Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 5
Óðagot og æsingur Sá, sem þetta ritar, hitti nýíega a5 máli óbreyttan Sjálfstæðismann, sem hafði fljótt orð á því, að honum þætti liggja sérlega illa á for- ingjum Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Það sæist vel á stórfyrirsögnum Mbl,. er bæru þess helzt vitni að rit- stjórar flokksins vissu ekki sitt rjúkandi ráð og hörfuðu því úr einu gervivíginu í ann- að. Skrípamyndir þeirra væru tákn um hið sama. Þó hefði fundarauglýsingin um kosn- in > aáróður Framsóknar- rianna, sem hefði verið flutt .ei'is og slendurtekið neyðaróp í útvarpinu, slegið öll met í óðagoti og taugaæsingi. Hinn óbreytti Sjálfstæðismaður lauk spjalli sínu með því, að Jcfað hlyti að vera eitthvað að, sem hann hefði ekki hing- að til gert sér Ijóst, fyrst for- ustumennirnir höguðu sér svona. Það er vist, að þeir eru margir óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins, er hafa hugsað eitthvað líkt og þessi maður undanfarna daga. Góðæri og de Gaulle Það mátti kenna það á ýmsu um miðjan vetur, að for kólfar Sjálfstæðisflokksins teldu sig hafa heldur góða kosningaaðstöðu. Þeir álitu, að góðærið gæti eitthvað rugl að menn I ríminu og fengið þá til að álíta, að ríkisstjórn- in væri ekki sem lélegust. Og svo kom de Gaulle eins og hjálparengill í janúarlokin og stöðvaði að sinni samninga Breta og EBE. Þannig fékkst tilefni til að segja, að mál, sem stjórnarflokkarnir voru famir að óttast, værl úr sög- unni og ætti því ekki að blandast inn I kosningabarátt tma. Góðærið og de Gaulle voru þær hjálparhellur, sem leið- togar Sjálfstæðisflokksins treystu á, að yrðu stjórn sinni og stefnu til bjargar. En bersýnilegt er nú, að for ingjar Sjálfstæðisflokksins eru hættir að treysta á de Gaulle og góðærið. Menn gera sér nefnilega flestir Ijóst, að góðærið er þrátt fyrir „við- reisnina", en ekki vegna henn ar. Það er heldur ekki hægt að fá menn til að trúa því, að gamalmenni á áttræðisaldri geti lengi stöðvað þróunina í Evrópu. Þess vegna eyddi líka Bjarni Benediktsson öllum ræðutíma sínum í eldhúsum- ræðunum til að tala um mál- ið, sem hann var margsinnis búinn kð halda fram að væri dautt! HEVRIO ÞER,-HEITIB OTAM - ríkisk/»€>he:rranm ekki ÓODMUN Tollskráin En forkólfar Sjálfstæðis- i flokksins töldu sig hins vegar j hafa góð vopn til vara, ef góð- : ærið og de Gaulle reyndist ekki næg tæki tll blekkinga. Þar mátti fyrst nefna toll- skrána hans Gunnars Thor- oddsens. Nú skyldi auglýsa stórfellda tollalækkun fyrir kosnlngar. Tilkynningin kom líka og skorti ekki stórar fyr- irsagnir í stjómarblöðunum: Tollarnir lækka um 90 míllj- ónir! Vondir menn urðu þá til að upplýsa, að þetta væri ekki 1/14 hluti þess, er Gunnar hefði hækkað rikissjóðsálög- urnar síðan hann varð fjár- málaráðherra fyrir rúmum 3 árum. Blað Gunnars hefur síð an reynt að reikna þetta dæmi upp, og með sinni að- ferð reiknað út, að þetta sé 1/11 hluti þess, er rikisálög- urnar hafa hækkað síðan Gunnar var ráðherra. Jafnvel þótt sú tala Vísis sé lögð til grundvallar, kemur í ljós, að álögur ríkisins hafa meira en tvöfaldazt