Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 23
fireín Hermóðs Framhald af bls. 19. tvennt að velja, að ganga slyppir frá eign sinni og ábýlisjörð eða halda áfram að vinna og strita enn meira og lengur en nokkru sinni fyrr — freista þess að reyna að auka framleiðsluna svo hægt sé ao standa í skilum með vexti og afborganir, sem þjóðfélagið hefur af skilningsleysi lagt þeim á herð- ar um fram getu — í þeirri von, að framleiðsluaukningin verði iþeim einhvern tíma til ha.gsbóta. í þessu kapphlaupi vig sjálfan «ig og stéttarbræður sína vinnur bónd inn nótt með degi, já, helgidaga líka og alla hátíðisdaga ársins svo að honum gefast færri og færri tómstundir til bóklestrar, mennt- unar og þroska miðað við það, sem áður var. Að lokum uppgötvar bóndinn þá sorglegu staðreynd, að hann á- samt fjölskyldu sinni sé orðinn að eins 'konar vinnuþræll í þjónustu þjóðfélagsins, sem hefur það æðsta sjónarmið að láta bóndann vinna sem lengst og bezt fyrir sig Eldri bændumir eiga tæplega u n annað að velja en þetta hlutskipú meðan kraftar þeirra endast, en það ei blekking að láta sér detla i hug að unga fólkið láti bjóða sér slíki hlutskipti. Hin gamla rómantik, sem var kennd við sveibna, er horfin úr hugum þess, en vantrú- á lífsmöguleika sveitalífsins kom- in í þess stað. Nú vilja allir bfa við sem mest þægindi og sem bezt kjör, hvað sem starfið heitir. Þetta er krafa tímans, hvort sem hún er heilbrigð eða ekki. Fyrir tiltölulega fáum árum voru ekki gerðar sömu kröfur tU lífsins í sveitum og kaupstöðurn, sérslak- lega hvað húsakynni og önnur þæg indi snertir, samanber gamlr máí- tækið „þetta er bara næsturn því eins fínt og í kaupstað'1, ef ein- hvers staðar sáust góð húsakynni upp til sveita. Með tilkomu raf- magrisins, sem allir vilja og þurfa að hafa afnot af, hvort sem þeir búa í sveit eða kaupstað, hefur skapazt nýr útgjaldaliður hjá bændum er eykur á fjárhagserfið- leika þeirra vegna hins háa raf- orkuverðs í dreifbýlinu. Þetta og önnur þægindi, sem sveitirnar keppa eftir, eykur enn á þörfina fyrir raunhæfara afurðaverð í landbúnaðinum. Þegar rætt er um aðstöðu bænda borið saman við launþega, má ekki gleyma því, að launþegar fá yfir- leitt greidd sín laun vikulega eða mánaðarlega. Þessu er öðru vísi varið með bændurna, sem fá ekki greitt nema ca. 2/3 af afurðaverð inu við móttöku, en afganginn ekki fyrr en eftir heilt ár. Mér reiknast svo til, að vaxtatap bónd j ans af þessum sökum nemi allt að 5—6 þúsund krónum á ári. — Þennan kostnað ættu mjólkursam- lögin og sláturhúsin að láta koma á rekstrar- og sölukostnaðarreikn- ing á sama hátt og í fiskiðnaðin- inn. Þessum rangláta kostnaði á að ' létta af bændum sem fyrst, eða mundi nokkur vilja mæla þvi ból, | að verkamönnum og öðrum laun- þegum yrði greitt kaup sitt að V5 j íheilu ári á eftir að búið er að j vinna fyrir því? „Viðreisninni“ misskipt. . Þótt sumt af því, sem hér hefur verið sagt, kunni að vera umdeil- anlegt, verður það ekki hrakið með neinum rökum að gagngcrðra leiðréttinga er þörf fyrir íslenzkan landbúnað nú sem allra fyrst. Það verður heldur ekki vefengt að þjóð félagið hefur búið verr að land- búnaði sínum að undanförnu en sanngjarnt og skynsamlegt getur talizt. Því verður heldur ekki á móti mælt að núverandi stjórnar- stefna með endurteknum gengis- fellingum hefur íþyngt bændastétt inni mjög alvarlega. Þessu til frek ari rökstuðnings skal bent á hvern- ig „viðreisnin" hefur verkað á upp byggingu landbúnaðarins og launa kjör bænda: 1. Stofnkostnaður vísitölubús liefur hækkað síðan 19S8 um 455 þús. kr., eða rúm 70%. 