Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 17
enga vexti af stofnkostnaði véla! og útíhúsabygginga. Hér vantar í því mikið á að bóndanum sé sann gjarnlega áætlag fyrir þessum si-1 vaxandi kostnaðarlið búsins. Miðað við núgildandi verðlag virðist mér að þag vanti rúmar 52 þús. kr. ; til þess að búið geti greitt venju- lega innlánsvexti af heildar stofn ! kostnaði viðmiðunarbúsins. Hefur skekkjan í þessum útgjaldalið auk izt um kr. 30 þús. síðan árig 1959 er „viðreisnin“ hóf göngu sína. Vinnukostnaður. í síðasta verðlagsgrundvelli er reiknað með aðkeyptum kostnaði kr. 19946,00. Frá þessari upphæð má svo draga launatekjur kr. 7423,00, sem búinu er reiknað til tekna. Aðkeypt vinna er því aðeins kr. 12523,00, en það svarar til eins og hálfs mánaðar kaupi verka- manns, hina vinnuna alla á bónd- inn einn að framkvæma án nokk- urrar hjálpar og þarf ekki að eyða orðum að því hve fáránlegt þetta reiknlngsdæmi er. — Þetta er hér um bil óbreytt krónutala í að- keyptri vinnu og í verðlagsgrund vellinum 1943, þegar búið var 60% minna en nú, en þá var hún kr. 12304.00. Hér er of stórt bil óbrúað til þess að vinna bænda sé sanngjamlega metin. ReiknasJ; mér til að vísitölubúið vanti nú kr. 44.000,00, miðað við Dágsbrún- artaxta, og er kaup bóndans því 7 kr. of lágt á klst. Kaup bænda á þó að miðast við laun sjómanna og iðnaðarmanna, sem eru til anuna hærri en almenn verka- mannalaun. ÖHum ætti því að vera ljóst, að skráð kaup bænda er ekk ert nema blekking. Hvað kostar að reisa bú? Ég hef gert mér far um að afla mér sem allra beztra upplýsinga um kostnaðinn við ag reisa bú, allt til ársins 1943, þótt ekki hafi reynzt auðvelt að fá fullnægjandi upplýsingar um suma kostnaðar- liðina á fyrstu árum þessa tíma- bils, 1943—1949. Er því að nokkru stuðzt við áætlanir til þess tíma. Til að afla þessara upplýsinga hefi ég notið ágætrar aðstoðar Búnaðar félags íslands, Teiknistofu land- búnaðarins, Véladeildar S.f.S. og Búreikningaskrifstofu ríkisins. — Þessir útreikningar um stofnkostn- að vísitölubús síðasta verðlags- grundvallar eru byggðir á 319 ær- gilda búi og eru reiknaðir á verð- lagi síðastliðins árs. Til hægðar- ■ auka breyti ég vísitölubúinu, sem þar er reiknað meg í ærgildi, sem ég fékk með því' að margfalda hvern nautgrip með 19,21, en það er það hlutfall milli nautgripa og sauðfjár sem reiknað hefur verið út að gæfu svipaða tekjumöguleika þessara höfuðbúgreina. í þessum útreikningum er ær- gildið sjálft metið á kr. 730, en byggingarkostnaður fyrir þag 1410 kr. og ræktunarkostnaður 495 kr. og vélbúnaður 815 kr. eða samtals kr. 3450,00 fyrir utan jörðina sjálfa, sem hér ér sleppt að meta sérstaklega til stofnkostnaðar bú- inu. Þannig reiknast mér til að stcínkostnaður verði samtals 1,1 mflljón kr. á þessu búi. Þess má geta að samkv. útreikningum Teiknistofu landbúnaðarins er byggingarkostnaður peningshúsa, með tilheyrandi fóðurgeymslum hér um bil liiibc íkt.I við fjárbú og kúabú samkv. hlutfallsreikn- ingum hér að ofan, 1 nautgripur á móti 19,21 kind. Með því að nota byggingarvísi- tölu Teiknistoíunn^r, en hún er iiin sama og vísitala byggingar- kostnaðar í Reykjavík á umræddu