í fj ármálaráðherra tíð Gunnars. Eftir þetta hafa íhaldsblöð- in talað fremur hóflega um nýju tollskrána. Framkvæmdaáætlunin En þótt tollskráin byggðist þannig sem kosningavopn var ekki öll nótt úti. Sjálf fram- kvæmdaáætlunin var eftir, en hana var búið að undirbúa 1 hvorki meira en minna en þrjú ár af erlendum og inn lendum sérfræðingum. Hún hlaut því að verða „númer“, sem dygði. Svo birtist framkvæmda- áætlunin. Þar var að vísu gert ráð fyrir ýmsum myndarleg- um hafnarbótum og vegafram kvæmdum á þessu ári og þó einkum í þeim kjördæmmn, þar sem stjórnarflokkarnir höfðu talið sig standa höllum fæti og töldu sig því tilneydda að fallast á ýmis umbótamál, sem Framsóknarmenn höfðu barizt fyrir árum saman, sbr. veginn um Siglufjarðarskarð. En lengra náði stórhugurinn svo ekki. í framkvæmdaáætl- uninni er reiknað með að hag vöxturinn þ.e. aukning þjóðar framleiðslunnar, verði ekki meiri en 4% á ári næstu árin eða 1% minni en hann varð hér á seinasta ári. Þetta er minni hagvöxtur en reiknað er með I flestum eða öllum sambærilegum löndum, og munu lífskjör því fara versn- andi hér, miðað við önnur lönd, ef hann verður ekki meiri. Uppbygging atvinnu- lífsins þarf m.ö.o. að vera stór um hraðari og meiri en fram kvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir. Annars munum við drag ast aftur úr öðrum þjóðum. Eftir að þetta var nægilega upplýst, hefur verið hljótt um framkvæmdaáætlunina í st j órnarblöðunum. „Friður á hafinu“ En þótt góðærið, de Gaulle, tollskráín og framkvæmda- áætlunin ætluðu þannig að mistakast sem kosningavopn, átti þó Sjálfstæðisflokkurinn eitt leynivopn eftir. Með land- helgissamningnum, sem gerð- ur var við Breta 1961, hafði hinn farsæli utanríkismála- leiðtogl Bjarni Benediktsson, skapað „frið á hafinu“. Þetta var vandlega básúnað í stjórn arblöðunum, ásamt tilheyr- andi skröksögu um, að Fram- sóknarmenn ætluðu að ó- hlýðnast landhelgissamningn um og skapa nýjan ófrið á hnfinu, ef þeir kæmust til valda. Bersýnilegt var, að stjórn- arblöðin töldu sig hafa fengið hér mjög gott kosningavopn. Nú skyldi Framsókn ekki sleppa við þung högg og stór. En allt fór þetta á hina fyrri leið. Brezkt herskip gerði sér lítið fyrir, frelsaði brotlegan togaraskipstjóra úr höndum íslenzku varðgæzl- unnar og kom honmn undan til Bretlands. Sjaldan eða aldrei hafði íslenzkum stjórn- völdum verið sýnd meiri ó- virðing. Svona var þá „frið- urinn“, sem Bjarni var búinn að skapa á hafinu, Skrýtin þjóð •Það var á sínum tíma haft eftir dönskum selstöðukaup- manni, að íslendingar væru skrýtin þjóð. Það væri alveg sama hve oft þeím væri sagt það og hversu vel, sem það væri rökstptt, þá fengjust þeir ekki tii að trúa þvi, áð Danir stjórnuðu íslandi vel. Óðagotið og taugaæsingur- inn á stjórnarheimilinu ís- lenzka virðist benda til þess, að þar sér hugsað eitthvað svipað seinustu dagana. Það kemur nefnilega í ljós, þegar kosningasmalar íhalds- ins fara að ganga í húsin, að færri og færri fást til að trúa því, að „viðreisnarstj órnin" hafi stjórnað vel. Menn fást ekki til að trúa því, að allt sé með felldu, þeg- ar launatekjur