Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 14
ÁLYKTANIR SJávarútvegsmálanefnd Framsögumaöur: Gísli Guömundsson. Framsóknarflokkurinn leggur á það áherzlu, að efla beri sjávarútveg landsmanna og sjávarvöruframleiöslu, til auk- innar almennrar gjaldeyrisöflunar og með þaö fyrir aug- um, aö atvinna og fólksfjöldi geti farið vaxandi í öllum landshlutum. Til þess að þetta megi takast telur flokkur- inn nú einkum aðkallandi: I. Að miklu meira fjármagni en hingað til verði varið til hafnarframkvæmda um land allt, með hliðsjón af 10 ára áætlun þeirri, sem gerð var að tilhlutan Alþingis 1958 og áætlunum, er síðan hafa verið gerðar um framkvæmdir á einstökum stöðum. II. Að vernda fiskveiðilandhelgina, alls ekki veita útlend- ingum bein eða óbein afnot hennar, og stefna að því, að íslendngar öðlist fiskveiðilögsögu á öllu landgrunninu. III. 1 Að fiskiönaðurinn verði aukinn og efldur, og þá sérstak- lega afköst hans og vöruvöndun, með það fyrir augum, að hann standi betur að vígi í samkeppni við erlendan fisk- iðnað og að gæði hráefnisins, vegna nálægðar fiskimið- anna, njóti sín til fulls. Með skírskotun til þessara meginatriða mun flokkurinn á næstu árum m. a. vinna að þeirri þróun sjávarútvegs- mála, er lýst verður hér á eftir: 1. a. Að lögum verði breytt þannig, að ríkissjóður greiði hærri hundraðshluta af hafnargerðakostnaöi en hann nú gerir. b. Að auka með lánum og fjárframlögum aðstoð til að koma upp fleiri og fullkomnari dráttarbrautum, svo að viðgerðir fiskiskipa verði auðveldari og ódýrari. 2. Að komið verði upp sérstakri lánastofnun fyrir hafn- argerðir og tekin til þeirra innlend og erlend lán með at- beina ríkisvaldsins. Í3. Að stofnaður verði fiskiðnskóli hér á landi. 4. Að kostað verði kapps um að bæta móttökuskilyrði m síldar í landi, en jafnfrarnt stefnt, að því, að auka verð- ■ mæti síldaraflans, i>ánlilg, áð'matvælaframleiðslá komi sem mest í stað framleiðslu á verðlægri vörum, enda verði lögð áherzla á, að afla nýrra markaða fyrir þessar og aðrar sjávarafurðir. 5. Að stefnt verði að framleiðslu og útflutningi á hertu lýsi. 6. Að tekin verði upp vigtun síldar í stað mælingar. 7. Að rannsóknarstarfsemi í þágu sjávarútvegsins verði efld eftir því sem frekast er unnt og hraðað verði byggingu og starfrækslu fullkomins fiski- og hafrannsóknaskips. 8. Að stefnt verði að því að fiski- og síldarleit verði haldið uppi allt umhverfis landið árið um kring, og þannig fylgzt með fiskgöngum á miðin, til þess ao ekki þurfi að eyða tíma, fé og mannafla veiðiflotans til tilrauna. 9. Að hrygningarstöövar verði friðaðar. þar sem vísinda- legar athuganir benda til að slík friðun komi að gagni. 10. Að gerðar verði ráðstafanir til að vextir af Fiskveiða- sjóðslánum og afurðavíxlum vegna sjávarútvegsins verði lækkaðir og útflutningsgjöldum stillt i lióf. , Endurkaup Seðlabankans á afurðavíxlum hækkuð upp í 67% og jafn- framt tryggt, að sj ávarútvegurinn fái þar að auki afurða- lán frá öðrum lánastofnunum sem til þarf að íramleiðslan hagnýtist sem bezt. 11. Að lögin um aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins verði endurskoðuð og fulltrúum hans í öllum landshlutum gef- inn kostur á að taka þátt í þeirri endurskoðun. 12. Að lög um vátryggingar fiskiskipa verði endurskoðuð með tilliti til þess, að vátryggjendur búi við svipuð kjör. Enn fremur verði athugaðir möguleikar á því, að einka- réttur Samábyrgðarinnar til þess að tryégja skip innan við 100 tonn falli miður. 13. Að rannsákaðir verði möguleikar á að bæta hag tog- araútgerðarinnar, m. a. með breyttri notkun skipanna. 14. Að komið verði í framkvæmd stöðugri vörzlu á tal- stöðvum, þar sem það kann að þykja nauðsynlegt vegna öryggis sjófarenda, og að greitt sé fyrir því hvar sem unnt er, að sjófarendum berist ókeypis upplýsingar frá talstöðv- um um veður, sjólag og landtökuskilyrði. 15. Að auknar verði almennar ráðstafanir til að tryggja öryggi skipa og skipshafna. 16- Að viðurkennt verði m. a. með bsettum aðbúnaði í höfnum, lánskjörum, vátryggingarkjörum og öryggisráð- stöfunum á sjó, hin mikla þýðing smábátaflotans fyrir sjávarútveginn og landsbyggðina, sem auk þeirrar tiltölu- lega góðu afkcmu sem hann skapar þeim, sem á honum starfa, hefur því mikilvæga hlutverki að gegna, að ala upp mikinn hluta af sjómannastétt landsins. 