2. Fkamlag bóndans umfram op- inbera lánsmöguleika, hefur hækk að um 328 þús., eða 70%. 3. Hekstrarhalli vísitölubús hef- ur hækkað' á sama tíma um 5215 þús. kr., eða rúm 73%. 4. Kaup bænda hefur þannlg beinlínis lækkað um 55,6% á 4 árum, þótt almcnn laun liafi hækk að um 10% á þessu tímabill, sam- kvæmt yfirlýsingu viðskiptamála- ráðlierra. 5. Fiskverð til sjóinanna — þorskverð — hefur hins vegar hækkað úr 208 aur. haustið 1958 í 360 aura kg., eða 'um 73%. 6. Verð á mjólk hefur aftur á móti að’elns hækkað til bænda úr kr. 3,92 frá því 1958 í kr. 5,27, eða 34% og 1. fl. dllkakjöt úr kr. 22,20 í kr. 28,00, eða ekki nema 26%. 7. Hefði „viðreisnarstjórnin” búið jafnvel að landbúnaði og sjávarútvegi, hefðu bændur átt að' fá nú kr. 6,78 fyrir mjólkurlítra í sta® kr. 5,27 og kr. 38,40 fyrir dilkakjötið í staðinn fyrir kr. 28,00 eins og það er skráð nú, ásamt hlutfallslegrl hækkun á öðr um afurðum. Þannig hafa land- búnaðarvörur hækkað aðeins um 34%, eða meira en helmingi minna en sjávarafurðir á þessu tímabili. Hefðu lilutskiptin hins vegar verið jö-fn mllli bænda og sjómanna í verðíagsmálum, hefði hlutur vísi- tölubóndans átt a® vera ca. 75 þús. kr. hærri á þessu yfirstandandi verðlagsári, en þessi upphæð jafn- glldir 39% lækkun á framleiðslu- vörur grundvallarins miðað við afurð’averð sjávarútvegsins. Þesar tölur ættu að nægja til þess að sýna það, að það er ekki eintómur „barlómur“, þótt ein- staka óánægjurödd heyrist meðal bænda með þetta ástand, sem ekki getur leitt til annars en stórauk- ins flótta frá landbúnaðinum, ekki sízt sauðfjárræktinni, er hefur alltaf búið við lakari aðstöðu hvað verðlagningu snertir en nautgripa ræktin. — Væri næsta fróðlegt að heyra álit ,,landbúnaðarsérfræð- inga“ ríkisstjórnarinnar á því hvort landbúnaðurinn hafi verið svo vel alinn undir stjórn Fram- sóknarmanna, að ástæða væri tU að gera helmingi verr við hann nú en sjávarútveginn? Sé hér ekkert aðhafzt, heldur! látið reka á reiðanum þar til allt j er orðið um seinan og landauðnin blasir við í heilum byggðarlögum, i er þá ekki full seint fyrir þjóð- . félagið að sjá si.g um hönd og ; endurskoða afstöou sína gagnvart : bændastéttinni? Hermóður Guðmundsson. Kristín Pétursdóttir Fimmtudaginn 2. maí s.l. var til moldar borin að Einarsstöðum í ICeykjadal, Kristín Pétursdóttir, fyrrum húsfreyja í Stafni. Kristín fæddist að Narfastaðaseli í Reyk- dælahreppi, 14. október 1872 og var því 91 árs, er hún andaðist að heimili sínu í Stafni. Foreldrar hennar vom Hólm- fríður Guðmundsdóttir og Pétur Pétursson. Þau höfðu ekki geng- ið í hjónaband. Fylgdi hún móður sinni til þriggja ái'a aldurs, en þá fór hún til föður síns, er var bóndi í Mjóadal, en sá bær stóð í samnefndum dal inn af Bárðar- dal. Er jörðin fyrir löngu komin í eyði, sem og Narfastaðasel. Árið 1880 flutti Pétur búferlum að Stórulaugum í Reykjadal og þar var Kristín með honum unglings- ár sín og síðast vinnukona hjá Aðalgeir Davíðssyni. Haustið 1890 fór hún á Kvennaskólann að Lauga landi, en þangað lágu lefðir margra námfúsra kvenna á þeim árum. Um sama leyti hafði faðir hennar flutt að Narfastöðum og til hans fór hún er hún kom af skólanum. En 24. maí 