Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 19
kúga sig ai rðdsvaldtnu með hót- anum um refsiaðgerOir, ef bænd- trr tóti ekki ag vflja þess. Þetta er jafn sjálfsagt enda þótt ýmsir stjómmálaflokkar og stjómmála- leiðtogar, sem svo eru kallaðir, virðist líta svo á, að þeir mundu bæta stjómmálaaðstöðu sína í þéttbýllnu með því að þurfa ekki lengur aj láta sig málefni bænda varða, eins og einn ágætur alþm. skýrði mér eitt sinn frá. Þótt ég ræði þetta ekki frekar hér, er rétt að benda á, að þessi skoðun getur haft vafasamt gildi fyrir stjóm- málamanninn, þótt honum kunni að virðast fjölbýlig vera hið fyrir- heitna land. Ég hygg, að hlð sanna sé, að sveitabóndinn og fjölbýlis- maðurinn séu hver öðrum háðir, svo þag sé næsta erfitt að gera þar upp á milli. Sannleikurinn er Uka sá, að ýmislegt bendir til þess, að fjölmennustu stéttir þjóð félagsins og jafnframt þær lægst launuðu, bændur og verkamenn, þirrfi að eiga samleið í hagsmuna- baráttunni í stað þess að berjast gráar fyrir járnum hver gegn ann arri eins og verðlagsmálabaráttan um búvöruverðið hefur einkennzt af undanfarið. Það sem þarf að gera í þessum málum er, að halda uppi virkri fræðslustarfsemi í land inu um atvinnuvegi þjóðarinnar og kenna fólkinu hleypidómalaust að skilja þýðingu þeirra fyrir menn- ingu og sjálfstæði hennar. Það er ekki nóg að kenna fólkinu, að fiskurinn sé okkar eina lifibrauð og varla sé minnzt á aðra atvinnu vegi í fréttum sjálfs ríkisútvarps- ins árið út og árig inn. Þýðing hmna ýmsu höfuðatvinnugreina þjóðarinnar, þótt misjafnlega sé að þeim búið, er að sjálfsögðu jafn- þýðingarmikil fyrir þjóðfélagsheild ina, því að hver framleiðslugrein hefur sinu ákveðnu hlutverki að gegna. Það er skylda þjóðfélagsins að sjá svo um, ag hinar einstöku atvinnugreinar njóti lögverndar þjóðfélagsins svo að þaer dragist ekki affcur úr öðrum, sem betur mega sín í baráttunni um fjár- magn og vinnuafl þjóðarinnar. Öll un má vera ljóst, eins og nú er komið, að aðstaða íslenzks landbún aðar er að þessu leytl svo bágbor- hui, að engu tali tekur. Allt ungt fóDc, sem elst upp í sveitunum, eða bvo tfl allt, flyzt í aðra atvinnu- vegl, sem geta greltt helmingi hærra kaup en landbúnaðinum er fært að greiða. Eða er það ekki staðreynd, að ungur maður, hvort sem hann er úr sveit eða ekki, geti, ef heppnin er með, aflað eins mlktlla tekna á 2ja mánaffa síldar vertfð eins og Z fullgtldir menn geta Innnnnið sér á heilu árl við landbúnað, jafnvel vlð beztu skil- yrðf? Lögin um dýrtíðarráðstafanirnar 14. apríl 1943 og skipun Sexmanna nefndarinnar, var á sínum tíma skýlaus viðurkenning á því, að bændur ættu rétt til þjóðartekn- anna í hlutfalli við framlagða vinnu og fjármagnsmyndun í land- j inu. Þessi löggjöf og þær kjara- bætur bændunum til handa 1943 j vöktu mikla bjartsýni meðal þeirra og trú á framtíðina og ag þeir ættu nú og eftirleiðis að njóta á- vaxtapna af erfiði sínu. