Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 1
// VfDREiSNIN // HEFUR GERT LAUNÞEGA VINNUÞRÆLA Ritstjórar Alþýðublaðsins og formaður Alþýðuflokksins vitna um vinnuþrælkun BENEDIKT GRÖNDAL, ritstjóri, f lei’ðara AlþýSublaðsins í des. s.I. — „Þessi þróun er geigvænleg. Því eru takmðrk sett hve lengi verkamaður getur unnið, án þess að hann skaði heilsu sína, eyðileggi getu sína til að geta haft nokkra teljandi ánægju af iífinu og jafnvel skemmi sitt eigið heimilislíf, en hann dett- ur út af örmagna við heimkomuna afl kv öldi . . . Margar stéttir hafa hvergi næmi viðunandi kaup fyrir eðlilegan vinnudag og verða að leggja á sig mikla eftir- vinnu." EMIL JÓNSSON, félagsmálaráðherra, formaður Alþýðuflokksins, f áramóta- grein í Alþýðublaðinu í des. s.l. — „Al-þýðuflokkurinn hefur átt því láni að fagna, að eiga innan sinna vébanda marga áhugamenn og konur, sem ekki hafa talið eftir stundi’nar og störfin fyrir flokkinn. Það hefur verið hans lán. En með hinum langa vinnudegi, sem flestir leggja nú á sig tiil að bæta afkomuna, verða tómstundirnar færri og flokksstarfið minna hjá mörgum.“ GÍSLI J. 4STÞÓRSSON, ritstjóri og ábyrgðarmaður Aiþýðublaðsins, í opnu bréfi til Helga Sæm., í Alþýðublaðinu 31. marz s.l. — „Taktu eftór Helgi, að hinn 1. maí n.k. verður farið með spjöld um bæinn og krafizt 8 stunda vinnu- dags, og taktu enn fremur eftir því, að allir aðilar munu loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að 8 stunda vinnudagur er óhugsandi á íslandi í dag, því að óbreyttur borgari, sem vinnur 8 stunda vinnudag, yrði hungurmorða." HÆGRA MEGIN vlð siýrishúsið eru þelr Sigurður og Vlggó, sem atla að nota þennan bit vlð leltlna að flðkunum. (Ljósm.: TÍMINN-GE). LEITAÐ AÐ SKIPSFLÖKUM MB-Reykjavík, 11. maí Nokkrir menn hér í Reykjavík eru nú að standsetja bát, sem þeir ætla að nota til að leita að skips- flökum við strendur landsins og við köfun, til að reyna að bjarga verðmætum úr greipum Ægis. — Þeir ætla að leita að silfurgrýti, sem á að vera á hafsbotni fyrir utan Hafnir og þeir ætla að líta á flök islenzkra skipa sem nýlega hafa farizt við strendumar. Þá eru þeir að standsetja annan bát til að bjarga með járnkjölfestu franska sktpsins Pourquoi Pas? sem fórst nppi við Mýrar fyrir nokkrum ái'atugum. Það eru þeir Sigurður Magnús- son og Viggó Pálsson í Jarðvinnu- vélum, sem bera hitann og þung- ann af þessu starfi. Þeir eiga, ásamt tveim mönnum öðrum, vél- bátinn Rán og eru nú að útbúa hann til leltarstarfa, setja í hann nýja vé) og innrétta á ýmsa lujid. Þeir haía nú til dæmis setf glugga á botn hans, þar sem auð- velt er að skoða hafsbotninn á iitlu dýpi. Það var brezki herinn, sem upp- haflega kom með Rán hiingað til lands og notaði hann til þess að tlytja benzín á Sunderland flug- Dátana úti á Skerjafirði. Síðan komst báturinn f eigu flugmála- stjórnarinnar og þaðan keyptu þeir félagar hann fyrir nokkrum arum. ,v j>?ir segja að, ^ótt vissiflega sé hokkur' hagnað'arvon í þessu, sé (Framhald á 11. slðu). VlnnuHml vegna vara og þ|ónustu vlsitölufiölskyldunnar, Fjöldi vlnnustunda: marz 1959 2338 stundir. marz 1963 2736 stundir. Bein skeröing tímakaupsins 398 stundir eða 17%. Útgjöld vísi- tölufjölskyld- unnar í nýrrl 330 m3 íbúð. Árslaun verka- manns fyrir 8 stunda vinnu hvern virkan dag ársins. Kr. 152.00,00 Kr. 63.000,00 TK-Reykjavfk, 11. maí Stjórnarblöðin eru aS reyna að telja fólki trú um, að kjör (oess hafi aldrei verið betri en nú. Frægust í því sambandi er hin dæmalausa húsmæSra- ræSa Gylfa Þ. Gíslasonar í eld- húsdagsumræSunum, en menn eru enn að hlæja að henni. Hér til hliðar eru birt- ar tilvitnanir í greinar beggja ritstjóra Alþýðublaðsins og að auki sjálfs formanns Alþýðu- flokksins um þann langa vinnutíma sem menn verða að leggja á sig til að hafa í sig og á. Síðan i marz 1959 hefur vísi- tala vara og þjónustu hækkað um 49 stig, en það samsvarar 98 stiga hækkun á þeirri vísitölu, sem í gildi var í tíð vinstri stjórnarinn- ar. í marz 1959 var fyrirvinna vísi- tölufjölskyidunnar 2338 stundir að vinna fyrir útgjöldum fjöl- skyldunnar vegna vara og þjón- ustu, miðað við tímakaup verka- manns í dagvinnu. f marz s.l. var hann 2736 stundir eða 398 stund- um lengur að vinna fyrir sömu þörfum. Síðan í marz hefur vísi- tala vara og þjónustu enn hækkað um 2 stig, svo fjölskyldufaðirinn iiefur enn þurft að lengja vinnu- dag sinn. Skv. þessu hefur kaup- máttur tímakaupsins rýrnað um 17—18% • Sjá skýringahiynd). f vísitölu framfærslukostnaðar ot, auk.vísitölu vara og þjónustu og opinberra gjalda og fjölskyldu- bóta, húsnæðiskostnaður. í vísi- tölu framfærslukostnaðar er ekki reiknað með neinni hækkun á húsa leiguliðnum. þrátt fyrir hina gíf- urlegu hækkun sem orðið hefur á þeim lið og er rúmlega 4 manna f.lölskyidu reiknaðar 800 krónur á mánuði í húsaleigu. Síðan í febr. 1960 hefur 330 rúmm. íbúð hækkað um 150 þúa krónur og ofan á það koma klyfjar vaxtaokursins, og st.ytting lánstímans. Ef tekin er með í reikninginn hækkunin á húsnæðiskostnaðinum og miðað við vexti og afborgan- ir á 1. án og að fjölskyldan hafi átt 100 þús. krónur, þegar bygging 330 rúmm. íbúðar hófst, kemur glöggi í ljós, hve gersam- iega 8 stunda vinnudagur hefur verig afnuminn. Einkum bitnar þetta á unga fólkinu, sem á eftir eða er að brjótast í byggingu eigin íbúðar. Tii að standa undir út- gjöldum vísitölufjölskyldunnar og iafnframt greiða vexti og afborgan it af nýrr! ibúð þarf vísitölufjöl- sKyldan að hafa hvorki meira né minna en 152 þús. króna árslaun. Árslaun verkamanns fyrir 8 stumda vinnudag eru nú um 63 þús. krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.