níddir dag eftir dag í blöðum stjórn arflokkanna, kallaðir óþurft- armenn og svikarar við þjóff- ina o. fl. álíka nöfnum og síð- an kórónaði ríkisstjórnin allt saman með nýrri gengisfell- ingu, algjöi-ri hefndarráðstöf un, örvita, fálmandi ríkis- stjórnar. Enn voru það sam- vinnumenn í landinu, sem komu til hjálpar verkafólki og launþegum, enn var það fyrir þeirri tiistilli, að SAMIÐ var, til þess að vega á móti hinu nýja gerræði ríkisstjóm arinnar í launamáium og þar með halda atvinnuvegunum gangandi. Öll þjóðin er þakk- lát samvinnu- og Framsókn- armönnum fyrir þeirra verk til þess að halda þjóðarskút- unni á floti í þeim ólgusjó, sem núverandi ríkisstjórn hefur skapaff. fiuki'8 traust Launafólkiff í landinu hef- ur fengiff traust á Fram- sóknarmönnum * og stefnu þeirra og finnur að þeir ein- ir, og affeins þeir, eru þess megnugir að halda réttlát- lega á málum þeirra, án of- stækis og óbilgirni, og ieiða þau farsæilega í höfn. Það er líka nú svo komiff, að Frám- sóknarmenn eru orðnir fjöl- mennari en kommúnistar í sumum verkalýðsfélögum, t.d. Bílstjórafél. Frama í Reykja- vík og fleirum, og aukið gíf- urlega fylgi sitt í öðrum. Með sams konar stefnu í verka- lýðsmálum og Framsóknar- fiokkurinn hefur rekið að undanförnu, mun hann halda áfram að auka fylgi sitt inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Hið frjáisiynda fólk, sem af H ýmsum annarlegum ástæðum hefur áffur skipaff sér í raffir kommúnista með huldunafn- inu Alþýðubandalag, mun hálda áfrám að streyma frá þeim til Framsóknarflokksins og skilja kommúnistana eina eftir í hugsanagangi kreddu- bundinnar Moskvutrúar. Þá dugar einu sinni ekki Einari Olgeirssyni og hans nótum að senda kjósendum Norður- landskjördæmis vestra, þjóð- vai naruppalning til þess að halda saman hnignandi fylgi, eins og kjósendum er nú boð- ið upp á. Engri rýrð vil ég kasta á þennan unga mann, en óneitanlega mun kjósend- um þykja það skrýtið, ef kommúnistar hér vilja jafna honum við verkalýðsleiðtog- ann Gunnar Jóhannsson hvað kjörfylgi snertir. Verkafólk þessa lands skil- ur nauffsyn þess, að efla einn vinstri flokk í landinu gegn auðvaldi og íhaldi og aftaní- ossum þess, hinum svonefnda Alþýðuflokk, sem búinn er að glata öllum sínum hugðarefn um á blótstalli íhaldsins, en biður nú um atkvæði, verka- fólks til þess eins að geta eft- ir kosningar haldið áfram ó- þurftarverkum íhaidsstjórn- ar og m.a. ýta þjóðinni inn í Efnahagsbandalag og nýja samningagerð viff Breta. Þetta fólk skilur, að það get- ur ekki heldur átt neina sam- leið með kommúnistum, vegna Rússadelcurs þeirra og óþjóffhollrar starfsemi. Það veit, að Framsóknarflokkur- inn er eini flokkurinn, sem getur leitt málefni þess til sigurs á þjófflegum grund- velli, í anda samvinnu og samhjálpar. B.M. TÍMINN, sunnudaginn 12. maí 1963 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.