tímabili, hef ég notað vísitölu ' byggingarkostnaðarins árið 1962, til þess að reikna út byggingar- kostnað vísitölubúsins á hinum ýmsu tímum eftir því sem stærð þess er á hverju ári, allt til ársins 1943. Við fullnýttar húsastærðir hef ég svo bætt 10% álagi til þess Stofnkostnaður visitölubús frá 1943 ~ 1962r úl •H 'O i—t •H bO f-i <4 o (d -P 'Ö M tí ÍB öJ K i—1 d.3 I cn Þ0 S tí ra FM .tí opinberir M ds ö <H J-l o cd -P H ra £ £ lánsmÖ£uleikar o& db ^ | • • rH tí tí £ B O Vi -p ra tí ra -H o ra *—l "H ö Þö -P O H Pi'CÖ ’H cn M o r-i m vextir. d<f i p • -H t—1 -P tí X dv -p V <D 1' > <S*ft tíxl «3 ® 4 > > 4 '43 202 12 57 14 35 ll^ 34 84 2,5 2.950 2.Ö5® '47 202 17 75 18 47 157 46 111 2,0 3.140 r 2.24® '48 202 19 78 19 49 165 48 117 3,5 5.750 4.855 '49 202 20 82 20 51 173 51 125 3,5 6.055 % 5.155 •ms 202 21 90 22 61 194 55 139 3,5 6.790 | 5.890 '51 202 24 115, 40 69 248 69 179 3,5 8.680 74.780 '52 202 26 135 42 76 279 80 199 4,5 12.553 11.653 '53 231 30 157 53 87 327 93 234 5,0 16.350 15.450 '54 231 34 163 54 87 338 98 240 5,0 16.^00 16.000 '55 231 44 177 61 ldO 382 110 272' 5,0 19.100 13.463 '56 231 50 188 70 110 418 118 300 5,0 20.900 15.263 '57 231 55 218 74 112 459 136 323 5,0 22.950 14.762 '58 289 66 289 132 157 644 177 468 5,0 32.200 24.012 '59 289 82 310 135 155 682 196 486 5,0 34.100 22.486 '60 289 123 349 187 1 167 826 231 595 8,7 70.210 57.386 '61 297 133 365 207 193 898 249 649 7,0 62.86® 46.281 '62 319 158 450 260 232 1100 304 796 7,0 77.000 52.206 að mæta hinni breytilegu bústærð, sem erfitt er að samhæfa áhöfn- inni á hverjum tíma. Á sama hátt hefi ég reiknað út aðra stofnkostn aðarliði, svo sem vélakost, ræktað land og bústofn. Hef ég umreiknað þetta til verðs viðkomandi verð- lagsárs. Þessi reikningsaðferð er hagstæð fyrir kaupendur búanna, en ekki að sama skapi fyrir fram leiðendur, þar sem næstum óger- iegt er að nýta svo vel sé, óhjá- kvæmdegan vélakost við hina breytilegu bústærð. Vélakostnaður inn, sem reiknað er með, eru eflir taldar vélar: 1 dráttarvél, 1 múgavél, 1 heygreip, 1 heyvagn, 1 áburðardreifari, 1 mykjudreif- ari, 1 súgþurrkunartæki, 1 hey- blásari, 1 mjaltavél, 1 ávinnslu- herfi, og öll nauðsynlegustu handverkfæri. Er þessi vélakostur sízt of mikill fyrir búig sem þyrfti að hafa 2 dráttarvélar ef vel ætti að vera. Um matíð á áhöfninni (ærgildunum) er vert að geta þess að þau eru reiknuð með verðlagi ársins 1962 samkv. söluverði sauð- fjárafurða í sláturhús. Þetta verð hef ég svo umreiknað samkv. breytingum á afurðaverði landbún aðarins í verðlagsgrundvelli t'l ársins 1943. Skýring vi@ töflu 2. ( Tafla þessi sýnir stofnkostnað vlsitölubús í þúsundum króna, eins og kostnaðan’erð þess hefur verið á hverjum tíma og vaxtakostnað stofnfjárins. Þar er í d. 1 sýnd stærð vísitölubúsins árlega og er stærð þess metin í ærgildum. í dálkum þeim, er á eftir fara, er reiknaður kostnaður við að koma slíku búi upp, samkv. peningaverð gildi hvers árs. f d. 2 er sýndur kostnaður við að rækta það land, er slíkt bú þarfnast, í d. 3 kostn- aðarverð peningshúsa þeirra, er búið þarfnast; d. 4 verð nauðsyn- legra véla búsins og d. 5 verðmæti bústofnsins. Þá eru þessir