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Fljótlega eftír að samkomu- lagið hafði náðst milli launþega- samtakanna og bænda um verðlag landbúnaðarvara, var hafinn áróð- ur fyrir því, að hin vaxandi dýrtíð í iandinu væri ryrst og fremst að kenna verkamönnum og bændum — lægst launuðu stéttunum. En þeír ásökuðu svo hvorir aðra fýrir ag ganga á undan með kröfurnar um bætt kjör. Kauphækkanirnar 1943 og 1944 urðu þess valdandi, að reksfcrarkostnaður landbúnaðar ins hækkaði verulega og árið 1944 reiknaðist Hagstofunni svo'tíl, að verg landbúnaðárvara þyrfti að hækka um 9,4% vegna hins aukna framleiðslukostnaðar frá 1943. Þessum rétti til nauðsynlegra verð 1 £ l / cö « •o'O M VI § u •H rf rH rf •H /=> 64NJJ ” > tð -Ö §) CÖ 0) Xi -P K3 m •H cö > VI u cö rH ■Ö VI) rtí > 2 **> ^ O j Vextir m m ÞO rí tí *o •H cö •P +» ri m rtí o Þh M í 1 3 i r cö aV | 752 374 582 356 900 524 102 26804 30394j 2762 1326 533 1200 900 878 195 34360 42154í 3710 1775 594 1825 900 600 347 33861 43712 j 4444 1678 740 1625 900 690 672 34634" 45)3831 5640 2574 1212 2022 900 828 672 3984CT 53688j 5998 3074 1454 2245 900 1104 672 45724 611715 5788 3718 13823 2356 900 1220 672 51946 68431 6669 4829- 1678 2347 900 2670 1900 52112 73115 €260 5334 1662 3351 900 2647 1900 52858 T4912 8334 5654 2747 3341 5637 2647 1813 60993 91166 8132 6283 3243 3663 5637 3205 1813 66168 98144 9614 8752 3484 5854 8188 4600 3590 72337 116419 SL4514 9055 4083 6842 8188 • 5612 3590 81412 133296 1485$ 12054 4251 8741 11614 5670 4500 8Œ839 142524 16106 13934 7114 10966 12824 7002 4500 80839 153285 20065 14587 7806 15423 16579 83®<1 5200 98930 186890 :210$5 15884 10057 16927 24794 8591 6000 114522 211778 '4147$ 1628$ 4655$ 2655$ 1539$ 5782$ 427$ 597$ hækkana voru bændur látnir af- saia sér með samþykkt auka Bún aðarþings haustíð 1944, er síðar var lögfest meg „breytingum á lögum um dýrtíðarráðstafanir" frá í 3. maí 1945 í svofelldum ákvæð-1 um: „1. Hækkun sú á landbúnaðar 1 afurðum eftir verðlagsvísitölu sam kvæmt lögum um dýrtíðarráðstaf- anir frá 14. apríl 1943, sem ganga áttu úr gildi 15. sept. 1944, skal falla niður, og verð landbúnaðar- afurða á tímabilinu 15. sept. 1944 tíl jafnlengdar 1945 reiknast eftir vísitölu næsta tímahils á undan. — 2. Verðhækkun á kaupgjaldi á tímabilinu 15. sept. 1944 til 15. sept. 1945, sem áhrif hefur á vísi- tölu landbúnaðarafurða, eða vinnslu og sölukostnað þeirra sam kvæmt útreikningi Hagstofunnar, skal verðlagið hækka í samræmi vig það. Breytingu þessa skal Hag- stofan reikna út fyrir lolc tímabfls- ins, og skulu þær teknar til greina, þegar verðlagið er gert upp.“ — í tölulHS 2 felst það, að sú verð-1 haskkun, sem bændur afsöluðu sér 1944, skal einnig af þeim tekin eftirleiðis. Framleiðsluráðslögin frá 5. júní 1947 kveða að vísu svo á, að „sölu verð landbúnaðarvara á innlendum ! markaði skuli miðast við það, að' heildartekjur þeirra er landbúnað stunda, verði í sem nánustu sam- ræði við tekjur annarra vinnandi stétta“. Með þessu orðalagi töldu fulltrúar bænda, að þeim mundi j takast að endurheimta það, sem j eftír var gefið 1944. Var nú enn j fagnað nýjum áfanga og nýjum j sigri í hagsmunabaráttu bænda. — j Allt skyldi endurheimt, sem van- goldið var 1944—1946. Þetta fór j þó á annan veg. Fulltrúum bænda j reiknaðist svo til 1947, að verð- j lagsgrundvöllurinn frá 1943 ætti að hækka um 42—44%. Fulltrúar. neytenda litu hins vegar svo á, að bændur hefðu