minnka, miðað við átta stunda vinnudag, á sama tíma og þjóðartekj- urnar stóraukast af völdum óvenjulegs góðæris. Menn fást ekki heldur til áð trúa því, að það hafi verið nauðsynleg ráðstöfun sumar- ið 1961 að fella gengiö vegna hóflegrar kauphækkunar, þar sem aflabrögð fóru stórbatn- andi og útflutningsverðlag stórhækkaði á sama tíma. Menn fást ekki til að trúa því, að sífelldar gengisfelíing- ar leysi nokkurn efnahagsleg- an vanda, en hitt er jafn- framt ljóst, að þær valda stór felldustu röskunum á skipt- ingu þjóöarauðs og þjóöar- tekna — gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Menn fást ekki heldur til að trúa því, að það berl vott um viturlega stjórnarhætti, að UM MENN OG MÁLEFNI ekkert virðist nú fyrirsjáan- legra framundan en ný geng- islækkun, ef ékki er breytt um stjórnarstefnu. Og það er margt fleira í sambandi við stjómarhætti núv. ríkisstjórnar, sem for- kólfum stjórnarflokkanna gengur bersýnilega illa að fá menn til að trúa. Samvinna eða samruni Meðal þess, sem mörgrnn ís- lendingi gengur nú illa að trúa, er sá boðskapur stjórn- arflokkanna, að þjóðinni muni vegna bezt með því að renna inn í efnahagsbanda- lög stórríkja — með því að yfirgefa kænu smáríkisins, og ganga yfir í hafskip stórrikja- bandalagsins. íslendingum hefur vegnað bezt, þegar þeir hafa verið sjálfstæðir og óháð ir. Þess vegna eru þeir seinir til að trúa því, að leíðin til farsældar sé að afsala sér sjálfstæðinu að mlklu eða öllu leyti. Og mörgum finnst óhugn- anlegur sá áróður, að það sé fjandskapur við vestrænt sam starf og vestrænar þjóðir, ef við gerumst ekki aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, en viljum heldur byggja sam- búð okkar við það á grund- velli tolla- og viðskiptasamn- ingsins. Mönnum finnst, að hér búi eitthvað undir, sem gjalda þurfi varhug við. Menn vilja góða sambúð við vestrænar þjóðir en ekki inn limun og samruna. Hvatning til dáða Af óðagoti og æsingi for- sprakka Sjálfstæðisflokksins undanfama daga er það ber- sýnilegt, að því meirf verða lætin og hamagangurinn, sem það gengur verr að fá kjós- endur til að tnia því, er for- kólfar Sjálfstæðisflokksins vilja láta þá trúa. Bersýnilegt er það jafn- framt, að þessum látum verð- ur I vaxandi mæli stefnt gegn Framsóknarmönum, því ag þá eina óttast íhaldið nú af keppinautum sínum. En Framsóknarmenn eru þessum látum vanir. Alltaf þegar þeir hafa staðið sig bezt og stefnt réttast, hefur íhald- ið hamazt mest á móti þeim. Þess vegna munu Framsóknar menn láta þessi ólæti rugla jafnlítið starf sitt og ró sína. Nú er að vinna sleitulaust það, sem eftir er kosnlngabar áttunnar. Aldrei hafa verka- lýður, bændur og millistéttir landsins átt meira í húfi en nú, því að það verður þeim verst, ef þjóðarauðurinn og þjóðartekjumar safnast meira á fárra hendur. Aldrei síðan 1918 hefur sjálfstæði landsins stafað meiri hætta af innlimunarstefnu en nú. Það er mikil örvun fyrir Fram sóknarmenn að finna það á óðagotl og ólátum afturhalds- íns, að þeir eru á réttrl braut TÍMINN, sunnndagiun 12. maí 1963 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.