stofn- kostnaðarliðir lagðir saman, en- frumverð jarðarinnar þar sem bú- ið er starfrækt, ekki að neinu metið. f d. 7 er sýnt, hvaða úrkostir voru td lántöku út á stofnun bús- ins, d. 8 hvað stofnandi þess varð að leggja fram sem eigið fé, d. 9 sýnir innlánsvexti á hverjum tíma og d. 10 sýnir hvaða vexti bóndinn hefði átt kost á að fá af heildar- fjármagni, ef það hefði falið láns- stofnun til varðveizlu og loks í síðasta dálki töflunnar er sýnt hve mikið er ógoldið af þeim vaxta- koslnaði, sem búinu er reiknaður í verðlagsgrundvellinum. Vinnumagn á búre'kningabúunum og vanreiknaður verðlagsgrund- völlur. Oft hefur það komið fram í um- ræðum meðal bænda hvernig stæði á hinum óeðlilega lága vinnu kostnaði nú, í verðlagsgrundvellin um, miðað við uppgjör búreikninga er vinnumagnig í verðlagsgrund- vellinum 1943 var byggt á, en þá reyndist það yfir 80% af heildar framleiðslukostnaði. Það hefur margsinnis verið skorað á Stéttar- samband bænda að efla Búreikn- ingaskrifstofuna til þess að reyna að sanna hið rétta í þessu efni án nokkurs árangurs. Hefur Stéttar- sambandið ekki talið ómaksins vert að óska upplýsinga frá Búreikn- ingaskrifstofunni um vinnukostnað inn á búreikningabúunum. Eg sneri mér því til forstjóra Bú- reikningaskrifstofunnar og bað hann að reikna út fyrir mig hvað margar karlmannsvinnustundir hefðu farig í að framleiða það af- urðamagn, sem vísitölubúinu er gert að skila til þjóðfélagsins fyrir hvert verðlagsár, síðan 1943. Varð framkvæmdastjórinn góðfúslega við þessum tilmælum og umreikn- aði heildarvinnustundirnar á bú- reikningabúunum inn í verðlags- grundvallarbúið fyrir viðkomandi ár. Þó vantar uppgjör reikninga síð an 1959. Hef ég því áætlað vinnu- magnið þessi ár í samræmi við það sem það hefur reynzt árin á und- an. Getur hér einhverju skakkað, en ekki miklu. Að vísu hefur því verið haldið fram að niðurstöður búreikninga gæfu ekki rétta mynd af vinnu- kostnaði landbúnaðarins, vegna þess hvað fáir þeir væru, 20—30 búreikningar séu ekki fullnægj- andi grundvöliur til þess að byggja afurðaverðið á. Þetta er að nokkru leyti rétt^ en þó má benda á að 20—30 réttfærðir búreiknlngar séu meira virði sem sönnunargagn til verðlagsákvar*ana en 200 skatta framtöl tekin af handahófi. Ætti öllum að vera ljóst, að það er ekki á færi bænda almennt, eins og þeir eru önnum kafnir, að viðhafa þá nákvæmni í daglegu bókhaldi til þess að skattaframtölin geti orð ið nægilega traust undirstaða að réttlátum kaupsamningi bænda- stéttarinnar, eins og verðlags- grundvöllurinn óneitanlega er. — Auk þess er vitag mál að skatta- nefndir og skattayfirvöld hafa fremur áhrif í þá átt að draga úr öllum kostnaði við búreksturinn til þess að tekjurnar verði sem mest- ar á pappírnum. Eða hvað segja menn tii dæmis um það, er full- trúi skattstjóra neitar bændum um að telja til frádráttar kostnað við endurræktun kalskemmda í túnum, sem valda tugþúsunda tjóni? Við þetta bætist, að það reynist furðu erfitt ag fá bændur U1 þess að skilja þýðingu skatta- framtalanna til ákvörðunar á kaupi þeirra. Þannig eru bændur mjög tregir tU að telja fram kaup barna sinna og annarra unglinga, sem hjá þeim