1893 giftist hún Sigurgeiri Tómassyni í Stafni og bjó hún þar langa ævi síðan og átti heima til dauðadags. Pétur Pétursson, faðir Kristín- ar, flutti til Ameríku og andaðist þar. Sá er þetta ritar heyrði oft í æsku sinr.i um Pétur talað, og jafnan á emn veg. Hann var at- vervismaður, glaðlyndur o-g jafn- lyndur, greiðvikinn og vinsæll. Leiðir Hólmfríðar Guðmunds- dóttur og Kristínar lágu saman á nýjan leik, þegar Hólmfríður var orðin roskin kona. Naut hún þá skjóls og aðhlynningar í Stafni, hjá dóttur sinni, tengdasyni og dóttursonum. Andaðist hún þar í hárri elli. í huga þess er þetta ritar, vakir bamsminning um smá- vaxna, hjartahlýja gamla konu, sem lífið hafði ekki alltaf tekið mildum höndum á. Kristín og Sigurgeir í Stafni eignuðust 9 börn, eina dóttur, er andaðist kornung og 8 syni. Voru þeir Jón, sem andaðist úr misling- um 1917, Pétur bóndi í Stafni, Sig urður bóndi á Lundarbrekku í Bárðardal, Tómas bóndi á Reyk- hólum við Breiðafjörð, Helgi bóndi og söðlasm'.ður í Stafni og nú bryti á Laugum, Ingólfur, bóndi og bókbindari í Vallholti, (nýbýli í Stafni), Hólmgeir bóndi að Völl- um (nýbýli í Stafni) og Ketill, bóndi í Stafni, dáinn 1956. Sigurgeir í Stafni var þjóðhaga- smiður, einkum afburða járnsmið- ur. Hann átti um mörg ár sæti í hreppsnefnd og var lengi deildar- stjóri Reykdæladeildar Kaupfélags Þingeymga, á þeim árum, sem deildarstjórastarfið var í einu mik- ið trúnaðarstarf og umfangsmikið. Má með sanni segja, að um mörg ár var ein af skrifstofum kaupfé- lagsins í baðstofunni í Stafni, þar sem reikningshald deildarinnar var allt í höndum deildarstjóra. Sigurgeir andaðist 30. október 1939. Synir Kristínar og Sigurgeirs eru allir kunnir menn. Þeir eru smiðir á tré og járn og hafa tekið drjúgan þátt í uppbyggingu hér- aðs síns og víðar. Þeir hafa á hag- sýnan og viiurlegan hátt sameinað búskap og iðnað. Þeir hafa tekið mikinn þátt í félagsmálum og svo hafa þeir, ásamt foreldrum sínum eiginkonum og bömum, breytt heiðarbýli í vildisjörð og reist sveitaþorp, þar sem áður var einn bær. Að baki þessa alls, sem nú hef- ur verlð upp talið, stóð yfirlætis- laus, smávaxin og hljóðlát kona. Hún bjó mann sinn að heiman til endalausra ferða vegna trúnað- arstarfa. Hún hitaði kaffið handa deildarmönnum, er þeir komu til fundar að Stafni. Hún veitti gest- um og gangandi beina, oft af litl- um efnum. Hún ól manni sínum 9 börn og íóstraði til uppvaxtar af mikilli ástúð 8 úrvalssyni. Hún missti frá barmi sér einu dóttur- ina og fylgdi til grafar tveim son- um á bezta aldri. Hún vann myrkr anna á milii og meira þó, og lagði homsteina að byltingu breyttra tíma og stórkostlegra athafna. Auk þess hafði hún tíma til að taka þátt í félagsskap kvenna í sveit- inni, og þegar þetta allt er talið, átti hún afgangs hlý handtök, ást- úðlegt viðmót og umhyggju, handa litlum leikbræðrum sona hennar. Þetta er mælt af reynslu. Kristín i Stafni var hagleiks- og hannyrðakona. Hún kunni kvæði, þulur og sögur og sagði vel. Hún var ágæt dóttir sjálf- menntaðrar þjóðar, komst ung í snertingu við nýjan tíma á Lauga- landi, ávaxtaði pund sitt vel og varð landnámskona í nýjum heimi á nýrri jörð, og þó alla tíð söm og jöfn, og týndi engu af sjálfri sér í byltingunni, sem yfir gekk. Síðustu árin mörg naut hún um- hyggju ástríkra handa tengda- dætra, sona og bamabarna. Hún var sístarfandi á meðan birtan ent