fyrir fullt og allt afsalað sér 9,4% af afurðaverðinu 1943. Þessum ágreiningi var vísað til yfirdóms, sem féll þannig, að bændur fengu 33% hækkun á grundvöllinn 1943 í stað 42— , 44% hækkun, sem fulltrúar bænda i kröfðust. Þannig tók yfirdómurinn ' ti! greina kröfuna um frádrát.tinn á 9,4% auk „aðstöðumunarW. I sem bændum var enn dæmdur og svaraði tíl 6,45% launaskerðingar. Yfirdómur þessi olli auðvitað óánægju meðal bænda. Hugðust þeir þó geta bætt hag sinn með því að stækka búin og fá þannig launabætur í gegnum framleiðslu aukninguna. Á sama hátt vonuðu þeir, að stéttínni mundi takast að fá fram ýmsar leiðréttingar á grundvellinum. Þetta hefur þó far- ið öðru vísi en ætlað var. Það hefur verið sótt og varizt á sömu víg- stöðvum siðan 1947 án sýnilegs árangurs. 9,4% eftirgjöfín 1943 hefur aldrei fengizt endurheimt öll þessi ár, 6,45% ekki heldur nema sem tílfærsla á kosfcnaðinum, þótt í orði kveðnu hafí „aðstöðumunur- inn“ veríð felldur niður. Áuk þess hefur ríkisvaldinu með aðstoð laun þegasamtakanna tekizt að halda launum bænda allt að 10% neðan við almennt kaupgjald vegna dýr- tíðarspennunnar, en eins og kunn ugfc er rei’knast kaupið í landbún- aðinum samkvæmt kaupgjaldinu næsta ár á undan á sama hátt og annar rekstrarkostnaður landhún- aðarins. Til viðbótar þessu hafa fulltrúar bænda gengið inn á, eða beinlínis samið um verSlækkanir á framleiðsluvörum landbúnaðar- ins í samræmi við lausn ýmissa þjóðfélagsvandamála. Auk þess hafa nýir skattar verið lagðir á framleiðsluna hver á fætur öðr- um, fyrst % % til Bændahallar í Reykjavik, síðan 1% tíl Stofnlána deildar landbúnaðarins og 0,75% neytendagjald tíl sömu stofnunar, en þetta gjald mun í reyndinni verða tekið af bændum í gegnum búvöruverðið, hvernig sem það er túlkað. Hverjum nýjum áfanga sem bændur hafa nág með fram- leiðsluaukningu, hefur verið svar- að um hæl með nýrri verðlækkun landbúnaðarvara. Þannig var t. d. 18% hækkun á verðlagsgrundvell- inum 1947, samkvæmt útreikningi Hagstofunnar, færð niður í 1,8% það ár. Haustið 1961 voru verðlagsmál- in enn sem fyrr í sjálfheldu vegna ágreinings. Þá var dýrtíðin af völdum 2ja gengisbreytínga farin að segja svo til sín með vaxandi taprekstri í landbúnaðinum, að bændur sáu sig tílneydda ag krefj ast verulegra leiðréttínga á verð- lagi framleiðslunnar. Gerðu full- trúar þeirra m. a. kröfur til auk- inna fyrningaafskrifta og vaxta- kostnaðar, sem höfðu verig stór- hækkaðir samhliða hinu hækkaða verðlagi á öllum rekstrar- og stofn kostnaðarvörum, er gerði það að verkum, ag ógerlegt var orðið að fyma vélar, hús og önnur mann- vúki án gagngerðra leiðréttinga á afurðaverðinu. Þetta ósamkomulag leiddi tíl yftrdóms, sem bændur töldu óréttlátan gagnvart sér. — Eftír þann úrskurð óx þeirri skoð un fylgi meðal b'tenda, sem raun- ar er orðig opinbert leyndarmál, að grundvöllurinn að afurðaverði landbúnaðarins sé í höfuðatriðum lagður af því opinbera — sjálfu jríkisvaldinu — sem þykisfc svo hvergi nálægt koma. Kom þetta m.a. fram, þegar fjárlagafrumvarp ið fyrir árið 1962 var lagt fram, en þessu frumvarpi var ákveðin viss upphæð tíl niðurgreiðslu og verðuppbóta á landbúnaðarvörur — allt miðað við tíltekið ákveðið vérð á kjöt og mjólk. Við þetta var svo yfírdómurinn bundinn haustíð 1961. M.