13. FLOKKS- 17. Að fiskibátum, smáum og stórum, fjölgi í öllum lands- hlutum, eftir þvl sem mannafli leyfir og á þann hátt, sem bezt hentar á hverjum stað. 18. Að ekki komi til mála að togurum verði leyfðar veiðar í fiskveiðilandhelginni umfram það sem nú er. 19. Að tryggðar verði stöðugleikamælingar skipa. 20. Að tryggðar verði viðunandi lánveitingar út á notaða báta. 21. Að unnið verði að því, með útvegun fjármagns og á annan hátt, að efla og auka smíði fiskiskipa innanlands. 22. Að áherzla verði lögð á að auka fjáröflun til uppbygg- ingar í sjávarplássum,, sbr. frv. Framsóknarmanna á síð- asta Alþingi um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 23. Að gerðar verði ráðstafanir til að koma i veg fyrir, aö útlendingar nái tökum á fiskiðnaði hér á landi eða fái rétt til að leggja hér sjávarafla á land. Flokksþingið vill að lokum taka fram eftirfarandi: Að það telur sérstaka ástæðu til þess fyrir þjóðina, að vera vel á verði gegn málaleitunum og tillögum, er fram kunna að koma, um að framlengja samninga um heimild útlendinga til veiða í íslenzkri landhelgi. Að það telur sig ekki geta komizt hjá að lýsa áhyggjum sínum út af þéirri gífurlegu stofnkostnaðarhækkun hjá sj ávarútveginum, sem viðreisnardýrtíðin hefur í för með sér, og gerir sjómönnum erfiðara fyrir en áður að eignast fiskibáta, jafnframt því sem hið mikla verð og vaxtahækk- un stóreykur reksturskostnað hjá útgerðinni, einkum þeirri, sem byggir rekstur sinn á nýkeyptum skipum og veiði- tækjum. Iðnaðar-og raforkumáBanefnd Framsögumaður: Steingrimur Hermannsson. Stefna Framsóknarflokksins í efnahags- og atvinnumál- um er byggð á þeirri staðföstu trú á landi og þjóð, að takast megi á komandi árum að skapa hér lífskjör, sem séu sam- Ipærileg við það, sem bezt gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess að markinu verði náð, er nauðsynlegt aö móta framsýna stefnu um uppbyggingu atvinnuveganna og allra undirstöðuatriða þeirra. Jafnframt er nauðsynlegt að skapa sem víðtækasta samstöðu landsmanna um þá stefnu, sem þannig er mörkuð. Efla þarf trú þjóðarinnar á kosti landsins, sem auðveldlega geta orðið grundvöllur viðun- andi lífskjara, og sanna verður, að við íslendingar getum staðið sjálfstæðir, en þurfum ekki að leita á náðir stór- velda eða stórveldasamsteypu. Flokkurinn mun beita sér fyrir skipulagðri uppbyggingu iðnaðarins m. a. með raunhæfri framkvæmdaáætlun, þar sem leitazt er við að hafa áhrif til örvunar á vöxt þjóðar- framleiðslunnar og bætt lífskj örhFlokkurinn fordæmir það fálm og ráðaleysi, sem lýsir sér í nýútkominni „fram- kvæmdaáætlun“ ríkisstjórnarinnar, þar sem hvergi er bent á neinar nýjar atvinnugreinar, sem valdið gætu straum- hvörfum og ekki virðist vera gert ráð fyrir byggingu neinna stærri iðnfyrirtækja á næstu 5 árum, eða vottar fyrír minnstu tilraun til þess að efla framleiðni og aðra grund- vallarþætti uppbyggingar atvinnuveganna, enda er gert ráð fyrir lægsta vexti þjóðartekna, sem þekkist i nokkru menningarlandi. Sérstaklega harmar flokkurinn og varar við þeirri vantrú, sem framkvæmdaáætlunin ber vott um, á hæfileikum þjóðarinnar til þess að skapa hér mann- sæmandi lífskjör. FRAMLEIÐNI. TÆKNIMENNTUN OG RAUNVÍSINDI Það er undirstöðuatriði við uppbyggingu atvinnuveganna, að okkur íslendingum takist að fylgjast með á sviði fram- leiðni tækni og vísinda, sem segja má að sé að verða mestu ráðandi um hagþróun þjóðanna. Því ieggur flokk- urinn sérstaka áherzlu á þau atriði, sem hér á eftir verða talin til uppbyggingar atvinnuveganna. Hafizt verði nú þegar handa um að endurskoða allt skólakerfi landsins. Gefa verður unglingum þegar á barna- skólaaldri kost á áð kynnast undirstöðuatriðum atvinnu- lífsins og raunvísindamenntunar undir handleiðslu sér- fróðra manna, gjörbreyta verður iðnnámskerfinu í sam- ræmi við stöðugt vaxandi þörf þjóðfélagsins fyrir tækni- og verkmenntun, og gæta verður þess, að væntanlegir tækniskólar fullnægi ávallt kröfum tímans. Leggja ber áherzlu á skipulagningu vinnunnar með það fyrir augum að stuðla að vaxandi framleiðni, til kjarabóta fyrir hinar vinnandi stéttir og bættrar afkomu atvinnu- veganna. í þeim tilgangi ber að kanna til hlítar vinnuhag- ræðingu, þar á meðal ákvæðisvinnu og hlutdeildarfyrir- komulag- Það hefur grundvallarþýðingu fyrir efnahagsþróun landsins, að stefnan á sviði vísinda og tækni sé rétt mörk- T f MIN N , suaaudaginn 12. maí 1963 \ 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.