ist þreyttum augum og lúin hönd átti þrek til þjónustu. Hlutverk hennar í lífinu var þjónusta við land, þjóð, hérað og heimili. Það hlutverk rækti hún af sannri dyggð. En hjarta henn- ar sló fyrir alla þá sem hún unni heitast 2. mai 1963. Páll H. Jónsson frá Laugum Sumarbúöir þjóökirkjunnar 1963 Reykjavík, 11. maí í DAG er koka^dagurinn. — Bátar eru nú ýmist hættir eða í þann veginn að hætta veiðum. Nokkrir munu halda áfram næstu daga. Afla- hæstur er Helgi Helgason, VE, sem róið hefur frá Pat- reksfirði. Hann Iagð'i 1390 tonn á Iand. Skipstjóri og aflakóngur er Finnbog! Magnússon. Tölur um aflann á vetrarvertíð verða birtar á næstunni. Eins og undanfarin sumur mun Þjóðkirkjan reka sumarbúðir fyr- ir börn. Munu búðirnar að þessu sinni v’erð'a tvær, að Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði, þar sem tjóðkirkjan hafði starfsaðstöðu í fyrsta skipti í fyrra í nýjum og glæsilegum heimavistarskóla sveitarinnar, og að Löngumýri í Skagafirði. En á Löngumýri stóð ■agga surnarbústaðastarfs Þjóð- kirkjunnar og hafa verið sumar- búðir þar í hverju sumri nema í tyrra. Frösen Ingibjörg Jóhanns- dóttir hefur gefið kirkjunni Löngu nýi'i og var rekinn þar húsmæðra- ,'kóli í vet ir Sumarbuðirnar ag Kleppjárns- reykjum hefjast þ. 19. júní og verða í fjórum flokkum, sem hver stendur í tvær vikur. Verða drengjaflokkar fyrst, en síðan tveir flokkar fyrir telpur. Á Löngumýri '■eiða tveir flokkar, drengjaflokk- ur, sem hetsl þ. 4. júlí og telpu- flokkurinn nefst þ. 19. júlí. Dval- ".rkostnaðu: cerður kr. 850.00 fyr- ir flokkinn duk ferða. Verða börn m yngst að verða 9 ára á árinu, til þess að unnt sé að taka við peim u! dvaiar í sumarbúðunum. Með sumarbústaðastarfi sínu vill Þ]óðkirkjan leitast við að veita törnum tækifæri til þess að dvelja í sveit og þi um leið að finna þeim einhver smáverkefni. Auk þess er lögð áherzla á leiki og annað gaman, bæði úti og inni, og þá er bömunum leiðbeint nokkuð í föndri. En íyrst og fremst er lögð aherzla á 'rúarlegt uppeldi barn- anna með helgistimdum og fræðslu. Eru þeim gefnar myndir, og bæði sýndar kvikmyndir og kyrrmyndir. Þá eru kvöldvökur og mikill söngur. Allar nánari upplýsingar um sumarbúðasfarfið veitir æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar á Biskrips stofu, síma 12236 milli klukkan 10 og 12 og 2 og 4 næstu daga. Þar verður einnig tekið á móti pöntunum. Sóknarpresitar munu líka koma beiðnum um dvöl í sumarbúðunum áleiðis. Stuðningsfólk Framsóknarfl. athugi: Utankjörfuridarkosning hefst í dag. Allir, sem ekki verða heima á kjördag 9. júní, ættu að kjósa sem fyrst svo að atkvæðin komist ör- ugglega í viðkomandi kjör- deild fyrir kjördag. Kjósa má hjá sýslumönnum, hrepp stjórum, bæjarfógetum og í Reykjavík hjá borgarfógeta — Melaskólanum í kjallara. — Þar verður opið alla virka daga frá kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendi- fulltrúum. Listi Framsóknarflokksins í öllum kjördæmum er B-listinn. Þegar menn greiða Framsóknarflokknum at- kvæði í utamkjörfundarkosn íngu, ner að skrifa stórt B á kjörseðilinn. Skr/fstofa flokksins i Tjarnargötu 26 veitlr allar upplýsingar viðvíkjandi ut- ankjörfundarkosningunum. Símar 15564 — 16066 — 17945 Látið skrifstofuna vita um þá stuðningsmenn flokksins, sem verða að heiman á kjör dag. TIMINN, simnudaginn 12. maí 1963 — 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.