ö.o. fyrst er verð- lagið ákveðið, síðan er búinn til verðgrundvöllur innan þess ramma, sem verðlagið leyfir, svo hægt sé að slá ryki í augu bænda, er hafa verið svo barnalegir að trúa því, að verðlagsgrundvöllurinn væri eins konar stærðfræðileg niður- staða um framleiðslukostnaðinn hjá þeim, og sýndi, hve hátt kaup þeir bæru úr býtum fyrir árið, sem nú er talið milli 90 og 100 þúsund á bónda að meðaltali. Þetta er þeim sagt, þótt vitað sé, að núgildandi framleiðsluverð standi ekki undir nema í mesta lagi hálfu þessu kaupgjaldi, nema e.t.v. við allra beztu aðstöðu og flestir bændur gangi algjörlega eða næstum kaup laust frá ársstörfum sínum, ef tek ið er tíllit til allrar framlagðrar vinnu við búreksturinn, nauðsyn- legar fyrningar, afskriftir og vöxtu af fjármagni búsins. Þegar svona er komið er ekki nema skiljanlegt, að bændur freisti þess að efla samtök sín í milli með einhverjum hætti í trausti þess, að fundnar verði leiðir til þess ið afstýra frekari vandræðum og upþlausn í þessum elzta atvtnnu- vegi þjóðarinnar. Vegna þessa var mikill undirbúningur hafinn s. L sumar til nýrrar sóknar í verðlags málum landbúnaðarins. Tveir landsfjórðungsfundir voru haldnir fyrir stéttarsambandsfund með þátttöku allra héraða landsins. Þessir fulltrúafundir og aðalfund ur Stéttarsambands bænda mörk- uðu einhuga stefnu um þær lág- markskröfur, sem fram voru sett- ar. Skyldi nú ekki viltíð frá settu marki hvað sem í sölurnar þyrfti að leggja. Þrátt fyrir þann einhug stéttarinnar um það, að standa á réttí síninn nú, gáfu fulltrúar bænda enn eftír allt að 140 millj. aí löglegu kaupi stéttarinnar ofan á allt, sem fyrir var, en þessi upp hæð jafngildir um 23 þúsund kr. á visitölubónda í tekjumissi. — Sennilega hefur engin stétt á ís- landi verið jafn berfilega svínbeygð og lítilsvirt og hér átti sér stað. Sé svo ag afurðasölulöggjöf ís- lenzkra bænda sé þannig úr garði gerð, að svona stór blóðtaka hafi verið óhjákvæmileg fyrir þá, er ekki furða þótt margir hugsandi menn í landbúnaðinum telji að- kallandi að breyta þessum lögum til hagsbóta fyrir bændastéttína. 15 ára döpur reynsla af framkvæsnd hennar ætti líka að vera næg á- stæða tíl þess ag samelna hina sundurlausu og ósamstæðu bænda stétt, sem enn hefur ekkl skynj- að sinn vitjunartfma. Nú kunna einhverjir að spyrja, hvað er að heyra, er ekki allt í lagi meðan framleiðsla landbúnað arins heldur áfram að vaxa? Með- an svo sé, þurfi ekkert að óttast. í fljótu bragði kann þetta að virð ast eðlileg skoðun, en því miður er þetta ekki svo einfalt. Þeir, sem starfa að landbúnaði, vita, að bændurnir eiga ekki margra kosta völ. Margir af þeim eru búnir að verja öllum fjármunum sinum og mestum hluta ævistarfsins í að byggja upp og rækta jörðina, sem þcir búa á. Er því skiljanlega, að þessum mönnum sé sárt um jörð- ina, sem þeir hafa lagt alla orku sfna í að fegra og bæta eftir beztu getu. En nú eru jarðir nær óseljan legar. Eiga því bændurnir um það Framíhald á bls. 23. TÍMINN, sunnudaginn 12. maí 1963 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.