vinna, svo ekki sé talað um vinnu konunnar, sem vinn ur í flestum tilfellum mikið við bú störf utan bæjar, en hennar vinna hefur ekki verið talin til útgjalda við búreksturinn, þótt hún sé einn hlekkurinn i sköpun þeirra verð- mæta, er framleidd eru á búinu til tekjuöflunar. Þegar þetta er skoðað niður í kjölinn þarf eng- um ag koma á óvart sá mikli mun ur sem kemur fram á vinnumagni verðlagsgrundvallarins og niður- stöðum búreikninganna, þótt ég geri ráð fyrir að þessi samanburð ur komi mörgum á óvart, því yfir leitt munu menn hafa staðið í þeirri meiningu að fyllsta réttlætis væri gætt um launaákvarðanir bænda gagnvart viðmiðunarstétt- unum, sem svo eru nefndar. Gæti ég trúað því að fólk sem lítið þekk ir til eigi erfitt með að skilja, að bændur láti bjóða sér ár eftir ár að vinna fyrir 30—40% lægra kaupi, en aðrir vinna fyrir, samkv. skekkjunni á þessum ema Uð grundvallarins, og mætti það þó kallast ,,góð“ niðurstaða ef þar með væru öll kuri komin t'l graf- ar. sem fer þó víðs fjarri. Ég vil því biðja menn að grand- skoða þennan samanburð á al- mennu tímakaupi og kaupi bænda í töflunni. Einnig bið ég menn að athuga hvað þessi niðurstaða bú- reikninganna bendir tU að mikið skorti á að bóndinn hafi þau árs- laun fyrir vinnu sína sem honum ber, hvaða vextir af nauðsynlegu fjármagni til að stofnsetja bú, hafa veríð vanreiknaðir, ásamt fyrningu fasteigna og viðhaldi véla, og hvað þessir gjaldaliðir til samans néma mikilli fjárhæð árlega á verðlags- grundvallarbú síðan 1943, fyrir hvern einstakan bónda og bænda- stétdna í heild. Er hér um svo gífurlegar fjárfúlgur að ræða að það hefði verið öðruvísi umhorfs í sveitum landsins ef bændur hefðu féngið til ráðstöfunar þær rúmlega 5800 milljónir, sem fram leiðslukostnaðurinn virðist van- reiknaður á þessum 17 árum, er þessir verðútreikningar ná til. — Hefði þetta fjármagn runnið óskipt til landbúnaðarins, er ósýnt hvort aðstaða hans væri nokkuð lakari nú en t.d. sjávarútvegsins. Þá hefði a. m. h. sveitafólkið getað stundað sinn atvinnuveg á jafn- réttisgrundvelli og ekki þurft að biðja um eitt eða neitt sem fært er undir niðrunarheitin „styrkir og ölmusugjafir“ af hcndi þjóðfé- lagsins til bænda, sem hefur Icitt til meira ósjálfstæðis bændastéttar innar en flest annað, bæði á sviði stjórnmála og hagsmunabaráttu. — Vil ég vekja sérstaklega at- hygli á því, að af þessari rúml. 5800 niilljóna skuld þjóðfélagsins við bændur, hefur sjálft „riðreisn artímabilið" síðastliðin 4 ár tekið bróðurpartinn af þessari upphæð, 2600 milljónir, eða næstum því helming, ef notuð er reikningsað- ferg stjórnarblaðanna, þar sem krónufjöldinn er talinn samnefnari alls þess, sem gert er og gera skal, án tillits til verðgildis pen- inganna. Rétt er að geta þess, að vinnu- kostnaðurinn í verðlagsgrundvell- inum 1943 var byggður á 3ja ára meSaltali Búreikningaskrifstofunn- ar, en sá mismunur er þá kom fram í kaupi bænda og verka- manna, stafaði annars vegar af því ag kauphækkun var veruleg árið 19A3 og hins vegar af aðstöðumun þeim, sem bændum var þá reiknað ur tU tekna. Strax árið eftir, 1944 TfMINN, maí 1963 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.